Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2013, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2013, Side 2
2 Fréttir 3.–5. maí 2013 Helgarblað Lagði sjúkdóminn að velli n Menningarheimur geðsjúkra er fjölbreyttur G eðheilbrigðismál koma mér við vegna þess að ég stríddi sjálfur árum saman við þung­ lyndi og kvíða. Með mikilli vinnu hefur mér tekist að leggja sjúkdóminn að velli. Ferðalagið um heim geðraskana var áhugavert,“ seg­ ir Hrannar Jónsson, nýkjörinn for­ maður Geðhjálpar. „Það sem fyrst og fremst hjálpaði mér að ná bata var að kynnast fólki sem glímdi við svipuð vandamál og tjá mig um sjúkdóminn við aðra.“ Ný stjórn Geðhjálpar var kosin fyrir hálfum mánuði. Hrannar segir að stjórnin sé að marka nýja stefnu fyrir samtökin og það taki einhvern tíma. Bág fjárhagsstaða stendur sam­ tökunum fyrir þrifum en félagið er nokkuð skuldsett og framlög ríkis­ ins hafa lækkað undanfarin ár. Til umræðu er að selja húsnæði sam­ takanna að Túngötu 7 í Reykjavík – stórt og fallegt hús sem hentar starf­ seminni ekki lengur. „Ég hef unnið mikið að málefnum geðsjúkra síðastliðin fjögur ár. Þetta er heillandi heimur. Það hefur mikið verið rætt um geðsjúkdóma á nei­ kvæðum nótum þó viðhorf fólks til geðsjúkra sé að verða jákvæðara með aukinni fræðslu. Fólk áttar sig ekki á því að þarna er heill menningarheim­ ur. Menningarheimur geðsjúkra sem er bæði fjölbreyttur og áhugaverður. Ef við berum okkur saman við aðra hópa, til dæmis samkynhneigða og alkóhólista, þá stöndum við í svip­ uðum sporum og þeir stóðu í fyrir nokkrum áratugum – að endurskoða hvernig við lítum á okkur sjálf. Við getum lært af öðrum hvernig þeir hafa skilgreint sjálfa sig og hvernig þeir hafa snúið umræðunni sér í hag. Mig langar til að Geðhjálp verði enn sterkari og öflugri og að í framtíðinni verði það ekki feimnismál að segja frá því að maður hafi glímt við geðrask­ anir,“ segir Hrannar. n johanna@dv.is H ann var mjög svekktur. Var búinn að hlakka mikið til og íhuga vel hvort hann ætti að eyða öllum þessum pen­ ingum í þetta,“ segir Einar Rögnvaldsson, faðir hins nýfermda Einars Arnar sem hugðist kaupa sér rafskutlu í Elko í Lindum fyr­ ir drjúgan hluta fermingarpeninga sinna. Einar Örn greiddi fyrir skutl­ una í verslun síðastliðinn laugardag en þegar feðgarnir komu á lagerinn sama dag að sækja hana kom í ljós aðeins voru til notuð eintök í þeim lit sem hann vildi. „Hann keypti nýja skutlu og það áttu að vera til tvær á lager í bláu. Við keyrðum svo niður í Sunda­ höfn til að sækja hana en þegar við komum þangað kom í ljós að báðar skutlurnar sem voru til voru notað­ ar.“ Einar segir báðar skutlurnar hafa verið töluvert rispaðar, skítugar og rafmagnslausar. Starfsmenn á lager­ num höfðu engar skýringar á því af hverju skutlurnar voru notaðar og vissu í raun ekkert hvað átti til bragðs að taka. Mygluð sundtaska í einu hólfi Einar hringdi í verslunina og fékk þær upplýsingar að drengurinn gæti fengið aðra notuðu skutluna með afslætti og nýja rafhlöðu. Einar Örn var mjög spenntur fyrir skutlunni og ákvað að láta sig hafa það þó hún liti ekki út fyrir að vera alveg ný. Hann valdi skutluna sem leit betur út og feðgarnir fóru aftur í verslunina til að fá afsláttinn sem þeim var lof­ aður, sem og nýja rafhlöðu. Þegar þeir komu í verslunina kom í hins vegar í ljós að starfsmenn þar höfðu ekki heimild til þess að gefa afslátt, skipta út rafhlöðunni eða endur­ greiða hjólið. „Við nánari skoðun á hjólinu kom svo í ljós að það var frekar illa farið og meðal annars var mygluð sundtaska í einu farangurshólfi þess og gras í öðru. Það varð því úr að við skildum hjólið eftir og okkur lofað að samband yrði haft við okkur eftir helgi,“ segir Einar. Fékk ekki endurgreitt strax Á mánudaginn var svo hringt frá Elko og drengnum boðið sýningar­ eintak með afslætti, en það leit mun betur út en notuðu skutlurnar. Þegar hann hugðist prófa skutluna kom hins vegar í ljós að kveikjan virkaði ekki og því ekki hægt að koma henni í gang. Þá var þeim feðgum nóg boðið og eftir þessar hrakfarir ákváðu þeir að óska frekar eftir því að fá skutl­ una endurgreidda en að taka not­ aða skutlu eða skutlu sem þyrfti að byrja á því að gera við. „Þá var það ekki hægt því þeir borga ekki út pen­ inginn heldur leggja þeir inn á reikn­ ing.“ Einar gerir ekki ráð fyrir öðru en að fá skutluna endurgreidda en finnst þetta óþarflega mikið vesen. „Þetta er bróðurparturinn af ferm­ ingarpeningum stráksins og hann hefði auðvitað bara viljað fá pen­ inginn strax aftur.“ Var farinn að keyra í huganum Einar bendir á að þetta hafi kostað þá feðga mikið umstang fyrir utan svekkelsið og vonbrigðin sem son­ ur hans upplifði. Hann segist hafa þurft að tala hann inn á það að bíða frekar í nokkrar vikur eftir nýrri sendingu heldur en að sætta sig við skutlu sem var í slæmu ásigkomu­ lagi. „Hann var farinn að keyra í hug­ anum og búinn að búa sér til afsak­ anir fyrir því að það væri allt í lagi. Þetta myndi ekki skipta neinu máli.“ Einar tekur þó fram að það sé alls ekki við starfsmenn verslunarinnar að sakast, þeir hafi reynt að gera sitt besta. „Starfsmennirnir voru mjög almennilegir en þeir bara höfðu ekki leyfi til að gera neitt. Og það virtist ekki vera hægt að kalla til neinn, hvorki á laugardaginn né á mánu­ daginn.“ Einar Örn bíður ennþá eft­ ir að eignast nýja skutlu en hann er ákveðinn í að kaupa hana ekki hjá Elko. „Ég var mjög svekktur,“ segir hann aðspurður út í atburðarásina. „Mér brá alveg svakalega og ákvað eiginlega strax að taka skutluna ekki, en þegar ég frétti að það væri hægt að skipta um rafhlöðu og fá afslátt þá ætlaði ég að skipta um skoðun.“ Fyrir mistök á lagernum Sófus Hafsteinsson, verslunarstjóri í Elko í Lindum, segir í samtali við DV að Elko selji í raun bæði nýjar og notaðar vörur. Verslunin bjóði upp á 30 daga skilafrest og viðskiptavin­ ir geti því prófað vöruna og skilað henni ef þeim líkar hún ekki. Vör­ ur sem koma aftur inn í verslunina þannig eiga hins vegar að fara á svo­ kallaðan B­lager. „Fyrir mistök hafa farið tvær skutlur af B­lagernum niður á Bakka sem nýjar vörur,“ segir Sóf­ us sem hefur engar skýringar á því hvernig það gerðist. Hann tekur fram að slíkt eigi ekki að gerast og harmar mistökin. n n Svekktur fermingardrengur ætlaði að sætta sig við notaða skutlu Notuð skutla seld sem ný Sólrún Lilja Ragnarsdóttir blaðamaður skrifar solrun@dv.is „Við nánari skoðun á hjólinu kom svo í ljós að það var frekar illa farið og meðal annars var mygluð sundtaska í einu farangurshólfi þess og gras í öðru. Svekktur vegna skutlunnar Einar Örn borgaði drjúgan hluta af fermingar- peningunum sínum fyrir skutluna og var því mjög svekktur þegar í ljós kom að hún var bæði skítug og rispuð. Eldri borgarar skora á Alþingi Kjaranefnd Félags eldri borgara í Reykjavík skorar á Alþingi að leið­ rétta ný lög um greiðsluþátttöku vegna lyfjakaupa þannig að mjög mikilvæg lyf, sem áður hafa verið gjaldfrjáls, verði áfram gjaldfrjáls. Kjaranefnd bendir til dæmis á glákulyf, sykursýkislyf, geðrofslyf, krabbameinslyf, Parkinsonslyf, flogaveikilyf og lyf við sjögren í þessu samhengi. Lögin taka gildi á laugardaginn en tilgangur þeirra er að lækka lyf­ jakostnað þeirra sem nota mikið af lyfjum á kostnað þeirra sem nota lítið af þeim. Skorar kjaranefnd á Alþingi að breyta nýju lögunum um greiðsluþátttöku á þennan hátt. Einnig leggur nefndin áherslu á að komið verði til móts við aldraða öryrkja og láglaunafólk sem á í erfiðleikum með að leysa út lyf sín þegar nýja greiðsluþátttökukerfið tekur gildi. Ekki nægir að heimila afborganir samkvæmt nefndinni. Reiknings- heili slapp Máli slitastjórnar Kaupþings gegn Steingrími Páli Kárasyni, fyrr­ verandi yfirmanni áhættustýringar bankans, var vísað frá dómi í Héraðs dómi Reykjavíkur á fimmtu­ dag. Slitastjórnin fór fram á að Stein­ grímur endurgreiddi milljarðs króna lán sem veitt var 25. mars 2008, en þar að auki vildi stjórnin fá 99 milljóna króna greiðslu frá honum. Steingrímur notaði láns­ féð til þess að kaupa hlutabréf fyrir 822 milljónir. Árið 2008 skuldaði hann bankanum alls 2.274 millj­ ónir króna. Fyrir dómi bar Stein­ grímur fyrir sig að lánið hafi verið ólögmætt, þar sem það hafi verið gengistryggt og að mál slitastjórn­ arinnar væri vanreifað. Á það féllst dómarinn en fram kom að Stein­ grímur hafði ekki mikil völd inn­ an Kaupþings. Hann væri fyrst og fremst stærðfræðisnillingur og reikningsheili Kaupþings við áhættustýringu bankans. Ekki feimnismál „Ferðalagið um heim geðraskana var áhugavert,“ segir formaður Geðhjálpar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.