Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2013, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2013, Blaðsíða 23
Kosningar 2013 23Helgarblað 26.–28. apríl 2013 Þrettán þúsund á kjörskrá erlendis n Um 70 prósent búsett á Norðurlöndunum n Dagur Sigurðsson flaug 800 kílómetra til að kjósa Haukur Logi Karlsson, Ítalíu: Fylgist of vel með H aukur Logi Karlsson er 34 ára doktorsnemi í lögfræði við European University Institu­ te í Flórens. Hann hefur verið búsettur erlendis frá árinu 2007. Fyrst var hann í tvö ár í meistaranámi í lög­ fræði í Stokkhólmi í Svíþjóð. Þaðan lá leiðin til Brussel í Belgíu þar sem hann starfaði í þrjú ár áður en hann ákvað að fara í doktorsnám til Ítalíu. Þar býr hann nú ásamt Áslaugu Dögg Karls­ dóttur, unnustu sinni, sem er lyfja­ fræðingur. Í samtali við DV segir Haukur að hann hafi ekki getað kosið í al­ þingiskosningunum nú þar sem Ís­ lendingar eigi engan ræðismann í Flórens. „Ég ætlaði að reyna að kjósa þegar ég fór og heimsótti félaga minn til Barcelona fyrir nokkrum vikum. Við náðum hins vegar ekki að komast til ræðismannsins í tæka tíð þannig að sigur einhvers framboðsins verður ekki jafn stór og ella. Ég kaus hins vegar oft í Brussel, meðal annars um Ice­ save og forseta, og líka í Stokkhólmi,“ segir hann. Þess skal getið að Haukur er sjálfur ekki ókunnugur stjórnmál­ um en hann var formaður Ungra fram­ sóknarmanna fyrir um áratug. Líklega fylgst of vel með kosningabaráttunni Þegar hann er spurður að því hvort hann hafi fylgst með kosningabar­ áttunni heima á Íslandi játar hann því. Segist reyndar hafa fylgst það vel með að Áslaugu hafi oft þótt nóg um. „Það er tvennt sem stendur upp úr að mínu mati. Fyrst er það ferskleikinn í Framsóknarflokkum sem býður upp á róttækar félagshyggjuhugmyndir og formann sem virðist hafa burði til að fylgja þeim eftir. Hitt er hversu óhemju slappir hinir í fjórmenninga­ klíku hefðbundnu flokkanna hafa verið. Samfylkingin og Sjálfstæðis­ flokkurinn eru að vísu mjög óheppn­ ir með formenn fyrir þessar kosningar þannig að það var kannski ekki við miklu að búast frá þeim. Ég hef hins vegar trú á Katrínu Jakobsdóttur. Hún þarf kannski bara smá tíma til að berja í brestina og gera Vinstri græn stjórn­ tæk á ný. Hljómgrunn Framsóknar má kannski helst skýra með því að þeir einir hafa eitthvað raunverulega áhugavert fram að færa á meðan hinir flokkarnir eru fastir í einhverju „ bönker“ hugarfari þar sem allt er annaðhvort ömurlegt eða æðislegt eftir því úr hvaða „ bönker“ það kem­ ur,“ segir Haukur. n Doktorsnemi á Ítalíu Haukur Logi Karlsson er 34 ára doktorsnemi í Flórens á Ítalíu en myndin af honum er einmitt þaðan. Þ óra Helgadóttir er 33 ára hag­ fræðingur og býr í Bretlandi. Hún flutti þangað árið 2007 og býr nú í norðurhluta London í Hampstead­hverfinu ásamt Tom Frost, unnusta sínum. Þar starfar hún sem hagfræðingur hjá The Office for Budget Responsibility, sem er sjálfstæð stofnun á vegum ríkisins sem sér um, meðal annars, hag­ og fjármálaspá breska ríkisins. „Í raun er það okkar starf að sjá til þess að ríkið sé að standa við sínar fjármála­ reglur hvað varðar hallarekstur og skuldasöfnun. Ég er í fimm manna teymi sem sér um hagspána sem ásamt stefnum ákvarðar síðan tekjur og gjöld ríkisins. Þess á milli starfa ég sem jógakennari, en ég kláraði jóga­ kennaranám hér úti síðasta sumar,“ segir Þóra í samtali við DV. Hún seg­ ist hafa kosið í sendiráðinu í London fyrir stuttu. Gerði hún sér sérstaka verð þangað með lest þrátt fyrir að vera kominn sjö mánuði á leið en hún og Tom eiga von á sínu fyrsta barni nú í júní. Vantar harðari gagnrýni frá fjölmiðlum Þegar kemur að kosningabaráttunni segist Þóra aðeins hafa fylgst með henni að undanförnu. „Mér finnst hún því miður bera keim af popúl­ isma með fókus á fortíðina. Áður en ég kaus renndi ég yfir stefnuskrá flestra flokka, aðallega stefnu í efna­ hagsmálum, sem er mitt sérsvið. Ég verð að viðurkenna að mér fannst oft vanta nánari upplýsingar um hvernig flokkarnir ætluðu á ná sínum mark­ miðum fram og hver væru áhrifin á stöðu ríkisins og á hagkerfið í heild. Í raun kom mér á óvart hversu stutt­ ar margar stefnuskrár voru. Hérna úti er maður vanur því að hart sé sótt að mönnum af fjölmiðlum þegar stefnur eru ekki skýrar og útpældar. Það finnst mér vanta á Íslandi,“ segir Þóra.n Ber keim af lýðskrumi Þóra Helgadóttir, Bretlandi: Hagfræðingur í London Þóra Helgadóttir er 33 ára hagfræðingur og hefur verið búsett í London frá árinu 2007. Hún fór með lest í sendiráðið í London að kjósa þrátt fyrir að vera komin sjö mánuði á leið. M argrét Elín Ólafsdóttir er 28 ára og býr í borginni Kielce í Póllandi. Hún er heimavinnandi en Þórir Ólafsson, eiginmaður hennar, er landsliðsmaður í handbolta og spilar sem atvinnumaður með liði Kielce. Þau eiga tvo stráka, þá Jason Dag sem er sjö ára og Óskar Braga sem verður tveggja ára nú í sumar. Fjöl­ skyldan hefur verið búsett erlendis frá árinu 2005, lengst af í Þýskalandi en árið 2011 sölsuðu þau um og fluttu til Póllands. Aðspurð hvort hún hafi nýtt sér kosningarétt sinn segist Margrét því miður ekki hafa gert það. Frá því að þau fluttu út árið 2005 hafa þau alltaf búið mjög langt frá næsta ræðismanni og þess vegna hafa þau ekki séð sér fært að nýta sér kosningarétt sinn mikið á undan­ förnum árum. Þau hafi þó náð að kjósa í forsetakosningunum síð­ asta sumar en þá voru þau stödd á Íslandi. „Ég hef ekki mikið fylgst með kosningabaráttunni þetta árið en Þórir hefur horft og lesið mikið á netinu. Ég hef ekki myndað mér neinar skoðanir, og ætli það sé ekki út af því að við náum ekki að fara á kjörstað. Þegar við flytjum aftur heim til Íslands mun ég fylgjast með, mynda mér skoðun og reyna að kjósa rétt,“ segir Margrét. n A rndís Baldursdóttir býr í Tromsø en hún er 48 ára og vinnur við bókhald hjá bíla­ umboði. Hún flutti til Nor­ egs fyrir tveim árum en þar býr hún ásamt norskum manni sínum og tveimur börnum. Í samtali við DV segist hún hálf­ skammast sín fyrir að játa að í fyrsta skipti á ævinni hafi hún ekki nýtt sér kosningarétt sinn vegna alþing­ iskosninganna sem nú fara fram á Íslandi. Ástæður þess séu meðal annars þær að hún hafi aldrei ver­ ið eins óákveðin hvað hún ætti að kjósa. „Þá finnst mér líka að ég hafi ekki kynnt mér nægilega vel hvernig frambjóðendur hafa staðið sig í um­ ræðum í sjónvarpi og útvarpi. Ég hef bara fylgst með umræðunni í gegn­ um blöðin á netinu. Verðtryggingin og umræðan um lánavanda fjöl­ skyldna hefur greinilega náð til stjórnmálamanna og loforðum rign­ ir yfir okkur kjósendur hvernig flokk­ arnir ætla að leysa það,“ segir hún. Líkt og margir Íslendingar segist Arndís sjálf standa í sömu sporum og svo margir aðrir, að geta ekki selt húsnæði sitt á Íslandi samfara því að áhvílandi lán hafi hækkað langt upp fyrir hugsanlegt söluverð. Henni finnist þó að úr fjarlægð sé kosninga­ umræðan keimlík því sem hún var þegar síðast var kosið til Alþingis um vorið 2009. n Arndís Baldursdóttir, Noregi: Kaus ekki – í fyrsta skipti á ævinni Margrét Elín Ólafsdóttir, Póllandi: Alltaf mjög langt í ræðismann Búa í Póllandi Margrét Elín Ólafs- dóttir býr í borginni Kielce í Póllandi ásamt Þóri Ólafssyni, eiginmanni sínum, en þau eiga tvo stráka. Óákveðin Hún segist hálfskammast sín fyrir að hafa ekki kosið. Ein ástæða þess hafi verið að hún hafi aldrei verið jafn óákveðin hvað hún ætti að kjósa. Íslendingar erlendis Íslendingar á kjörskrá erlendis 12.757 Þar af í Evrópu 11.143 Skipting milli landa 1. Noregur 3.560 2. Danmörk 3.378 3. Svíþjóð 2.007 4. Bretland 596 5. Þýskaland 366 6. Sviss 170 7. Spánn 145 8. Lúxemborg 136 9. Pólland 105 10. Holland 101 Flestir á kjörskrá í Noregi Hvergi er fleiri kosningabæra Íslendinga að finna utan Íslands en í Noregi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.