Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2014, Blaðsíða 41

Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2014, Blaðsíða 41
Helgarblað 24.–27. janúar 2014 Fólk Viðtal 33 eitt kastið setti maðurinn minn hins vegar hnefann í borðið og sagði: „Ég get ekki búið með þér svona lengur. Þetta er ekki eðlilegt.“ Hann hringdi í félaga sinn sem heitir Róbert Magn- ússon og er sjúkraþjálfari. Hann hitti mig og tilkynnti mér að það væri bara ekkert að bakinu mínu. Það væri eitt- hvað að inni í mér. Ég var búin að trúa svo stíft ein- hverju öðru að ég féll saman. Ég fór bara að gráta þarna inni hjá honum. Ég sem var búin að hanga á netinu og kynna mér allt um hrygginn og liða- mótin og taugarnar. Orðin ónæm fyr- ir öllum bólgueyðandi lyfjum og lifði bara á verkjalyfjum.“ Send í bráðauppskurð Í ljós kom að innanmeinið var tiltölu- lega saklaust, gallsteinar. En Margrét Gauja var send í bráðauppskurð fljót- lega eftir fréttirnar og er loksins laus við verkina. Henni finnst sem tveim- ur árum hafi verið rænt af sér og vill að læknar hlusti betur á konur sem eru með verki eftir barnsburð. „Ég var tekin í bráðauppskurð stuttu seinna því ég fékk rosalegt kast. Sem segja má að ég hafi „triggerað“ sjálf. Ég fór sum sé í ómskoðun og þá kom í ljós að það var allt sullandi í þessum gallsteinum. Samgróningar og alls konar. Til að staðfesta þetta þá fór ég í fituátveislu og fékk vangefið kast. Endaði í aðgerð daginn eftir,“ segir hún og yppir öxlum eins og ekk- ert sé eðlilegra en að staðfesta sjúk- dómsgreiningu með snakk- og ísáti. Tekin af mér tvö ár „Nú er ég laus við þetta, það er ekk- ert að bakinu á mér og ég á nýtt líf. Ég er samt svolítið fúl af því það voru tekin af mér tvö ár. Læknar verða að hlusta betur á konur. Svo er ég í mikl- um áhættuhóp, skora hátt í „effunum fjórum“ hvað varðar áhættu á gall- steinum: „Forty, fertile, female og fat“. Nú þarf ég bara að takast á við það verkefni að koma mér í betra líkam- legt form. Það var náttúrlega planið en svo er maður alltaf að fara í próf- kjör og svona. Maður er náttúrlega geðveikur.“ Bjargast á endanum Móðurhlutverkið er henni heilagt en það þýðir ekki að það megi ekki gantast með það. „Breki er yndislegur. Hann er alveg mömmu- sjúkur og verður fjögurra ára í sum- ar. Hann er með mig í vasanum. Ég get ekki sagt nei við neinu sem hann segir. Hann er líka orðinn frekur. Ég er sum sé uppeldisfræðingur en ég er versti uppalandi sem ég veit um. Þetta er bara segin saga. Með alla sem eru menntaðir uppeldis- fræðingar, kennarar og lögreglu- menn. Börnin okkar „fokkast“ upp. Við erum alltaf að prófa einhverjar aðferðir. Svo bjargast þetta á endan- um,“ segir hún og skellihlær. Á 20 ára sleikafmæli „Ég á öll þessi börn með sama mann- inum. Hann heitir Davíð Arnar. Við erum búin að vera sundur og saman síðan ég var 17 ára. Við héldum upp á 20 ára sleikafmæli núna um ára- mótin. Við höldum bara upp á þetta sleikafmæli. Getum eiginlega ekki annað því við erum búin að hætta svo oft saman. Annað væri ruglingslegt. En það var fyrir 20 árum sem við hittumst, á Nillabar í Hafnarfirði. Í gamlárskvöldspartíi. Við vorum svo handtekin saman á nýja árinu sem er einstaklega rómantískt. Við gerðum eins og allir, stálumst í pottana. Hann hafði eitthvað verið að rjátla við vin- konu mína. Ég vatt mér upp að hon- um og spurði hann hvort hann væri ennþá bitur út af vinkonu minni. Mér fannst hann hrikalega sætur. Hann sagði nei og bauð mér í sund. Við vorum yfirheyrð og allt, þetta var svo mikið mál.“ Alltaf að skilja Margrét Gauja segir þau hjónin hafa gert margar tilraunir til að hætta saman á fyrstu árum sambands- ins. En þráðurinn var sterkur og þau fundu hvort annað loks í sátt og sam- lyndi. „Ég var alltaf að skilja við mann- inn minn á þessum fyrstu árum, ég er fjórum yngri en hann og var bara óþroskuð. Við erum rosalega ólík og ég kunni ekki að meta það. Ég hætti með honum og fór að deita einhverja gæja sem voru líkari mér að upplagi. Þá sá ég mjög skýrt að ég gat ekki verið með einhverjum líkum mér. Ég nennti ekki að vera með gæjum sem kepptust um athyglina við mig. Á endanum lærði ég gott að meta. Og hann var alltaf þarna, þessi sterki þráður á milli okkar. Það nennti held- ur enginn strákur að deita mig. Það kveiktu allir á perunni hvað þráður- inn var sterkur.“ Hjónin giftu sig fyrir nokkrum árum, þótt Margréti Gauju hefði fundist það hálfvandræða- legt í fyrstu. „Að giftast manni sem ég hef hætt með svona oft,“ segir hún og hlær. „Við fluttumst hingað í fjörðinn í Bjarnabæ og ræktuðum ástina og giftum okkur svo í sveitinni hjá ömmu og afa. Veislan var á Borg í Grímsnesi og er góð minning.“ Gerðist lögga eftir að hafa sjálf verið handtekin En hvernig skyldi leið hennar hafa legið í stjórnmálin. Neistinn kviknaði í umönnun dótturinnar en Margrét Gauja átti eftir að þræða leiðina. Hún byrjaði á lögreglustöðinni, þar sem hún og eiginmaðurinn höfðu verið yfirheyrð. „Ég gerðist lögga sex árum eftir að ég var sjálf handtekin. Starfið var mesti skóli fyrir 23 ára gerpi sem hægt var að hugsa sér. Ég þroskað- ist hratt á skömmum tíma. Ég var svo heppin að vera með góðum mönn- um á vakt sem báru virðingu fyrir starfinu. Þarna lærði ég að það er sama hvað þú vinnur við þú verður alltaf að sýna fólki virðingu og auð- mýkt. Þarna ertu í mesta valdboði sem til er, þú ert í lögreglubúningi og með lögverndaðan rétt til að berja frá þér og verja þig ef þú metur aðstæður þannig. Ég sá svo margt gott og slæmt og lærði að vinna úr því. Ég hélt alltaf að ég gæti ekki orðið lögregluþjónn, því ég er svo mikil dramadrottning. En þarna fann ég að ég er mjög jarð- tengd og mjög hæf í að takast á við erfiðar aðstæður.“ Námið valið með aðstoð skyggns lögreglumanns Margrét Gauja var ráðvillt um fram- tíðina og næsta stoppistöð í lífinu varð ljós á vakt með skyggnum lög- regluþjóni sem sagðist vita hvað hún ætti að gera. „Ég var á næturvakt í fjarskiptum. Sum sé ekki á bíl. Sat þar inni með góðum manni sem heitir Arinbjörn Leifsson og ræddi við hann um hvað ég ætti að verða þegar ég yrði stór. Ég er nefnilega ekki góð í neinu einu. Ég er svona skítsæmileg í öllu. Þetta var í ágústmánuði og við vor- um saman að skima yfir vefsíðu Há- skóla Íslands. Við duttum inn á síðu um uppeldis- og menntunarfræði. Arinbjörn er miðill og sagðist finna á sér að þetta ætti ég að læra. Hann horfði djúpt í augu mín þegar hann sagði mér þetta alveg sannfærður. Ég svaraði dáleidd til baka, játandi. Fór svo strax eftir næturvaktina upp í Háskóla Íslands og náði að suða mig inn. Þá hætti ég sem lögga og byrjaði í Háskólanum.“ Hélt hún væri sjálfstæðiskona Í háskólanum fór Margrét Gauja á fullt í pólitík og fann sig eftir smá maus með ungum jafnaðarmönn- um. Þar kynntist hún kjarnakon- um sem höfðu mikil áhrif á hana og opnuðu fyrir henni nýjar víddir. „Ég kynntist Guðnýju Guð- björns, fyrrverandi alþingiskonu, og var aðstoðarmaður hennar í tvö ár. Það var afar lærdómsríkt. Ég hélt alltaf að ég væri sjálfstæðis- kona, þar til ég fór að rökræða um pólitík. Æ oftar gerðist það að ég sammæltist andstæðingnum í rökræðu. Um tíma var ég farin að halda að ég væri framsóknarmaður vegna þess hve mikið ég var sam- mála öllu alltaf hreint,“ segir hún og hlær. „Síðan þurfti ekki ég ekki nema að fara á einn opinn fund með Ingi- björgu Sólrúnu Gísladóttur. Hún vafði mér um fingur sér. Mér fannst hún ótrúlega flott. Þá var hún að stíga úr borgarpólitíkinni í lands- málin. Eftir þennan fund skráði ég mig í unga jafnaðarmenn.“ Stelpur fá ekki klapp á bakið Í námi sínu kynntist Margrét Gauja einnig femínisma og það hefur mót- að hana til framtíðar. Hún lærði að setja upp kynjagleraugun og sá sig í öðru ljósi en áður. „Ég hef aldrei verið inn í mig. Höld- um því til haga. Ég var alin upp við að fá þau skilaboð að ég væri athyglis- sjúk og frek. Í uppeldisfræðinni lærði ég að ég var það ekki, heldur framfær- in og ákveðin. Það er svo mikil kynja- hugsun í uppeldisfræðinni. Sigrún Aðalbjarnardóttir og Sigurlína Dav- íðsdóttir og þessar þungavigtarkonur höfðu áhrif á mig og kenndu mér að setja upp kynjagleraugun. Ég kveikti á perunni og gerðist femínisti.“ Hún segist setja upp þessi gler- augu reglulega í starfi sínu sem kennari. „Fólk þarf að passa sig á því hvað það segir við stelpur þegar þær virðast haga sér eins og ótemjur. Strákar fá oft klapp á bakið fyrir sömu hegðun. Maður þarf að staldra við og hugsa um þetta. Um leið og mað- ur segir: „Djöfull ertu flott – kýldu á þetta“ þá sér maður að þeim bregður. Það er áhugavert, því þær fá ekki að heyra þetta nógu oft.“ Vill fjölbreytileika Mikið vatn hefur til sjávar runnið síðan Margrét Gauja ákvað að gera stjórnmál að starfi sínu. Hún tók þátt í ungliðastarfinu af krafti, stofn- aði jafningjafræðsluna í Hafnarf- irði og bauð sig fram til áhrifa. Nú situr hún sem formaður umhverfi- og framkvæmdaráðs, formaður fjöl- skylduráðs, forseti bæjarstjórnar, er stjórnar formaður Sorpu og tekur stefnuna á efsta sætið í heimabæn- um. Hún vill sjá hag fjölskyldufólks betur borgið. „Ég brenn fyrir það að búa til samfélag þar sem fjölbreytileikinn fær að njóta sín. Það er öll flóran í Hafnarfirði. Það er kostur í samfélagi. Einsleitt samfélag hugnast mér ekki sem góð samfélagsgerð. Ég vil sjá hag fjölskyldufólks bættan. Þar eru flest mál er koma okkur við mikilvæg og að mörgu að huga. Ég get nefnt sem dæmi samgöngumál og sorp- hirðu. Ef við erum að búa til samfé- lag þar sem fólk þarf að eyða 20–30 prósentum af ráðstöfunartekjum sínum í samgöngur til að komast í vinnu og til baka þá erum við á rangri leið. Við þurfum að fara að hugsa af alvöru um uppbyggingu samfélags okkar. Ég var á fyrirlestri um daginn um léttlestir, ég pissaði næstum í mig af spenningi. Ég vil sjá til þess að Hafnarfjörður sé framarlega í fram- tíðarpælingum. Við höfum verið að spýta í lófana hvað þetta varðar þrátt fyrir efnahagsþrengingar í bænum. Svo er ég náttúrlega með rusl á heil- anum sem stjórnarformaður Sorpu,“ segir hún og brosir. Vill setja þak á kostnað vegna barna Brýnast finnst henni að leysa fjár- hagsok sem fjölskyldur eru undir vegna frístunda og náms barna. Sjálf eyða Margrét Gauja og Davíð Arnar allt að 80 þúsundum króna í slíkt á mánuði. „Það sem brennur mest og ég finn á eigin skinni er þessi yfir- dregni kostnaður heimilanna í frí- stundir, gæslu, fæði og fleira. Við þurfum að segja stopp. Það hefur allt hækkað svo brjálæðislega. Ég vil fara sænsku leiðina og setja eitt- hvert þak. Á mínu heimili fara 70–80 þúsund á mánuði í þennan kostnað og það er fyrir utan kostnað við að fæða börnin og klæða. Ef ég heyri rökin: „Já, ef þú hefur ekki efni á því, af hverju ertu þá að eignast börn“ þá er mér að mæta. Við segjum ekki svona. Þetta er ekki samfélag sem við viljum.“ n Tók á að vera barnastjarna Hispurslaus með húmor Margrét Gauja stefnir hátt í pólitík. Hún hefur sterka kímnigáfu og á auðvelt með að gera grín að sér. Hún er alin upp við að lífið eigi að vera fyndið og skemmtilegt. MyNd SiGTryGGur Ari „Ég var alltaf að skilja við mann- inn minn á þessum fyrstu árum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.