Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2013, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2013, Blaðsíða 37
Umræða 37Helgarblað 26.–28. apríl 2013 Í Hvítu bókinni lýsir Einar Már Guðmundsson pólitíska ástandinu hér á landi í að­ draganda efnahagshrunsins 2008. Þar segir að rekja megi þær efnahagshamfarir til þeirrar frjálshyggjustefnu sem Sjálfstæð­ isflokkurinn og Framsóknarflokk­ urinn ráku um árabil í aðdraganda kreppunnar. Á stjórnarárum þessara flokka tók viðskiptalífið og fjármagnsöflin öll völd í landinu. Ekkert fékk að vera í friði fyrir ásókn fjárplógsmanna sem stjórn­ völd þessara flokka slepptu laus­ um á þjóðina eins og grimmum hundum. Það sem áður var sam­ eign fólksins, s.s. fiskurinn, sím­ inn og bankarnir, var einkavætt og gert að söluvöru. Einkavinavæð­ ing bankanna gerði auðmönn­ um kleift að skuldsetja fyrirtæki og félög og greiða sér arð án þess að nokkur verðmætasköpun ætti sér stað. Stjórnmálamenn voru eins og hundar í bandi viðskiptalífs­ ins enda nutu þeir góðs af þeim peningum sem fjármálafurstarn­ ir létu renna ómælda í kosninga­ sjóði þeirra. Sjálfstæðisflokkurinn var stórtækastur í mútuþægninni enda fylgdi hann frjálshyggjustefn­ unni af miklu harðfylgi með Fram­ sóknarflokkinn í bandi. Fram­ sóknarflokkurinn var eins konar vinnumarkaður fyrir menn sem vildu komast í bitlinga og viðskipti. Hrunin spilaborg Árið 2008 hrundi spilaborgin. Af­ leiðingar hinnar óheftu frjáls­ hyggju voru hrikalegar. Land sem hafði verið vel sett áður en farið var í þessa vegferð sá fram á dapra framtíð. Krónan var í frjálsu falli og þjóðin rambaði á barmi gjald­ þrots. Halli ríkissjóðs stefndi í 300 milljarða króna og Seðlabankinn var tæknilega gjaldþrota. Undir forystu aðalbankastjórans, Davíðs Oddssonar, tapaði bankinn hundr uðum milljarða að óþörfu með því að taka veð í skuldabréf­ um bankanna fyrir milligöngu smærri fyrirtækja. Samt var vitað að bankarnir héngu uppi á blekk­ ingunni einni saman. Með gjald­ þroti Seðlabankans skapaðist hætta á að gjaldeyrisskortur kæmi í veg fyrir innflutning nauðsyn­ legs varning svo sem matvæla, lyf­ ja og annarra nauðsynja. Sú mynd blasti við að þjóðin þyrfti að búa við sára fátækt um langa framtíð. Hreingerningin Í kjölfar hrunsins tók stjórn fé­ lagshyggjuaflanna við. Hún hófst þegar handa við það erfiða verk­ efni að reisa landið úr rústum. Hún þurfti að semja við Alþjóða­ gjaldeyrissjóðinn til að draga úr versta sársauka kreppunnar. Hún neyddist til að gera óvinsæla samninga við aðrar þjóðir til að losa um bráðnauðsynlegar lána­ línur. Hún þurfti að verjast stöðug­ um árásum stjórnarandstöðunnar sem gjammaði á hliðarlínunni og reyndi að tefja fyrir uppbyggingar­ starfinu. Hagsmunaaðilar á hennar bandi notuðu auðæfi sín til að fjármagna áróður gegn stjórninni. Nokkrir þingmenn Vinstri grænna þraut örendið og snerust á sveif með stjórnarand­ stöðunni. Háværasta lýðskrumið kom þó frá forystu Framsóknar­ flokksins. Stjórninni tókst samt að þrauka og nú sér þjóðin fram á betri tíð. Margt er enn óunnið en mestu erfiðleikarnir eru að baki. Þjóðargjaldþroti hefur verið afsýrt og þorri landsmanna virðist bjart­ sýnn á framtíðina. Nú sýna skoðanakannanir að út­ lit er fyrir að hrunflokkarnir muni ná völdum. Það er eins og þjóðin hafi gleymt því alvarlega ástandi sem stefna þeirra hafði í för með sér. Mér er spurn hvort landsmenn ætli að kokgleypa óábyrgt lýðskrum stjórnarandstöðuflokkanna sem byggir á þjóðrembu og einangr­ unarhyggju. Báðir hafa þeir haldið sína landsfundi með yfirboðum og slagorðaflaumi. Sjálfstæðisflokk­ urinn boðar skattalækkanir sam­ hliða loforðum sem byggja á aukn­ um útgjöldum þjóðarbúsins. Hann ætlar að afnema þrepaskiptingu í skattkerfinu sem þýðir einfaldlega lægri skatta á efnafólk. Hann ætlar að tryggja fáum útvöldum ókeypis aflakvóta. Minnisleysi? Það er áhyggjuefni ef meirihluti kjósenda ætlar að stuðla að því með atkvæði sínu að þjóðin verði enn á ný afhent örfáum fjár­ glæframönnum. Ég spyr hvort það sé virkilega ætlun þeirra að hefja til öndvegis sama ástandið og ríkti fyrir hrunið, ástand sem ein­ kenndist af taumlausri spillingu og markaðsmisnotkun sem þreifst í skjóli aðhaldsleysis og skorts á eftirliti. Ég ætla að enda mál mitt á því að hvetja alla landsmenn til að gjalda varhug við fagurgala þeirra flokka sem settu þjóðina á hausinn á sínum tíma. Öll þeirra framganga byggist á því viðhorfi að kjósendur séu ekki nógu vel upplýstir til að sjá í gegnum blekk­ ingarvefinn. Úlfurinn hefur sveip­ að sig sauðargæru með inni­ stæðulausum gylliboðum í þeirri von að komast aftur að kjötkötl­ unum. Höfundur er stjórnmála­ fræðingur. Er íslensku þjóðinni viðbjargandi? Aðsent Stefán Karlsson „Nú sýna skoðana- kannanir að útlit er fyrir að hrunflokkarn- ir muni ná völdum. Það er eins og þjóðin hafi gleymt því alvarlega ástandi sem stefna þeirra hafði í för með sér.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.