Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2013, Síða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2013, Síða 22
22 Umræða 3.–5. maí 2013 Helgarblað D eilur á vinstri væng íslenskra stjórnmála urðu til þess í næstum heila öld, að aldrei tókst að mynda hér á landi jafn öflugan flokk jafnaðar- manna og verkalýðssinna eins og ráð- ið höfðu ferðinni um áratuga skeið um uppbyggingu velferðarsamfélaga á hinum Norðurlöndunum. Ágrein- ingurinn, sem sundrunginni olli, var ekki fyrst og fremst um íslensk mál- efni heldur um afstöðuna til stjórn- málahreyfinga úti í heimi; í heimi kommúnismans. Jafnvel löngu eftir að stuðningur við slík öfl var falinn undir yfirborði þeirra stjórnmálasamtaka á Íslandi, sem upphaflega voru stofn- uð til þess að leggja austurevrópskum kommúnisma lið, þá voru forystu- mennirnir á Íslandi enn að leita sam- ráðs og koma á framfæri upplýsingum um íslensk innanríkismál í trúnað- arsamtölum við fulltrúa þeirra afla. Í nýlega útkomnum minningum sínum segir Svavar Gestsson t.d. frá því, að á ráðherraárum sínum hafi Lúðvík Jós- efsson, flokksformaður hans, kvartað yfir því við fulltrúa austurþýskra stjórnvalda að Svavar væri of gagnrýn- inn í garð þeirra. Frásögn af þessum fundi Lúðvíks með fulltrúum flokksins mun hafa verið skráð og Svavar rekist á þá tilvitnum í rannsókn sinni á skjöl- um frá þeim tíma og verið lítið hrifinn af. Þetta samtal á sér stað mörgum áratugum eftir að fullyrt hafði verið að búið væri að rjúfa öll tengsl flokks þeirra Lúðvíks og Svavars við komm- únistahreyfingar Austur-Evrópu. Þessi tilvitnun sýnir, að fleiri hafa verið „fólgsnarjarlar“ erlendra ráðamanna á Íslandi en Snorri heitinn Sturluson. Ný von Þegar Berlínarmúrinn hrundi og í eftirleik þeirra atburða hvarf þessi ásteytingarsteinn vinstri aflanna á Íslandi fyrir fullt og allt. Sú kynslóð var þá komin til áhrifa í þeim tveim- ur stjórnmálahreyfingum á vinstri væng, sem hafði ekki sömu afstöðu til þessara ágreiningsefna og for- verarnir höfðu ýmist sjálfir haft eða höfðu tekið í arf og mótast af. Fólk í Alþýðubandalagi og Alþýðuflokki ásamt fjölmörgum utan flokksbanda þeirra töldu nú kominn tíma til að grafa gamlar stríðsaxir og stofna til samfylkingar allra lýðræðissinnaðra jafnaðarmanna, sem svo lengi hafði skort í íslenskum stjórnmálum. Til þess var Samfylkingin stofnuð. Til þess að samtök jafnaðarmanna gætu orðið stjórnmálahreyfing, sem yrði valkostur um forystu í íslenskum stjórnmálum í stað þess hlutskiptis að vera meðreiðarsveinn annars hvors þeirra tveggja flokka, sem sett höfðu svip sinn á íslensk stjórnmál áratugina á undan. Til þess að svo gæti orðið tók fólk eins og sá, sem þetta skrifar, ásamt Jóhönnu Sigurðardóttur, Ástu Ragnheiði, Ágústi Einarssyni, Össuri Skarphéðinssyni, Rannveigu Guð- mundsdóttur, Guðmundi Árna Stef- ánssyni, Magnúsi Nordal og Reyni Ólafssyni og fjölda annarra samherja ásamt fornum andstæðingum eins og Guðnýju Guðbjörnsdóttur, Mar- gréti Frímannsdóttur, Svavari Gests- syni, Guðbjarti Hannessyni, Ragnari Arnalds og verkalýðsforingjunum Karli Steinari, Karvel Pálmasyni, Pétri Sigurðssyni, Grétari Þorsteinssyni, Jóni Helgasyni, Ara Skúlasyni, Gylfa Arnbjörnssyni, Kristjáni Gunnars- syni, Hervari Guðmundssyni og Jóni Karlssyni höndum saman um að búa til nýja von, nýja framtíðarsýn reista á öðrum viðhorfum en höfðu rústað áhrifum lýðræðissinnaðra jafnaðar- og vinstrimanna um áratuga skeið á Íslandi. Suma þessa stofnfélaga þraut örendið, aðrir samferðamenn leituðu sér náttstaðar annars staðar – en von- in hafði verið kveikt. Hún var vakin til lífs. Markmiðið var ekki lengur utan seilingar. Áfall – og hvað svo? Vissulega gengu einstaklingar til liðs við þessa hreyfingu, sem ekki vildu veita liðveislu sína í upphafi á meðan allt var enn á huldu um árangurinn en sáu sér tækifæri þegar tímar liðu fram. Vissulega vildi í glýju þeirra hug- mynda um eigin framgang gleymast hið upphaflega erindi um að skapa stjórnmálahreyfingu jafnaðarmanna, sem orðið gæti valkostur um stjórnar- forystu í stað hlutskiptis meðreiðar- sveins annars hvors „stóru“ flokk- anna. Sú vegferð stóð stutt og endaði illa en tækifærið, meginmarkmiðið var þó alltaf áfram til og innan seil- ingar – þar til núna. Ég ætla ekki að ræða ástæðurnar fyrir afhroði Sam- fylkingarinnar í nýafstöðnum kosn- ingum. Ég hef mínar skoðanir á því. Þær skipta hins vegar ekki máli eins og komið er. Það, sem skiptir máli, er framhaldið – hvert það verður. Og ég spyr sjálfan mig og ykkur hin. Er staðan orðin sú, að upphaflega markmiðið sé gengið okkur úr greip- um? Er staðan orðin sú, að okkur – fólkinu á vinstri væng íslenskra stjórn- mála – séu búin þau örlög ein að vera áfram til uppfyllingar í krosssaums- verk hinna ríkjandi afla til áratuga í íslenskum stjórnmálum? Er draumur- inn um forystuhlutverk jafnaðar- manna á enda runninn? „Þá dreymir engan lengur“ Samfylkingin á að vera sanngjarn flokkur. Framsóknarflokkurinn er sigurvegari kosninganna og lofaði vissulega miklu. Framsóknarflokk- urinn á að fá tækifæri til þess að nýta kjörfylgi sitt og efna fyrirheit sín við íslenska þjóð. Hann sagðist þora. Lagði sig undir. Samfylkingin á að gefa honum tækifæri eins og Fram- sóknarflokkurinn gaf Samfylkingunni tækifæri fyrir fimm árum síðan. Sam- fylkingin á að bjóðast til þess að verja ríkisstjórn Framsóknarflokksins van- trausti og veita Framsóknarflokknum skjól til þess að fá fyrirheitum sínum framgang, en Samfylkingin á ekki að gangast undir stjórnarþátttöku sem þriðja hjól undir vagni hvorki með Framsóknarflokknum né Sjálf- stæðisflokknum. Sé það gert, þá er fest í sessi gamla kerfið um hlut- skipti vinstri flokkanna á Íslandi. Þá er draumurinn búinn. Á sú að verða niðurstaðan nú, aðeins fimmtán árum eftir að við skópum það tæki- færi, sem íslenska jafnaðarmenn og verkalýðssinna hefur dreymt um í næstum heila öld? Við höfum séð það á þeirri skömmu vegferð þegar hagsmunir einstaklinga um eigin framgang og frama gjörðust sterkari hagsmunum heildarinnar – líka í þessu samhengi. Eins vel og mér er við mitt fólk, sem á allt gott skilið, þá vil ég ekki sjá slíkt gerast aftur. Undrar þig það, lesandi góður? Eða er svo komið, að fólk hugsi ekki um neitt annað en budduna sína? Sé svo, þá er engin þörf fyrir jafnaðarmenn. Þá skipta heildarhagsmunir einnar þjóðar ekki lengur nokkru máli. Þá getum við tekið upp fyrri hætti. Þá dreymir engan lengur. Hvað nú – jafnaðarmenn?„Er draumurinn um forystuhlutverk jafnaðarmanna á enda runninn? Aðsent Sighvatur Björgvinsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.