Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2014, Blaðsíða 54

Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2014, Blaðsíða 54
Helgarblað 24.–27. janúar 201446 Menning Vegabréf Sigmundar Það gengur vitaskuld nokkuð á þegar hriktir í stoðum gam­ als stórveldis – og næsta kæstur og kæfandi kommún­ ismi fær snöggvast súrefni. Árið var 1989. Og Sovétríkin að opnast; forræðishyggjan farin að feyskna og morkna, þetta stirða og kauðska karla­ veldi komið með upp í kok af sjálfu sér. Það mátti heyra skerandi ískrið í hjörum gamla hallarhliðsins þetta sumar á Rauða torginu í Moskvu. Andrúmsloftið var allt þeirrar gerð­ ar að eitthvað nýtt væri í aðsigi; breyttir tímar með meira olnbogarými fyrir allan almenning. Og so­ sum tími til kominn. Ég gekk við annan Ís­ lending upp á elleftu hæð á Hótel Rossía, enda ekki leng­ ur hægt að treysta á lyftuna. Þetta stærsta gistiheimili heimskommúnismans stát­ aði af sex þúsund herbergjum sem öll þóttu fremur máð og snjáð, en vitnuðu engu að síð­ ur um gamlan stórhug, að vísu ósmekklegan stórhug, en stór­ hug samt. Hótel Rossía stend­ ur nefnilega eins og risavaxið steypumót í jaðri Kremlar, álíka misheppnuð stórbygging og basilikkan við hliðina er tignarleg og merk. Við vorum komnir á kvik­ myndahátíðina í Moskvu; tveir íslenskir blaðamenn í sínu fyrsta gerska ævintýri. Og gengum síðla dags niður á ógnarstórar svalir á fimmtu hæð hótelsins, hvar okk­ ur var sagt að klúbbur hátíðarinnar væri starf­ ræktur. Nú skyldi teig­ aður rússneskur bjór, eða eitthvað þaðan af sterkara. Svalirnar voru kjaft­ fullar af lögulegu kven­ fólki á giska sléttum aldri. Við töldum þær allar vera leikkonur, en vitaskuld kom annað á daginn; Moskva var að opn­ ast og vændið flaut nú hægt og vandræðalaust upp á yfir­ borðið. Og alla leið upp á fimmtu hæð á Hótel Rossía. Ein stúlknanna í hópnum gekk ögrandi að mér og dró forláta Sævars Karls­bindið mitt úr skyrtukraganum og henti því fram af svölunum. Svo blikkaði hún mig stríðs­ máluðu auga. Það var ekki laust við að litli strákurinn að norðan frysi á staðnum. Hvurslags kvikmyndahátíð var þetta? Hvaða klúbb vorum við komnir inn á? Daginn eftir gengum við félagarnir út á Rauða torgið. Í anddyri hótelsins stóð hróð­ ugur dyravörður með litríkt slifsi um hálsinn, ættað úr dýrtíðinni vestan af Íslandi. Ég blimskakkaði augunum af andliti mannsins niður á bindið, en þorði ekki að æmta. Um kvöldið var annar maður á dyravarðavaktinni. Með sama bindið. Og svona gekk það koll af kolli, dag eftir dag. Sæv­ ar Karl var utan um hálsinn á þeim öllum. Og þvílíkt bíó sem það var. Slifsið í Moskvu Málverk eftir Tolla fór á 1,8 milljónir Hart barist um verkið að sögn umboðsmanns á herrakvöldi Lionsklúbbsins Njarðar M álverk eftir myndlistar­ manninn Tolla seldist á 1,8 milljónir króna á herra­ kvöldi Lionsklúbbsins Njarðar sem fram fór í Súlnasal á Hótel Sögu síðastliðið föstudags­ kvöld. „Þetta er eitt hæsta verð sem greitt hefur verið fyrir málverk eft­ ir núlifandi íslenskan myndlistar­ mann. Það var mikið boðið í um­ rætt verk, sem er landslagsmynd eftir Tolla sem er rétt rúmur metri sinnum metri að stærð. Það var hart barist um það en á endanum var það slegið á 1,8 milljónir,“ segir Bjarni Sigurðsson, eigandi Smiðj­ unnar Listhúss, sem er umboðs­ aðili Tolla. Bjarni vildi ekki segja hver hefði keypt verkið þar sem það væri trúnaðarmál en samkvæmt heimildum DV er um að ræða fjár­ festi sem hefur mikinn áhuga á myndlist. Verk eftir fleiri fræga íslenska listamenn voru boðin upp á herra­ kvöldinu og má þar nefna verk eftir Pétur Gaut og Húbert Nóa en ekk­ ert verk fór nálægt verðinu sem greitt var fyrir mynd Tolla. Um 250 gestir voru á herrakvöldinu sem var hið glæsilegasta en miðinn kost­ aði 16 þúsund krónur. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráð­ herra var heiðursgestur á herra­ kvöldinu. Ari Edwald forstjóri og Helgi Jóhannesson lögfræðingur voru veislustjórar. n kristjana@dv.is Myndlistarunnandi greiddi offjár Á herrakvöldi Njarðar var boðið upp verk eftir Tolla sem fór á heilar 1,8 milljónir. T ónlistarkonan Urður Hákonar­ dóttir, oft kennd við GusGus, steig úr þægindahringnum nýverið og vann sýningu með tveimur danshöfundum. Af­ raksturinn er nýtt íslenskt sviðsverk, Óraunveruleikir, eftir hana, Valgerði Rúnarsdóttur og Þyrí Huld Árnadóttur. Verkið er sýnt í Kassanum í Þjóðleik­ húsinu og þar er boðið í ferðalag á vit hins óraunverulega. Verkið varð til í frjórri samvinnu. „Stelpurnar höfðu samband við mig fyrir rúmlega ári síðan. Við vorum all­ ar mjög spenntar fyrir því að vinna saman. Völu þekkti ég af förnum vegi og ég hafði nýlega verið að vinna með Þyrí í verkinu Á vit. Við hittumst og lögðum höfuðið í bleyti, fundum okkur efnivið sem varð mörk raunveruleikans og hins óraun­ verulega. Sköpunarferlið var mjög ólíkt því sem ég þekki úr stúdíóinu og var mjög gefandi og skemmtilegt. Ég hef lært alveg ótrúlega mikið á þessari vinnu.“ „Ég á margar götur“ Urður býr um þessar mundir í útjaðri borgarinnar rétt við Korpúlfsstaði. Hún hefur flutt ótal sinnum frá barns­ aldri, skipti oftsinnis um skóla en ber sterkar taugar til æskuheimilis móður sinnar, í Efstasundi, þar sem langamma hennar bjó. „Ég er fædd á Fæðingarheimilinu í Reykjavík. Mamma bjó þá í Skóla­ stræti. Við mæðgurnar fluttum mörg­ um sinnum þegar ég var barn og unglingur, ég hef ekki einu sinni tölu á því hversu oft. Ég á margar götur,“ segir hún. „Það er þó helst að ég hafi sterkar taugar til Efstasunds. Þar bjó langamma og þar var fastur punktur í mínu lífi í uppvextinum. Mamma ólst þar sjálf upp og ég lék mér mikið í hverfinu. Eins skipar Öldugata í Reykjavík sess hjá mér, en þar festi ég loks rætur á unglingsárum.“ Annars var ég mikið á flakki og held ég hafi grætt á því. Það hefur víkkað sjóndeildarhring minn, enda hef ég valið mér þannig starfsvettvang að ég þarf að halda flakkinu áfram."segir Urður frá. Langar að búa í sveit Urður hélt hún myndi aldrei yfir­ gefa 101 Reykjavík en nú er viðhorfið breytt og hana langar til að flytja upp í sveit. Þar er lífið laust við streitu og hún finnur fyrir ró. „Ég var búin að flækjast lengi í 101 Reykjavík en nú leigi ég íbúð rétt við Korpúlfsstaði. Ég sit einmitt núna og horfi út um gluggann og sé bara fjöll og snjó. Ekkert einasta hús. Hér er minna stress og mér finnst þetta gott líf. Stelpan mín er enn í skóla í mið­ bænum og ég keyri því á hverjum degi niður í miðbæ. Það er góð leið til að trappa sig niður, þessi ferða­ lög fram og til baka. Mig langar helst að flytja upp í sveit nú þegar ég hef samanburðinn,“ segir hún. n Göturnar í lífi mínu Urður Hákonardóttir tónlistarkona Flakkað um borgina Urður Hákonardóttir flutti ótal sinnum á barnsaldri og öðlaðist víðsýni Flakk um 101 Reykjavík Urður hefur flutt svo oft að hún hefur ekki tölu á vistaskiptunum. Hún hefur oftast búið í miðborginni en býr nú í útjaðri borgarinnar og líkar vel róin sem hún finnur þar. Óraunveruleikir Urður hefur átt farsælan feril í músík. Hún reyndi fyrir sér í nýju hlutverki og samdi dansverkið Óraunveruleikar með Þyrí Huld Árnadóttur og Valgerði Rúnarsdóttur. Mynd HULda SiF ÁSMUndSdÓttiR „Annars var ég mikið á flakki og ég held ég hafi grætt á því
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.