Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2014, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2014, Blaðsíða 17
Helgarblað 24.–27. janúar 2014 Fréttir 17 Hasar og hömluleysi í Maríuhúsi n Sérhæfð dagþjálfun fyrir heilabilaða n Þar sem fólk lætur allt flakka n „Við reynum bara að njóta stundarinnar“ n Tíu mánaða bið eftir plássi enn líða vel eftir tvo tíma, þó að þú vitir ekki endilega hvað kveikti á þessari vellíðan. Tilfinningin gleym­ ist ekki.“ Kynlífið feimnismál Alla jafna eru það líka aðstandend­ ur sem taka mesta höggið, það eru þeir sem taka á móti bræðisköstum þegar fólk upplifir sig vanmáttugt gagnvart sjúkdómnum eða heldur að fjölskyldan sé að taka af þeim ráð­ in og gremst að það ráði ekki lengur við að kveikja á eldavélinni, eða gera það sem það gat áður. „Við sjáum þessi reiðiköst líka hér en ekki eins og aðstandendurnir. Það eru allskyns vandamál sem þeir eru að glíma við. Hömluleysi getur verið eitt ein­ kenna sjúkdómsins og sumir fá mjög sterka kynhvöt þegar þeir veikjast. Það getur orðið að vandamáli sem þarf að leysa með hormónum og lyfja gjöf, því makar geta upplifað það sem áreiti ef viðkomandi fær allt í einu mikla kynhvöt og vill stunda kynlíf án þess að makinn sé tilbúinn til þess. Þegar slaknar á hömlun­ um áttar fólk sig kannski ekki á því að það er að gera rangt, og skynj­ ar kannski ekki mótþróa, sem getur verið erfitt. Eins getur það valdið vanlíðan þegar hvötin er til staðar en getan ekki. En þetta er ekki algengt vandamál, sem betur fer. Reyndar er þetta svo mikið feimnismál að makar sitja kannski uppi með þetta án þess að þora að tala um það. Við sjáum það að sumum finnst erfitt að vera í hjónabandi með maka sem fær heilabilun. Því stundum breytist fólk þannig að það er ekki lengur sama manneskjan og þú gift­ ist, jafnvel þannig að hún bölvar þér daglega. Auðvitað verður fólk stund­ um þreytt. Ég veit ekki hvort það er ástin, réttlætiskenndin eða samviskan sem heldur fólki saman en í langflestum tilfellum dáist maður að því hvað makarnir eru góðir við okkar skjól­ stæðinga. Flestir bera þá á höndum sér og vilja allt fyrir þá gera, jafnvel þegar við vitum hvað það er erfitt.“ Láta allt flakka „Ég dáist oft að því hvað hjónaband getur þolað og hvað tengslin eru sterk. Ég hugsa að skilnaðir eigi sér frekar stað þegar fólk veikist mjög ungt. Þá áttar þú þig kannski ekki á því að maki þinn er að fá heilabilun þegar persónuleikinn breytist og heldur að hann sé kannski bara svona mikið kvikindi.“ Persónuleika­ breytingar eru algengar en ófyrirsjáanlegar. Stundum verða ljúf­ menni hörð í horn að taka og öfugt, þannig að harðjaxlar verða hin mestu ljúfmenni, mun þakklátari og vingjarn­ legri en áður. Í sumum tilvikum verður fólk árásargjarnt og tortryggið. „Ef það finnur ekki vettlingana sína eða veskið sitt þá ákveður það strax að það sé búið að stela því og verður reitt. Það veldur stundum rifrildum og þá reynir á starfsfólkið að ganga á milli. Fólk með heilabilun er oft að glíma við málstol, sem veldur ekki aðeins skertri getu til þess að tjá hugsanir sínar heldur einnig skertri getu til að skilja það sem sagt er. Það veldur gjarna misskilningi og þá get­ ur líka þurft að stíga á milli. Eins getur hömluleysið valdið því að fólk lætur allt flakka og sum­ ir gleyma því jafn óðum aftur og endurtaka því sömu athugasemd­ irnar ítrekað.“ Einn í húsinu er til dæmis mjög duglegur við að benda á holda­ far fólks og þar sem blaðamaður er að ræða við hann í matsalnum, yfir eplaköku og volgri mjólk, bendir hann öðrum á að fara í megrun. Hér er líka ein sem hefur gaman af því að rökræða við hann og þau sitja gjarna saman og karpa á meðan starfsfólk­ ið veltir því fyrir sér hvenær eigi að stoppa þau af. Geta fundið fyrir ótta Að kaffitímanum loknum fer fólk í ýmiss konar afþreyingu, en lagt er upp með að æfingarnar í Maríu­ húsi séu bæði líkamlegar og vitræn­ ar. Hér fer fólk í morgunleikfimi og tekur þátt í hópstarfi, en í húsinu er starf ræktur kvikmyndaklúbbur, billj­ ardklúbbur, bókaklúbbur, þar sem verið er að lesa Arnald, og annar þar sem fólk hlustar á gamlar upptökur af Litlu flugunni. Hér er einnig verið að ráða krossgötur, spila vist og segja framhaldssögu. Alla daga er rætt um veðrið og það skráð, líkt og gert hefur frá upphafi starfseminnar, þannig að alltaf er hægt að skoða hvernig veðr­ ið var á sama tíma í fyrra. Fyrir utan klúbbastarfið þá er einnig boðið upp á slökun með heit­ um bakstri og gönguferðir í ann­ aðhvort Elliðaárdalinn eða Foss­ vogsdalinn fyrir þá sem treysta sér í það, eða bara upp og niður götuna fyrir hina. Vikulega er farið í sund og stundum á listasöfn eða dags­ ferðir. Reglulega koma gestir, hálfs­ mánaðarlega stýrir Haraldur Hjálm­ arsson píanóleikari fjöldasöng, einu sinni í mánuði kemur ýmist djákn­ inn eða presturinn úr Bústaðakirkju með helgistund og þá á eftir að segja frá öllum skemmtikröftunum, rit­ höfundunum, leikskólabörnun­ um og kórunum sem eiga það til að kíkja við. Það er því nóg um að vera í Maríuhúsi en þar getur enginn verið eftirlitslaus. „Af því að þetta er fólk með heilabilun þá þarf það meiri athygli en ella. Það er ekki hægt að segja fólki að fara og gera eitthvað án þess að starfsmaður fylgist með og sé til­ búinn til þess að grípa inn í aðstæð­ urnar ef á þarf að halda. Það er svo mikilvægt að fólk fái að njóta sín og sé ekki sett í aðstæður sem það ræður ekki við. Þannig að ef þú ert til dæm­ is byrjaður í bókaklúbbi en hættir að geta fylgst með söguþræðinum þá getur þú skipt um klúbb. Núna er ein kona hjá okkur sem funkerar ekki í neinum klúbbi. Hún kemur bara og situr hjá okkur á meðan við lesum bók eða syngjum saman. Það er misjafnt hvernig aðr­ ir taka henni. Sumir velta því fyrir sér hvort þeir eigi eftir að verða svona og það getur valdið vanlíðan og pirr­ ingi. Aðrir leggja sig fram um að láta henni líða vel og eru mjög hjálpsam­ ir, láta okkur vita ef hún er komin ein inn í herbergi eða eitthvað. En það er eðlilegt að finna fyrir ótta um að þetta sé það sem bíði þeirra.“ Hjálpað við raksturinn Ástandið á fólkinu í húsinu er mjög misjafnt. Sumum þarf að stýra mik­ ið á meðan aðrir eru nokkuð sjálf­ bjarga. Fólk getur þurft aðstoð við matarborðið eða við böðun, af því að það hefur hvorki getu né sinnu til að sjá um það sjálft og þá er það gert hér. Hér er körlum líka hjálpað að raka sig og vikulega kemur læknir sem fer yfir málefni allra skjólstæðinganna og talar við þá sem þarf. En jafnvel þeir sem eru í góðu ástandi þurfa oftar en ekki að fá sömu upplýsingarnar aftur og aft­ ur. „Þó að við segjum eitthvað í dag þá man fólk það ekki endilega á morgun,“ segir Ólína. Hér er til dæmis maður sem fer út að reykja. Þar sem sumir í hús­ inu gætu ekki ratað til baka ef þeim dytti í hug að fara út þá er húsið alltaf læst. Og þessi maður verður alltaf jafn pirraður yfir því að hurðin sé læst, þar til ástæðan er útskýrð fyrir honum. Þá skilur hann það mjög vel. Þangað til í næstu ferð, því þá er hann búinn að gleyma af hverju hurðin er læst og verður agalega pirraður yfir því. „En hann er ekki búinn að gleyma því að hann reykir,“ segir Ólína kímin, en sumir gleyma því víst, sérstaklega á seinni stigum sjúkdómsins. „Ég lenti bara í vinnuslysi“ Á meðan sumir sitja við spilin, fletta í gegnum blöðin án þess að stað­ næmast við síðurnar eða gleyma sér í vinnustofunni þar sem listaverkin verða til sitja þau þrjú saman í kerta­ gerðinni. Þar skræla þau ysta lagið af gömlum kertum og skera þau niður í litla búta sem raðað er í ílát, kveikju­ þráðurinn er settur í og að lokum er fyllt upp í ílátið með heitu vaxi og þá þarf kertið bara að kólna til að hægt sé að taka það úr forminu og selja á markaði fyrir einhverri ferðinni. Öllum að óvörum fer einn sem hér situr að segja frá skelfingunni sem fylgdi því að greinast með Alzheimer. Þetta er Guðmundur Franklín Jónsson sem stríðir göml­ um félaga sínum úr Hlíðunum á milli þess sem hann segir frá: „Ég hef alltaf verið sjálfstæður maður. Ég hef unnið úti alla mína tíð en það er allt farið núna. Það var alveg skelfilegt að fá þennan sjúkdóm, Alzheimer.“ Sessunautur hans spyr hissa hvort hann sé með Alzheimer og Guðmundur játar því. „Ekki ég,“ segir hún, „ég er ekki með Alzheimer. Ég lenti bara í vinnuslysi,“ segir hún ákveðið og hinir taka því þegjandi þótt það sé fjarri sanni. Muna ekki eftir sjúkdómnum „Það er mjög misjafnt hversu vel fólk skilur eigin veikindi,“ útskýrir Ólína. „Sumir hafa ekkert innsæi og finnst ekkert vera að, þetta sé bara eitthvað sem læknirinn eða fjölskyldan hef­ ur fundið upp á. Það skilur ekki af hverju það er hér á meðal fólks með heilabilunarsjúkdóma. Við erum ekkert að segja á hverj­ um degi við fólk að það sé með Alzheimer því þá væri fólk að fá greiningu á hverjum degi og það er ofsaleg sorg og vanlíðan sem fylgir því. Raunveruleikaglöggvun er ekkert alltaf það sem við erum að gera. Stundum leiðum við hlutina áfram án þess að útskýra málið. Innsæis­ leysi getur líka stafað af sjúkdómn­ um. Þú bara mannst ekki að þú ert með sjúkdóm. En það breytir kannski ekki öllu. Við reynum bara að njóta stundar­ innar, leggja áherslu á það sem fólk getur fremur en það sem það getur ekki og hjálpa fólki að gera það sem það hefur ánægju af. Það ger­ ir ótrúlega mikið fyrir alla sem hér eru ef okkur tekst að vera jákvæð og glöð. Þess vegna leggjum við höfuð­ áherslu á að hér sé létt andrúmsloft og hlæjum með fólki þegar það áttar sig á mistökum sínum. Ef við hættum að sjá spaugilegu hliðarnar þá gæt­ um við grátið allan daginn alla daga. En það hjálpar engum.“ n „Þegar slaknar á hömlunum áttar fólk sig kannski ekki á því að það er að gera rangt, og skynjar kannski ekki mótþróa. „ Innsæisleysi get- ur líka stafað af sjúkdómnum. Þú bara mannst ekki að þú ert með sjúkdóm. Framhald á næstu síðu  Ert þú með Alzheimer? Spyr ein í kerta- gerðinni sem segist ekki vera með sjúkdóminn, hún hafi bara lent í vinnuslysi. Myndir siGtryGGur Ari Listaverkin Í vinnustofunni verða listaverkin til og á sínum tíma voru aðkeypt málverk fjarlægð fyrir myndir skjólstæðinga. Forstöðukonan Ólína kímir þegar hún er spurð út í eftirminni- legar uppákomur og segir að þær séu fjölmargar. Það sé mikilvægt að hlæja með þegar fólk áttar sig á því að það hafi gert eitthvað ruglað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.