Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2013, Qupperneq 21
É
g er reynslunni ríkari eftir veru
mína í stjórnarráði Íslands í
rúmt ár í þjónustu ríkisstjórnar
Jóhönnu Sigurðardóttur. Senn
lýkur störfum mínum rétt eins og
annarra aðstoðarmanna ráðherra.
Sá hópur er ekki ýkja stór, líklega 14
manns, en alls starfa um 600 manns
í stjórnarráðinu öllu.
Til samanburðar má nefna að
pólitískir aðstoðarmenn sænsku rík
isstjórnarinnar eru hátt í 300 og alls
vinna um 4.600 manns í stjórnarráð
inu þar. Svíar eru 28 sinnum fleiri en
við Íslendingar. Samkvæmt því ættu
þeir að vera með um 390 pólitíska
aðstoðarmenn og nærri 17 þús
und embættismenn ættu að vinna í
stjórnkerfinu. Þessi munur á Íslandi
og Svíþjóð stafar af því að miklu
meira af verkefnum eru á hönd
um lénanna og sveitarfélaganna í
Svíþjóð en hér. Á því stjórnsýslu
stigi eru því embættismenn fleiri, en
færri í æðstu yfirstjórn í Stokkhólmi.
Höldum áfram þessum sam
anburði. Ráðuneytin í Svíþjóð eru
11 og mjög stór á íslenskan mæli
kvarða. Ráðherrar nú í ríkisstjórn
Reinfeldts eru 23 að mig minnir þ.e.
fleiri en einn ráðherra er um hvert
ráðuneyti og deila þeir með sér verk
um.
Halda umbæturnar velli?
Það kvisast að sigurvegari þingkosn
inganna vilji fjölga ráðherrum á ný
hjá okkar 330 þúsund manna þjóð.
Ég held að það sé í sjálfu sér í lagi en
tel einnig að á bak við það sé gamal
dags viðhorf um að stjórnarráðið sé
einhvers konar herfang til að úthluta
hollum flokksmönnum fylgdarlaun.
Sjálfur hef ég haft mikinn áhuga á
stjórnkerfisumbótum. Mér finnst að
þær eigi að miða að því að auka skil
virkni, gera kerfið opnara og faglegra
og auka þar þjónustulund gagnvart al
menningi. Síðast en ekki síst eiga þær
að uppræta sem kostur er hvers kyns
spillingu, frændhygli og klíkuskap.
Íslenskir fjölmiðlar, sem ég elska
að hata og hata að elska, hafa sýnt
þess háttar umbótum ríkisstjórnar Jó
hönnu Sigurðardóttur mikið tómlæti.
Þessar breytingar eru á einhvern hátt
ekki „sexí“. Slúðrið um Tobbu og rispu
á bíl hennar er skemmtilegra.
Ég get nefnt margvíslegar umbæt
ur sem dæmi. Vart þarf að taka fram
að margvísleg grein er gerð fyrir þeim
m.a. á vefsvæði stjórnarráðsins í þágu
gagnsæis og hagsmuna almennra
borgara.
Ný upplýsingalög tóku gildi um
síðastliðin áramót. Gildissvið þeirra
hefur verið víkkað. Dregið hefur verið
úr kröfum um framsetningu á beiðn
um um aðgang að gögnum með það
að markmiði að almenningi verði gert
auðveldara en nú er að óska upplýs
inga.
Embættismönnum og ráðherrum
hafa verið settar siðareglur t.d. sem
tengjast mögulegum hagsmunaá
rekstrum. Um þetta var m.a. fjallað í
skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis
og varað við mikilli nálægð hér á landi
milli stjórnsýslu, pólitíska valdsins og
atvinnulífsins.
Undið ofan af sérréttinda
þjóðfélaginu
Eitt af fyrstu verkum ríkisstjórn
ar Samfylkingarinnar og VG var að
afnema umdeild lög sem sett voru
í tíð ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks
ins og Framsóknarflokksins árið 2003
um eftirlaun þingmanna, ráðherra
og æðstu embættismanna. Með nýju
lögunum voru þessi sérréttindi afn
umin og njóta þeir nú sömu lífeyris
kjara og aðrir opinberir starfsmenn.
Þetta sparar ríkinu milljarða króna á
endanum.
Fækkun ráðuneytanna þýðir t.d.
aukið jafnræði atvinnuveganna, hlut
lægari og faglegri afgreiðslu mála.
Flestir viðurkenna nú að einkum
gömlu atvinnuvegaráðuneytin voru allt
of veik gagnvart sérhagsmunagæslu
t.d. í landbúnaði og sjávarútvegi.
Mikið og gott verk hefur verið
leyst af hendi við að bæta samskipti
landshlutanna og stjórnkerfisins og
einfalda þau. Sóknaráætlanir lands
hlutanna, sem var sérstakt verkefni
fráfarandi ríkisstjórnar, felur til dæm
is í sér algerlega ný vinnubrögð og
skipulag samskiptanna sem t.d. get
ur gert byggðastefnu markvissari og
dregið úr kjördæmapoti.
Ég er sannfærður um að þegar
fram í sækir munu einkum ungir
kjósendur meðtaka þessar breytingar
og þakka fyrir þær. Flestir vita að það
var kappsmál Jóhönnu Sigurðar
dóttur og ríkisstjórnar hennar að
halda heilbrigðiskerfinu á floti við
afar þröng skilyrði. Færri hafa kynnt
sér hve ríka áherslu hún lagði á heil
brigði stjórnsýslunnar; að innleiða
verðleikaþjóðfélagið með því að út
hýsa klíkuskapnum og kunningja
veldinu og vinna að samræmdari og
faglegri vinnubrögðum en áður tíðk
uðust.
Höfundur er fráfarandi upplýsinga-
fulltrúi ríkisstjórnarinnar.
Þetta er níð-
ingsverk
Ég er alinn upp í
bæði fjöru og fjalli
Einar K. þingmaður um falskar Facebook-síður í nafni Sjálfstæðisflokksins - Vísir.isPálmi Gestsson stefnir á Hnjúkinn. – DV
„Ég er sannfærð-
ur um að þegar
fram í sækir munu
einkum ungir kjós-
endur meðtaka þess-
ar breytingar og þakka
fyrir þær.
Hinn hallærislegi heiðarleiki
1 Heyrnarlausir foreldrar grunaðir um að hafa myrt
grátandi barn
Dóttir foreldranna var fimm mánaða
þegar hún lést.
2 „Þetta er fyrst og fremst furðulegt“
Skemmdarverk voru unnin í Grjótagjá í
Mývatnssveit fyrir skemmstu.
3 Óprúttinn aðili rispaði bílinn hennar Tobbu
Tobba segist hafa safnað fyrir bílnum
síðan hún var tólf ára.
4 Skyrta sem þarf ekki að þvo eða strauja
Tískufyrirtækið Wool & Prins framleiðir
skyrturnar sem vakið hafa talsverða
athygli.
Mest lesið á DV.is
Hinar þöglu breytingar
U
m leið og ég óska framsóknar
mönnum og sjálfstæðismönnum
til hamingju með úrslit kosning
anna, er ekki úr vegi að óska þess
í leiðinni að hér verði ekki endurvakið
hið alræmda helmingaskiptaveldi sem
öllu steypti í glötun. Þeir sem núna telj
ast sigurvegarar kosninganna eru sekir
og ættu að kenna sektarinnar, jafnvel
þótt þeim lærist það seint. Þeir eru fyrst
og fremst sekir vegna þess að aldrei hef
ur átt sér stað uppgjör þeirra glæpsam
legu verka sem forkólfar þessara tveggja
flokka unnu hér á árum áður.
Ég hef áður grátið heimsku þjóðar
minnar og hef meira að segja látið þess
getið að ástæða sé til að skammast sín
fyrir þjóðernið annað veifið. En í dag
hef ég náð þeim þroska, að ég sé þetta
allt sem eitt ferli eðlilegra og einfaldra
skýringa. Það er nefnilega svo, kæru
vinir, að til eru þeir sem eru heiðarleg
ir og svo eru til aðrir sem óheiðarleg
ir eru. Óheiðarlegt fólk hefur alltaf og
ævinlega þann háttinn á, að maka sinn
krók og sleppir því fullkomlega að taka
tillit til þess hvort krókamakið geti haft
slæmar afleiðingar fyrir samferðafólk
ið. Heiðarlegt fólk hefur þann háttinn á,
að gæta þess að skaða engan og leiðar
ljós þess er sanngirni og réttlæti. Þetta
nefni ég við ykkur hérna, vegna þess
að ég þarf að opinbera ykkur einfald
an heiðarleika (sem jafnvel mun telj
ast hallærislegur hjá þeim sem þykjast
vita betur). Heiðarleg frásögn mín fer
á þessa leið: Þeir sem núna eru taldir
sigurvegarar kosninganna, beittu þjóð
ina slíkum blekkingum og slíkri óhóf
legri hræsni, að varla mun annað svo
svæsið dæmi finnast í manna minn
um, slíkur og þvílíkur er óheiðarleik
inn. Sigmundur Davíð og Bjarni Ben
sátu saman á fjósbitanum, réru í spiki
sínu og fundu ríkisstjórn Jóhönnu allt
til foráttu. Þeir beittu málþófi í öllum
málum sem hagsmunagæslan sagði að
mættu ekki fara í gegnum þingið. Þeir
léku hlutverk góðu gæjanna svo vel að
aðdáunarvert verður að teljast. Leik
sýningin var fullkomlega óaðfinnanleg,
þegar þeir sögðu Jóhönnu gera of mik
ið ef hún gerði eitthvað og sögðu hana
gera of mikið ef hún gerði eitthvað ann
að. Allt sem ríkisstjórnin framkvæmdi
var ómögulegt, jafnvel þótt allt væri
framkvæmt af fólki sem byrjaði stjórn
arstarfið með tvær hendur tómar.
Við ættum að leyfa okkur þann
munað að líta yfir farinn veg og leyfa
ljósi heiðarleikans að lýsa upp sviðið.
Það gæti kannski orðið til þess að við
kæmum öll auga á það sem betur má
fara í samskiptum manna. Reyndar
eigum við einnig þann kost að sogast
með flaumi óheiðarleikans og gefa
skít í það hvað öðrum finnst um háttu
okkar. En ég er fánaberi fegurstu gilda
og hef þar af leiðandi enga ástæðu til
að skammast mín fyrir þjóðernið eða
skyldleika við þá sem skítseiði vilja telj
ast.
Ég hvet stjórnmálamenn til bestu
verka; þeir eru kjörnir á þing til að
starfa í þágu almennings, að þjónusta
fólk en láta völd og auð liggja á milli
hluta. Þeir eru ekki valdir til verka svo
þeim megi auðnast að ota sínum tota,
trygga sér og sínum betra viðurværi,
stunda hagsmunapot og illræmda
einkavinavæðingu. Þeim er ekki einu
sinni ætlað að hafa völd; þeir eru í
starfi sem krefst fórnfýsi og heiðarleika.
Þess vegna hvet ég þá sem í stjórnar
andstöðu verða, til að sýna heiðarleika
– ekki þau ógeðslegu vinnubrögð sem
stjórnarandstaðan náði að sýna síðustu
fjögur árin.
Vondir menn með vandamál
á villigötum reika
en upplýst ratar sanngjörn sál
sem sýnir heiðarleika.
Hitað upp í kuldanum Dagatalið spyr ekki um veðurfar. Pepsi-deildin hefst um helgina og heil umferð er fyrirhuguð, jafnvel þó hiti sé víða um frostmark og sumarið láti bíða
eftir sér. Þeir voru flestir með húfur, KR-ingarnir sem æfðu í Frostaskjóli þegar ljósmyndara DV bar að garði í vikunni. Þeir ætla sér stóra hluti í sumar, þessir. Mynd SigtryggUr AriMyndin
Skáldið skrifar
Kristján Hreinsson
Umræða 21Helgarblað 3.–5. maí 2013
Aðsent
Jóhann Hauksson
Það eru mistök að halda að eini
möguleikinn sé gamla Ísland
Birgitta Jónsdóttir spáði í útkomu stjórnarmyndunar. – Facebook
„Það er fínt
að snúa aftur
þegar búið er
að þrífa mesta skítinn
í burtu. Vinstrimenn fá
væntanlega að komast
að aftur þegar skíturinn
er orðinn svo mikill að
hægri flokkar ráða ekki
lengur við hann.“
nanna K. Kristjáns-
dóttir við frétt DV.is
þar sem rætt var við Erp
Eyvindarson sem staddur var á
kosningavöku Vinstri grænna á
kosninganótt. Erpur var ekki sáttur
við niðurstöður kosninganna og
sagði meðal annars þetta: „Þjóðin
kaus lottó og hún mun fokking
tapa.“
„Jóhanna
Sigurðardóttir
á meiri sök en
nokkur annar á þessari
niðurstöðu. Hugleysið
sem einkenndi stjórn
hennar rauf traust kjós-
enda á vinstristjórninni.
Ef fráfarandi ríkisstjórn
hefði kallað inn kvótann,
sett á auðlindagjald,
opnað stjórnsýslunna í
stað þess að skilja múra
hinna reykfylltu bak-
herberja óáreitta fyrir
hægriöflin hefðu kannski
náðst einhverjar um-
bætur í íslenskri pólitík.“
Jakobína ingunn í
athugasemd við frétt
DV þar sem greint var
frá ummælum Barry Sheerman,
þingmanns Verkamannaflokksins,
eftir þingkosningarnar hér á landi
um liðna helgi. Sheerman spurði
hversu heimskir Íslendingar væru í
ljósi velgengni Sjálfstæðisflokks og
Framsóknarflokks.
„Frábært
framtak hjá
þessari fallegu
stúlku. Mættu fleiri taka
hana sér til fyrirmyndar.
En því miður hafa allt
of fáir áhuga á því að
hjálpa heimilislausum og
fátækum á Íslandi. Það
er ekki inn …“
Sigríður Bryndís
Baldvinsdóttir við frétt
DV.is þar sem greint
var frá söfnun átta ára stúlku,
Rebekku, fyrir útigangsfólk. Þetta
gerði Rebekka eftir að heimilislaus
maður huggaði hana í verslun
Hagkaupa ekki alls fyrir löngu.
Vinsæl
ummæli
við fréttir DV.is í vikunni
15
26
6