Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2013, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2013, Blaðsíða 34
N ú fara alþingiskosningar í hönd. Valið stendur á milli fjórflokksins og endurnýjun- ar, á milli óljósra, ótímasettra stefnuskráa og grandskoðaðra vel útlistaðra lausna, á milli óvissu og einurðar. Vilt þú kjósandi góður að eftirfarandi verði gert, að þessi af- dráttarlausa aðgerðaáætlun hefjist vafningalaust? n Að öll verðtryggð húsnæðis- lán verði leiðrétt eftir og miðað við 01.11.2007 þegar að vísitala neyslu- verðs var 278,1 stig þ.m.t. þau lán, sem að gerð höfðu verið upp eftir þann dag. Undanbragðalaust, engin bið heldur strax 17.06.2013? n Að hér verði tekinn upp nýr ís- lenskur gjaldmiðill, ríkisdalur með tengingu við Bandaríkjadal og að þar með að gengisstöðugleiki, lægri vext- ir, lægri verðbólga og föst fjármála- stefna undir valdi Íslendinga náist? Án hiks og það strax 01.12.2013? n Að heljartaki vogunarsjóðanna á bönkunum verði aflétt, en það næst með aðferðum samhliða nýjum gjald- miði, sem að er lykillinn að samn- ingsstöðunni, og að allt fé sem að þannig fáist renni til ríkisins og fólks- ins. Að peningarnir verði notaðir til þess að greiða niður skuldir ríkisins, fjárfestinga í nýjum arðbærum og atvinnuskapandi rekstri og lækkun skatta og í ekkert þar fyrir utan. Án vangaveltna – strax 01.12.2013? Að í framhaldinu væri hægt að afnema gjaldeyrishöftin? n Að lágmarkslaun verði kr. 240 þús- und og skattleysismörk kr. 200 þús- und á mánuði einnig fyrir aldraða og öryrkja og að tryggingagjald verði lækkað í 3%? Enga bið heldur strax 17.06.2013. n Að tekjuskattur og vsk. verði lækk- aðir niður í flöt 20% í áföngum á fjór- um árum? Að tollar á fatnaði og fjár- festingarvörum verði afnumdir strax 01.01.2014? Að fá verslunina inn í landið? n Að öldruðum og fötluðum verði bættar kjaraskerðingar frá 2009 með fullri endurgreiðslu þeirra og að all- ar skerðingar TR sem og auðlegðar- skatturinn verði afnuminn strax 17.06.2013? Að lífeyrissjóðirnir verði skyldaðir til þess að verja 1% af ið- gjöldum hvers árs til bygginga nýrra og lagafæringa eldri búsetuúrræða þannig að allir búi í sérbýli með snyrtingu, hjón saman og að þörf verði mætt? n Að lífeyrissjóðunum verði heimilt að fjárfesta í sérstökum fasteignum og þeim gert skylt að koma hér upp virkum félagslegum íbúðaleigumark- aði? Að lífeyrissjóðunum verði heim- ilt undir ströngum reglum að fjár- festa erlendis smám saman eftir því sem að gjaldeyrir er til og þeim gert í leiðinni að selja fyrirtækjaeign sína til almennings hér á landi? Að eigendur þeirra kjósi sér stjórnir þeirra og að lífeyrissgreiðslur gangi í arf? n Að kvótakerfið í núverandi mynd verði aflagt og veiðileyfin færð aftur til fólksins? Að handfæra- og aðrar botn- fiskveiðar verði gefnar frjálsar án tillits til tegundar eða stærðar fiskjar og að öllum afla skuli landað að viðlögðum veiðileyfismissi. Að framsal veiðileyfa verði afnumið, afgjald verði hóflegt og hvetjandi og að atvinna og líf kom- ist á ný í sjávarbyggðirnar? Að allt að 1/3 uppsjávarveiðileyfa verði úthlut- að til smærri skipa og báta til þess t.d. að geta komist á síld eða í makríl- inn? Að líf komist í sjávarplássin á ný? Verði komið á strax 01.01.2014. Ef að svarið við ofangreindu er já, þá er niðurstaðan augljós. Þú verð- ur og getur ekki annað en kosið XG- Hægri græna. Ef ekki þá mun fjór- flokkurinn sitja áfram og lítið breytast. Hægri grænir einn allra flokka er með þetta allt á stefnuskrá sinni, lausnirnar þaulhugsaðar og hvernig við þurfum að bera okkur að. Um það o.fl. má lesa frekar á www.xg.is. Er þetta ekki allt nauðsynlegt og er valið þá nokkuð svo erfitt eftir allt saman? n Höfundur er varaformaður XG Hægri grænna, flokks fólksins og í 1. sæti listans í Reykjavík norður. 34 Umræða 26.–28. apríl 2013 Helgarblað Er valið nokkuð svo erfitt? Spennandi tímar fyrir landsbyggðina! „Hægri grænir einn allra flokka er með þetta allt á stefnuskrá sinni, lausnirnar þaul- hugsaðar og hvernig við þurfum að bera okkur að. Kjartan Örn Kjartansson Varaformaður Hægri grænna Aðsent N ú bendir allt til þess að spennandi tímar séu framundan fyrir landsbyggð- ina. Olíuleit á Drekasvæð- inu, námuvinnsla á Grænlandi og uppbygging fiskréttaverksmiðju á Bíldudal. Þetta eru tækifæri sem lands- byggðafólk má ekki láta renna sér úr greipum. Við þurfum að fylgjast gaumgæfilega með þessum verkefn- um og nýta þau tækifæri sem þau fela í sér, til þess að efla landsbyggð- ina. Samband við Grænland Fyrirsjáanlegt er að mikill uppgang- ur verður á austurströnd Græn- lands á næstu árum og kallar hann á aukna þjónustu varðandi fólks- og birgðaflutninga, heilbrigðisþjón- ustu, viðhaldsþjónustu og annað sem Vestfirðingar ættu að geta veitt þeirri uppbyggingu. Það er staðreynd að vegalengdin milli Vestfjarða og Grænlands er stutt og því kjörið að Ísafjörður og nágrenni verði þjónustumiðstöð fyr- irtækja sem koma að uppbyggingu á Grænlandi. Á Ísafirði er víðtæk fagþekking í stálsmíðum og vélaviðgerðum. Þar er sjúkrahús og ágæt hafnaraðstaða, hvort tveggja má bæta til að mæta þessum umsvifum. Auk þess þarf að fá viðurkennd- an millilandaflugvöll á Vestfirði. Samkvæmt nýjustu tölum mun það kosta u.þ.b. 85 milljónir króna, að breyta flugvellinum á Ísafirði, til að fá þessa viðurkenningu. Á flugvellinum er ágætt flugskýli, sem í dag er í eigu Isavia. Í dag þjón- ar það ekki upphaflegum tilgangi. Þrátt fyrir að á Ísafirði og á aust- urströnd Grænlands sé umferð stórra flugvéla ekki möguleg, verð- ur hægt að bæta það upp með tíðari ferðum þessa stuttu vegalend. Sjúkrahúsið á Ísafirði gæti tekið á móti sjúklingum frá Grænlandi, en það gæfi því auknar tekjur. Auk þess sem allt svæðið myndi græða á aukinni þekkingu og þeirri sér- fræðiþjónustu sem yrði að vera í boði. Stækkum atvinnusvæðin Segja má sömu sögu um fiskeldis- uppbygginguna á Bíldudal. Því þurfa Dýrafjarðargöng að verða að veruleika. Rafverktakar, bygginga- menn, vélsmiðjur og annað er til staðar á Ísafirði, og gætu þess- ir aðilar þjónað verksmiðjunni ef samgöngur eru tryggar á milli stað- anna allan ársins hring. Og norður … Hvað varðar Norðausturlandið þarf að fara að huga að upp- byggingu hafnarsvæða til þess að þjóna olíuiðnaðinum. Vegalengdin þaðan að fyrirhuguðum borpöll- um er sú stysta sem völ er á. Öfl- ugt sjúkrahús er á Akureyri og gæti það þjónað þeim aðilum sem að vinnslunni koma. Þessi tækifæri eru fyrirsjáanleg í næstu framtíð og megum við ekki láta þau okkur úr greipum ganga. Verum bjartsýn og setjum þessi mál framarlega í forgangsröðina. n Höfundur skipar 8. sætið á lista Landsbyggðarflokksins í Norðvestur kjördæmi Þ að er ekki örgrannt um að farið sé að fara um hinn almenna Íslending. Hver stjórnmálaforinginn af öðr- um sýnir nú á sér veikari hliðarn- ar. Þeir horfa angurblítt í auga ljós- myndavélarinnar og draga upp dapurlega mynd af hlutskipti sínu, fyrr og nú. Ef svo heldur fram sem horfir verða a.m.k. nokkrir forystu- menn þingflokka kosnir á þing í samúðarskyni að því er virðist. Að minnsta kosti er ljóst að þeir eru ekki í „hörkutólafélaginu“. Mér finnst að fólk eigi að sýna karl- mennsku og bera ekki sorgir sín- ar á torg með svo auð sæjum hætti sem sumir hafa gert. Málefnin eru það sem blífur fyr- ir fólkið í landinu en ekki dapur legt hugarfar stjórnmálamanna sem telja sig hlunnfarna af kjósend- um sem þeir hafa talið sig „eiga“. Persónulega finnst mér ástæðu- laust af fullorðnu fólki að viðhafa sjálfsvorkunn á almannafæri og þess þá heldur ekki ástæða til þess að biðla til kjósenda með tárin í augunum. Mér finnst og heldur skuggaleg framtíðarsýn að stjórn- endur landsins séu með grát- stafinn í kverkunum ef eitthvað bjátar á. Maður missir bara alla öryggiskennd við að horfa upp á þetta. Fólk af þessu tagi virðist ekki til forystu fallið. n Þorsteinn J. Tómasson Frambjóðandi Landsbyggðarflokksins Aðsent Ekki í hörkutóla- félaginu Guðrún Guðlaugsdóttir Aðsent Þ að er nokkuð lífseig skoðun að fjárfestingar í orkufrek- um iðnaði samrýmist ekki því sjónarmiði að atvinnu- lífið eigi að vera fjölbreytt og nýsköpunardrifið. Þessi „annað hvort eða“ hugsun getur reyndar átt rétt á sér þegar hagkerfið er í þenslu, þegar ekkert atvinnuleysi er til staðar, fjár- festingar eru í toppi og allt á blússandi siglingu. Við slíkar aðstæður geta stórframkvæmdir haft í för með sér svokölluð ruðningsáhrif, það er styrkt gengi krónunnar um of, þrýst upp launum á vinnumarkaði og sogað til sín fjármagn og hækkað þannig vexti. Ljóst má vera að slíkar aðstæður eru ekki á Íslandi nú um mundir. Svigrúm til fjárfestinga Vandi okkar er sá að fjárfestingar eru í sögulegu lágmarki og spár gera ráð fyrir því að fjárfestingar atvinnulífs- ins muni dragast saman á þessu ári frá því sem var í fyrra. Það er skelfileg staðreynd. Jafnframt er atvinnuleys- ið enn allt of mikið, einkaneysla er að dragast saman og tekjur ríkisins eru að minnka, þrátt fyrir að skattar hafi verið hækkaðir. Það er því ekki hægt að halda því fram að hér sé allt á fleygiferð, þvert á móti, það hægir jafnt og þétt á og ef ekki verður gripið inn í með afgerandi hætti þá stefn- ir hér í stopp. Aðstæður eru því þær að það er svigrúm fyrir uppbyggingu í orkufrekum iðnaði, án þess að við drögum með nokkrum hætti úr þeim tækifærum sem önnur atvinnustarf- semi á kost á. Með öðrum orðum, „annað hvort eða“ hugsunin á ekki við, þvert á móti, við getum bæði ráðist í orkufrekar framkvæmdir og örvað efnahagsstarfsemina með al- mennum hætti. Auðlind skapar auðlind Við skulum muna að verðmæti auð- linda okkar byggir fyrst og síðast á þekkingu okkar og vísindum. Með aukinni þekkingu finnum við nýj- ar og betri leiðir til að nýta auðlind- irnar og þess vegna skiptir öllu máli á næstu árum og áratugum hvern- ig okkur gengur að efla vísindi og menntun í landinu. Jafnframt er það svo að verðmæti auðlinda okkar munu vaxa jafnt og þétt vegna þeirrar starfsemi sem tengist auðlindanýt- ingunni. Dæmi um þetta er til dæmis allur sá iðnaður sem sprottið hefur upp í kringum sjávarútveginn, fjöldi iðnfyrirtækja hefur náð að þróa vörur á innanlandsmarkaði sem hægt er að flytja út á alþjóðlegan markað. Það er því miklvægt að horfa til þess að auð- lindir geta skapað samkeppnisforskot fyrir margskonar afleiddan iðnað á alþjóðlegum mörkuðum. Sérþekking sem fæst á heimamarkaði verður að verðmætri útflutningsvöru ef rétt er haldið á málum. Menntun er grundvöllur nýtingar Mikilvægasta efnahagsmál þjóðar- innar er því í raun menntakerf- ið okkar. Með því að fjárfesta í menntun og vísindum mun okkur auðnast að auka verðmæti auðlinda okkar jafnt og þétt og þannig tryggja þjóðinni lífskjör sambærileg við það sem best þekkist. Því miður hefur ekki verið mikið rætt um mennta- mál í þessari kosningabaráttu, önn- ur mál hafa tekið allt sviðið. En það er sama hvaða flokkar mynda næstu ríkisstjórn, menntamál þurfa að vera í forgrunni stjórnarstefnunn- ar. Menntamál eru nefnilega at- vinnumál og menntamál snúast um lífskjör þjóðarinnar til framtíðar. Við eigum því að hætta að tala um hvað við eyðum í menntun þjóðarinnar og tala heldur um fjárfestingu okkar í menntun. Auðlindir og menntun Illugi Gunnarsson Frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins Aðsent
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.