Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2014, Blaðsíða 60

Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2014, Blaðsíða 60
Helgarblað 24.–27. janúar 201452 Fólk Aktu skriðdreka með Schwarzenegger Aðdáendur geta unnið dag með stórstjörnunni A rnold Schwarzenegger tekur um þessar mundir þátt í góðgerðaverkefni á vegum samtakanna Omaze en verkefnið felur í sér uppboð á degi með stórstjörnunni. Hæst- bjóðandi fær flug fyrir sig og vin sinn til Los Angeles þar sem hin- ir heppnu eyða einum degi með Schwarzenegger að hætti stór- stjörnunnar, en dagurinn felur meðal annars í sér að keyra skrið- dreka, fara í ræktina og reykja vindla. Innifalið í verðinu er einnig hótelgisting fyrir tvo en atburður- inn mun eiga sér stað í lok febrú- ar eða byrjun mars næstkomandi. Allur ágóði af uppboðinu renn- ur til After-School All-Stars, góð- gerðasamtaka sem standa fyrir frí- stundaiðju fyrir fátæk börn. Sjálfur mun Schwarzenegger gefa jafnháa upphæð og öll framlög til samans úr eigin vasa. Samtökin Omaze standa fyrir uppboðum á skemmtilegri upp- lifun sem oftar en ekki inniheldur samverustundir með heimsfræg- um einstaklingum. Þannig er til dæmis hægt að bjóða í að heim- sækja Skywalker Ranch og hitta þar George Lucas, leikstjóra Star Wars-myndanna, eða verja heila heilum degi á setti við tökur á hin- um geysivinsælu sjónvarpsþáttum Downton Abbey. n horn@dv.is Bandarískar forsetafrúr 1 Hillary Clinton Hillary Clinton þekkja flestir en auk þess að vera gift Bill Clinton er hún sjálf valdamikil stjórnmálakona í Bandaríkjunum og var til að mynda utanríkisráðherra landsins. Sem forsetafrú hafði Hillary einnig mikil áhrif en hún lagði sérstaka áherslu á málefni barna og kvenna sem og heilbrigðismál. 2 Eleanor Roosevelt Eleanor Roosevelt var gift Franklin Roose­ velt. Hún barðist fyrir málefnum sem henni voru kær, svo sem kvenréttindum, og vildi að öllum yrði tryggður jafn aðgang­ ur að menntun. Eleanor barðist fyrir bættri stöðu svartra í Bandaríkjunum auk þess sem hún var mikilvægur leið­ togi við myndun Sameinuðu þjóðanna. Hún var einnig fyrsti formaður Mann­ réttindanefndar Sameinuðu þjóðanna og tók þátt í samningu Mannréttinda­ yfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna. 3 Betty FordBetty Ford var eiginkona Geralds Ford. Hún talaði opin­ skátt um reynslu sína af meðferð á geðsjúk­ dómum og var auk þess mikill jafnréttissinni en hún barðist til að mynda fyrir jafnréttisákvæði bandarísku stjórnarskrárinnar og lögleiðingu fóst­ ureyðinga. Betty fór einnig í brjóstnám og hélt ræður þar sem hún vakti fólk til meðvitundar um brjóstakrabbamein. 4 Rosalynn Carter Rosalynn Carter var eiginkona Jimmys Carter og jafnframt einn af hans helstu ráðgjöfum. Ólíkt forverum sínum sat Rosalynn gjarnan ríkisstjórnarfundi þar sem hún kom sínum skoðunum á fram­ færi og barðist fyrir málefnum sem henni voru kær en hún var til dæmis formaður nefndar um geðheilbrigði. 5 Sarah Childress Polk Sarah Polk var gift James K. Polk en hún var vel menntuð og aðstoðaði eiginmann sinn mikið í hans forsetatíð. Sarah var meðal þeirra fáu kvenna sem hlutu háskólamenntun á 19. öld en hún tók hlutverk sitt sem forseta­ frú afar alvarlega og skrifaði bæði ræður og bréf fyrir eiginmann sinn. topp 5 Harður Tveir heppnir aðdáendur fá að eyða einum degi með Schwarzenegger. Rappari fer í mál Bandaríski rapparinn Flo Rida hef- ur stefnt hjónum, Pierre og Marie Malette, fyrir fjársvik. Forsaga málsins er sú að rapparinn hugðist festa kaup á húsi hjónanna í Flór- ída í Bandaríkjunum, og lét þau fá 170 þúsund Bandaríkjadali, eða rúmar 19,6 milljónir ís- lenskra króna, í tryggingu fyrir húsið. Aldrei varð þó af kaupunum en Malette-hjónin skiluðu Flo Rida aldrei peningun- um og hefur hann nú farið með málið fyrir dómstóla. Atvikið átti sér stað árið 2009 en eitthvað virðist hafa gengið illa hjá hinum svikulu hjónum því bú þeirra var tekið til gjaldþrotaskipta fyrir skemmstu og gæti þeim því reynst erfitt að greiða rapparanum þessa gríðarlegu fjár- muni, verði dæmt honum í hag. L upita Nyong‘o er á skömmum tíma orðin ein skærasta stjarna Hollywood. Þessi hæfileikaríka og gullfallega leikkona hefur slegið í gegn með frammistöðu sinni í verðlaunamyndinni 12 Ye- ars a Slave og er þegar orðin marg- verðlaunuð leikkona. Lupita hefur auk þess vakið mikla athygli á rauða dreglinum en hún þykir hafa einstak- an smekk og er af mörgum talin ein helsta tískufyrirmynd framtíðarinnar. En hver er þessi nýja stjarna og hvað er á döfinni hjá henni? Heitir eftir helgimynd Lupita er fædd í Mexíkó árið 1983 en foreldrar hennar, þau Dorothy og Peter Anyang‘ Nyongo‘o, eru frá Kenía. Lupita er næstelst af sex systkinum en faðir hennar er þekktur stjórnmálamaður í Kenía og hefur gegnt ýmsum embættisstörfum þar, með- al annar sem heilbrigðis- ráðherra landsins. Þegar Lupita fæddist var fjölskyld- an stödd í Mexíkóborg þar sem Peter var gestafyrirlesari á stjórnmálaráðstefnu og er nafn leikkonunnar fengið af frægri helgimynd af Maríu mey sem tilheyrir basilíku í Mexíkóborg, en það er siður í Ken- ía að börn eru nefnd eftir atburðum dagsins sem þau fæðast á. Lærði í Bandaríkjunum Lupita var ekki orðin eins árs þegar fjölskyldan flutti aftur til Kenía, en fað- ir hennar hafði þá fengið stöðu sem prófessor við Háskólann í Naíróbí. Hún ólst því upp í heimalandi sínu en sextán ára fór leikkonan aftur til Mexíkó þar sem hún lagði stund á spænsku um nokkurra mánaða skeið. Háskólamenntun sína hlaut Lupita þó í Bandaríkjunum. Eftir að hafa út- skrifast með gráðu í kvikmynda- og leikhús- fræð- um frá Hamps- hire Colle- ge fékk hún vinnu við gerð nokkurra kvik- mynda og 25 ára að aldri fór hún með aðalhlutverkið í stuttmyndinni East River. Sama ár flutti hún aftur heim til Kenía þar sem hún lék aðalhlut- verkið í kenísku sjónvarpsþáttaröð- inni Shuga. Vakti strax athygli Árið 2009 þreytti Lupita frumraun sína sem leikstjóri og handritshöf- undur en þá skrifaði hún, leikstýrði og framleiddi heimildamyndina In My Genes. Myndin fjallar um albínóa í Kenía; viðhorf til þeirra í samfélaginu og þá meðferð sem þeir hljóta, en myndin vakti mikla athygli og var sýnd á þó nokkrum kvikmyndahátíð- um víða um heim. Lupita ákvað síðar að reyna meira fyrir sér í leiklistinni og hóf leiklistarnám við Yale School of Drama. Þar lék hún í uppfærsl- um af ýmsum þekktum leik- sýningum og strax eftir út- skrift árið 2012 hreppti hún hlutverk í kvikmyndinni 12 Years a Slave sem, líkt og fyrr segir, hef- ur hlotið einróma lof gagnrýnenda og fjölmörg verðlaun. Frammi- staða Lupitu í myndinni hefur ekki síður vakið athygli en hún hefur verið tilnefnd til fjölmargra verð- launa og er nú tilnefnd til Óskars- verðlauna sem besta leikkona í aukahlutverki. Það verður gaman að fylgjast með þessari hæfileika- ríku leikkonu á næstu árum en að- dáendur fá næst að sjá hana leika á móti Liam Neeson og Julianne Moore í myndinni Non-Stop, sem frumsýnd verður í lok febrúar. n Ný stjarna rís í Hollywood Lupita Nyong‘o er á allra vörum um þessar mundir Hörn Heiðarsdóttir horn@dv.is 12 Years a Slave Lupita hefur vakið gríðarlega athygli fyrir leik sinn í myndinni. Stórglæsileg Leikkonan þótti með þeim flottari á Golden Globe ­verð­ launahátíðinni. Gullfalleg Lupita kann svo sannarlega að velja sér kjóla.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.