Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2014, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2014, Blaðsíða 10
Helgarblað 24.–27. janúar 201410 Fréttir A uðvitað er það þannig að brandarinn sjálfur er kannski bara kornið sem fyllir mælinn,“ segir Hann­ es Friðriksson sem lýsti því yfir í grein á vef Víkurfrétta á mánudag að hann ætlaði að flytja frá Keflavík vegna annáls sem sýnd­ ur var á þorrablóti Íþróttabandalags Keflavíkur um liðna helgi. Hannes sagði í greininni að hann hefði verið útmálaður neikvæðasti maður Reykjanesbæjar vegna greinaskrifa sinna. Hannes hefur þó heldur dregið í land með þá yfirlýsingu sína að hann ætli að flytja úr bæjarfélaginu. „Í fyrstu hugsaði ég niðurlag greinarinnar sem spaug í anda þess svarta húmors er mér fannst inn­ slagið vera. En ég verð að vera al­ veg heiðarlegur og viðurkenna að þar gerði ég mistök. Því það er hreint ekkert grín að láta sér til hugar koma að eðlilegt sé að láta flæma sig burtu úr bænum sínum sökum þátttöku og skoðana sinna í bæjarmálum,“ seg­ ir Hannes sem á börn og barnabörn í Keflavík og Njarðvík. „Og í mínum huga og eftir samræður við börnin þá er það lengsta sem ég myndi flytja væri úr Keflavík í Njarðvík. Ég verð að vera alveg ærlegur, ég hljóp á mig. Ég sagði of mikið. Ég er mikill garð­ áhugamaður og er búinn að rækta upp mikinn rósagarð og er bara í því allt árið nánast, það er mitt áhuga­ mál. Mér þætti sárt að missa garðinn minn og ég held að ég hafi sagt ein­ um of mikið þarna. Hins vegar vil ég alveg vera heiðarlegur með það að kannski það lengsta sem ég myndi fara er til Njarðvíkur og það á þeim forsendum að ég fengi garð til að rækta,“ segir Hannes og vitnar meðal annars í rokkkónginn sjálfan Rúnar Júlíusson. Í ágúst árið 1995 var nafnið Reykjanesbær samþykkt á fundi bæjarstjórnar Keflavíkur, Njarðvíkur og Hafna eftir að bæjarfélögin höfðu sameinast árið áður. Rúnar Júlíus­ son var afar ósáttur við þessa nafn­ breytingu og hafði heitið því að flytja úr bæjarfélaginu ef af henni yrði. „Hann fór hins vegar aldrei því hon­ um þótti svo vænt um bæinn sinn og það þykir mér líka. Það gæti orðið niðurstaðan en maður skal aldrei segja aldrei,“ segir Hannes. Afdrifarík undirskriftasöfnun Hannes segir þetta þorrablótsgrín hafa sært vini og kunningja hans sem voru í salnum en grínið beindist gegn honum og Guðbrandi Einars­ syni, fyrrverandi oddvita Samfylk­ ingarinnar í Reykjanesbæ, þar sem Hannes var sagður hafa skrifað 745. neikvæðu greinina á vef Víkurfrétta um rekstur Reykjanesbæjar og hefði þar með jafnað met Guðbrands frá 2007. Hann fékk fregnir af þorrablótinu frá vinum sínum og kunningjum sem tjáðu Hannesi að nafntogaðir einstaklingar úr Sjálfstæðisflokknum hefðu velst um úr hlátri yfir þessum brandara. Hann segir þessa upp­ ákomu hafa orðið til þess að hann fór að rifja upp þann tíma sem hann hefur verið í Reykjanesbæ. „Þá var ég bara skemmtilega virkur maður að flytja í bæinn með konunni minni sem fæddist þarna og ólst upp. Ég fór með henni í veislur hjá Sjálfstæðis­ flokknum og að endingu gekk ég í flokkinn í Reykjanesbæ en tók fljótlega eftir því að þetta var mjög furðuleg samkoma. Ég hafði aldrei kynnst svona pólitísku starfi en tók strax eftir að þeir vildu hafa Já­menn í kringum sig í stað þeirra sem bentu á það sem betur mætti fara,“ segir Hannes. Hann mætti á vel flesta laugar­ dagsfundi Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ en á þessum tíma var verið að leggja drög að einkavæð­ ingu Hitaveitu Suðurnesja, en ríkið seldi 15 prósenta hlut í fyrirtækinu til Geysis Green Energy árið 2007. Hannes hafði heyrt af töluverðri óá­ nægju í bæjarfélaginu með þetta einkavæðingarferli. „Þegar hita­ veitan var stofnuð voru íbúar á Suðurnesjum stoltir af henni. Verðlagningin var miðuð við að þetta væri ekki gróðafyrirtæki held­ ur var þetta ein af grunnstoðum samfélagsins. Þetta var fyrirtæki sem skaffaði okkur hita og rafmagn. Svo ákveða þeir að einkavæða hita­ veituna og ég var ekki sáttur við það,“ segir Hannes sem segist hafa talað gegn einkavæðingunni á afmæl­ isfundi í laugardagskaffi Sjálfstæðis­ flokksins í Reykjanesbæ í Duus­húsi. „Enginn hér inni sem mun bjarga þér“ „Þar sat Árni Johnsen og nafni hans Árni Sigfússon. Ég sagði að mér heyrðist að meirihluti íbúanna væri á móti þessu. Ég ætlaði að vera svo göf­ ugur í þessu að í stað þess að beina þessu bara til Reykjanesbæjar ætlaði ég að gera öll sveitarfélögin á svæð­ inu ábyrg fyrir þessu,“ segir Hannes sem tjáði fundarmönnum að hann ætlaði að safna undirskriftum gegn þessari einkavæðingu. „Á þessum laugardagsfundi situr einn af fylgj­ endum Sjálfstæðisflokksins. Hann sagði: „Hannes, þú gerir þér grein fyrir einu. Ef þú ferð í þessa undir­ skriftasöfnun er það eins og að hoppa yfir breiðan læk. Ef þú dettur ofan í þá skaltu hafa það á hreinu að það er enginn hér inni sem mun bjarga þér“,“ segir Hannes en segir einn mann hafa rétt upp hönd og lýst því yfir að hann væri hlynntur því að Hannes myndi safna þessum undir­ skriftum. Það reyndist vera Árni Johnsen. „Hann var sá eini af þeim öllum sem fannst sjálfsagt að ég færi í þessa undirskriftasöfnun. Ég tilkynnti þessa undirskriftasöfnun og í kjöl­ farið skrifaði Styrmir Gunnarsson leiðara um mig í Morgunblaðinu þar sem hann lýsti yfir stuðningi sínum við mig og lýsti yfir andstöðu sinni við einkavæðingu hitaveitunnar. Hann sagði mig rödd fólksins sem mér fannst vera mikill heiður,“ segir Hannes sem safnaði 5.300 undir­ skriftum á fimm dögum. „Það var vel rúmlega helmingur allra kosninga­ bærra manna á Reykjanesskaganum á þeim tíma,“ segir Hannes. Gamlir vinir heilsuðu ekki Eftir þessa undirskriftasöfnun Hann­ esar fór hann að finna fyrir því að hann væri ekki lengur velkominn hjá sumu fólki í Reykjanesbæ. „Ég fékk þó að heyra frá nokkrum að þeim þætti ég alltof neikvæður og minntu mig á að þessi einkavæðing væri já­ kvæð fyrir sveitarfélagið. Það sem mér þótti þó verst var að gamlir vin­ ir konunnar minnar hættu að heilsa henni. Það gekk svo langt að við vorum að spila golf með fólki sem þorði að vera kunningjar okkar. Þá gekk framhjá okkur fyrrverandi sam­ flokkskona sem hafði verið góð vin­ kona konunnar minnar. Hún heils­ aði ekki. Þar með vorum við komin úr hópnum og vorum ekki lengur í samtryggingu sjálfstæðismanna og urðum að standa á eigin fótum. Það var svo sem allt í lagi því þá veit mað­ ur hverjir eru vinir manns og hverjir ekki,“ segir Hannes. Hann segir þetta vera taktík sem sjálfstæðismenn beita fyrir kosningar. „Þeir byrja að útmála. Þú ert annað­ hvort með okkur eða á móti okkur. Þetta er nákvæmlega sama taktík og þeir hafa áður beitt. Ég er hins vegar ekki á móti öllu. Ég sé fullt af góð­ um hlutum gerast í þessum bæ. Ég set hins vegar alltaf spurningarmerki við kostnaðinn. Í dag er skuldahlutfall Reykjanesbæjar svo slæmt að með þessu áframhaldi er sveitarfélagið ekki lengur að reka sig á þeim tekjum sem það hefur,“ segir Hannes. Hann segir þennan brandara sem var látinn falla á þorrablótinu vera skilaboð til þeirra sem gagnrýna stefnu meirihlutans. „Ég get alveg borið það að vera kallaður neikvæð­ ur. Ég sætti mig hins vegar ekki við að vera kallaður neikvæður vegna þess að ég skrifa grein um málefni Reykjanesbæjar. Það er rosalega erfitt að vera jákvæður þegar maður skrifar um málefni sveitarfélagsins, þó svo að það sé fullt af jákvæðum hlutum að gerast hér.“ n Hannes vill búa áfram í Keflavík n „Ég sagði of mikið“ n Þykir vænt um bæinn og fannst sárt að vera kallaður neikvæður Birgir Olgeirsson birgir@dv.is „Ég verð að vera alveg ærlegur, ég hljóp á mig. Í garðinum sínum Hannes á börn og barnabörn í Keflavík sem honum þætti leiðinlegt að fara frá. Honum þykir líka vænt um garðinn sinn, sem hann hefur ræktað af natni. mynd þOrri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.