Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2013, Side 40

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2013, Side 40
móðir hans var lögð inn á líknar- deild í Kópavog þar sem hún fann frið. „Hún var komin þangað í febrúar. Ég held að hún hafi bara fundið að líkaminn var að hrynja. Henni leið mjög vel þarna, enda yndislegt fólk sem þar starfar.“ Þau mæðginin voru mjög náin og miklir vinir. „Ég var mikið nánari henni en pabba. Ég fór í gegnum mikla sorg og skrýtna tíma. En ég komst í gegnum það, kannski af því að ég gat leitað í trúna. Ég trúi og veit að hún er uppi á himnum og að ég á eftir að hitta hana aftur. The party goes on. Það eru líka svo margir farnir og það er gott að vita af henni í þeim hópi.“ Flogaveikin læknaðist Pabbi hans var frá Langanesi og móðir hans frá Noregi. „Kannski vorum við of bæld til þess að tala saman. Mamma var súpermeðvirk og súperklár í að láta allt virka eins og það væri fullkomið. Heim- ilið okkar var alltaf eins og gler- kastali, það var alltaf allt spikk og span. Það var hennar flótti, að fara út í garð eða þrífa heimilið. Þar var hennar friðhelgi.“ Oddvar gerir það reyndar líka. „Þó að það sé reyndar ekki allt eins og glerkastali heima hjá mér þá bý ég mér til heim sem ég get stigið inn í þegar mér líður sem verst.“ Í æsku fékk hann einkennileg köst sem voru skilgreind sem floga- veiki, þá fölnaði hann allur upp og datt út. „Það eltist af mér. Þegar ég fór í gjörningakúrs í Listaháskólan- um fór ég að fá ofsakvíðaköst. Þá opnuðust einhverjar dyr sem ég gat ekki lokað. En það var bara tímabil í lífi mínu, hryllilegt samt. Eftir þetta hef ég samt stundum spáð í það hvort ég hafi ekki bara verið með ofsakvíða þegar ég var krakki en ekki flogaveiki.“ Mömmu hans leist samt ekkert á blikuna og þegar kraftaverka- presturinn Benny Hinn kom til landsins til þess að predika í Fíladelfíusöfnuðinum þegar Oddvar níu ára þá fór hún með hann þangað. „Kirkjan var troðfull af fólki en ég ráfaði eitthvað um húsið. Þegar ég kom aftur þá stóð mamma uppi á sviði og presturinn þrýsti á ennið á henni með blaut- um bómull og hún féll niður. Á heimleiðinni sagðist hún hafa hitt Guð, hún hefði setið hjá hon- um og talað við hann og það hefði verið ótrúlega gott. Eftir þetta hvarf flogaveikin, þannig að ég held að ég hafi pikkað upp óham- ingju mömmu og vanlíðan henn- ar. Ég hef alltaf verið mjög næmur og um leið og hún fór að gera eitt- hvað í sínum málum þá fór mér að líða vel.“ Langar í fjölskyldu Nú langar hann að stofna eigin fjölskyldu. Systir hans er 42 ára og barnshafandi að þriðja barninu. „Það er mikil gleði,“ segir Oddvar og brosir breitt. Hann langar líka í barn en sér ekki alveg fyrir sér hvernig það ætti að gerast. Hann hefur íhugað að taka að sér fósturbarn en er ekki tilbúinn til þess enn þar sem hann er hvorki í sambandi né fastri vinnu. „Mig langar ótrúlega mikið að eignast fjölskyldu. Ég kann ekki að vera í sambandi, á allavega fá sambönd að baki og ekki ýkja löng. Kannski er ég bara obsessive control freak og kannski hef ég ekki verið með nógu góðum gaurum, of alkó- hólíseruðum. Um leið og þeir sýna þessa takta þá er ég farinn, eins ef þeir eru of geðveikir. Samt eru þeir svo spennandi þessir villtu strákar.“ Eineltið Eineltið hjálpaði heldur ekki. Það hófst þegar Odd- var var að verða fimm ára og var úti að leika sér með vin- um sínum. Þá spurði einn strákurinn með leiðindatón hvort hann væri strákur eða stelpa. Aðrir krakkar fylgdu í kjölfarið og eineltið stóð yfir alla grunnskólagönguna. „Ég held að það hafi haft þau áhrif að ég er alltaf í vörn og á erfitt með að treysta öðru fólki. Ef ég er í sambandi sem verður of náið þá fæ ég kvíða. Kannski er það ástæðan fyrir því að ég er ekki í sambandi í dag. Ég er skíthrædd- ur við karlmenn, fyrir utan nokkra sem mætti friðlýsa og þeir eru flestir femínistar. Um leið er ég skotinn í karlmönnum. Þannig að þetta er smá klemma.“ Sem betur fer átti hann alltaf vini, þó að þeir hafi margir hverjir verið svo- lítið skrýtnir. „Segjum sem svo að ég hafi leikið við strák eftir skóla og farið á flug með honum og póní- hestunum mínum. Þá var kannski rosalega gam- an hjá okkur en þegar ég mætti í skólann næsta dag þá tók hann þátt í því að meiða mig, hrækja á mig og kalla mig ljótum nöfnum. Þetta var mjög ljótt.“ Flúði skólann Hann segir að skólayfirvöld hafi staðið ráðalaus frammi fyrir þessum vanda og skila- boðin hafi helst falist í því að hann ætti að herða sig, verða meiri karlmaður og hætta þessum stelpulátum. „Þetta var langverst í gaggó þegar allir hormónarnir voru að kikka inn. Áttundi bekkur var allt of erfiður. Mér var farið að líða svo illa að ég bað um að fá að fara í heimavist í Hlíðardals- skóla og fékk það. Þar var ég í ní- unda bekk og þar fékk ég tíma til þess að anda og frelsi til þess að vera og 9,9 í meðaleinkunn. Svo fór ég aftur í gamla skólann minn í tíunda bekk því þá voru eldri krakkarnir farnir og ég kunni betur á jafnaldra mína og þá sem yngri voru. Það gekk mikið betur.“ Svo fór hann í Kvennó og „þar varð ég stjarna,“ segir hann bros- andi. Oddvar varð svo vinsæll að tvær stelpur lugu því til að hann hefði afmeyjað þær. Hann hefur þó aldrei verið við kvenmann kenndur, ekki nema þegar hann fór í sleik við vinkonu sína í ein- hverju flippi. Í Kvennaskólanum kynntist hann þó góðu fólki og lífið tók nýja stefnu. „Ég var svona semi Versló- pæja sem ætlaði að verða hin full- komna flugfreyja. Síðan kynntist ég Hugleiki Dagssyni af því að ég var skotinn í vini hans og fannst auðveldara að nálgast Hugleik en hann. Þannig kynntist ég listinni. Þess vegna fór ég í Listaháskólann og þess vegna er ég meira ég. Fyrir það er ég þakklátur.“ Draumurinn um að dansa Undanfarnar vikur hefur Oddvar verið þátttakandi í Ljósmynda- keppni Íslands á Skjá Einum. „Ég ákvað að koma mér í sviðsljósið og láta vita af mér. Ég er að æfa mig í því að hoppa út í djúpu laugina og treysta æðri mætti.“ Hann langar samt mest af öllu að komast til San Francisco til þess að dansa. Hlæjandi segir hann frá því að hann hafi gert þetta áður, kvatt alla og sagt að hann væri farinn frá Íslandi. Þá fór hann til London að elta ástina en var kom- inn heim aftur eftir tvær vikur. „Ég var að deita strák og ætlaði að lifa á ástinni. Hann var svona skápa- hommi og um leið og ég kom út fór hann til foreldra sinna. Hann sagði samt að ég mætti haga mér eins og heima hjá mér og borða það sem ég vildi. En þegar hann kom aftur heim þá vildi hann ekki trúa því að ég hefði klárað kexið hans og ég varð að fara út í búð klukkan ellefu um kvöldið að kaupa meira kex.“ Nú er það dansinn sem á hug Oddvars allan. Hann hefur æft eróbikk um árabil og var um tíma í djassballett. Hann var að byrja aftur þar og var að byrja í nú- tímadansi. „Það er ógeðslega erfitt og ógeðslega gaman. Ég kunni ekki neitt og allir krakkarnir voru miklu klárari en ég. Það var ágætt því í eróbikkinu er ég súperstar,“ segir hann hlæjandi. „En ég vildi vita hvort þetta væri ég og þetta er ég. Það er alltaf verið að segja okkur að láta draumana rætast og mig langar ótrúlega mikið að fara til San Francisco að dansa. Ég er alltaf að reyna að gera það sem gerir mig glaðan og hamingjusaman.“ n 28 Viðtal 3.–5. maí 2013 Helgarblað „Ég var líka hjá mömmu minni þegar hún var að fara. Það er ótrúlega skrýtið þegar það slokknar á ein- hverjum, hvað mann- eskjan er fljót að hverfa. Frá ferlinum Oddvar tekur nú þátt í raunveruleikaþætti á Skjá Einum þar sem leitað er að góðum ljósmyndara. Þetta eru myndir sem hann hefur tekið í gegnum tíðina. „Þá var kannski rosalega gaman hjá okkur en þegar ég mætti í skólann næsta dag þá tók hann þátt í því að meiða mig, hrækja á mig og kalla mig ljótum nöfnum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.