Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2013, Side 44

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2013, Side 44
32 3.–5. maí 2013 Helgarblað m e n n i n g @ d v . i s | d v . i s / m e n n i n g „Vasaklútar af dýrara taginu“ „Heimspekingar togaðir úr háloftunum“ Kosningasjónvarp RÚV Hver er ég – og ef svo er, hve margir? Richard David Precht V ið reynum að bregða ljósi á mismunandi hlið- ar þessa máls. Við erum ekki að reyna að svara þeim stóru spurningum sem þarna er að finna heldur gef- um við áhorfendum tækifæri til að spyrja sjálfa sig spurninga. Markmiðið er ekki að leysa Guð- mundar- og Geirfinnsmálin held- ur bregða á þau birtu,“ segir leik- stjórinn og einn höfunda verksins, Rúnar Guðbrandsson. Leikritið á sér nokkuð langan aðdraganda. Rúnar vann undir- búningsvinnuna með Stefáni Halli Stefánssyni leikara sem jafn- framt er aðstoðarleikstjóri Rúnars. Þeir fóru í gegnum mikið magn af gögnum, heilu kassana fulla af skýrslum, og breyttu litlu her- bergi í gamla Hæstaréttarhúsinu á Lindargötu í eins konar rann- sóknarmiðstöð. Svo var rithöfund- urinn Sjón kallaður til og samdi hann texta sem notaðir eru í leik- ritinu. Þungir dómar Síðustu vikur hefur hópurinn sem stendur að sýningunni æft af kappi, bæði í Kúlunni (einu lítilla sviða Þjóðleikhússins) og einnig í Hæstaréttarhúsinu þar sem dóm- arnir voru kveðnir upp í Guð- mundar- og Geirfinnsmálunum. Sævar Marinó Ciesielski og Krist- ján Viðar Viðarsson voru dæmdir í ævilangt fangelsi en það eru þyngstu dómar sem fallið hafa í ís- lensku réttarkerfi. Tryggvi Rúnar Leifsson var dæmdur í sextán ára fangelsi, Guðjón Skarphéðinsson í tólf ára fangelsi og Erla Bolladóttir í þriggja ára fangelsi. Þrátt fyrir þessa þungu dóma var málatilbúnaður ákæruvaldsins ekki sterkari en svo að lík þeirra Guðmundar og Geirfinns hafa aldrei fundist; í raun hefur aldrei verið sannað að glæpur hafi átt sér stað; byggt var á játningum sex- menninganna en í skýrslu sérstaks rannsóknarhóps á vegum innan- ríkisráðuneytisins sem birt var á dögunum er talið að þær játningar hafi verið falskar og fengnar fram með óeðlilegum hætti. Hélt á vit ævintýranna „Mín vegferð inn í leikhúsið hefst á síðari hluta áttunda áratugarins. Í raun um svipað leyti og Guðmund- ar- og Geirfinnsmálin dundu yfir. Þá var ég stúdent um tvítugt og ég man hve mikil áhrif þessi mál höfðu á mig,“ segir Rúnar Guð- brandsson. „Ég hélt utan, endaði í Danmörku eftir ársþvæling um Austurlönd og tengdist þar Odin- leikhúsi Eugenio Barba.“ Eugenio Barba var einn af lærlingum pólska leiklistarrisans Jerzy Grotowsky. Barba átti erfitt um vik sem leikstjóri í Noregi, þar sem hann var útlendingur, og safn- aði því saman hópi af leikurum, eins konar útlögum, og stofnaði eigið leikhús. Leikrit hópsins voru æfð á óhefðbundnum stöðum og andi samvinnu og samstöðu sveif yfir vötnum. Kynni Rúnars af Odin-leikhús- inu leiddu hann svo til Póllands – á fund lærimeistarans Grotowsky. „Ég var rétt tvítugur og vissi að það var til öðruvísi leikhús. Eitthvað nýtt og spennandi. Íslenskt leikhús á þessum tíma heillaði mig ekki og svo dróst maður inn í þetta nýja leikhús – hið líkamlega leikhús og fátæka leikhúsið.“ Kynntist þú Grotowsky sjálfum? „Já, hann var þarna á staðnum en ég þjálfaði aðallega með leikurun- um. Hann sveif meira yfir eins og dularfullur guð. En jú, ég hitti hann og sá hann en hann var á voða- legum stalli, kominn út úr leik- húsinu og í raun með meiri áhuga á leikhúsinu sem einhvers konar meðferð – þerapíu. Það hentaði mér ofsalega vel. Ég var opinn og tilbúinn fyrir nýjum hugmyndum og fannst þetta æðislegt.“ Stofnaði eigin leikhóp Rúnar safnaði í kringum sig fólki sem leit leikhúsið sömu augum og hann. Leiðir hans og Árna Péturs Guð- jónssonar leikara lágu saman í Dan- mörku, en Árni Pétur leikur einmitt í Hvörfum. Rúnar varð svo hrifinn af Póllandi að hann hugðist setjast þar að og hefja nám í háskólanum í Kraká en þá gripu örlögin í taumana. „Það var ólga í pólitíkinni. Wojci- ech Jaruzelski var tekinn við sem for- sætisráðherra Póllands. Reynt var að gera hallarbyltingu og sett voru her- lög. Ég komst ekki inn í háskólann og var í biðstöðu hér heima.“ Rúnar fékk áhuga á kennslu og á næstu árum vann hann jöfnum hönd- um sem kennari og leikstjóri. Setti upp fjölda sýninga í stúdentaleikhúsi og framhaldskólum. Leikarinn hvarf en leikhöfundurinn og leikstjórinn tók yfir. „Árið 1992 stofnuðum ég og Árni Pétur svo Lab Loka. Við ákváðum að leita að rótum okkar og skoða aftur samvinnuleikhúsið. Í raun var þetta stofnað sem endurmenntunargryfja fyrir leik- ara. Hugmyndin var svolítið í anda Grotowsky – við höfðum ekki ákveðna sýningu eða sýningar í huga. Það var ferlið sjálft sem var mikilvægara.“ Síðan hefur Lab Loki sett upp fjölda sýninga þar sem unnið hef- ur verið með leiklistarformið á framsækinn og ögrandi hátt. Af nýlegum verkum má nefna Stein- ar í djúpinu sem byggt var á verk- um Steinars Sigurjónssonar, Ufsa- grýlur eftir Sjón og Svikarann eftir Rúnar og Árna Pétur þar sem byggt var á verkum Jean Genet. Fjöldi listamanna hefur unnið undir merkjum Lab Loka. Má þar nefna Hörpu Arnar, Björn Inga Hilmarsson, Önnu Borg, Steinunni Knútsdóttur og fleiri. „Við erum alltaf að reyna að þróa vinnuaðferðir okkar. Skapa eitthvað nýtt. Við nálgumst hvert nýtt verkefni með spurningum. Stillum þessu upp sem rann- sóknarverkefnum. Leikhúsið er í eðli sínu samvinnulistform þar Leitar sannleikans í umdeildu sakamáli Símon Birgisson blaðamaður skrifar simonb@dv.is Hvörf er nafn nýs sviðslistaverks frá leikhópnum Lab Loka. Verkið er byggt á Guðmundar- og Geirfinns- málunum og hafa höfundar verksins rannsakað mál- ið upp á eigin spýtur. Verkið er völundarhús sálar og samfélags og lofar leikstjóri verksins að niðurstaðan komi fólki á óvart.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.