Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2014, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2014, Blaðsíða 12
Helgarblað 24.–27. janúar 201412 Fréttir M unnlegur málflutningur í Stokkseyrarmálinu svo- kallaða fór fram síðast- liðinn þriðjudag. Málið hefur vakið mikla athygli í fjölmiðlum og lýsingar fórnarlamba og vitna bera þess merki að ofbeld- ismennirnir hafi verið mjög grófir og lítið haldið aftur af sér. Sjálfir bera þeir við minnisleysi eða halda því fram að þeir hafi ekki tekið þátt í frelsissvipt- ingu og pyntingum. Alls eru fimm ákærðir í málinu, þeir Stefán Logi Sívarsson, Stefán Blackburn, Davíð Freyr Magnússon, Hinrik Geir Helgason og Gísli Þór Gunnarsson. Fórnarlömbin í mál- inu eru tveir menn, og hér eftir fá þeir dulnöfnin Árni og Gunnar. Ástarkynni uppspretta árásar Samkvæmt málflutningi vararíkissak- sóknara, Helga Magnúsar Gunnars- sonar, vann Árni það eitt sér til saka að hafa annaðhvort sagt Stefáni Loga of seint frá ástarsambandi Gunnars og barnsmóður Stefáns Loga, eða þá að hafa kynnt Gunnar fyrir konunni í samkvæmi. Árni, var að mati sak- sóknara sviptur frelsi sínu rétt eins og Gunnar, en farið var sérstaklega heim til Gunnars og hann sóttur. Þaðan var farið með hann í íbúð- ina í Breiðholti, þar sem honum var misþyrmt. Samkvæmt vitnisburði Árna var Gunnar barinn þar til óbóta af þeim Stefáni Loga og Blackburn, áður en þeir voru báðir fluttir í íbúð í Hafnarfirði. Sjálfur sagði Gunnar fyrir dómi að þar hefði ofbeldið og pyntingarnar ekki hafist af alvöru fyrr en Stefán Logi kom. Eftir dágóðan tíma var ákveðið að fara með Gunnar til Stokkseyrar. Þar var hann bundinn við burðarbita í kjallara íbúðarhús- næðis, keflaður og klæddur í svart- an ruslapoka og skilinn eftir. Húsráð- andinn á Stokkseyri ákvað þó fljótlega að veita manninum frelsi, en þó ekki fyrr en hann hafði fengið leyfi hjá árásarmanninum. Þá var Stefán Logi einnig ákærð- ur fyrir að hafa ráðist á barnsmóður sína og fyrir að hafa ekið undir áhrif- um fíkniefna, en hann játaði síðast- nefndu brotin á sig. „Fíkniefna og sterageðveiki” „Hann er stórhættulegur umhverfi sínu og á sér engar málsbætur,“ sagði Helgi Magnús í ræðu sinni og bætti því við að aðeins tilviljun ráði því hvenær einhver muni falla fyrir hans hendi, hvort sem það verður hann sjálfur eða einhver annar. Að hans mati var það augljóst að þeir nafnar, Stefán Logi og Black- burn hefðu haft sig langmest frammi í pyntingum á þeim Árna og Gunnari. Faðir Stefáns Loga, bar vitni fyrir dómi og lýsti ástandinu á mönnun- um á þann veginn að þetta hefði ver- ið gert í „fíkniefna- og sterageðveiki.“ Helga Magnúsi fannst það lýsa at- burðarásinni vel, sem hefði verið furðuleg og erfið að útskýra. Krefst sex ára fangelsisvistar Helgi Magnús sagði einnig að það hefði verið mikið verk að púsla atburða- rásinni saman samkvæmt frásögnum vitna og öðrum gögnum málsins. Þá sagði hann einnig að augljóslega hafi verið reynt að þagga niður í vitnum, sem sjáist meðal annars á því að fram- burður hafi breyst frá því sem kom fram við skýrslu tökur hjá lögreglu. Hann krefst þess að Stefán Logi verði dæmdur til fangelsisvistar í sex ár og að Stefán Blackburn fái fimm og hálfs árs dóm. Ný kynslóð ribbalda Lýsingar réttargæslumanna þeirra Árna og Gunnars, á högum þeirra eftir árásina voru ekki góðar. Gunnar hefur verið í sálfræðimeðferð og flutti út á land þar sem honum finnst hann ekki öruggur í höfuðborginni. Það hafi slitið tengsl hans við fjölskyldu sína. „Það var mikil mildi, í raun hrein tilviljun, að hann hafi ekki dáið,“ sagði réttargæslumaðurinn og bætti því að afleiðingarnar væru varanlegar, bæði líkamlegar og andlegar. Maðurinn fer fram á fimm millj- ónir í miskabætur, auk þess að fá lækniskostnað og vinnutap greitt. Árni hefur verið á meðferðarheim- ili frá því í haust þar sem hann glímir meðal annars við afleiðingar árásar- innar en hann gerir sömu miskabóta- kröfu og Gunnar. „Einhverjum gæti þótt krafan há, en það erfitt að finna sambærilegt mál. Árásin er með þvi allra grófasta sem þekkist og komin er fram ný kynslóð ribbalda sem svífast einskis,“ sagði réttargæslumaður Árna. Ranglega dæmdur fyrr á árinu Verjendur þeirra Stefáns Loga og Blackburn sögðu báðir að skjól- stæðingar þeirra hefðu ekki kom- ið nálægt frelsissviptingu og pynting- um. Saksóknari hefði ekki getað bent á að þeir hefðu nokkuð komið þar ná- lægt. Verjandi Stefáns Loga, Vilhjálm- ur Hans Vilhjálmsson, sagði að Stef- án hefði ranglega verið dæmdur fyrir kynferðisafbrot í janúar á síðasta ári og í kjölfarið hafið mikla fíkniefnaneyslu. Hann hefði verið í neyslu umrætt kvöld og nótt, auk þess að hafa orðið fyrir líkamsárás rúmlega mánuði áður. „Ég fylgdist með því hvernig neysla hans jókst dag frá degi, það bætti svo ekki úr skák að hann varð fyrir líkamsárás í maí og hann var því vægt til orða tekið ekki í góðu formi,“ sagði Vilhjálmur í ræðu sinni. „Eftir að þessum túr Stefáns lauk og hann hóf að afplána gæsluvarðhald hef- ur hann hætt neyslu, er á svokölluð- um AA gangi í fangelsinu,“ sagði Vil- hjálmur jafnframt. Taldi Vilhjálmur að hæfileg lengd fangelsisdóms væri á milli eins til fjögurra ára, vegna þeirra brota sem hann játaði á sig. Árni aldrei sviptur frelsi? Vilhjálmur sagði það ósannað að Gunnar hefði verið fluttur í Hafnar- fjörð að undirlagi Stefáns Loga, það- an sem hann var færður til Stokks- eyrar. Stefán hafi aðeins stoppað stutt í íbúðarhúsnæðinu í Hafnarfirði og að við læknisskoðun hefðu engin ummerki fundist um að hann hefði kveikt í kynfærum Gunnars, líkt og saksóknari héldi fram. Þá styðji frá- sögn Árna þessar fullyrðingar Vil- hjálms, en hann sagði að ekki hefði verið kveikt í neinum. Vilhjálmur sagði einnig að Árni hefði aldrei verið sviptur sínu frelsi. Hann hefði í sífellu talað á þann hátt að hann gæti yfirgefið svæðið. Þannig hafi hann setið í stofunni í íbúðar- húsnæðinu í Hafnarfirði ásamt föður Stefáns Loga, en sá síðarnefndi sagði fyrir dómi að hann hefði margbeðið Árna um að yfirgefa húsnæðið þar sem hann væri of „góður“ einstak- lingur til að vera í þessum félagsskap. Fór ekki til Stokkseyrar Verjandi Stefáns Blackburn, Stefán Karl Kristjánsson, segir að sam- kvæmt símagögnum hafi Stefán Blackburn hvorki tekið þátt í líkams- árás og frelsissviptingu í Breiðholti né hafi hann farið til Stokkseyrar. Síma- gögn sýni að Stefán hafi verið í bíln- um sem fór til Stokkseyrar en líklegt sé að hann hafi hins vegar farið til Selfoss þar sem móðir hans býr. Sam- kvæmt gögnum tengdist sími hans ekki því mastri sem þjónustar Stokks- eyri heldur því sem þjónar Selfossi. Sími Davíðs Freys, sem húsráð- andinn á Stokkseyri þekkti og bar kennsl á, tengdist hins vegar mastrinu á Stokkseyri. Áður hafði Davíð Freyr viðurkennt að það hafi verið hans hugmynd að fara til Stokkseyrar með Gunnar. Taldi Stefán Karl að hæfileg refsing Stefáns Blackburn yrði tíu til tólf mánaða, en líkt og Stefán Logi ját- aði hann á sig umferðarlagabrot og að hafa ekið undir áhrifum fíkniefna. Segja erfitt að sjá nákvæmar sakir Saksóknari fjallaði lítið um mál þeirra Davíðs, Hinriks og Gísla, en þeirra þáttur í málinu virðist einkennast af því að þeir hafi haldið uppi ógn með því að vera á staðnum á meðan meintar frelsissviptingar áttu sér stað. Saksóknari krafðist 3–4 ára dóma yfir þre menningunum, en verjend- ur þeirra kvörtuðu yfir því að erfitt væri að sjá út frá kærum hvað þeir hefðu nákvæmlega átt að hafa gert af sér. Í kærunni er hvergi minnst á samverknað og spurði einni dómara Helga Magnús sérstaklega út í þetta. Svarið var á þá leið að það réðist af atvikum málsins hvort um slíkt hefði verið að ræða og að hann teldi ekki að sérstaklega þyrfti að taka það fram. Ítarlega hefur verið sagt frá at- burðarásinni eins og henni var lýst í dómsal, bæði í DV og á vefnum DV. is. Á vefnum hafa allar fréttirnar ver- ið tengdar saman í einu fréttamáli, og ef leitað er á síðunni með leitar- orðinu „Stokkseyrarmál“ koma þær allar upp. n vill 6 ára fangelsi Stokkseyrarmálið: n Saksóknari krefst þungrar refsingar yfir Stefán Loga og Stefáni Blackburn Rögnvaldur Már Helgason rognvaldur@dv.is „Hann er stórhættu- legur umhverfi sínu og á sér engar málsbætur. Stefán Blackburn Verjandi hans segir að samkvæmt símagögnum hafi hann ekki tekið þátt í meintri frelsissviptingu í Breiðholti. Þá hafi hann ekki farið til Stokkseyrar með fórnarlambið. Stefán Logi Sívarsson Neitar að hafa komið nálægt pyntingum og frelsissvipt- ingu í Stokks- eyrarmálinu. MyNdiR SigtRygguR ARi „Ég fylgdist með því hvernig neysla hans jókst dag frá degi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.