Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2013, Qupperneq 35

Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2013, Qupperneq 35
Menning 35Helgarblað 28.–30. júní 2013 „Hatursfullur og umdeildur“ n Ný gögn varpa ljósi á keppni Halldórs og Ernest Hemingways um nóbelsverðlaunin E inn af meðlimum nóbels­ verðlaunanefndarinnar í bók­ menntum, Anders Österling, skirrðist við að veita Halldóri Laxness stuðning sinn árið 1954 vegna þess hvernig íslenski höf­ undurinn hafði fjallað með háðskum hætti um Ólaf Haraldsson Noregskon­ ung, sem uppi var á elleftu öld, í bók­ inni Gerplu árið 1952. Í Gerplu stillir Halldór konunginum upp sem harð­ stjóra og einræðisherra. Halldór Lax­ ness var tilnefndur til bókmennta­ verðlauna Nóbels á hverju ári frá 1948 til 1955 og stóð valið á milli hans og bandaríska höfundarins Ernest Hem­ ingway árið 1954. Hemingway fékk verðlaunin árið 1954, þó mjótt hefði verið á mununum milli hans og Hall­ dórs, en íslenski höfundurinn fékk þau árið eftir. Gagnrýni Österlings á Halldór Lax­ ness, og samræður hans og annarra meðlima nóbelsverðlaunanefndar­ innar um hvor þeirra, Hemingway eða Laxness, ætti verðlaunin skilið, kemur fram í áður óbirtum gögn­ um sem er að finna í skjalasafni sænsku Nóbelsakademíunnar. Um er að ræða 22 blaðsíður af gögn­ um, meðal annars úttekt eins með­ lima verðlaunanefndarinnar, Per Hallstroms, á verkum Hemingway, þrjú bréf frá bandaríska höfundin­ um auk rökstuðnings einstakra dóm­ nefndarmanna fyrir vali sínu á verð­ launahafa þetta ár. Fjallað var um gögnin í grein Jeffrey Meyers í breska bókmenntatímaritinu The Times Literary Supplement þann 10. maí síð­ astliðinn. Í greininni, sem fjallar um þá ákvörðun nefndarinnar að veita Hemingway verðlaunin, kemur meðal annars fram að enginn rithöfundur hafi fengið eins margar tilnefningar árið 1954 og Halldór Laxness. Víðtæk gagnrýni Gagnrýni Österlings á Halldór út af umfjöllun hans um Ólaf Haraldsson í Gerplu var alls ekki aðeins bundin við hann heldur höfðu margir Íslendingar einnig gagnrýnt Halldór fyrir umfjöll­ un hans um Ólaf eftir að bókin kom út. Hannes Hólmsteinn Gissurarson fjall­ ar ágætlega um þessa gagnrýni í síð­ asta bindi sínu um ævi Halldórs Lax­ ness. Ólafur Haraldsson, sem kallaður var hinn digri, var uppi á árunum 995 til 1030 og sameinaði Noreg eftir að hafa tekið skírn í Frakklandi. Honum var steypt af stóli af norskum ættar­ höfðingjum og féll í Stiklastaðaorrustu þar sem hann reyndi að ná aftur völd­ um. Einungis tveimur árum síðar var Ólafur gerður að dýrlingi og var æ síð­ an kallaður Ólafur helgi og var í háveg­ um hafður á Norðurlöndum. Íslenskir bókmenntamenn áttuðu sig strax á því við útgáfu Gerplu að meðferð Halldórs á Ólafi helga gæti komið sér illa fyrir hann. Hannes Hólmsteinn vísar til dæmis til orða Kristjáns Albertssonar sem sagði um áhrif Gerplu á Íslendinga: „Enda kom sú saga, þótt skrifuð væri af magnaðri snilld, óþyrmilega við tilfinningar Ís­ lendinga, og þá víst ekki síður Norð­ manna, sem gert hafa Ólaf helga að sínum verndardýrlingi.“ Tónskáldið Jón Leifs, bókmennta­ páfinn og sendiherrann Sigurður Nordal og útgefandi Halldórs, Ragn­ ar í Smára, voru einnig gagnrýnir á Gerplu, líkt og lesa má um hjá Hann­ esi. Sagði Nordal meðal annars að Halldór sýndi „helgidómum annarra manna virðingarleysi“ og einnig: „Að hugsa sér að skrifa svona bók um Ólaf helga, þetta er þjóðardýrlingur Norð­ manna.“ Tónninn í orðum Österlings hafði því heyrst áður. „Hræddur við að misbjóða“ Þó það kunni að hljóma einkenni­ lega árið 2013 þá virtist það hafa mikil áhrif á lesendur skáldsagna um miðja síðustu öld hvernig sögu­ legar persónur voru túlkaðar í bók­ um rithöfunda. Laxness var um­ deildur bæði á Íslandi og á hinum Norðurlöndunum fyrir umfjöllun sína um Ólaf helga og virðist þessi umfjöllun hans hafa haft nei­ kvæð áhrif á möguleika hans til að vinna Nóbelinn árið 1954. Gagn­ rýni Österlings var í raun sama eðl­ is og gagnrýni Nordals en hann var „hræddur um að misbjóða fólki með því að verðlauna dónalegan höf­ und“ eins og segir í greininni í The Times Litererary Supplement. Orð­ rétt sagði Österling um Halldór að meðferð hans á Ólafi helga hefði ver­ ið „hatursfull og umdeild“. Nokkuð sérstakt verður að teljast að heyra slík orð frá meðlimi í nóbels­ verðlaunanefndinni í bókmenntum þar sem skáldskapur er, eins og nafnið ber með sér, uppdiktaður og ekki lýs­ ing á veruleikanum eins og hann er eða var heldur hugarburður höf­ undarins. Ljóst má telja að meðlimir dómnefndar nóbelsverðlaunanna í dag meta ekki bækur skáldsagnahöf­ unda út frá því hvort þeir fjalla með gagnrýnum eða óvægnum hætti um sögulegar persónur og séu pólitískt rétthugsandi í sínum túlkunum. Að gera slíkar kröfur til rithöfunda geng­ ur gegn eðli skáldskaparins og miðar að því að hugarburður skáldsagna­ höfundarins eigi að endurspegla sögulegan veruleika og styðjast rétti­ lega við hann. Þetta gerði Laxness ekki í Gerplu og það stuðaði rétthugs­ un Österlings og fleiri bókmennta­ manna, meðal annars íslenskra. „Báðir ómögulegir“ Raunar var það svo þetta árið að nóbelsverðlaunanefndin var langt í frá einhuga um verðlaunin. Töldu sumir þeirra, líkt og fram kemur í grein The Times Literary Supplem­ ent, að enginn væri þess verðugur að fá verðlaunin árið 1954. Þá taldi einn dómnefndarmeðlimurinn, sænski rithöfundurinn Sigfrid Siwertz, að hvorki Laxness né Hemingway ætti skilið að fá verðlaunin. Sagði Sigfried að bæði Laxness og Hemingway væru „ómögulegir sem nóbelsverð­ launahafar“. Sigfried sættist þó á það með semingi að lokum að Hemingway væri betra val en Laxness og byggði það mat sérstaklega á umfjöllun Öster lings um nóvellu Hemingway, Gamla manninum og hafið. Rökstuðningur Österlings Fram hefur komið í opinberri um­ ræðu, meðal annars á vef sænsku Nóbelsverðlaunaakademíunnar, að nóvella Hemingway hafi gert gæfumuninn við veitingu verðlaun­ anna þetta árið og var vísað sérstak­ lega til sögunnar um gamla mann­ inn í rökstuðningnum fyrir vali Hemingway: „fyrir vald hans á list skáldskaparins, sem hann sýndi ný­ legast í Gamla manninum og haf­ inu, og vegna þeirra áhrifa sem hann hefur haft á nútímaskáld­ skap.“ Í grein Meyers í breska blaðinu er vitnað sérstaklega til langs rök­ stuðnings Österlings fyrir gæðum þessarar nóvellu Hemingway og er ljóst út frá gögnunum í sænsku akademíunni að skoðun Svíans á bókinni hafði úrslitaáhrif á að Bandaríkjamaðurinn fékk verð­ launin en ekki Halldór Laxness. Í rökstuðningi Österlings segir með­ al annars: „Tilnefning Ernest Hem­ ingway hefur verið rædd hér áður í nokkur skipti en fallið var frá því að veita honum verðlaunin þar sem talið var að hann þyrfti að senda frá sér bók sem sýndi skáldskap hans í sinni bestu mynd. Gamli maður­ inn og hafið er slíkt verk […] Hinn 56 ára Ernest Hemingway er stærsta nafnið á listanum þetta árið og það væri sanngjarnt og viðeigandi að mínu mati að verðlauna hann á þessum tímapunkti þegar nýtt meistaraverk er komið út og getur verið viðurkennt“. Huggunarorðin Österling hafði því mikil áhrif inn­ an verðlaunanefndarinnar þetta árið en út frá gögnunum að dæma gagnrýndi hann bæði Halldór Lax­ ness, á pólitískum forsendum út af umfjölluninni um Ólaf helga, og færði rök fyrir því að Hemingway ætti verðlaunin skilið. Eitt helsta atriðið sem höfundur greinarinnar í The Times Literary Supplement hnýtir í við ákvörðunina er að Gamli maðurinn og hafið sé langt í frá besta verk Hemingway en að það hafi samt sem áður gert það að verkum að bandaríski höfund­ urinn fékk verðlaunin þetta árið. Meyers bendir á að ekki hafi verið vísað til bestu bóka Hemingway við valið, The sun also rises og For whom the bell tolls. Inntakið í grein Meyers er eiginlega það að Hemingway hafi fengið verðlaunin á röngum forsendum. Gagnrýnin á Halldór Laxness út af skrifunum um Ólaf helga í Gerplu var þó ekki það lífseig að hún kæmi í veg fyrir að gengið yrði framhjá íslenska höfundinum árið eftir. Ernest Hemingway varð því sannspár því í bók Halldórs Guð­ mundssonar um Laxness segir að bandaríski höfundurinn hafi sent Laxness skeyti þegar fyrir lá að hann en ekki Halldór fengi verð­ launin 1954 þar sem sagði: „Don‘t worry, you‘ll get it next time.“ n „Að hugsa sér að skrifa svona bók um Ólaf helga, þetta er þjóðardýrlingur Norð- manna. Gagnrýndur Halldór Laxness var gagnrýndur af einum meðlimi sænsku verð- launanefndarinnar út af umfjölluninni um Ólaf helga í Gerplu. Gamli maðurinn Nóvella Ernest Hem- ingway um gamla manninn og hafið réð því að hann en ekki Laxness fékk verðlaunin árið 1954. Ingi Freyr Vilhjálmsson ingi@dv.is Bókmenntir „Vorum samferða í gegnum lífið“ tekið ber þess skýr merki. Myndir sem verða sýndar á sýningunni eru uppi um alla veggi og á öllum gólf­ um en Bjartmar er að leggja loka­ hönd á myndirnar. Þar er tónlistin í aðalhlutverki enda þetta tvennt nátengt hjá listamanninum. Hollies á fóninum Það verður nóg að gera hjá Bjart­ mari á hátíðinni því ásamt því að halda sýninguna þá samdi hann lag hátíðarinnar, hið svo­ kallaða Goslokalag, í ár en lagið heitir Leiðin heim. Bjartmar og Bergrisarnir verða með tónleika á fimmtudagskvöldið í Höllinni, hann kemur fram á setningar­ athöfn hátíðarinnar á föstudegin­ um, er með tónleika í Vinaminni á föstudagskvöldið auk þess sem hann mun koma fram í Pippkrónni á laugardagskvöldinu. Það verður nóg um að vera á sýningunni og hvetja vinirnir Bjartmar og Ragga alla til að mæta. „Það eru allir hjartan­ lega velkomnir og við ætlum að hafa góða stemmingu. Við ætlum að spila tónlist sem var í uppá­ haldi hjá pabba og það er nokkuð víst að Hollies verður sett á fón­ inn en það var uppáhaldshljóm­ sveitin hans pabba,“ segir Ragga brosandi. n Gosloka- hátíðin Goslokahátíðin er haldin hátíðleg í Vestmanneyjum fyrstu helgina í júlí ár hvert ár. Þá er goslokanna í Heima­ ey minnst með ýmsum hætti. Hátíðin er smærri í sniðum en þjóðhátíð og margir gamlir Eyjamenn snúa aftur frá megin­ landinu til þess að endurnýja gömul kynni. Dagskráin í ár er einkar tilkomumikil þar sem í ár eru fjörtíu ár liðin frá goslok­ um. Hápunktur hátíðarinnar er á laugardagskvöldinu þegar fólk kemur saman í krónum við bryggjuna þar sem ýmiskonar tónlist er leikin. Sýning þeirra Bjartmars og Röggu verður opnuð fimmtudaginn 4. júlí klukkan 17 í Kiwanis­húsinu í Vestmannaeyjum og verður opin yfir hátíðina. „Þungur sumarsmellur“ „Vantar timburmennina“ After Earth M. Night Shyamalan The Hangover Part III Formúlan þreytt Inferno Dan Brown

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.