Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2013, Page 37

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2013, Page 37
Umræða 37Helgarblað 26.–28. apríl 2013 Í Hvítu bókinni lýsir Einar Már Guðmundsson pólitíska ástandinu hér á landi í að­ draganda efnahagshrunsins 2008. Þar segir að rekja megi þær efnahagshamfarir til þeirrar frjálshyggjustefnu sem Sjálfstæð­ isflokkurinn og Framsóknarflokk­ urinn ráku um árabil í aðdraganda kreppunnar. Á stjórnarárum þessara flokka tók viðskiptalífið og fjármagnsöflin öll völd í landinu. Ekkert fékk að vera í friði fyrir ásókn fjárplógsmanna sem stjórn­ völd þessara flokka slepptu laus­ um á þjóðina eins og grimmum hundum. Það sem áður var sam­ eign fólksins, s.s. fiskurinn, sím­ inn og bankarnir, var einkavætt og gert að söluvöru. Einkavinavæð­ ing bankanna gerði auðmönn­ um kleift að skuldsetja fyrirtæki og félög og greiða sér arð án þess að nokkur verðmætasköpun ætti sér stað. Stjórnmálamenn voru eins og hundar í bandi viðskiptalífs­ ins enda nutu þeir góðs af þeim peningum sem fjármálafurstarn­ ir létu renna ómælda í kosninga­ sjóði þeirra. Sjálfstæðisflokkurinn var stórtækastur í mútuþægninni enda fylgdi hann frjálshyggjustefn­ unni af miklu harðfylgi með Fram­ sóknarflokkinn í bandi. Fram­ sóknarflokkurinn var eins konar vinnumarkaður fyrir menn sem vildu komast í bitlinga og viðskipti. Hrunin spilaborg Árið 2008 hrundi spilaborgin. Af­ leiðingar hinnar óheftu frjáls­ hyggju voru hrikalegar. Land sem hafði verið vel sett áður en farið var í þessa vegferð sá fram á dapra framtíð. Krónan var í frjálsu falli og þjóðin rambaði á barmi gjald­ þrots. Halli ríkissjóðs stefndi í 300 milljarða króna og Seðlabankinn var tæknilega gjaldþrota. Undir forystu aðalbankastjórans, Davíðs Oddssonar, tapaði bankinn hundr uðum milljarða að óþörfu með því að taka veð í skuldabréf­ um bankanna fyrir milligöngu smærri fyrirtækja. Samt var vitað að bankarnir héngu uppi á blekk­ ingunni einni saman. Með gjald­ þroti Seðlabankans skapaðist hætta á að gjaldeyrisskortur kæmi í veg fyrir innflutning nauðsyn­ legs varning svo sem matvæla, lyf­ ja og annarra nauðsynja. Sú mynd blasti við að þjóðin þyrfti að búa við sára fátækt um langa framtíð. Hreingerningin Í kjölfar hrunsins tók stjórn fé­ lagshyggjuaflanna við. Hún hófst þegar handa við það erfiða verk­ efni að reisa landið úr rústum. Hún þurfti að semja við Alþjóða­ gjaldeyrissjóðinn til að draga úr versta sársauka kreppunnar. Hún neyddist til að gera óvinsæla samninga við aðrar þjóðir til að losa um bráðnauðsynlegar lána­ línur. Hún þurfti að verjast stöðug­ um árásum stjórnarandstöðunnar sem gjammaði á hliðarlínunni og reyndi að tefja fyrir uppbyggingar­ starfinu. Hagsmunaaðilar á hennar bandi notuðu auðæfi sín til að fjármagna áróður gegn stjórninni. Nokkrir þingmenn Vinstri grænna þraut örendið og snerust á sveif með stjórnarand­ stöðunni. Háværasta lýðskrumið kom þó frá forystu Framsóknar­ flokksins. Stjórninni tókst samt að þrauka og nú sér þjóðin fram á betri tíð. Margt er enn óunnið en mestu erfiðleikarnir eru að baki. Þjóðargjaldþroti hefur verið afsýrt og þorri landsmanna virðist bjart­ sýnn á framtíðina. Nú sýna skoðanakannanir að út­ lit er fyrir að hrunflokkarnir muni ná völdum. Það er eins og þjóðin hafi gleymt því alvarlega ástandi sem stefna þeirra hafði í för með sér. Mér er spurn hvort landsmenn ætli að kokgleypa óábyrgt lýðskrum stjórnarandstöðuflokkanna sem byggir á þjóðrembu og einangr­ unarhyggju. Báðir hafa þeir haldið sína landsfundi með yfirboðum og slagorðaflaumi. Sjálfstæðisflokk­ urinn boðar skattalækkanir sam­ hliða loforðum sem byggja á aukn­ um útgjöldum þjóðarbúsins. Hann ætlar að afnema þrepaskiptingu í skattkerfinu sem þýðir einfaldlega lægri skatta á efnafólk. Hann ætlar að tryggja fáum útvöldum ókeypis aflakvóta. Minnisleysi? Það er áhyggjuefni ef meirihluti kjósenda ætlar að stuðla að því með atkvæði sínu að þjóðin verði enn á ný afhent örfáum fjár­ glæframönnum. Ég spyr hvort það sé virkilega ætlun þeirra að hefja til öndvegis sama ástandið og ríkti fyrir hrunið, ástand sem ein­ kenndist af taumlausri spillingu og markaðsmisnotkun sem þreifst í skjóli aðhaldsleysis og skorts á eftirliti. Ég ætla að enda mál mitt á því að hvetja alla landsmenn til að gjalda varhug við fagurgala þeirra flokka sem settu þjóðina á hausinn á sínum tíma. Öll þeirra framganga byggist á því viðhorfi að kjósendur séu ekki nógu vel upplýstir til að sjá í gegnum blekk­ ingarvefinn. Úlfurinn hefur sveip­ að sig sauðargæru með inni­ stæðulausum gylliboðum í þeirri von að komast aftur að kjötkötl­ unum. Höfundur er stjórnmála­ fræðingur. Er íslensku þjóðinni viðbjargandi? Aðsent Stefán Karlsson „Nú sýna skoðana- kannanir að útlit er fyrir að hrunflokkarn- ir muni ná völdum. Það er eins og þjóðin hafi gleymt því alvarlega ástandi sem stefna þeirra hafði í för með sér.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.