Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2013, Side 59

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2013, Side 59
Þ ó svo að baráttunni um meist­ aratitilinn í enska boltanum sé formlega lokið má búast við gríðarlegri spennu um sæti í Meistaradeild Evrópu og á botni úr­ valsdeildarinnar. Manchester United tryggði sér sinn tuttugasta meist­ aratitil með 3–0 sigri á Aston Villa á mánudag og er óhætt að segja að United hafi pakkað deildinni saman. Þrjú lið berjast hins vegar um tvö laus sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð; Arsenal, Chelsea og Totten­ ham, og er ljóst að þessi lið mega illa við því að misstíga sig í síðustu um­ ferðum deildarinnar. Hörð barátta Manchester City situr í öðru sæti deildarinnar með 68 stig og virðist fátt benda til þess að liðið færist neð­ ar á töflunni. Arsenal, sem mætir Manchester United á Emirates á sunnudag, er í þriðja sæti með 63 stig úr 34 leikjum. Chelsea er í fjórða sæti með 62 stig eftir 33 leiki og Tottenham er í fimmta sæti með 61 stig eftir 33 leiki. Sem kunnugt er gefa fyrstu fjögur sætin þátttökurétt í undankeppni eða riðlakeppni Meist­ aradeildar Evrópu. Arsenal fær verðugt verkefni um helgina þegar liðið tekur á móti United. Arsenal hefur verið á fín­ ni siglingu undanfarnar vikur og ekki tapað síðan 3. mars. Chelsea tekur á móti Swansea á sunnudag og ætti að landa sigri sé litið til þess að Swansea hefur að engu að keppa og siglir lygnan sjó um miðja deild. Tottenham heimsækir fallbaráttulið Wigan á laugardag sem má illa við tapi ætli liðið sér að halda sæti sínu í deildinni. Wigan er í 18. sæti með 31 stig en með sigri kemst liðið upp að hlið Aston Villa með 34 stig í 17. sætinu. Veik von Everton Everton á enn veika von um að kom­ ast í Meistaradeildina en liðið er í sjötta sæti með 56 stig eftir 34 leiki. David Moyes og lærisveinar hans munu þó væntanlega leggja aðal­ áherslu á að halda sjötta sætinu og tryggja sig inn í Evrópudeildina enda anda Liverpool­menn ofan í hálsmál granna sinna. Liverpool er í sjöunda sæti með 51 stig en verður án Luis Suarez í síðustu leikjum tímabilsins. Everton á heimaleik gegn Fulham á laugardag á meðan Liverpool heim­ sækir Newcastle. Fallbaráttan QPR og Reading eru svo gott sem fallin en bæði lið eru með 24 stig og eru 10 stigum frá öruggu sæti. Bar­ áttan um að sleppa við 18. sætið og þar með fall stendur hins vegar á milli Wigan og Aston Villa. Wigan er sem fyrr segir í 18. sætinu með 31 stig eftir 33 leiki en Aston Villa er með 34 stig í 17. sæti eftir 34 leiki. Wigan mætir sem fyrr segir Totten­ ham á laugardag en á mánudag tekur Aston Villa á móti Sunderland sem hefur verið í miklu stuði eftir að Ítalinn Paolo Di Canio tók við stjórnartaumunum. n Sport 59Helgarblað 26.–28. apríl 2013 Línurnar skýrast á toppi og botni n Hart barist um sæti í Meistaradeildinni n Aston Villa og Wigan berjast um að falla ekki Verður að vinna Arsenal þarf á sigri að halda þegar liðið mætir nýkrýndum Eng- landsmeisturum Manchester United á Emirates á sunnudag. Mynd REutERs Leikir sem liðin eiga eftir Arsenal n Manchester United (h) n QPR (ú) n Wigan (h) n Newcastle (ú) Chelsea n Swansea (h) n Manchester United (ú) n Tottenham (h) n Aston Villa (ú) n Everton (h) Tottenham n Wigan (ú) n Southampton (h) n Chelsea (ú) n Stoke (ú) n Sunderland (h) Wigan n Tottenham (h) n WBA (ú) n Swansea (h) n Arsenal (ú) n Aston Villa (h) Aston Villa n Sunderland (h) n Norwich (ú) n Chelsea (h) n Wigan (ú) Einar Þór Sigurðsson blaðamaður skrifar einar@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.