Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2014, Blaðsíða 21
Helgarblað 24.–27. janúar 2014 Fréttir Erlent 21
H
æstiréttur Víetnams
dæmdi á mánudaginn 30
manns, 21 karlmann og 9
konur, til dauða fyrir eitur
lyfjasmygl. 59 til viðbótar
fengu vægari dóma. Þrettán voru
dæmdir í lífstíðarfangelsi og hinir
46 hlutu misþungar refsingar; allt
frá skilorðsbundnum refsingum til
20 ára óskilorðsbundinna fangelsis
dóma. Þar með er stærsta dómsmál
í réttarsögu Víetnams til lykta leitt,
en réttað var í 17 daga yfir sakborn
ingunum 89. Dómfelldu, sem allir
eru Víetnamar, tilheyra fjórum stór
um eiturlyfja smyglhringjum og hin
ar refsinæmu athafnir snerta inn
flutning á heróíni og öðrum hörðum
fíkniefnum á milli Laos, Kína og Ví
etnams. Brotin voru framin á löngu
tímabili, á milli áranna 2006 og
2012, en handtakan var framkvæmd
í ágúst í fyrra. Alls lagði lögreglan
hald á 12 tonn af heróíni, auk mikils
magns annarra efna; tuttugu lúxus
bifreiðar og fjöldann allan af vopn
um. Höfuð paur eins af glæpahringj
unum fjórum leikur enn lausum
hala. Hans er nú leitað.
Þungar refsingar
Sökum fjölda sakborninga og alvar
leika brotanna voru réttarhöldin
haldin í utan dyra, í stórum garði
víetnamsks fangelsis, þar sem
flestir sakborninganna voru vistað
ir. Mikill fjöldi her og lögreglu
manna var viðstaddur réttarhöldin,
til að tryggja að allt færi vel fram.
Refsingar fyrir fíkniefnalagabrot
eru óvíða þyngri en í Víetnam. Sem
dæmi hafa dómarar heimild til að
dæma hvern þann til dauða sem
gripinn er með yfir 600 grömm af
heróíni eða yfir 20 grömm af ópíum.
Yfir 700 manns, þar á meðal nokkr
ir útlendingar, bíða nú örlaga sinna
á hinum svokölluðu „dauðagöng
um“ fangelsa landsins – flestir fyrir
fíkniefnalagabrot. Margfalt fleiri
sitja inni fyrir vægari fíkniefnalaga
brot. Samkvæmt opinberum tölum
eru um 180.000 eiturlyfjaneytendur
í landinu.
Áhyggjufull
mannréttindasamtök
Þótt ríkið sjálft gefi ekki út tölfræði
yfir fjölda dauðadóma á hverju ári,
telja ýmis mannréttindasamtök,
þar á meðal Amnesty International,
að 86 dauðadómar hafi fallið árið
2012 og að 5 aftökur hafi verið fram
kvæmdar sama ár. Amnesty hefur
gefið út yfirlýsingu vegna dauðadó
manna þrjátíu, þar sem samtökin
lýsa vonbrigðum sínum. „Við erum
á móti dauðarefsingum – alltaf og
alls staðar,“ segir starfsmaður sam
takanna, Rupert Abbott, í samtali
við Bangkok Post og heldur áfram.
„Í stað þess að halda áfram að fella
dauðadóma á dauðadóma ofan,
eiga víetnömsk stjórnvöld að sjálf
sögðu að fella þessi hegningarlaga
ákvæði úr gildi, eins gert hefur verið
víðast hvar annars staðar í heimin
um.“
Samkvæmt tölum frá Amnesty
voru alls 1.722 manns dæmdir til
dauða árið 2012 í 58 löndum. n
Uggandi vegna
dauðarefsinga
n Þungar refsingar fyrir eiturlyfjasmygl í Víetnam
Baldur Eiríksson
baldure@dv.is
Selur í skógi
Óvenjuleg sjón blasti við Susönnu
Jensen, 25 ára norskri konu, þegar
hún var á gangi með hundinn
sinn í skóglendi við strandbæinn
Moss við suðausturströnd Noregs
á dögunum. Þreytulegur selkópur
mætti henni á göngunni og virtist
sá hafa villst á leið sinni til sjávar.
„Hann virtist vera ánægður að
sjá mig,“ segir Jensen í samtali
við norska fjölmiðla. Eftir að hafa
eytt klukkustund í að reyna að
ná selnum og beina honum í átt
til sjávar gafst Jensen upp vegna
þess að hundinum hennar var
orðið nokkuð kalt. Faðir hennar
fann kópinn skömmu síðar og bar
hann til sjávar. Kópurinn stakk sér
til stunds og lét sig hverfa.
Fjórtán ár
fyrir smygl
Andrea Waldeck, 43 ára bresk
kona, hefur verið dæmd í 14
ára fangelsi í Indónesíu fyrir að
smygla 1,4 kílóum af metam
fetamíni til landsins. Óhætt er
að segja að Waldeck hafi slopp
ið vel því hún átti dauðarefsingu
yfir höfði sér. Hún var handtek
in á hóteli í apríl 2013 og fund
ust fíkniefnin falin í nærbuxum
hennar. Hafði lögregla elt hana af
flugvellinum og á hótelið. Fyrir
dómi sagði hún að hún hefði ver
ið beitt þrýstingi af glæpamönn
um í Kína þaðan sem hún kom
með efnin til Indónesíu.
Ríki sem leyfa dauðarefsingar
Afganistan, Alsír, Bandaríkin, Barein, Bangladess, Barbados, Botsvana, Tsjad, Kína,
Austur-Kongó, Egyptaland, Miðbaugs-Gínea, Gambía, Gana, Gínea, Gvæjana, Indland,
Indónesía, Íran, Írak, Japan, Jórdanía, Kenía, Kúveit, Laos, Líbanon, Líbería, Líbía,
Maldíveyjar, Malasía, Malí, Máritanía, Mongólía, Marakkó, Búrma, Nígería, Norður-Kórea,
Pakistan, heimastjórn Palestínu, Katar, Sádi-Arabía, Singapúr, Sómalía, Suður-Kórea,
Suður-Súdan, Srí Lanka, Súdan, Svasíland, Taívan, Tansanía, Taíland, Trínidad og Tóba-
gó, Túnis, Sameinuðu arabísku furstadæmin, Víetnam, Jemen, Sambía, Simbabve.
„Við erum á móti
dauðarefsingum
– alltaf og alls staðar
Skaut særðan til bana
Sænskur lögregluþjónn ákærður fyrir manndráp
S
ænskur lögregluþjónn sem
skaut 24 ára karlmann til bana
í fyrrasumar hefur verið ákærð
ur fyrir manndráp. Atvikið átti
sér stað í júlí en lögregla hafði feng
ið tilkynningu um mann, vopnaðan
hnífi, sem gerði sér að leik að ráðast
á saklausa vegfarendur í bænum Var
berg. Réðst hann meðal annars á tvo
karla og eldri konu sem síðar lést af
sárum sínum. Þegar lögregluþjónar
komu á staðinn gekk árásarmaðurinn
að þeim og hvatti þá til að skjóta sig.
Svo fór að lögregluþjónn skaut tveim
ur viðvörunarskotum upp í loftið og
einu skoti sem missti marks í átt að
öðrum fótlegg hans. Maðurinn lét sér
ekki segjast og hélt áfram að nálgast
lögregluþjónana. Lögregluþjónninn
skaut þá fjórða skotinu sem endaði í
fótlegg mannsins. Lögregluþjónninn
skaut svo fimmta skotinu í kvið hans
þegar hann gerði sig líklegan til að
skríða í átt að lögreglu. Árásarmaður
inn lést af sárum sínum á sjúkrahúsi
síðar þennan sama dag.
Ákæra var gefin út í málinu á mið
vikudag fyrir manndráp og brot í op
inberu starfi. Að sögn saksóknara sem
fer með málið var ekki réttlætanlegt
af lögregluþjóninum að skjóta mann
inn í kviðinn þegar hann hafði þegar
sært hann. Engin ógn hefði stafað af
honum vegna skotsársins á fótleggn
um. Að sögn sænskra fjölmiðla höfðu
félagar mannsins tilkynnt ógnandi
hegðun hans til lögreglu nokkrum
dögum fyrir þennan örlagaríka dag í
fyrrasumar. n
einar@dv.is
Sænska lögreglan Lögregluþjónninn
sem um ræðir þurfti ekki að skjóta skotinu
sem að lokum varð manninum að aldurtila.
Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint.
Virðing
RéttlætiVR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | S. 510 1700 | F. 510 1717 | WWW.VR.IS
Samkvæmt lögum VR gerir Uppstillinganefnd tillögu um skipan í trúnaðarráð
félagsins. Áhugasamir geta geð kost á sér með því að senda erindi á netfangið
uppstillinganefnd@vr.is fyrir kl. 12 á hádegi þann 31. janúar nk.
Uppstillinganefnd stillir upp lista til trúnaðarráðs sem endurspeglar félagið eins
og mögulegt er hvað varðar aldur, kyn og störf félagsmanna. Einnig verður litið
til félagsaðildar og starfa fyrir félagið.
Hlutverk trúnaðarráðs VR er að vera stjórn félagsins ráðgefandi varðandi ýmis
stærri málefni sem upp koma í starfsemi félagsins svo sem við gerð
kjarasamninga og stærri framkvæmda.
Uppstillinganefnd VR
Viltu leggja þitt af
mörkum í starf i VR?