Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2013, Blaðsíða 58

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2013, Blaðsíða 58
58 Lífsstíll 26.–28. apríl 2013 Helgarblað Pakkaðu rétt niður fyrir fríið n Þyngstu hlutirnir neðst til að forðast að krumpa flíkur Þ að er fátt ömurlegra en að upplifa það þegar komið er á afangastað að gleymst hafi að pakka einhverju niður í ferðatöskuna. Það er góð regla að athuga veðurspána áður en haldið er í ferðalag til að hafa viðeigandi fatnað með í för. Íslenskt veðurfar er einstakt og ekki hægt að stóla á veðurspána í mörgum tilfellum, en reiknaðu með rigningu og roki á einhverjum tímapunkti frekar en sól og logni. Gerðu plön Skipuleggðu hvað þú ætlar að gera alla dagana sem fríið stendur yfir. Fínt út að borða, leikhús, sund, skoðunarferðir, fjallgöngur eða slökun, pakkaðu niður samkvæmt því. Ekki gleyma að hugsa um húðina Sólarvörn, varasalvi og hárnær­ ing eru á meðal þess sem stund­ um gleymist að pakka niður þegar ferðast er til útlanda. Oft og tíð­ um eru ekki sömu vörur fáanlegar í sólarlöndum og hér heima. Hárið og húðin eiga það á hættu að þorna upp í mikilli sól og hita. Ekki viltu vera með úfið hár og þurrkbletti í fríinu. Pakkaðu kremum niður í plastpoka áður en þú setur þau í snyrtibudduna. Í þrýstingnum sem myndast í fluginu eru líkur á að kremtúpur springi og ekki viltu fá allan fatnaðinn löðrandi í kremi. Engar krumpur takk Rúllaðu upp buxum, pilsum og skyrtum sem þú vilt ekki að krumpist um of. Það er aldrei hægt að koma alveg í veg fyrir einstaka krumpur, en það má fækka þeim með þessu ráði. Hreinlæti ofar öllu Hugsaðu út í hvar þú hefur stigið niður fæti áður en þú skellir skóm í töskuna. Settu skó alltaf í plast­ poka áður en þú pakkar þeim nið­ ur og settu sokkana inn í þá til að spara pláss. Afþreying Taktu spil eða bækur með í ferða­ lagið. Það getur verið mjög gaman að spila við sundlaugarbakkann eða lesa góða bók. Ef ferðast er með börnunum þá er upplagt að taka með liti, teikniblokk og púsluspil til að litlu krílunum leiðist ekki. Skipulag Pakkaðu vel inn og nýttu plássið til hliðar fyrir nærfatnað og þvíumlíkt. Reynir Traustason Baráttan við holdið É g náði þeim áfanga lífsins í vikunni að hafa verið edrú í 20 ár. Þetta er afleiðing af ákvörðun sem ég tók árið 1993 eftir að hafa orðið mér til skammar vegna ölvunar. Minn tími kom skyndi­ lega og ég lagði frá mér flöskuna. M argir skammast sín fyrir að vera alkóhólistar. Þeir mega ekki heyra á það minnst hvernig framganga þeirra var í óminnisástandinu. Sjálfur var ég svona í neyslunni. Það var bein móðgun ef einhver sagði að ég væri leiðinlegur með víni. Nú veit ég að það er satt. Ég hef það eitt til varnar að vera alkóhólisti og hafa ekki ráðið gjörðum mínum. Þ að er dálítið merkilegt þegar maður lítur til baka að enn eru fordómar vaðandi uppi. Þeir sem telja sig eiga harma að hefna gagnvart mér hafa haldið gömlum veikleikum mínum á lofti. Stjörnulögmaður í stríði við DV sagði nýlega frá því í sjónvarpsviðtali að kona á Flat­ eyri hefði gjarnan dregið mig upp úr drullupollum. Ég hefði verið svo mikill alki. Það getur svo sem verið að sú góða kona, sem þekkt er fyrir sagnasnilld, hafi komið mér til hjálpar á erfiðri stundu. Ég bara man það ekki. Forsetafram­ bjóðandi í fýlu fór í sama farveg. Hann sagði frá því á Út­ varpi Sögu að ég hefði neytt áfengis ótæpi­ lega á yngri árum og þá gjarnan verið reikull í spori. Hjá báðum þessum mönn­ um var boðskapurinn sá að alkar væru aumingjar. Það skondna var að andstæðingar frambjóðandans reyndu að koma höggi á hann með því að senda DV mynd þar sem sá góði mað­ ur var öldauður á bar. Við birtum ekki myndina þar sem maðurinn var bersýnilega veikur. É g hef látið mér umræður um fortíð mína sem alki í léttu rúmi liggja. Sagnir um drykkju mína á yngri árum eru sumar ýktar en aðrar sannar. Ég drakk mér til skaða en gerði að lokum eitthvað í málunum sem er aðalatriði. Fjöldi vina minna og samferðamanna hef­ ur dáið vegna drykkjusýki. Það er beinlínis hrollvekjandi hversu margir góðir menn og konur hafa fallið í valinn vegna þeirra bölvunar sem kenndar eru við Bakkus konung. Sjálfur er ég svo heppinn að hafa sloppið. Ástæð­ an er einfaldlega sú að vekjara­ klukka lífs míns hringdi þann 24. apríl árið 1993. É g hef aldrei efast um ákvörðun mína. Hún er að vísu tekin til árs í senn og endurskoðunarákvæðin því virk. Ég hef sparað mér ótal daga sem annars hefðu farið í drykkju eða þynnku. Lauslega áætlað er um að ræða 720 daga sem ég hef verið heilbrigður í stað þess að liggja í þynnku og vesæld. Ég er stoltur af því að vera alki og ná að halda sjúkdómnum niðri. Á mið­ vikudaginn fór ég í huga mínum yfir stöðuna eins og ævinlega á þessum degi og ákvað nær um­ svifalaust að halda áfram á braut reglusemi. Ég nenni ekki að vera fullur og óttast þynnkuna. Á sama tíma að ári mun ég taka nýja ákvörðun. Ég nenni ekki að vera fullur E rtu ein/n af þeim sem byrj­ ar daginn ofan á vigtinni með kökk í hálsi, klípur í kvið átján sinnum á dag, og græt­ ur yfir spegilmyndinni? Undirhakan of síð, appelsínu­ húðin, múffutoppinn mætti selja í næsta bakaríi fyrir slikk. Kíló, sentimetrar, grömm, fata­ stærðir, gatið á beltinu. Endalausir heimasmíðaðir mælikvarðar á lífs­ hamingjuna og niðurrif á mæli­ kvarða yfir að ná þeim ekki. Ef lýsislekinn er ekki í takt við hækkun bensínverðs er lífshamingj­ an í toilettinu, kílóin hypja sig ekki á hraða örbylgjunnar er allt eins gott að hætta þessu heilsukjaftæði og taka aftur upp sjoppulífið. En hvað með allar dásamlegu breytingarnar sem eru að gerast inni í maskínunni? Þegar Naglinn fær árangurssögur frá sínum skjól­ stæðingum er slíkur vitnisburð­ ur enn gleðilegri en frásagnir af smjörplokki. „Það er ekki bara mörinn sem lekur, alveg gríðarlegar bætingar í blóðþrýstingi og púls. Ég var 140/71 í blóðþrýstingi og púls 68 þegar ég byrjaði að breyta lífsstílnum. Er núna 114/63 í blóðþrýstingi og púls er 59.“ „Ég er með PCOS sem eru fjöl­ blöðrueggjastokkar og hef sjaldan egglos Kvensjúkdómalæknirinn minn sagði að ég gæti aukið líkurn­ ar ef ég væri í kjörþyngd. Ég fer í fjar­ þjálfun og búmm… ári seinna er ég komin í kjörþyngd og orðin ófrísk.“ „Heildarkólesteról minnkað í 4,4, úr 7,2 LDL úr 4.2 í 3,0 og læknirinn hefur minnkað blóðfitulækkandi lyfið úr 80mg í 10mg á innan við ári og þakkar það lífsstílsbreytingun­ um.“ „Ég er orðin miklu sterkari en ég var get gert armbeygjurnar sem eru í prógramminu sem ég fékk og finnst það ekkert sérstaklega erfitt, gat það ekki áður.“ „Ég fann hvað það er mikilvægt að vera sterkur í venjulegri líkam­ legri vinnu. Miðjan er til dæmis vel virkjuð við að skakast á eldgamalli dráttarvél hring eftir hring á ójöfnu túni og gott að hafa sterka handleggi þegar ekkert er vökvastýrið á þeirri sömu Massey Ferguson!“ „Ég finn fyrir því að kviðurinn er orðinn sterkari og það er auðveldara að halda á bónuspokunum upp fjór­ ar hæðir.“ „Menn í körfuboltanum hafa haft orð á því að það sé „hundleiðinlegt“ að dekka mig og ég geti hreyft mig orðið allt of mikið!“ Því miður einblínum við alltof oft á ytri árangur. Það er náttúru­ lega ekki minnst orði á þessa innri þætti í árangurssögum miðlanna þar sem hraði lýsislekans brýtur hljóðmúrinn. Þess vegna gleymist þessi ósýni­ legi árangur inni í okkur sem skiptir svo miklu meira máli en sentimetrar og grömm. Að vera hreyfanlegri, með betra þol og úthald þýðir að hjartað er orðið skilvirkara, sem þýðir betra blóðflæði, lægri blóðþrýstingur, sterkari æðaveggir, og ergó = betri heilsa. Næst þegar þú skælir yfir að vigtin haggist ekki þá vikuna, hugsaðu þá um þessar varanlegu breytingar á heilsunni sem eru svo miklu mikil­ vægari ástæða til að haldast í lífs­ stílnum. Hefur þú efni á að kasta inn hand­ klæðinu og leggjast aftur í sukkið? Kjúllabringur svo dýrar og kort í ræktina óþarfa pjatt fyrst ég massast ekki í drasl á fyrstu vikunum. Þú vilt þá kannski frekar eyða þess­ um peningum í lyfjakostnað síðar? n Greinar Röggu nagla má lesa á heimasíðu hennar, ragganagli.word- press.com. Þær verða einnig aðgengi- legar, óritskoðaðar, lesendum DV.is. Það sem enginn sér Er árangurinn ósýnilegur? Ragnhildur Þórðar- dóttir, betur þekkt sem Ragga nagli, bendir fólki á að „ósýnilegur“ árangur skiptir máli. Það er því þess virði að halda áfram og sleppa því að leggjast aftur í sukkið. n Um hvað snýst lífsstíll þinn? „Hefur þú efni á að kasta inn handklæðinu og leggjast aftur í sukkið? og heilsu- fagnaðarerindið nagli Ragga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.