Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2013, Blaðsíða 68

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2013, Blaðsíða 68
68 Fólk 26.–28. apríl 2013 Helgarblað Hvað er að gerast? 26.–28 apríl Föstudagur26 fös Laugardagur27 lau Sunnudagur28 sun Hryðjuverkasýning um norrænu paradísina Leikhópurinn PotatoPotato frá Malmö rannsakar pólitískar aðgerðir og aðgerðaleysi í evrópskum samtíma með ögrandi sviðslist og skoðar nú sérstaklega pólitíska þátttöku í norrænu paradísinni. Leikritið byggir á skáld­ sögunni Píslarvottum án hæfileika eftir Kára Tulinius, sem kom út árið 2010 í kjölfar íslensku fjármálakreppunnar. Leikstjóri er Linda Forsell. Tjarnarbíó 20.00 Hammondhátíð Djúpavogs Hammondhátíð er fjögurra daga tónlistar hátíð sem hefur það megin­ hlutverk að heiðra og kynna Hammond­ orgelið. Er það gert með því að fá tónlistarmenn, allt frá heimamönnum til landsþekktra, til að leika listir sínar og er Hammond orgelið í forgrunni í gegnum alla dagskrána. Föstudagskvöld eru það FÍH bandið og Dúndurfréttir sem stíga á svið. Valdimar Hljómsveitin Valdimar mun ásamt Lúðrasveit Tónlistarskóla Reykjanes­ bæjar koma fram á tónleikum á Ásbrú. Flutt verða lög af tveimur fyrstu plötum hljómsveitarinnar í nýjum og stórglæsi­ legum lúðrasveitarbúningi. Lúðrasveit Tónlistarskólans er skipuð 40 afbragðs nemendum og leikur undir styrkri stjórn Karenar Sturlaugsson. Andrews Theater 19.30 Nýjustu fréttir – aukasýning Nýjustu fréttir fjalla um samband okkar við fréttir á myndræn­ an og gamansaman hátt. Sýningin var unnin í spunavinnu með öllum hópnum og þar fléttast saman brúðuleikhús, myndbands­ verk, dansleikhús og lifandi tónlistarflutn­ ingur Sóleyjar Stefánsdóttur. Norðurpóllinn 15.00 Barkokktónleikar Sinfóníuhljómsveit Norðurlands gengur til liðs við Kór Akureyrarkirkju, Barokksmiðju Hólastiftis og einvalalið einsöngvara undir stjórn Eyþórs Inga Jónssonar. Hin sænska Lisa Rydberg leiðir hljómsveitina en Lisa er sérhæfð í barokkfiðluleik og þekkt fyrir mikla útgeislun og hrífandi tónlistarflutning. Hof Akureyri 16.00 Flóttinn aF Bylgjunni Þ að eru engin leiðindi hérna. Við höfum ekkert nema gott um þetta fólk að segja. Það hefur allt staðið sig eins og hetjur. Ég vona að við fáum gott fólk í staðinn fyrir þau sem eru að hætta, segir Ívar Guðmundsson, dagskrárstjóri á Bylgjunni. Fjórir reyndir og vinsælir dag- skrárgerðarmenn eru að kveðja Bylgjuna eða eru hættir störfum. Hermann Gunnarsson, Hemmi Gunn, kvaddi á sunnudaginn með þátt sinn: Og svaraðu nú. Loka- þátturinn með Sigmari Vilhjálms- syni og Jóhannesi Ásbjörnssyni, Simma og Jóa, fer í loftið á kosningadag. Annar morgun- þáttastjórnandinn Kolbrún Björns- dóttir, Kolla í Bítinu, sagði upp á þriðjudag og hættir væntanlega í júní. Slæmur vinnutími Kolla segir að vinnutíminn hafi gert útslagið. „Ég er alltaf þreytt. Morgnarnir taka sinn toll,“ segir hún. Útvarpskonan fer á fætur fyrir sex á morgnana og er mætt í út- sendingu rétt fyrir sjö. Sjálf segist hún ekki vita hvað hún taki sér fyr- ir hendur þegar hún hættir á Bylgj- unni en hún hefur staðið morgun- vaktina þar ásamt Heimi Karlssyni í rúm sex ár. Að sögn Sigmars Vilhjálmssonar eru miklar annir í kringum rekstur Hamborgarafabrikkunnar og Stór- veldisins ehf. helsta ástæða starfs- loka sinna. „Við erum búnir að vera með þáttinn í rúm fimm ár og höf- um á þeim tíma báðir eignast börn og stofnað fyrirtæki. Við viljum fara að eiga aðeins meiri tíma fyrir okkur sjálfa og fjölskyldurnar en verið hefur,“ segir hann. Sáttur við allt og alla Hemmi Gunn segist kveðja Bylgj- una sáttur við menn og málefni og láta af störfum að eigin frumkvæði. Hann hefur verið viðloðandi út- varpsstöðina frá stofnun hennar um miðjan níunda áratug síðustu aldar. Hemmi var að hreinsa skrif- borið sitt þegar DV náði tali af hon- um. Hann segist ætla að ljúka við ritun ævisögu sinnar í maí og júní en segist vera með tilboð frá RÚV um gerð bæði sjónvarps- og út- varpsþátta. „Þetta er rétti tíminn til að hætta, ég er búinn að vera sam- fellt á Bylgjunni í á annan áratug.“ Eins og áður sagði er Hemmi bæði með tilboð um að gera útvarps- og sjónvarpsþætti á RÚV, en hvort lík- ar honum betur að vinna í útvarpi eða sjónvarpi. „Þetta er erfið spurn- ing. Þegar ég var með þættina Á tali með Hemma Gunn í sjónvarp- inu þá var það ótrúlega skemmti- legt. Það voru 30–40 manns sem unnu að þáttunum og það voru all- ir á tánum. Þetta var í beinni út- sendingu og allt gat gerst. Þáttur- inn var svo hálf drepinn þegar hann var tekinn úr beinni útsendingu. Þegar ég byrjaði með þættina á sín- um tíma sögðu margir að ég væri snarvitlaus að ætla að vera með þættina í beinni. Svo var mér ráð- lagt að vera með þættina á laugar- dagskvöldum þá væri mest áhorfið en ég vildi vera á miðvikudögum og það var metáhorf á þættina.“ Útvarp skilvirkara en sjónvarp „Ég hef alltaf þurft að gera hlutina svolítið öðruvísi. En yfir heildina þá held ég að útvarpið sé skilvirkara en sjónvarp og auðveldara að ná sambandi við fólk í gegnum það. Ég þrífst á því að vera í sambandi við fólk þótt ég þurfi líka á einveru að halda,“ segir Hemmi. Ívar Guðmundsson dagkrárstjóri segir að það sé mikil eftirsjá í fjór- menningunum. „Það er ekki búið að ráða dagskrárgerðarmenn í stað þeirra sem eru að hætta. Það verð- ur ekki auðvelt að finna fólk í stað- inn fyrir þau. Við notum kannski tækifærið og gerum einhverjar breytingar á dagskránni. Engar slíkar ákvarðanir hafa þó verið teknar.“ n n Fjórir reyndir dagskrárgerðarmenn hættir eða að hætta n Kolla í Bítinu segir vinnutímann óhentugan n Erfitt að fylla í skörðin Eyfirsk tískuhátíð n „Þetta er svolítið eins og „Parísartískan“, bara norðar“ N æstkomandi þriðjudags- kvöld verður eyfirskri tísku gerð skil á hátíðinni Tíska og tónlist á Akureyri. Hátíðin er haldin í Hlöðunni í Litlagarði sem stendur rétt við flug- völl Akureyrar. Þar verður haldin tískusýning og í tilefni hátíðarinnar verður gefið út tískublað. Einn að- standenda, Helgi Þórsson í Krist- nesi, segist hafa ákveðið að stela hugtakinu „Eyfirska tískan“ og gera að sínu. „Þetta er svolítið eins og „Parísartískan“, bara norðar.“ Þetta er fjórða hefti tímarits- ins Eyfirsk tíska og blaðið prýðir ljósmyndir eftir Helga og Daníel Darrason. Á umræddri sýningu er teflt saman fatnaði úr leðri annars vegar og PVC hins vegar. „Eyfirska tískan árið 2013 er tvískipt, annars vegar villileðurkjólar og pils sem mynd- aðir voru í Hagkaupum á Akur eyri og hins vegar litríkur gerviheim- ur, sem komið var fyrir í horninu í sjónvarpsstofunni í Kristnesi. Allt leðrið á þessum myndum er heimasútað lambsleður. Við sút- unina er trjábörkur aðalhráefnið svo ekki þarf að óttast mengun frá þeim heimilisiðnaði. Hins vegar eru litríku PVC-dressin algjör- lega ónáttúrleg eða eigum við að segja yfirnáttúrleg hugmynd um hömlulausa fegurð? Er eitthvað til sem er of sætt? Það var kveikjan af hinni seríunni. Hvar eru mörkin með það hvenær andlit er málað nóg? Hvaða litur er of áberandi? Er nokkurn tíma nóg? Líklega gildir það um tísku eins og ljóð og jafnvel myndlist að hún batnar ekki endilega í hlut- falli við útskýringar, myndirnar tala sínu máli.“ n Jóhanna Margrét Einarsdóttir blaðamaður skrifar johanna@dv.is „Við viljum fara að eiga aðeins meiri tíma fyrir okkur sjálfa og fjölskyldurnar en verið hefur. Leður Kjóll úr heimasútuðu lambsleðri. Ónáttúruleg „Hinsvegar eru litríku PVC­ dressin algjörlega ónáttúruleg eða eigum við að segja yfirnáttúrleg hugmynd um hömlulausa fegurð?“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.