Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2013, Blaðsíða 39
Umræða 39Helgarblað 26.–28. apríl 2013
G
etur verið að það taki ekki
meira en hálfan áratug að
fyrna pólitíska glópsku?
Jafnvel þótt glópskan sé
af þeirri stærðargráðu að
þjóðarbúinu hafi verið kollsteypt og
allt þjóðfélagið sett á vonarvöl?
Sjálfstæðisflokkur og
Framsóknarflokkur
Ef marka má skoðanakannanir þá
gæti stefnt í samstjórn Sjálfstæðis-
flokks og Framsóknarflokks að lokn-
um kosningum. Sjálfstæðisflokk-
urinn virðist ekkert hafa lært og
boðar sömu úrræðin og flokkurinn
gerði allan tíunda áratug síðustu
aldar og áfram í aðdraganda hruns-
ins. Hvorki formaður né varafor-
maður Sjálfstæðisflokksins treystir
sér til að taka efnislega umræðu um
skattastefnu flokksins. Þeir svara
út í hött gagnrýnum spurning-
um sem til þeirra er beint. Hanna
Birna Kristjánsdóttir sagði þannig
í sjónvarpsþætti í Ríkissjónvarpinu
að hún vildi eiga orðastað við mig
baksviðs til að skýra málið en ekki
frammi fyrir alþjóð. Bjarni Bene-
diktsson grét hlutskipti auðmanna
í umræðuþætti Stöðvar 2 en treysti
sér ekki í kappræður um stefnu síns
flokks þegar ég bauð upp á opinn
umræðufund þar sem við mátuð-
um skattastefnu Sjálfstæðisflokksins
annars vegar og Vinstrihreyfingar-
innar – græns framboðs hins vegar
inn í veruleikann.
Sannleikurinn er nefnilega sá
að skattastefna Sjálfstæðisflokks-
ins felur í sér ívilnanir til auðmanna
og þeirra sem hærri tekjur hafa en
auknar álögur á lágtekju- og milli-
tekjufólk. Sjálfstæðisflokkurinn
situr sem sagt enn við sinn keip,
reiðubúinn til þjónustu við þau öfl
sem hann hefur gengið erinda fyrir.
Hann hefur að vísu áttað sig á því að
stefnan þolir ekki umræðu nema á
yfirborðslegum slagorðanótum, eða
baksviðs eftir sjónvarpsútsendingu.
Framsókn mætti liggja
lengur í bleyti
Framsókn hefur að sönnu farið í
pólitískt bað. Það hefur hún um-
fram Sjálfstæðisflokkinn. En hversu
vel hún hefur skrúbbað sig er svo
annað mál. Hvorki treystu fram-
sóknarmenn sér til að styðja nýtt
auðlindaákvæði í drögum að nýrri
stjórnarskrá né að grunnvatnið yrði
tekið undan einkaeignarrétti og
fært raunverulegum eiganda sín-
um, þjóðinni. Enn var þannig staðið
með sérhyggju og einkaeignarrétti
gegn almannarétti. Einhvern veginn
er það mín tilfinning að framsókn
hefði vel þolað að liggja í pólitísku
skolvatni ívið lengur.
Þó skal það sagt að ég var því
fylgjandi á sínum tíma að óskað
yrði eftir því að Framsókn kæmi
inn í minnihlutastjórn VG og Sam-
fylkingar sem mynduð var í febrú-
ar 2009. Ég hef alltaf vitað að inn-
an Framsóknarflokksins blundar
virðing fyrir samvinnuhugsjóninni,
sem eflaust mætti vekja til lífsins.
Félagslega sinnað fólk styðji VG
Staðreyndin er sú að eigi Framsókn
aðild að ríkisstjórn skiptir öllu máli
fyrir flokkinn – og ekki síður þjóð-
ina – hverjir samstarfsflokkarnir
eru. Reynslan sýnir að í samstarfi til
hægri eflast hægri sérhagsmunaöfl-
in innan flokksins en í samstarfi til
vinstri styrkist hinn ágæti félagslegi
samvinnuþráður Framsóknar.
Þetta á reyndar líka við um Sam-
fylkinguna. Í samstarfi við Sjálfstæð-
isflokkinn árin 2007–2009 grasseraði
einkavæðingarbakterían í Sam-
fylkingunni þótt stjórnarsamstarf-
ið spryngi áður en verulega reyndi
á þetta. En tal innan Samfylkingar-
innar á þessum tíma var í átt til sér-
hyggjulausna langt umfram það
sem nú er enda réð Geir H. Haarde,
þáverandi formaður Sjálfstæðis-
flokksins, sér varla fyrir kæti eftir
viðræður um framtíð heilbrigðis-
mála í stjórnarmyndunarviðræðum
flokkanna tveggja vorið 2007.
Þess vegna segi ég: Standi fólk
til vinstri í stjórnmálum þá er
stuðningur við félagshyggjusjónar-
mið langbest tryggður í gegnum
Vinstrihreyfinguna - grænt fram-
boð. Fólki kann að finnast hún hafa
brugðist í ýmsum efnum og það
hefur hún gert, en þar er samt að
finna langöflugasta hópinn sem
standa vill vörð um félagsleg gildi
− almannahagsmuni frekar en sér-
hagsmuni. Það gera ekki Píratar og
það gerir ekki Björt framtíð. Önnur
framboð, eins ágæt og þau kunna
að vera, eru ekki líkleg til að koma
manni á þing.
Fortíðin er skammt undan
Og þá er spurning, hvernig stjórn-
arsamstarf telja menn vænlegast?
Gamla hrunformúlan með sam-
stjórn Sjálfstæðisflokks og Fram-
sóknarflokks vekur skelfilegar
minningar úr fortíð þjóðarinnar. Og
það er nokkuð sem kjósendur hljóta
að leiða hugann að. Fortíð þessara
flokka er svo skammt undan. Í slíkri
stjórn myndu vakna að nýju til lífs-
ins öfl sem hafa legið – eða öllu
heldur neyðst til að liggja – í híði
sínu um sinn.
Þá mætti spyrja hvort kjósend-
ur vilji aðra hægri formúlu, kannski
heldur mildari með Framsóknar-
flokki, Samfylkingu og Bjartri
framtíð? Hér má ekki gleyma að
Björt framtíð á sér fortíð – nokk-
uð skrautlega − þótt hún kynni sig
sem splunkunýja. Hún kemur fyrir
sjónir sem hægri hluti Samfylkingar
og reyndar Framsóknar einnig en
í þessum flokkum hafa helstu for-
kólfarnir haft viðdvöl. Björt fram-
tíð er mikill Evrópuflokkur líkt og
Samfylkingin en má eiga það að
vera varfærin í umhverfismálum
og hefði þannig góð áhrif í slíku
samkrulli. En grunnt var niður á
einkavæðingartóninn þegar kynnt-
ar voru áherslur í heilbrigðismálum
þar sem stefna flokksins er að taka
upp ný rekstrarform. Þetta er gam-
alt dulmál Sjálfstæðisflokksins fyrir
einkavæðingu, sem margir hefðu
viljað nýta kreppuna til að standa að
á öllum sviðum.
Enn móðir eftir hrundansinn
Þriðji kosturinn væri svo að líkind-
um samsteypustjórn Framsóknar-
flokks, Samfylkingar og Vinstrihreyf-
ingarinnar – græns framboðs. Þetta
væri að mínu mati besti kosturinn
í þröngri stöðu. Ástæðan er sú að
með þessu móti yrði samvinnu- og
félagshyggjustrengurinn hrærður í
báðum þessum samstarfsflokkum
VG. Þetta er raunhæfur kostur. Þess-
ir flokkar gætu saman náð ágætum
meirihluta. Allt að sjálfsögðu komið
undir kjósendum á kjördag.
Það er bara eitt sem ég á erfitt
með að trúa, nefnilega að kjósend-
ur ætli í alvöru að leiða Sjálfstæðis-
flokk og Framsóknarflokk til valda
að nýju svo skjótt eftir hrun sem
raun ber vitni. Þeir eru enn lafmóð-
ir eftir hrundansinn. Það rýkur af
þeim.
Höfundur er innanríkisráðherra
og oddviti Vinstri grænna í Suðvest-
urkjördæmi.
Getur það verið?
Kjallari
Ögmundur
Jónasson
innanríkisráðherra skrifar
„Gamla hrun
formúlan með
samstjórn Sjálfstæðis
flokks og Framsóknar
flokks vekur skelfi
legar minningar úr fortíð
þjóðarinnar.
Tækifærin bíða – XS
F
ramundan eru mörg tækifæri
fyrir íslenska þjóð. Eftir erfið-
leika hrunsins erum við að ná
tökum á ástandinu og getum
því valið okkur leið. Viljum
við áfram lifa á lánum, með land í
höftum, eyða fimmtu hverri krónu
af skattfé í vexti og vísa skuldavanda
ríkisins áfram á næstu kynslóðir?
Eða viljum við leið Samfylkingarinn-
ar: Uppbyggingu, gróandi atvinnulíf
og alvöru vöxt.
Öguð hagstjórn er stærsta
hagsmunamálið
Í þessum kosningum hafa Fram-
sóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur
keppst við að lofa þjóðinni búhnykk
með því að nýta þær aðstæður sem
við höfum skapað. Við vitum af
biturri reynslu hversu erfitt er að
treysta þessum flokkum fyrir agaðri
hagstjórn og ákvörðunum er varða
almannahag. Skammsýni einkenndi
stjórnartíð þeirra frá 2003–2007.
Þeir lækkuðu skatta á þá best stæðu
í staðinn fyrir að safna heyi í hlöðu
og afhentu vildarvinum sameigin-
legar eignir okkar allra. Þeir gáfu að-
gang að auðlindum þjóðarinnar og
ætluðu meira að segja að einkavæða
vatnið. Nú vilja þeir stöðva aðildar-
viðræður við Evrópusambandið
því fátt óttast þeir meira en alvöru
samkeppni útvalinna vildarvina í
opnu hagkerfi.
Fjármagnsflutningar til
hinna ríku
Raunveruleg efnahagsleg velsæld
verður aðeins byggð á alvöru verð-
mætasköpun og sanngjarnri ráð-
stöfun sameiginlegra eigna. Fram-
sóknarmenn segjast vilja vinna á
vanda heimilanna, en í raun leggja
þeir bara til að flytja peninga frá
venjulegu fólki til stóreignafólks.
Heimili landsins eru mörg og þau
eru ólík að stærð og gerð. Hugmynd-
ir Framsóknar um flatar niður-
fellingar leiða til þess að eigandi
húss sem kostaði 100 milljónir fær
20 milljóna niðurgreiðslu á með-
an íbúðareigandi með lán upp á 25
milljónir fær 5 milljóna króna af-
skrift. Leigjendur fá ekkert, aldrað-
ir í þjónustuíbúðum ekkert, fólk í
búseturéttaríbúðum ekkert, jafnvel
þótt allt þetta fólk hafi orðið fyrir
hækkun verðtryggðra skulda.
Stöðugleiki til langtíma
Við í Samfylkingunni leggjum til
sanngjarnari leiðir. Við viljum
ekki hygla stóreignafólki á kostn-
að venjulegs fólks. Við viljum mæta
þeim sem verst fóru út úr íbúða-
kaupum rétt fyrir hrun og til þess
höfum við útfærðar leiðir. En við
verðum líka að ráðast að rótum
vandans. Við getum ekki sætt okkur
við að hver einasta kynslóð lendi í
það minnsta einu sinni í alvarlegum
skuldavanda. Forsenda lægri vaxta
og þar með minni greiðslubyrði af
lánum er efnahagslegur stöðugleiki.
Stöðugleiki verður alltaf að vera
markmiðið og hann er mesta kjara-
bót heimilanna. Lægri vextir auka
fjárfestingu og fjölga störfum. Fleiri
störf bæta kjör heimilanna.
Munar um hálfa milljón á ári?
Meðalhúsnæðislán á Íslandi er um
það bil 16 milljónir króna. Með
reiknivél Íslandsbanka má sjá að
mánaðarleg greiðslubyrði á slíku
láni hérlendis væri rúmar 110.000
krónur en í Danmörku er greiðslu-
byrðin tæpar 70.000 krónur. Þarna
munar 40.000 krónum á mánuði,
jafnvel þótt eignamyndun sé hægari
hér en í Danmörku. Það munar
hálfri milljón á ári. Hægt er að kynna
sér nánar þessa útreikninga inni á
heimasíðu Samfylkingarinnar. Hér
er um að ræða raunverulega kjara-
bót fyrir heimilin í landinu.
Kjósum um aðild
Stöðugleiki verður ekki til af engu.
Forsenda hans er ábyrgð í ríkis-
rekstri og skýr framtíðarsýn þar sem
hagur allra er tekinn fram yfir hag
útvaldra. Það þarf líka að nýta öll
tækifæri. Þess vegna á ekki að loka
dyrum að óþörfu. Þess vegna á að
leyfa þjóðinni að taka afstöðu til
fullbúins aðildarsamnings að ESB.
Nýtum tækifærin
Samfylkingin var stofnuð til að
verða breiðfylking jafnaðarmanna
og félags hyggjufólks. Við erum trú
því verki. Við munum áfram vinna
að aukinni hagsæld og jöfnum tæki-
færum. Þeir kjósendur sem vilja
kjósa um aðildarsamning vita hvar
atkvæði þeirra er best varið. Sama
á við um þá kjósendur sem vilja að
forgangsraðað verði í þágu velferðar.
Við tókum á vandanum þegar
hann blasti við. Nú viljum við nýta
tækifærin sem munu bjóðast á
næsta kjörtímabili. Það getum við
gert með stuðningi þínum á kjördag.
Höfundur er formaður
Samfylkingarinnar.
„Stöðugleiki verð
ur alltaf að vera
markmiðið og hann er
mesta kjarabót heimil
anna.
Kjallari
Árni Páll
Árnason
formaður Samfylkingarinnar