Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2013, Side 47

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2013, Side 47
framlengdi stefndi Sigurður þann 24. mars 2006 gjaldmiðlaskipta- samningnum við stefnanda, sbr. dskj. nr. 10, upp á eigin spýtur, og án skriflegs samþykkis stefnanda fyrir þeirri framlengingu. Sam- kvæmt þessum gjaldmiðlaskipta- samningi var stefnandi skuld- bundinn til að skipta á JPY og að fá íslenskar krónur á gjalddaga samn- ingsins þann 11. apríl 2006.“ Inntakið í málflutningi Dynj- anda, og sú forsenda sem málið byggir hvað helst á, er að Aðalbjörn hafi ekki endurnýjað viðskipta- samninginn þann 24. mars og því hefði tapið átt að vera miklu minna af viðskiptunum en raunin varð. „Þarna var starfsfólk að vinna sem fór langt út fyrir þær heimildir sem það hafði, hvort svo sem það var með fyrirskipun forsvarsmanna sinna eða ekki. Ég var óheppinn líkt og margir í þessu samfélagi. Fyrir mér er það óhugsandi að eftir að ég var búinn að gera skriflegan samning við bankann að þeir færu ofan í vasann minn og stælu af mér þessum eigum mínum,“ segir Aðal- björn. 300 milljóna tap Samningur Aðalbjarnar féll á gjalddaga þann 11. apríl 2006 og var hans af tap af viðskiptunum við bankann þá nærri 300 millj- ónir króna. Þá óskaði bankinn eftir auknum tryggingum vegna viðskipta Aðalbjarnar en bank- inn hafði þá þegar tekið veð í bankareikningi með 125 milljóna króna innistæðu, húsi Aðalbjarn- ar á Laugarásvegi og annarri fast- eign í Kringlunni til tryggingar á greiðslu vegna viðskiptanna. Í lok apríl 2006 var viðskiptasamningi Dynjanda við Landsbanka Íslands lokað og var félagið þá í mínus upp á rúmlega 290 milljónir króna. Hvorki gekk né rak í viðræðum Dynjanda og Landsbanka Íslands um uppgjör á skuldinni næstu tvö árin. Landsbanki Íslands ætlaði svo að höfða fimm dómsmál gegn Dynj- anda um vorið 2008. Bankinn ákvað hins vegar að fella niður þau dóms- mál degi áður en stefnur í málinu voru þingfestar. Greiddi bankinn einnig málskostnað fyrir Dynjanda, samkvæmt stefnunni. Þessi niður- staða bendir til að Landsbanki Ís- lands hafi, af einhverjum ástæðum, ekki viljað halda málinu til streitu á þessum tíma. Hugsanlegt er að umtal um málið hefði getað skað- að hagsmuni bankans. Þessi staða breyttist hins vegar þegar Lands- banki Íslands hrundi í október 2008 og skilanefnd og slitastjórn tóku bú hans yfir og vinna nú að uppgjöri þess. Tjón vegna vanrækslu Aðalkrafa Aðalbjarnar í málinu gegn starfsmönnum Landsbank- ans byggði á því að hann hefði orðið fyrir tjóni vegna þess að þeir þrír starfsmenn Landsbankans sem hann stefndi hafi „virt að vettugi skyldur sínar“ gagnvart honum sem fram komu í samningi bankans um skulda- og áhættustýringu og að þeir ættu því að bera bótaábyrgð í málinu. Þá taldi Aðalbjörn að þremenn- ingarnir hefðu vanrækt upplýsinga- og ráðgjafarskyldur sínar þegar gerður var gjaldmiðlaskiptasamn- ingur fyrir hann í japönskum jen- um og hann framlengdur án sam- þykkis. Einnig var byggt á því að farið hefði verið út fyrir þann fjár- festingarramma sem markaður var í samningnum við Aðalbjörn þegar tekin var áhætta fyrir meira en 100 milljónir króna auk þess sem slíkur samningur í erlendri mynt hafi ver- ið „í hróplegu ósamræmi við spár“ greiningardeildar bankans, eins og segir í stefnu Aðalbjarnar, sem taldi lækkun á gengi krónunnar afar lík- lega. „Meðan ég dreg lífsandann“ Aðalbjörn ætlar að halda áfram að leita réttar síns í málinu eins lengi og hann getur. „Ég vil halda áfram í þessu máli á meðan ég dreg lífsandann. Þetta mál er mér mjög erfitt. Það snýst um lífshlaup- ið mitt, æruna og aleiguna. Málið er mér miklu erfiðara en slitastjórn Landsbankans.“ Hann ætlar að kæra starfsmennina þrjá úr Lands- bankanum, sem hann reyndi að höfða skaðabótamál gegn, til Fjár- málaeftirlitsins og jafnframt til lög- reglunnar ef svo ber undir. „Ég ætla að skrifa FME og vekja athygli þeirra á stöðunni. Skilanefndir bankanna heyra und- ir FME. Ég ætla að sjá hvað þeir vilja gera í stöðunni. Þeir kærðu þessa yfirmenn Landsbankans til sérstaks saksóknara þannig að ég ég geri ráð fyrir að þeir grúfi sig vel yfir málið og kanni hvort þetta sé eitthvað hliðsætt því sem stofn- unin kærði þá fyrir. Ef starfsmenn Landsbankans verða dæmdir fyr- ir það sem þeir eru sakaðir um þá liggur fyrir að það þarf að taka mitt mál upp. Þeir hafa þá brotið af sér og þá liggur fyrir að það þarf að bæta mér upp tap mitt. Þannig að ég verð bara að bíða.“ n Viðtal 47Helgarblað 26.–28. apríl 2013 „Hafa af mér lífshlaup mitt“ Bíður niðurstöðu Aðalbjörn segist bíða niðurstöðu úr markaðs- misnotkunarmáli Lands- bankans. Hann telur niðurstöðu málsins geta haft áhrif á dómsmál bankans gegn sér. „Þeir fóru langt út fyrir heimildir sínar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.