Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2014, Blaðsíða 56

Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2014, Blaðsíða 56
48 Menning Sjónvarp B andaríski kvikmyndaleik- stjórinn Quentin Tarantino hefur ákveðið að fresta gerð vestrans The Hateful Eight eftir að handriti myndarinnar var lekið á netið síðasta miðvikudag. The Hateful Eight átti að vera eftir- fylgja síðustu myndar leikstjórans, Django Unchained, en sú sló ræki- lega í gegn og var meðal annars til- nefnd til Óskars verðlaunanna sem besta myndin. Handritinu að Django Unchained var reyndar einnig lekið í maí 2011, en myndin var frumsýnd í janúar 2012 og var því komin of langt í ferlinu til að Tarantino vildi hætta við. Tökur á The Hateful Eight áttu að hefjast í byrjun næsta árs en nú er ljóst að aðdáendur Tarantino, sem margir hafa beðið spenntir eftir fregnum af þessu verkefni, þurfa að bíða talsvert lengur eftir vestranum sem vegna lekans verður ekki hans næsta verkefni. Tarantino er afar reiður yfir lekanum og segist ósáttur við að geta ekki treyst fólki því hann hafi eingöngu látið sex manns fá handritið að myndinni. Þar af voru þrír leikarar sem allir hafa unnið með leikstjóranum áður; þeir Michael Madsen, Bruce Dern og Tim Roth. Í viðtali við bandaríska vefmiðilinn Deadline segist Tarantino vita að Tim Roth sé saklaus af lekanum en hann grunar að það hafi annaðhvort verið umboðsmaður Michael Madsen eða Bruce Dern sem lak handritinu. n Í könnun MMR á því hvernig almenningi fannst áramótaskaup- ið 2013 kemur í ljós að mikill meirihluti lands- manna var ánægður með skaupið. Það virðist aldeilis hafa farið vel í landann en 81,3 prósent þeirra sem tóku afstöðu sögðu að þeim hefði þótt það gott. Þetta er töluvert betri útkoma en verið hefur undanfarin ár. Ekki síst í samanburði við áramótaskaupið 2012 sem eingöngu 33,2 pró- sent töldu hafa verið gott. Aðeins 9,0 prósent sögðu að þeim hafi þótt skaup- ið 2013 vera slakt, borið saman við 48,1 prósent árið 2012. Samkvæmt könnun- inni var munur á viðhorfi fólks til skaupsins eftir aldri. Þeir sem eldri eru voru síður ánægðir en þeir yngri. Af þeim sem tóku af- stöðu til könnunarinnar og tilheyrðu yngsta aldurshópnum (18–29 ára) sögðust 84,4 prósent skaupið hafa verið gott, í aldurshópnum 30–49 ára sögðust 86,6 prósent skaupið hafa verið gott, í aldurshópnum 50–67 ára sögðu 74,7 prósent skaup- ið hafa verið gott og í elsta aldurshópnum (68 ára og eldri) sögðu 67,5 prósent skaupið hafa verið gott. Fleiri konum en körl- um þótti skaupið vera gott. Af þeim konum sem tóku þátt sögðu 85,8 pró- sent skaupið hafa ver- ið gott, borið saman við 77,1 prósent karla. n viktoria@dv.is Helgarblað 24.–27. janúar 2014 Sjónvarpsdagskrá Föstudagur 24. janúar RÚV Stöð 2 SkjárEinn Stöð 2 Sport Stöð 2 Sport 2 Bíóstöðin Gullstöðin Stöð 3 ÍNN Skaupið fór vel í landann Ungt fólk ánægðara með það 15.20 Ástareldur (Sturm der Liebe) e 16.10 Ástareldur (Sturm der Liebe) e 17.00 Táknmálsfréttir 17.10 EM stofa Upphitun fyrir undanúrslitaleiki á EM í handbolta í umsjón Björns Braga. 17.30 EM í handbolta - Undan- úrslit Bein útsending frá fyrri undanúrslitaleik EM í handbolta í Danmörku. 19.00 Fréttir 19.25 Veðurfréttir 19.30 Íþróttir 19.45 EM í handbolta - Undan- úrslit Bein útsending frá seinni undanúrslitaleik EM í handbolta í Danmörku. 21.15 Útsvar (Sandgerði - Mosfellsbær) Spurn- ingakeppni sveitarfélaga. Umsjónarmenn eru Sigmar Guðmundsson og Þóra Arnórsdóttir og spurn- ingahöfundur og dómari er Stefán Pálsson. 22.20 Hróp á frelsi 7,5 (Cry Freedom) Átakanleg mynd byggð á raunverulegum atburðum um vináttu sem myndast meðal tveggja manna sem berjast gegn báðir gegn aðskilnaðar- stefnu Suður Afríku á átt- unda áratugnum. Leikstjóri er Richard Attenborough og aðalhlutverk leika Kevin Kline og Denzel Was- hington. Bresk bíómynd frá 1987. Atriði í myndinni eru ekki við hæfi barna. 00.50 16 húsaraðir 6,6 (16 Blocks) Hasarmynd með Bruce Willis sem leikur útbrunninn lögregluþjón í New York sem fær það einfalda verkefni að fylgja fanga nokkrar húsaraðir frá fangelsi að dómshúsi. Flutningurinn gengur ekki eins auðveldlega fyrir sig og vonast var til og ljóst að lögregluþjónninn verður að vera snöggur að rifja upp taktana. Atriðið í myndinni eru ekki við hæfi ungra barna. 02.30 Útvarpsfréttir í dagskrárlok 16:10 Meistaradeildin í hesta- íþróttum 2014 17:40 World's Strongest Man 2013 18:40 NBA (Rodman Revealed) 19:05 FA bikarinn - upphitun 19:35 FA bikarinn 21:40 La Liga Report 22:10 17 Again 23:45 FA bikarinn 12:55 West Ham - Newcastle 14:35 Chelsea - Man. Utd. 16:15 Messan 17:40 Man. City - Cardiff 19:20 Arsenal - Fulham 21:00 Match Pack 21:30 Premier League World 22:00 Ensku mörkin 22:30 Crystal Palace - Stoke 00:10 Sunderland - Southampton 10:30 Notting Hill 12:30 Mrs. Doubtfire 14:35 Hope Springs 16:15 Notting Hill 18:15 Mrs. Doubtfire 20:20 Hope Springs 22:00 Thick as Thieves 23:45 Wrath of the Titans 01:25 Rock of Ages 03:25 Thick as Thieves 16:30 Around the World in 80 Plates (10:10) 17:15 Raising Hope (19:22) 17:40 Don't Trust the B*** in Apt 23 (13:19) 18:05 Cougar Town (7:15) 18:30 Funny or Die (8:10) 19:00 H8R (1:9) 19:45 How To Make It in America (3:8) 20:15 Super Fun Night (12:17) 20:40 American Idol (4:37) 21:25 Grimm (11:22) 22:10 Strike Back (10:10) 22:55 Dark Blue (6:10) 23:40 H8R (1:9) 00:25 How To Make It in America (3:8) 00:55 Super Fun Night (12:17) 01:20 American Idol (4:37) 02:05 Grimm (11:22) 02:50 Strike Back (10:10) 03:35 Tónlistarmyndbönd 17:55 Strákarnir 18:25 Friends (18:24) 18:45 Seinfeld (13:22) 19:10 Modern Family 19:35 Two and a Half Men (22:24) 20:00 Grey's Anatomy (10:24) 20:45 Það var lagið 21:45 It's Always Sunny In Philadelphia (10:15) 22:10 Twenty Four (15:24) 22:55 Touch of Frost (2:4) 00:40 Fóstbræður (8:8) 01:10 Mið-Ísland (8:8) 01:40 Gavin & Stacey (6:6) 02:10 Footballer's Wives (3:8) 03:00 Það var lagið 03:55 It's Always Sunny In Philadelphia (10:15) 04:20 Twenty Four (15:24) 05:10 Touch of Frost (2:4) 06:50 Tónlistarmyndbönd 20:00 Hrafnaþing 21:00 ABC Barnahjálp 21:30 Eldað með Holta 07:00 Barnatími Stöðvar 2 08:10 Malcolm In the Middle 08:35 Barnatími Stöðvar 2 09:15 Bold and the Beautiful 09:35 Doctors (4:175) 10:20 Drop Dead Diva (2:13) 11:05 Harry's Law (9:22) 11:50 Dallas 12:35 Nágrannar 13:00 Mistresses (11:13 ) 13:45 Time Traveler's Wife (Kona tímaflakkarans) Dramatísk og rómantísk mynd með Eric Bana og Rachel McAdams í aðalhlutverkum. Myndin fjallar um listakonuna Clare og myndarlega bókasafnsvörðinn Henry sem eru í innilegu ástar- sambandi. Henry ferðast um tímann og þau vita að það er ekki hættulaust og er því sérhver samveru- stund þeim ómetanleg. 15:40 Xiaolin Showdown 16:05 Ærlslagangur Kalla kanínu og félaga 16:30 Ellen (126:170) Skemmti- legur spjallþáttur með Ellen DeGeneres sem fær til sín góða gesti og slær á létta strengi. 17:10 Bold and the Beautiful 17:32 Nágrannar 17:57 Simpson -fjölskyldan (19:22) 18:23 Veður 18:30 Fréttir Stöðvar 2 18:47 Íþróttir 18:54 Ísland í dag 19:11 Veður 19:20 The Simpsons 19:45 Spurningabomban 20:30 The Amazing Spider- man 7,2 Fjórða myndin í þessum vinsæla ævintýrabálki. Hér er í brennidepli ósögð saga sem sýnir nýjar hliðar á Peter Parker. Með aðalhlutverk fara Andrew Garfield, Jamie Foxx, Martin Sheen, Sally Field og Emma Stone. 22:45 The Eagle 6,2 Stórbrotin mynd frá 2011 með Chann- ing Tatum, Jamie Bell og Donald Sutherland í aðal- hlutverkum. Sagan gerist árið 140 eftir Krist og fjallar um ungan hershöfðingja sem freistar þess að reisa við orðspor föður síns. 00:40 The Children Spennu- mynd um hjón sem leggja af stað í fjölskyldufrí með börnunum sínum. Fljótlega breytist þó draumafríið þeirra í martröð því börnin þeirra eru ekki eins og þau eiga að sér að vera og virðast andsetin. 02:05 The Messenger 03:55 Time Traveler's Wife (Kona tímaflakkarans) 05:40 Fréttir og Ísland í dag 06:00 Pepsi MAX tónlist 08:25 Dr. Phil 09:10 Pepsi MAX tónlist 15:30 Svali&Svavar (3:10) 16:10 The Biggest Loser - Ísland (1:11) 17:10 Dr. Phil 17:55 Happy Endings (21:22) 18:20 Minute To Win It 19:05 The Millers 6,0 (3:13) Bandarísk gamanþáttaröð um Nathan, nýfráskilinn sjónvarpsfréttamann sem lendir í því að móðir hans flytur inn til hans, honum til mikillar óhamingju. Að- alhlutverk er í höndum Will Arnett. Systkinin skiptast á foreldrum vegna þess að þau halda bæði að hitt hafi sloppið vel. 19:30 America's Funniest Home Videos (15:44) 19:55 Family Guy (13:21) Ein þekktasta fjölskylda teiknimyndasögunnar snýr loks aftur á SkjáEinn. Peter Griffin og fjölskylda ásamt hundinum Brian búa á Rhode Island og lenda í ótrúlegum ævintýrum þar sem kolsvartur húmor er aldrei langt undan. 20:20 Got to Dance (3:20) Breskur raunveruleika- þáttur sem farið hefur sigurför um heiminn. Hæfileikaríkustu dansarar á Englandi keppa sín á milli þar til aðeins einn stendur uppi sem sigurvegari. 21:10 90210 6,0 (3:22) Banda- rísk þáttaröð um ástir og átök ungmennanna í Beverly Hills þar sem ástin er aldrei langt undan. 22:00 Friday Night Lights 8,7 (3:13) Vönduð þáttaröð um unglinga í smábæ í Texas. Þar snýst allt lífið um árangur fótboltaliðs skólans og það er mikið álag á ungum herðum. 22:45 Kite Runner 7,7 Verð- launakvikmynd sem hlaut góða dóma um heim allan. Ahmir snýr aftur til heimalands síns Afganistan eftir að hafa átt heima í Kaliforníu. Kvikmynd sem lætur engan ósnortinn. 00:50 The Bachelor (12:13) 02:20 Ringer (15:22) 03:10 Pepsi MAX tónlist Sjöunda serían í loftið Parks and Recreation-þættirnir vinsælir S jónvarpsstöðin NBC hefur til- kynnt að gerð verði sjöunda sería þáttaraðarinnar Parks and Recreation. Þættirn- ir hafa notið mikilla vinsælda en þar fer Amy Poehler á kostum sem hin geðþekka og metnaðarfulla Lesley Knope. Í þáttunum er fylgst með starfsfólki almenningsgarða- deildarinnar í smábænum Pawnee þar sem hver höndin er uppi á móti annarri. Starfsmennirnir eru allir góðir vinir og lenda í óborganleg- um uppákomum. Amy Poehler, aðalleikkona þátt- anna, skrifaði nýlega undir þriggja ára samning við NBC-sjónvarps- stöðina sem felur í sér að hún muni vinna að nokkrum þáttum fyrir hana, meðal annars sjöundu serí- una af Parks and Recreation. n viktoria@dv.is dv.is/blogg/skaklandid Stefán Bergsson skrifar Skáklandið N ú sem endra nær er mikið teflt á útmánuðum og ekki minnkar taflmennskan í aðdraganda Skákdagsins. Skákdagurinn verður haldinn hátíðlegur víða um land á sunnudaginn næsta, 26. janúar, þegar Friðrik Ólafsson verður 79ára gamall. Friðrik er staddur í Berlín þessi misserin en biður fyrir kveðju til skákmanna. Skáksamband Íslands leggur áherslu á að gera stelpu- og kvenna- skák hátt undir höfði á árinu. Til merkis um það munu Íslandsmót stelpna í sveitakeppnum grunn- skóla og einstaklingskeppni fara fram um komandi helgi. Jafnframt eru stelpunámskeið framundan í Skákskólanum. Félögin láta ekki sitt eftir liggja í stelpuskákinni: Taflfé- lag Reykjavíkur hefur verið með vel sóttar æfingar í allan vetur og GM Hellir hóf stelpuæfingar í vikunni. Á Suðurfjörðum Vestfjarða rís nú mikil skákbylgja meðal ungu kynslóðarinnar. Henrik Danielsen og Áróra Hrönn Skúladóttir eiga heiðurinn af henni og mikil tafl- mennska framundan næsu daga fyrir vestan og ber hæst sveita- keppni milli sveita frá skólunum á Tálknafirði og Patreksfirði. Mikið verður teflt á Suður- landinu: Stefán Bergsson heim- sækir Hellu á fimmtudag og teflir fjöltefli við nemendur grunnskól- ans, sem hafa verið í skáklæri hjá Björgvini Smára Guðmundssyni síðustu misserin. Á föstudag verður Stefán svo fylgdarsveinn alþjóðlega meistarans Jóns Viktors Gunnars- sonar sem mun tefla fjöltefli við nemendur grunnskólans á Hvols- velli. Mikil sókn er í taflmennsku ungra skákmanna af Suðurlandi. Skiptir þar miklu máli að Skák- skóli Íslands hefur í samstarfi við Fischer-safnið og SSON staðið fyrir námskeiðum á laugardögum í allan vetur þar sem aðalkennari er Helgi Ólafsson. Helgi verður með tíma á laugardeginn á Selfossi og rennir svo í Hyrnuna í Borgarnesi á Skák- daginn sjálfan þar sem hann teflir fjöltefli við gesti. n Skákdagurinn framundan! Stóðu sig vel Mikill meirihluti landsmanna var ánægður með skaupið. Hér má sjá höfunda skaupsins. Quentin Tarantino frestar The Hateful Eight Handriti myndarinnar lekið á netið Reiður og svekktur Tarantino er afar ósáttur við þá staðreynd að handriti myndarinnar hafi verið lekið og hyggst fresta verkefninu um ókominn tíma.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.