Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2014, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2014, Blaðsíða 6
Helgarblað 24.–27. janúar 20146 Fréttir Drapst vegna ofkælingar Orðrómur um sýkingu hjá Fjarðalaxi ekki á rökum reistur Þ að varð undirkæling í einni kví og kjölfarið drapst tals- vert magn af fiski. Það hefur verið erfitt að sinna kvíum sem skyldi vegna veðurs, hér hef- ur verið stormur í hátt í tvær vikur,“ segir Jónatan Þórisson eldisstjóri hjá Fjarðalaxi á Vestfjörðum. Um 40 tonn af eldisfiski drápust vegna kælingar á dögunum en magnið er þó nokkuð lítið í samanburði við heildarframleiðslu fyrirtækisins. Jónatan segir að undarlegt tíðarfar hafi haft mikil áhrif, en venjulega er litið eftir kvíum á hverjum virk- um degi. Þegar lengra líði á milli sé hætta á að erfitt sé að sinna því sem upp kemur. Orðrómur hafði verið uppi um að fiskurinn hefði verið sýktur, en svo reyndist þó ekki vera. „ Fyrir ut- anaðkomandi er þetta mikið af fiski að sjá auðvitað en það er engin sýk- ing. Nú förum við í tiltekt og hreins- um það sem þarf í þessari kví. Við erum búnir að ná upp öllum fisk sem er slappur og hálfdauð- ur og þar með léttum við á henni, þéttleikinn er við öryggismörk og málinu er í raun bara lokið,“ segir Jónatan. Heilbrigður fiskur úr kvínni var færður yfir í flutningabátinn Papey og honum slátrað á Ísafirði. Fisk- urinn sem drapst vegna kuldans verður nýttur sem minkafóður. Að sögn Jónatans er ekki hægt að sækja um bætur frá tryggingafélaginu þar sem tjónið er ekki nógu mikið. Tap- ið sé þó ekki mikið því heildarfram- leiðsla á ári sé á milli fjögur til fimm þúsund tonn. „Miðað við stærð fyrir tækisins er þetta ekki mikið tjón en auðvitað er það leiðinlegt að sjá góðan fisk fara í minkafóður, algjör skelfing í raun.“ n rognvaldur@dv.is Fiskeldi Dauði laxinn verður nýttur í minkafóður. Innréttað upp á nýtt í Orkuveitu n Tengist uppskiptingu félagsins n Nýjar skrifstofur og ný húsgögn T öluverðar framkvæmdir hafa staðið yfir í húsakynn- um Orkuveitu Reykjavíkur síðustu vikur í tengslum við uppskiptingu fyrirtækisins í tvennt. Eiríkur Hjálmarsson, upp- lýsingafulltrúi Orkuveitu Reykja- víkur, staðfestir í samtali við DV, að sá hluti húsnæðisins sem til- heyrir Orku náttúrunnar hafi ver- ið endurinnréttur. „Já, þetta tengist uppskiptingunni nú um áramótin þegar nýja fyrirtækið flutti inn í annan hluta hússins,“ segir Eiríkur. Hann segir helsta kostnaðinn við uppskiptinguna tengjast aðskilnaði tölvukerfisins, sem hafi kostað hátt í hundrað milljónir. Ný húsgögn Um áramótin tók félag sem nefnist Orka náttúrunnar við rekstri virkj- ana Orkuveitu Reykjavíkur og allri raforkusölu. Um er að ræða op- inbert hlutafélag alfarið í eigu Orkuveitunnar en það var sett á fót til að uppfylla ákvæði raf- orkulaga um aðskilnað sérleyfis- og samkeppn- istarfsemi. Orkuveita Reykjavíkur mun áfram sjá um rekstur vatnsveitu, hitaveitu, fráveitu og dreifingu rafmagns. „Þeir eru bara færa sig hér inn í annan enda hússins,“ segir Eiríkur en eins og gefur að skilja fylgja einhverjar fram- kvæmdir slíkum flutn- ingum og uppsetningu á skrifstofum þessa nýja fyrirtækis. Skrifstofur Orku nátt- úrunnar eru uppi á fjórðu hæð en Eiríkur segir skipan fundarherbergja vera á meðal þess sem hefur verið breytt. Þá hafi í einhverjum tilfell- um verið keyptir nýjir skrifstofustól- ar. „Að einhverju leyti hafa húsgögn verið endurnýjuð en annars munu þessi ágætu vinnurými sem hér eru halda sér eins og þau eru.“ Engar stórframkvæmdir Eiríkur segir ekki um neinar stór- framkvæmdar að ræða. „Nei, alveg frá því þetta hús var tekið í notkun hafa verið stanslausar breytingar á skipulagi, og skrifstofur fluttar á milli hæða og hvað eina. Það er ekki verið að taka húsið í gegn eða eitt- hvað þvíumlíkt, þetta tengist bara flutningi þessarar einingar inn í þetta rekstrarfélag.“ Í tilkynningu sem Bjarni Bjarna- son, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, sendi frá sér þann 30. desember síð- astliðinn sagði að Orka náttúrunnar yrði næststærsti raforkuframleið- andi á landinu og það sölufyrirtæki rafmagns sem hefði flesta viðskiptavini. „Undirbún- ingur að uppskiptingu Orkuveitunnar hefur ver- ið flókið og spennandi verkefni. Nú er komið að henni og það er áríðandi að markmið hennar um aukna samkeppni skili al- menningi ábata,“ sagði Bjarni í tilkynningunni. Nýir tímar Fjárhags- og skulda- staða Orkuveitunnar hefur verið í brennidepli á síðustu árum. Þremur mánuðum fyrir bankahrunið virt- ist sem Orkuveitan hefði ekki átt sér neins ills von. Þá gerði hún samn- ing um að kaupa fimm túrb ínur í nýjar virkjanir. Kostnaðurinn var þá metinn á þrettán milljarða króna. Í september 2008, korteri fyrir hrun, samdi Orkuveitan um gríðarlega umfangsmikið jarðboranaverkefni. Í því fólst skuldbinding upp á fjórtán milljarða króna. Þessi tvö verkefni fólu í sér álíka mikla skuldbindingu fyrir Orkuveituna og nam öllum tekjum hennar í eitt ár. Það vakti athygli þegar Jón Gnarr, borgarstjóri Reykjavíkur, sagði í mars 2010 að fyrirtækið væri á hausnum. Á þessum tímapunkti var staða fyrirtækisins erfið eftir óvar- legar fjárfestingar góðærisáranna. Skuldir höfðu tífaldast á innan við áratug og námu tæpum 230 millj- örðum króna. Brugðist var við bágri stöðu Orkuveitunnar, meðal annars með því að hækka gjaldskrár. Þetta vakti töluverða óánægju en var lið- ur í því að snúa skuldastöðu Orku- veitunnar við. Nýjar skrifstofur nýs félags eru ef til vill til marks um breytta tíma hjá Orkuveitunni. n „Það er ekki ver- ið að taka hús- ið í gegn eða eitthvað þvíumlíkt. Jón Bjarki Magnússon jonbjarki@dv.is Nýjar skrifstofur Skrifstofur Orku náttúrunnar eru uppi á fjórðu hæð húsnæðis Orkuveitu Reykjavíkur. MyNdir sigtryggur ari Skeifan 3j | Sími 553 8282 | www.heilsudrekinn.is ÚTSALA 30-60% AFSLÁTTUR Kínversk handgerð list · Vasar · Diskar · Lampar · Pottar · Myndir o.m.fl. 28 milljónir í ný vélhjól Embætti lögreglustjórans á höfuð- borgarsvæðinu fékk á miðvikudag þrjú bifhjól afhent og embætti lög- reglustjórans á Suðurnesjum eitt. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef lögreglunnar. Þar kemur fram að ríkislög- reglustjóri, Haraldur Johannes- sen, hafi afhent hjólin sem eru af gerðinni Yamaha FJR-1300. Hvert hjól vegur um 300 kíló og er 154 hestöfl. „Hjólin henta vel til lög- gæslustarfa, þetta eru góð vinnu- hjól og gott að vinna á þeim, nokk- ur reynsla er komin á samskonar hjól hjá lögreglunni. Meðal annars eru nýju bifhjólin búin tækjum til radarmælinga. Þau eru með ABS- hemlakerfi, spólvörn, stöðugleika- búnaði og nýjum forgangsbúnaði,“ segir á vef lögreglu en þar er einnig tekið fram að hvert hjól kosti tilbú- ið á götuna um sjö milljónir króna. Minnihluti styður stjórnar- flokkana Engir tveir flokkar eru með stuðn- ing meirihluta kjósenda í niður- stöðum nýjustu skoðanakönnunar MMR á fylgi flokka. Sjálfstæðis- flokkurinn mælist stærstur, með 26,3 prósenta stuðning, og Sam- fylkingin og Framsóknarflokkurinn mælast með álíka fylgi, 17 prósent. Tveir aðrir flokkar mældust með yfir tíu prósenta fylgi; Björt framtíð, með 15,9 prósent, og Vinstri græn, með ellefu prósent. Sjálfstæðisflokkur og Fram- sóknarflokkur fengu samanlagt yfir fimmtíu prósenta fylgi í síð- ustu kosningum en samanlagður stuðningur við flokkana mælist í könnuninni 43,3 prósent. Gömlu stjórnarflokkarnir, Samfylking og Vinstri græn, mælast enn lengra frá meirihluta með samanlagt fylgi upp á 28,1 prósent. Stuðningur við ríkisstjórnina hefur líka fallið talsvert frá því að hún tók við völdum að loknum kosningum í vor. Í fyrstu könnun MMR eftir að stjórnin var mynduð mældist hún með 59,9 prósenta stuðning kjósenda en í síðustu könnun aðeins með 46 prósent.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.