Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2014, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2014, Blaðsíða 2
Helgarblað 24.–27. janúar 20142 Fréttir Karlmenn hafa líka gaman af blómum Netflix fylgist með Íslendingum Þrír aðilar hafa fengið bréf frá fyrirtækinu M innst þrír íslenskir aðilar hafa fengið bréf frá banda- rísku streymisþjónustunni Netflix á síðustu dögum. DV greindi frá því á fimmtudag að rit- stjóri og ábyrgðarmaður bloggsíð- unnar Einstein.is hafi fengið bréf frá fyrirtækinu þar sem krafist var að hann myndi hætta að leiðbeina Ís- lendingum hvernig þeir geti keypt áskrift að þjónustu Netflix. Íslenska fyrirtækið Vefveldið sem rekur þjónustu undir nafninu Flix fékk einnig slíkt bréf en félagið gerir viðskiptavinum sínum kleift að beina netumferð sinni um nafnaþjóna sem opna á þjónustu Netflix og sambæri- legra fyrirtækja. Þjónustan er samb- ærileg þeirri sem Tal veitir viðskipta- vinum sínum en símafélagið fékk sams konar bréf í vikunni. Netflix er stærsta efnisveita á sjón- varpsefni og kvikmyndum í heimin- um en síðan er ekki aðgengileg Ís- lendingum nema með krókaleiðum. Fjöldi Íslendinga er þó áskrifendur að þjónustu fyrirtækisins og hafa ein- hverjir þeirra nýtt sér leiðbeiningar á Einstein.is og þjónustu Flix og Tals til að gera það mögulegt. Í bréfunum er gefin stuttur frestur til að bregðast við kröfum Netflix, sem snúa að því að hætt sé að nota merki og nafn félagsins á vefsíðum og í kynningarefni sem og að hætt sé að hvetja notendur til að brjóta notenda- skilmála þjónustunnar. Verði ekki brugðist við bréfinu með fullnægj- andi hætti áskilur Netflix sér rétt til að grípa til ráðstafana sem það telur við- eigandi til að verja hagsmuni sína. n adalsteinn@dv.is Stórir Netflix er stærsta efnisveita fyrir sjónvarpsefni og kvikmyndir í heiminum með tugi milljóna áskrifenda. Mynd ReuteRS „Ég þarf að ýta á eftir þeim“ Ekki hafa verið gerðar breytingar á merkingum í bílastæðahúsum Reykjavíkur, eftir að ákveðið var að hætta við hækkun á gjald- skrám. Fyrsti klukkutíminn kostar í raun 80 krónur og hver klukkutími eftir það 50 krónur, en samkvæmt merkingum kostar hver klukkutími 150 krónur. „Ég vissi hreinlega ekki af því að þetta væri enn svona. Merkingarfyrir- tækið okkar er greinilega ekki að standa sig, ég þarf að ýta á eftir þeim,“ sagði Kolbrún Jónatans- dóttir, framkvæmdastjóri Bíla- stæðasjóðs í samtali við DV. Ráðherrar haldi sig heima Illugi Gunnarsson menntamála- ráðherra og Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra koma til með að að sækja Vetrarólympíuleikana sem hefjast í rússnesku borginni Sochi í næsta mánuði. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, vakti á Alþingi athygli á vaxandi ofsóknum gegn samkynhneigðum í Rússlandi. Hún hvatti til þess að ráðherrarnir sniðgengju leikana, líkt og margir aðrir þjóðarleiðtogar og ráðherrar hafa ákveðið. „Ef ráðherra ætlar á annað borð á Ólympíuleikana ber honum skylda til, að mínu mati, að koma á framfæri alvarlegum mótmælum við mannréttindabrotum sem nú tíðkast í Rússlandi,“ sagði Sigríður. „Ég mun að sjálfsögðu, fái ég til þess tækifæri, koma sjónar- miðum mínum á framfæri hvað varðar það sem háttvirtur þing- maður nefndi hér og spurði um, hvort ég mundi lýsa afstöðu minni til þeirra mannréttindabrota sem sannarlega eru stunduð þarna. Af- staða mín mun koma fram fái ég til þess tækifæri. Ég er ekki alveg klár á því hvort slíkt tækifæri mun gefast en verði svo mun ég reyna að gera það,“ sagði Illugi. Verðtryggingu settar skorður Aðgengi tekjulægra fólks að fjármagni til íbúðarkaupa mun jafnvel hverfa S etja á takmörk á verð- tryggingu nýrra lána en ekki stendur til að afnema hana eða banna enn sem komið er. Stefna á að endurskoðun verðtryggingar að nýju árið 2016. Þetta kemur fram í tillögum sem sérfræðinganefnd ríkisstjórnarinn- ar kynntu á fimmtudag en þær voru kynntar ríkisstjórninni í byrjun vik- unnar. Afnám verðtryggingar var eitt stærsta kosningaloforð Fram- sóknarflokksins fyrir kosningarnar. Ekki er ljóst hvernig brugðist verði við afleiðingum aðgerðanna sem lagt er til að ráðist sé í en ljóst er að þær muni takmarka lán- tökumöguleika lágtekjufólks. nefndin klofnaði Ekki var eining um afgreiðslu máls- ins og tillögurnar innan hópsins. Vilhjálmur Birgisson, verkalýðsleið- togi af Akranesi, skilaði séráliti og vildi ganga enn lengra en meirihlut- inn vildi. Hann ljóstraði upp klofn- ingi í nefndinni á Facebook-síðu sinni fyrir blaðamannafundinn á fimmtudag en þar sagðist hann hafa skilað ítarlegu séráliti. Vilhjálm- ur er nokkuð sammála meirihluta nefndarinnar en hann vill að geng- ið sé lengra. Hann telur að afnema eigi verðtrygginguna að fullu frá og með miðju þessu ári. Hópinn skipuðu þau Ingibjörg Ingvadóttir lögmaður, sem jafn- framt var formaður, Helga Hlín Hákonardóttir lögmaður, Iða Brá Benediktsdóttir viðskiptafræðing- ur, Sigrún Ólafsdóttir, alþjóðavið- skiptafræðingur í forsætisráðu- neytinu, Tómas Brynjólfsson, skrifstofustjóri í fjármálaráðu- neytinu, Valdimar Ármann, hag- fræðingur og fjármálaverkfræðing- ur, og áðurnefndur Vilhjálmur. Greiðslubyrðin hækkar fyrst Afleiðingar aðgerðanna eins og þær eru boðaðar þýða að líklega þurfi fleiri að leita á leigumarkað- inn. Í skýrslunni segir að líklegt sé að aðgangur ungs fólks og tekju- lágra að fjármagni til íbúðarkaupa muni minnka töluvert og jafnvel hverfa. „Þessir aðilar þyrftu því að leita á leigumarkað í auknum mæli eða leita annarra úrræða, svo sem að flytja síðar úr foreldrahúsum,“ segir í skýrslu nefndarinnar. Hópurinn treystir á að breytingar verði gerðar til stuðnings leigu- forminu en nefnd er starfandi á vegum félags- og húsnæðismála- ráðherra sem skoðar framtíðar- skipulag húsnæðismála. Þá leggur hópurinn til að fólki verði gert kleift að greiða séreignarlífeyris sparnað inn á húsnæðislán sín upp að vissu marki í ákveðinn tíma til að lækka greiðslubyrði á fyrri hluta lánstím- ans og að vaxtabótakerfið verði endurskoðað. Kosningaloforðið skýrt Framsóknarflokkurinn og leið- togar hans voru mjög afgerandi þegar umræðan beindist að verð- tryggingunni fyrir kosningar. Á flokksþingi Framsóknar, þar sem stefna flokksins fyrir kosningarnar var ákveðin, var samþykkt að flokk- urinn myndi berjast fyrir afnámi verðtryggingarinnar. Í kynningar- efni sem flokkurinn sendi frá sér fyrir kosningar, sem byggði á þessari stefnu, var talað um að setja þak á verðtrygginguna þang- að til starfshópur kæmi með til- lögur um hvernig hægt væri að afnema hana. Rétt fyrir kosningarnar í apríl síð- astliðnum stillti Sigmundur Davíð stöðunni upp þannig að í raun væri verið að kjósa um framsóknarstjórn eða verðtryggingarstjórn. Er það til marks um áhersluna sem flokk- urinn lagði á afnám verðtryggingar- innar í kosningabaráttunni. Í stjórnarsáttmálanum var mál- ið afgreitt með einföldum hætti og boðuð skipun sérfræðinganefndar- innar sem nú hefur skilað tillögum sínum. n Aðalsteinn Kjartansson adalsteinn@dv.is Tillögurnar Þetta vill meirihluti hópsins gera n Óheimilt verði að bjóða neytendum verðtryggð lán með jöfnum greiðslum til lengri tíma en 25 ára. n Lágmarkstími nýrra verðtryggðra neytendalána verði lengdur í allt að 10 ár. n Takmarkanir verði gerðar á veðsetn- ingu vegna verðtryggðra íbúðalána. n Hvatar auknir til töku og veitingar óverðtryggðra lána. Hópurinn Meirihluti hópsins sem fjallaði um afnám verðtryggingar leggur til að hún verði ekki afnumin að fullu heldur að takmörk verði sett á lengd verðtryggðra lána og veðsetningu vegna þeirra. Mynd SiGtRyGGuR ARi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.