Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2013, Side 38

Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2013, Side 38
Í sland verður sífellt vinsælli áfangastaður erlendra ferða- manna og ferðamannaiðnað- urinn blómstrar sem aldrei fyrr. Yfir 600.000 ferðamenn heim- sóttu Ísland á síðasta ári og búist er við enn fleirum í ár. En hvað er það helsta sem túristar gera og skoða hér á landi? Blaðamaður DV tók saman nokkra áfangastaði sem fæstir ættu að láta framhjá sér fara. Gullfoss Gullfoss er einn af frægustu fossum landsins, en hann er í hinni kraft- miklu og hvítfyssandi Hvítá í Árnes- sýslu og fellur í tveimur þrepum nið- ur í Hvítárgljúfur sem er um 70 metra djúpt. Þegar vel viðrar myndast gjarn- an við hann fallegir regnbogar, en talið er að fossinn dragi nafn sitt af þeirri fögru sjón sem myndast þegar sólin skín á hann og myndar gylltan glampa. Fossinn þykir einstaklega fagur og hefur verið friðlýstur frá ár- inu 1979. Geysir Geysir er goshver á hverasvæðinu í Haukadal, Árnessýslu. Hann er lík- lega frægasti goshver í heimi og er auk þess fyrsti goshverinn sem getið var um í prentuðum heimildum, en til eru rit frá árinu 1647 þar sem hann er nefndur með nafni. Fyrr á öldum var Geysir öflugur goshver sem gaus oft og reglulega og náði allt að 80 metra hæð. Eftir alda- mótin 1900 dró hins vegar mikið úr gosvirkninni því kólnunarflötur hans var orðinn of stór. Í kjölfar Suður- landsskjálftanna árið 2000 tók hann svo aftur að gjósa en hefur lítið látið á sér kræla undanfarin ár. Þrátt fyrir að vera að mestu hættur að gjósa er hverinn enn mikið að- dráttarafl fyrir ferðamenn. Á svæðinu eru auk hans margir aðrir hverir, svo sem Strokkur, sem gýs á 4 til 8 mín- útna fresti, Smiður og Litli-Strokkur. Þingvellir Þingvellir eru staðsettir í Bláskóga- byggð í uppsveitum Árnessýslu og eru, líkt og allir vita, einn mikilvæg- asti staður í sögu lands og þjóðar. Þarna var Alþingi stofnað árið 930 og síðan hafa margir af stærstu við- burðum Íslandssögunnar átt sér stað á þessu gullfallega landsvæði. Það er því eflaust óþarfi að taka fram mikilvægi þess að allir Íslendingar heimsæki Þingvelli að minnsta kosti nokkrum sinnum yfir ævina. Þingvellir eru á bökkum Öxarár sem rennur eftir völlunum í Þing- vallavatn, en það er stærsta stöðu- vatn landsins. Hægt er að ganga niður Almannagjá og sjá þannig glögglega flekaskilin á milli Norður- Ameríkuflekans og Evrasíuflekans. Eins má skoða söguleg kennileiti á borð við Lögberg, Drekkingarhyl og Peningagjá auk þess sem hægt er að fara að Silfru þar sem boðið er upp á köfun í kristaltæru vatninu. Skammt frá Þingvallakirkju er svo Þjóðargraf- reiturinn svokallaði, en þar eru Jónas Hallgrímsson og Einar Benediktsson grafnir. Bláa lónið Fáir sem heimsækja Ísland láta Bláa lónið framhjá sér fara. Lónið, sem er í grennd við Grindavík á Reykjanes- skaga, myndaðist árið 1976 vegna af- fallsvatns frá Hitaveitu Suðurnesja. Árið 1981 tók fólk að baða sig í lón- inu og sex árum síðar var opnuð bað- stofa fyrir almenning. Jarðsjórinn í lóninu inniheldur steinefni, kísil og þörunga og er því einstaklega góður við hinum ýmsu húðvandamálum, svo sem sóríasis. Bláa lónið hf. hefur unnið til margs konar verðlauna, meðal annars fyrir að vera besta nátt- úrulega heilsulind í heimi, einn af tíu ótrúlegustu baðstöðum heims og ein af 25 bestu heilsulindum heims. Hvalaskoðun Ein vinsælasta afþreying ferða- manna á Íslandi er hvalaskoðun. Í slíkum ferðum, sem taka yfirleitt um þrjár til fjórar klukkustundir, er siglt út á haf og fylgst með hvölum í sínu náttúrulega umhverfi við Ís- landsstrendur. Boðið er upp á hvala- skoðun allt árið um kring og kostar ferðin á bilinu 8 til 10 þúsund krón- ur fyrir fullorðna en um helmingi minna fyrir börn. Hægt er að fara í slíkar ferðir frá Reykjavík, Húsavík og Ólafsfirði svo eitthvað sé nefnt en yfir vetrar tímann eru brottfararstað- ir valdir eftir veðri og vindum sem og hvar hvali er að finna. Farþegar eiga möguleika á að sjá allt að 20 tegundir hvala, svo sem hrefnu, höfrung, hnísu og hnúfu- bak. Tegundir á borð við háhyrning, sandreyði og langreyði eru öllu sjald- gæfari hér við land. Þó svo að ekki sé tryggt að far- þegar komi auga á einn einasta hval eru allmiklar líkur á að skoðunin gangi vel. Hvalaskoðunarferðir eru mikið ævintýri og frábær afþreying fyrir ferðamenn á öllum aldri, ís- lenska sem erlenda. Jökulsárlón Jökulsárlón er stærsta jökullón Ís- lands og jafnframt einn vinsælasti ferðamannastaður landsins. Það er við rætur Breiðamerkurjökuls á Breiðamerkursandi, á milli þjóð- garðsins í Skaftafelli og Hafnar í Hornafirði. Lónið er dýpsta vatn á Íslandi, en samkvæmt nýlegum mælingum er það allt að 248 metr- um að dýpt. Í vatninu leynist bæði loðna og síld en bæði selir og æðar- fuglar elta æti sitt inn á lónið og setja skemmtilegan svip á svæðið. Lónið er stórkostleg sjón og himinblátt vatnið og jöklarnir mynda sannkallaða ævintýraveröld. Nokkrar erlendar kvikmyndir hafa einmitt verið teknar upp vi Jökuls- árlón, svo sem James Bond-mynd- irnar Die Another Day og A View to a Kill, Tomb Raider, og Batman Begins. Fyrirtækið IceLagoon býður upp á siglingu um lónið til að gera upp- lifunina enn magnaðri. n 38 Lífsstíll 28.–30. júní 2013 Helgarblað Gengið á Snæfellsjökul Sunnudaginn 7. júlí verður farið í dagsferð á Snæfellsjökul. Lagt verður af stað frá bækistöð vél- sleðamanna á Jökulhálsi og verður að mestu farin sama leið og þeir fara til að öryggi göngufólks sé sem best tryggt. Þegar upp er komið verður metið hvort færi sé nógu gott til að hægt sé að ganga upp hæsta tindinn, Miðþúfu, og ræður þar mestu hversu gljúpur snjórinn er. Gengnir verða 10–12 kílómetrar og mun gangan taka um 5–7 klukkutíma. Nánari upplýsingar má finna á vefsíðunni utivist.is. Undraheimur ystu stranda Dagana 11.-14. júlí verður farin gönguferð um Hornstrand- ir og ber hún heitið Undraheim- ur ystu stranda. Siglt verður frá Bolungarvík í Lónafjörð í Jökul- fjörðum, en það er um tveggja tíma sigling. Í Lónafirði getur að líta óspillta náttúru og eru hvergi merki um mannabyggð. Komið er í land í Miðkjósi og þaðan er gengin 14 km leið yfir Snókaheiði að Hornbjargsvita í Látravík. Gangan tekur fjóra daga en gist verður í Hornbjargsvita, þaðan sem farið verður í náttúruskoðun, óbyggðaupplifun og gönguferðir um svæðið. Nánari upplýsingar má finna á vefsíðu Ferðafélags Íslands: fi.is. Vinir Þórsmerkur fá styrk Á þriðjudaginn síðastliðinn hlutu samtökin Vinir Þórsmerkur styrk úr Samfélagssjóði Landsbankans til uppbyggingar og verndunar á náttúrunni í Þórsmörk. Styrk- urinn hljóðar upp á 500.000 krón- ur og verður nýttur til að viðhalda gönguleiðum á brattlendi í Þórsmörk og Goðalandi, en það mun bæði vernda gróður og koma í veg fyrir jarðvegsskemmdir. Vinir Þórsmerkur hafa, í sam- vinnu við Skógræktina, farið fremstir í flokki við viðhald á stíg- um á Þórsmerkursvæðinu undan- farin ár, sem er einn fegursti stað- ur landsins og afar vinsæll meðal ferðamanna. Upplifðu Ísland eins og túristi n Þetta eru vinsælustu áfangastaðir ferðamanna á landinu Hörn Heiðarsdóttir blaðamaður skrifar horn@dv.is Öflugur Gullfoss þykir einn fallegasti foss landsins. Í fullri reisn Geysir hefur lítið látið á sér kræla undanfarin ár. Bláa lónið Þykir ein besta heilsulind í heimi. Fallegt Þónokkrar kvikmyndir hafa verið teknar upp vi Jökulsárlón.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.