Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2014, Blaðsíða 14
Helgarblað 24.–27. janúar 201414 Fréttir
Víkur ekki undan gagnrýni
n EM-atvik kom fólki á óvart n Hristir það af sér segja félagar hans
U
mmæli Björns Braga
Arnarsonar í EM stofu
RÚV á laugardag vöktu
mikla, harða og alþjóðlega
athygli. Þau voru fljótlega
fordæmd bæði af sjónvarpsmann-
inum sjálfum sem og samfélaginu
en mikil vinna fór í það hjá HSÍ og
Ríkissjónvarpinu að koma sam-
skiptum Austurríkis og Íslands aft-
ur á réttan kjöl. Sjálfur baðst Björn
Bragi afsökunar í beinni. Vinum
hans þykir það vera til marks um
þann mann sem hann hefur að
geyma að Björn Bragi sé tilbúinn að
taka gagnrýninni og biðjast afsök-
unar afdráttarlaust. Hann er pínu
ruglaður, metnaðarfullur og undir-
býr sig vel, en draumur hans er að
vera sjónvarpsmaður.
„Björn Bragi er ljúfasta sál. Hann
kemur vel fyrir, en er samt sem áður
búinn að hugsa það vel hvað hann
ætlar að gera – úthugsa. Hann er
virkilega greindur drengur. Hann
veit allt milli himins og jarðar en
hann er einstaklega hnyttinn og
fyndinn,“ segir Jón Ragnar Jónsson,
tónlistarmaður og ritstjóri Monitor,
vinur Björns Braga í samtali við DV
aðspurður hvaða mann hinn síðar-
nefndi hafi að geyma. „Hann hefur
svo góða nærveru. Það er virkilega
gaman að vera í kringum hann,“
segir Jón.
Komið víða við
Björn Bragi Arnarson er fæddur
árið 1984 og verður því þrítugur í
júlí á þessu ári. Björn hefur starfað
í fjölmiðlum undanfarin ár og vak-
ið þar mikla athygli. Hann ritstýrði
tímaritinu Monitor til margra ára
en færði sig svo yfir á sjónvarps-
skjáinn. Þar stýrði hann þáttunum
Týndu kynslóðinni á Stöð 2. Hann
sinnti þáttagerð á Stöð 2 í nokkurn
tíma en í haust varð það gert kunn-
ugt að hann hefði fært sig yfir á
Ríkisútvarpið. En svo virðist sem
fjölmiðlabakterían hafi kviknað í
Verslunarskólanum.
Það var einmitt í Versló sem
Björn Bragi kynntist Jóni Ragnari
og segja má að þar hafi fjöl-
miðlaferill þeirra beggja hafist í
skemmtiþættinum 12:00. Þeir unnu
síðar saman á tímaritinu Monitor og
þegar Björn Bragi hætti sem ritstjóri
tók Jón við taumunum. „Þá vorum
við að bulla saman þætti. Við lærð-
um ansi margt hvor af öðrum,“ seg-
ir hann.
Mið-Ísland
Björn Bragi þykir afar liðtækur uppi-
standari. Ari Eldjárn, félagi hans úr
Mið-Íslandi, segir að Björn hafi ver-
ið fenginn til þess að vera kynnir á
milli atriða á sýningum Mið-Íslands
eina kvöldstund. „Okkur vantaði
alltaf kynni. Við vorum með alls
konar fólk sem kom og kynnti fyr-
ir okkur. Hann var beðinn um það
einu sinni og var eiginlega bara
langfyndnastur. Hann hreif salinn
með sér. Við báðum hann um að
koma að kynna en hann bara sló
í gegn,“ segir Ari en bætir við að
það sé þó ekki úr karakter fyrir
Björn, enda leiki hlutirnir iðulega í
höndunum á honum. „Bjössi er iðu-
lega hrókur alls fagnaðar hvert sem
hann fer. En hann er líka duglegur
og mjög vel undirbúinn. Hann leyfir
líka öðrum að njóta sín og er góður
drengur,“ segir hann.
Gettu betur
Á haustmánuðum 2013 var, sem
áður sagði, gert opinbert að Björn
Bragi hefði flutt sig yfir til Ríkisút-
varpsins og tæki við hlutverki spyr-
ils í Gettu betur og yrði umsjónar-
maður EM-stofunnar. Björn Bragi
þekkir mjög vel til Gettu betur-
keppninnar og hefur raunar staðið
uppi sem sigurvegari í henni. Það
var árið 2004 og í fyrsta og eina sinn
sem Verslunarskóli Íslands hefur
unnið keppnina. Það var spennu-
þrungin stund þegar að Versló sigr-
aði. Um var að ræða síðustu spurn-
ingu keppninnar og það var Björn
Bragi sem hafði svarið á reiðum
höndum – við mikil fagnaðarlæti
skólafélaga sinna. Sama ár var hann
að auki í sigurliði Morfís, mælsku-
og rökræðukeppni framhaldsskóla
á Íslandi, sem er í eina skiptið sem
það hefur gerst eftir því sem DV
kemst næst.
Jón Ragnar segist alltaf hafa átt
von á því að Björn yrði fjölmiðla-
maður. „Hann var formaður 12:00 í
Versló. Svo þegar hann vann Mor-
fís og Gettu betur þá sá maður hvert
stefndi. Ég hélt samt ekkert endilega
að hann myndi enda í sjónvarpi fyrr
en hann byrjaði með sjónvarpsþátt-
inn Monitor TV. Þá sá maður strax
að þar lá ástríða hans,“ segir Jón.
Óstýrilátur
„Þeir sem þekktu mig í gamla daga
og hafa ekki hitt mig í svona tíu,
fimmtán ár halda eflaust margir að
ég sé eitthvað ruglaður og hefðu
kannski frekar átt von á því að sjá
mig inni á stofnun en í sjónvarpinu,“
sagði Björn Bragi sjálfur í viðtali við
Monitor árið 2012. Þar var Björn í
forsíðuviðtali í sama tímariti og hann
áður ritstýrði. Skólafélagi Björns
Braga úr Verslunarskólanum segir
að hann hafi vissulega verið mikill
ærsla belgur og segja má að hann
hafi jafnvel verið óstýrilátur. „Ég
held ég hafi alltaf verið mjög athygl-
issjúkur og mig langaði að minnsta
kosti alltaf að vera fyndinn, en ég
veit ekki hvort ég var eitthvað svaka-
lega fyndinn sem krakki,“ sagði Björn
við Monitor. Faðir hans tók undir
það í Íslandi í dag í fyrra og sagði að
kennarar og skólastjórnendur hefðu
oft og tíðum sýnt syni sínum um-
burðarlyndi og leyft honum að vera
hann sjálfur, þrátt fyrir allt.
Fjölmiðlamaður
Svo virðist sem Birni hafi tekist
að beisla þessa athyglissýki og
óstýrileika, en fyrir starf sitt í þáttun-
um Týndu kynslóðinni fékk Björn
Bragi Edduverðlaunin sem sjón-
varpsmaður ársins. Með því varð
hann einn yngsti sjónvarpsmaður-
inn til að hljóta þann titil.
„Hann er ekki bara „spontant,“
heldur er hann mjög góður að finna
áhugaverða viðmælendur. Hann
er svo sérstaklega góður að finna
góða viðmælendur sem spyrja réttu
spurninganna og kann að laða það
besta og athyglisverðasta fram hjá
viðmælandanum. Það er eitthvað
sem fólk lærir ekki, það er meðfætt.
Það hjálpar honum samt að hann er
mjög vel lesinn og getur þess vegna
talað við fólk um allt,“ segir Jón.
„Mér finnst EM-stofan vera
skólabókardæmi um það hversu
metnaðarfullur hann er. Ef við horf-
um framhjá þessu atviki þá sést
mjög vel að hann er bæði vel undir-
búinn í þáttunum og kann að spyrja
sérfræðingana réttu spurninganna.
Það þarf enginn að segja mér að
hann hafi verið valinn til þess að
stjórna þáttunum vegna þess að
hann sé svo sérfróður um hand-
bolta. Hann er hins vegar tilbúinn
til þess að leggja á sig mikla vinnu
og undirbúning fyrir þættina,“ seg-
ir Jón.
Sjálfur hefur Björn sagt að
draumurinn væri að vera í sjón-
varpi. „Gamli framtíðardraumurinn
minn var að stýra skemmtilegum
sjónvarpsþætti og ég er að lifa þann
draum núna. Ég á eftir að uppfæra
framtíðardrauminn, en ég á von á
því að ég vilji vinna áfram í sjónvarpi
og í skemmtanaiðnaðinum og því
tengdu,“ sagði Björn í viðtalinu við
Monitor.
Mistök
Fæstir sem DV ræddi við vildu tjá
sig um ummæli Björns Braga síð-
astliðið laugardagskvöld en margir
sögðu atvikið hafa komið sér á
óvart. Óþarfi er að rekja sögu máls-
ins í löngu máli, en sem kunnugt
er var Björn að stýra EM-stofunni
í hálfleik Íslands og Austurríkis á
Evrópumeistaramótinu í hand-
bolta. Íslandi gekk vel og hafði yfir-
höndina í leiknum. Þegar skipt var
yfir á EM-stofuna, umræðuþátt um
leikinn, sagði Björn Bragi: „Íslenska
landsliðið er eins og þýskir nasistar
árið 1938. Við erum að slátra Aust-
urríkismönnum.“
Ummælin þóttu afar ósmekk-
leg og óviðeigandi
Eftir leikinn baðst Björn afdrátt-
arlaust afsökunar og sagði þau
hafa verið sett fram í hugsunar-
leysi. Afsökunarbeiðni kom einnig
frá Ríkis útvarpinu. Fréttirnar bár-
ust til austur rískra fjölmiðla sem
fordæmdu þau sem og fleiri sem
tengdust handbolta og EM-keppn-
inni. Ákveðin lausn komst á mál-
ið eftir fund austurríska hand-
knattleikssambandsins og þess
íslenska og verður spilaður vin-
áttuleikur í apríl til að innsigla það.
Báðir aðilar fordæmdu ummælin,
líkt og svo margir aðrir.
Á Íslandi kallaði meðal annars
Kristinn H. Gunnarsson, fyrrver-
andi alþingismaður, eftir uppsögn
Björns, en aðrir töldu hann hafa
beðist afsökunar og axlað ábyrgð.
Sitt sýndist hverjum en gagnrýnin
var mikil og hörð.
Einn þeirra sem DV ræddi við
sagði þó að það væri ólíklegt að
Björn myndi víkja sér undan gagn-
rýni. „Hann er fyrstur til að viður-
kenna að þetta voru mistök og að
ummælin hæfðu hvorki stað né
stund. Hann vorkennir sér ekkert og
veit að gagnrýnin á rétt á sér. Ég held
samt að fæstir hefðu gert sér grein
fyrir því hversu hratt þetta breiddist
út og hversu auðveldlega þetta hefði
geta orðið að milliríkjadeilu.“
Auðvelt að dæma
„Það væri mjög auðvelt og freistandi
að stökkva á þetta tækifæri og tæta
Björn Braga í sig, eins og margir hafa
gert. En það er eiginlega ekki hægt.
Hann baðst afsökunar á mjög ein-
lægan hátt og veit vel að hann gerði
mistök,“ segir skólafélagi Björns úr
Verslunarskólanum.
Þrátt fyrir að margir hafi talið
feilspor hans mjög alvarlegt koma
honum þó margir til varnar.
Kjartan Þorbjörnsson
ljósmyndari, betur þekktur sem
Golli, deildi mjög á uppþotið á Face-
book-síðu Björns. „Internetið logar
en enginn skrifar á vegginn þinn.
Sérstakt þetta land þar sem allir
hafa háværa skoðun en enginn yrðir
á upptökin,“ skrifaði hann og margir
tóku undir. Aron Einar Gunnars-
son, fyrirliði íslenska landsliðsins
í fótbolta, sendi Birni hálfgerða
samúðarkveðju á Twitter
og sagði: „Veit hvernig
þér líður kæri vinur.“
Sjálfur hafði Aron
Einar látið um-
mæli falla sem
þóttu ósmekkleg
og ósæmileg og
þekkti því vel til
umræðunnar.
„Ég held að
það sé sárast af
þessu öllu að
fólk skuli ekki
taka mark
á afsök-
unarbeiðni
hans. Fólk
má vissu-
lega hafa
skoðun á
þessum
brandara,
enda var
þetta ekki stað-
ur né stund fyr-
ir hann. Það er
hins vegar mjög
leiðinlegt að sjá
svona hæfileika-
ríkan mann tek-
inn niður fyrir að
misstíga sig svona,“
segir Jón sem segist
telja að Björn muni
læra af mistökum sín-
um og koma sterkari
út fyrir vikið. n
„Það er
eitthvað
sem fólk lærir
ekki, það er
meðfætt.
Ásta Sigrún Magnúsdóttir
astasigrun@dv.is
Í heita sætinu Björn Bragi á að stýra HM-stofunni fyrir heimsmeistaramótið í fótbolta í sumar en í vetur hefur hann stýrt EM-stofunni í handbolta.
„Bjössi er
iðulega
hrókur alls fagnaðar
hvert sem hann fer.