Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2013, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2013, Blaðsíða 38
38 Umræða 26.–28. apríl 2013 Helgarblað K önnun Félagsvísindastofn- unar í miðri viku sýndi að 52,7 prósent landsmanna vilja ljúka við viðræðurnar um aðild að Evrópusam- bandinu – og aðeins 30,7 prósent eru mótfallin því. Mikill meirihluti þjóðarinnar vill því fá að sjá samn- ing, og greiða um hann atkvæði. Athygli vekur að meira en þriðj- ungur þeirra sem í dag telja Íslandi betur borgið utan sambandsins en innan vill samt ljúka viðræðunum. Þessi hópur er greinilega reiðu- búinn til að endurmeta afstöðu sína ef það telur samninginn gæta hagsmuna sinna nægilega vel. Jákvæð þróun Án efa bíða langflestir eftir því að sjá hver niðurstaðan verður um sjávarútvegskaflann. Úr honum eru fréttirnar góðar og jákvæðar. Okkur hefur tekist vel að afla skiln- ings gagnvart einstakri sérstöðu Íslands. Það liggur fyrir að reglur Evrópusambandsins tryggja að Íslendingar halda rétti gagnvart fiskistofnum í hafinu. Um leið hef- ur endurskoðun á sjávarútvegs- stefnu Evrópusambandsins sem færir meira vald út til svæðanna styrkt kröfu Íslendinga um sérstakt fiskveiðistjórnarsvæði við Ísland. Sjálfur er ég ekki í vafa um að margir verða hissa þegar samning- um um sjó lýkur og menn sjá niður- stöðuna. Hún gæti breytt afstöðu margra. Í lokaáfanga samninganna er verkefnið ekki síst að draga þenn- an jákvæða skilning gagnvart sér- stöðu Íslands fram við samninga- borðið. En til þess þurfa menn að geta lokið samningunum. Ég lít á afstöðu þeirra, sem eru ekki reiðubúnir til að taka jákvætt í aðild, en vilja eigi að síður halda samningaviðræðunum áfram, sem jákvæða og málefnalega afstöðu. Í henni felst ekki gagnrýni – heldur varfærni. Við eigum að leyfa okkur þann munað að hafa mismunandi afstöðu til aðildar. Það er ekkert að því að deila fast um hana. En besta leiðin til að útkljá þann afstöðu- mun felst í því að leyfa þjóðinni að kjósa og gera sjálf út um málið. Góð sátt um málefnin Samningaviðræðurnar eru nú þegar langt komnar. Íslendingar hafa undirbúið, og afgreitt í sam- ráði við Alþingi, afstöðu Íslands í 29 samningsköflum af þeim 33 sem um þarf að semja. Það er athyglisvert að um afstöðu í þess- um 29 samningsköflum ríkir ágæt- is sátt. Áhyggjur manna snertu mest einn kafla, þar sem fjallað var um innflutning lifandi dýra, en nýlegar yfirlýsingar frá Evrópu- sambandinu um skilning á kröfu Íslendinga um bann við þeim hafa slegið á þær áhyggjur. Í dag erum við Íslendingar bún- ir að hefja samninga á um 4/5 af köflunum 33, og höfum lokið samningum um þriðjung þeirra. Nú þegar eru samningar hafnir um erfiða kafla einsog gjaldeyr- ismálin, umhverfi og náttúru, og byggðamál. Vinna við samnings- afstöðu Íslendinga í erfiðustu köfl- unum, landbúnaði og sjávarútvegi, er langt komin – og þar sem stuðst er nákvæmlega við leiðbeiningar meirihluta utanríkismálanefnd- ar er ólíklegt að ekki takist góð sátt um afstöðu í þeim köflum líka. Ís- lendingar kunna svo þjóða best þá list að semja um fisk – og ég ótt- ast ekki að samningamenn okkar komi heim með öngulinn í aftur- endanum þar fremur en í öðrum samningum. Sérstaðan viðurkennd Miklu skiptir, að í umsóknarferlinu hefur Íslendingum tekist mjög vel að afla skilnings á sérstöðu sinni, ekki síst í landbúnaði og sjávarút- vegi. Það kom skýrt fram á fundum sem ég átti í þessum mánuði um lykilmál með æðstu stjórnendum í Brussel. Stækkunarstjórinn, Stefan Fuhle, lýsti þannig skilningi á kröfum Ís- lendinga um bann við innflutning á lifandi dýrum, og Íslendingar munu senn leggja fram sterka skýrslu er- lends sérfræðings henni til stuðn- ings. Það munaði líka um – ekki síst í ljósi umræðna hér heima – að Ottinger, orkustjóri sambandsins, gaf eftir okkar fund út skýra yfir- lýsingu um að Íslendingar myndu halda fullu eignarhaldi og forræði yfir orkulindum. Vert er að leggja áherslu á, að kostnaðurinn við samning- ana er vel innan þeirra fjárheim- ilda sem veittar voru til verksins. Hann nemur nú um 300 milljón- um. Kostnaðurinn við ferlið er því að mestu leyti kominn fram. Á móti hafa svo Íslendingar fengið verkefnastyrki sem nema meira en tuttugufaldri þeirri upphæð, eða ríflega sex milljarða. Um styrkina var í upphafi deilt – sbr. orð góðs manns um glerperlur og eldvatn – en nú vildu flestir þá Lilju hafa til sín fengið kveðna. Margvíslegur ávinningur Af hverju væri glapræði að slíta samningunum núna? – Vegna þess, að það myndi koma í veg fyr- ir að Ísland gæti tekið upp evruna næstu 30–40 árin. Aðild að ESB og upptaka evrunnar myndi færa okkur efnahagslegan stöðugleika, Evrópuvexti, minnka verðbólgu og gera okkur kleift að afleggja verð- trygginguna. Um leið sýnir reynsla smáþjóða að aðild fylgja miklar erlendar fjárfestingar sem skapa störf, og auka fjölbreytni í atvinnu- lífi. Dæmi eru um að erlendar fjár- festingar hafi fast að tvöfaldast. Aðgangur að 450 milljóna manna heimamarkaði skapar grundvöll fyrir stórsókn íslenskr- ar framleiðslu í fiskvinnslu og landbúnaði. Evrópa kallar á há- gæðamatvörur. Ísland framleiðir þær – en við þurfum afnám tolla til að geta rutt þeim braut inn á markaði. Aðild að byggðastefnu ESB myndi jafnframt gjörbreyta möguleikum landsbyggðarinnar til að þróast, og skjóta nýjum stoðum undir jaðarbyggðir í hættu. Tryggjum framhaldið Þeir sem vilja tryggja framhald viðræðna og leyfa þjóðinni að kjósa um samning tryggja það best með því að styðja við þann flokk sem hafði frumkvæði að umsókn- inni, og hefur stýrt henni af öryggi og festu. Sterk Samfylking er besta tryggingin fyrir því að þjóðin fái sjálf að kjósa um aðildarsamning. Höfundur er utanríkisráðherra. Klárum viðræðurnar við ESB! Aðsent Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra „Vinna við samnings- afstöðu Íslendinga í erfiðustu köflunum, landbúnaði og sjáv- arútvegi, er langt komin. Á góðri stundu Össur Skarphéðinsson ræddi Evrópusambandið við Carl Bildt, sænskan kollega sinn, sem heim- sótti Ísland í mars. E ftir fjögurra ára valdatíð „norrænu velferðarstjórnar- innar“ er ljóst að stökkbreytt húsnæðislán hvíla þungt á stórum hluta þjóðarinnar. Þrátt fyrir ýmsar tilraunir til úrbóta hafa ráðamenn brugðist vonum margra kjósenda um sanngjarna leiðréttingu lána vegna forsendu- brests, gengishruns eða ólögmætra lánaskilmála. Þegar flett var ofan af ósiðlegri starfsemi bankanna á ár- unum fyrir hrun og ótal tilburðum til að draga til sín fé og flytja á fjar- lægar slóðir, gerðu stofnanir ríkis- ins lítið annað en að slá skjaldborg um fjármálastofnanir. Skiljanlega á fólk erfitt með að sætta sig við að standa uppi nær eignalaust með- an óprúttnir aðilar eru nú í óða önn að flytja fjármuni til landsins á mun hagstæðara gengi en flestu heið- virðu fólki stendur til boða. Þegar ráðherrar ríkisstjórnar- innar hrósa sér af ýmsum úrræð- um og niðurfærslu húsnæðislána á kjörtímabilinu eru þeir að eigna sér heiður sem þeir eiga tæpast skilinn. Stór hluti þessara leiðréttinga er til kominn vegna ólögmætra gengis- tryggðra lána og þeirra dóma sem fallið hafa lánþegum í vil. Ríkið var ekki aðili að þeim málum og hafði þar ekkert frumkvæði. Að vísu sögðu tveir fyrrverandi efnahags- og við- skiptaráðherrar ríkisstjórnarinnar, þeir Gylfi Magnússon og Árni Páll Árnason, hvor á sinn hátt, að fólk skyldi bara höfða mál gegn bönk- unum ef það teldi að lög hefðu verið brotin á þeim. Eins og það sé eitthvað áhlaupaverk fyrir al- menna borgara að fara í mál gegn vel mönnuðu lögfræðingateymi fjár- málastofnana þegar svo miklir fjár- munir eru í húfi. Þrjú dómsmál Greinarhöfundur þekkir þessi mál af eigin raun eftir að hafa í þrígang höfðað mál gegn þrotabúi Frjálsa fjárfestingarbankans og loks náð ásættanlegri niðurstöðu. Undir- búningurinn hófst sumarið 2009 þegar bent var á að gengistrygging íslenskra lána við erlenda gjald- miðla bryti í bága við lög um vexti og verðtryggingu. Endanleg niðurstaða í þeim ágreiningi fékkst þó ekki fyrr en snemma á þessu ári, tæpum fjórum árum síðar. Sem betur fer sýndi það sig að dómstólar stóð- ust þrýsting og dæmdu eftir lögun- um. Litlu mátti þó muna og hótanir um að hér færi allt á annan endann reyndust orðum auknar. Hagnað- ur bankanna er ævintýralega mikill þrátt fyrir allt. En margir ákváðu að bíða og bíða enn. Bankarnir draga lappirnar og leiðrétta einungis þau lán sem þeir sjálfir telja að falli undir dómafor- dæmi. Þeir hunsa þá meginstað- reynd að gengistryggð lán voru og eru ólögmæt, hvernig svo sem orð- lagi á skuldabréfum er háttað og hvort sem fólk stóð í skilum eða ekki. Hvernig ættu ólögmæt lán að geta verið í vanskilum? Það er ófært að þeir sem brutu lög fái endalaust að komast upp með svona framkomu. Nýfallinn dómur yfir Lýsingu vekur þó vonir um að fleiri lánþegar geti sótt rétt sinn á grundvelli laga um neytendalán. En skiljanlega hleyp- ur fólk ekki til og höfðar dómsmál með ærnum tilkostnaði nema það hafi misst tiltrú á að kjörnir fulltrúar standi vaktina. Svikin loforð Væntanlegt fylgishrun ríkisstjórnar- flokkanna er til merkis um svikin lof- orð og takmarkaða tiltrú kjósenda á að betur gangi næst; loforðið um skjald- borgina um heimilin sem aldrei var reist; nýju stjórnarskrána sem þjóð- in kaus en þingið sveik; ákvæðið um auðlindir í þjóðareigu sem 83 prósent kjósenda styður en þingflokkarnir taka ekki mark á. Þá má einnig nefna ójafnt vægi atkvæða og andstöðuna við aukið persónukjör, engar þjóðar- atkvæðagreiðslur að frumkvæði kjós- enda og engar grundvallarbreytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Arðurinn mun áfram renna til kvótagreifanna og aðildarviðræðurnar við ESB sigld- ar í stand. Skiljanlega hyggjast margir kjósa eitthvað annað en gömlu valdaflokk- ana nú um helgina. Nóg er í boði, 15 stimplar bíða kjósenda í kjörklefun- um í Laugardalshöll, helmingi fleiri en í síðustu alþingiskosningum. Því kemur það skelfilega á óvart hversu margir telja sig geta treyst Fram- sóknarflokknum. Saga þess flokks á síðustu árum og áratugum er saga hættulegra kosningaloforða, tækifær- ismennsku, spillingar og grímulausr- ar sjálftöku. Ekki þarf að fara alla leið aftur til einkavinavæðingar bankanna, eyðileggingar á friðlýstum svæðum nálægt Kárahnjúkum eða stuðn- ings við árásina á Írak. Það voru sitj- andi þingmenn Framsóknarflokks- ins sem töfðu þjóðar atkvæðagreiðslu um nýja stjórnar skrá fyrir réttu ári. Samt hafði flokkur inn lofað fyrir síð- ustu alþingis kosningar að berjast fyrir nýrri og framsækinni stjórnarskrá sem yrði samin af sérstöku stjórnlagaþingi þar sem sætu þjóðkjörnir fulltrúar almennings í landinu. Persónukjör, auknar heimildir til þjóðaratkvæða- greiðslu og jafnara vægi atkvæða sögðu framsóknarmenn vorið 2009. En þegar á reyndi stóðu þeir í vegi fyrir þessu öllu og stærstu réttarbót almennings á Íslandi, nýju stjórnar- skránni. Gefum gömlu flokkunum frí. Brennuvargar henta ekki vel til slökkvistarfa. Höfundur er í framboði fyrir Lýðræðisvaktina – XL Bankahrellir gerir upp kjörtímabilið„Brennuvargar henta ekki vel til slökkvistarfa. Aðsent Sigurður Hreinn Sigurðsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.