Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2014, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2014, Blaðsíða 13
Helgarblað 24.–27. janúar 2014 Fréttir 13 norðurslóðir n Stórveldin nýta sér vanþekkingu á umhverfismálum n Ísland aftarlega á merinni M álefni norðurslóða voru í brennidepli í liðinni viku og þá sérstaklega hvað varðar leit, vinnslu og nýt- ingu orkuauðlinda norð- ursins. Efnt var til mótmæla í Þjóð- menningarhúsinu. Tilefnið var stefna stjórnvalda varðandi olíuleit og olíu- vinnslu á Drekasvæðinu og undir- skrift þriðja og síðasta sérleyfis sem Orkustofnun gaf út vegna olíuleitar þar. Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Guðni A. Jóhannesson orkumálastjóri og fulltrúar frá íslensku útibúi kínverska orkufyrirtækisins CNOOC ásamt Ey- kon Energy og Petoro Iceland skrif- uðu undir leyfið. Mótsagnakennd stefna ríkisstjórnar Umhverfissamtökin sem stóðu að mótmælunum krefjast þess að ríkis- stjórn Íslands og Alþingi hætti tafar- laust við allar áætlanir um vinnslu olíu og gass innan efnahagslögsögu landsins með tilliti til þess að lofts- lagsbreytingar séu stærsta vanda- mál sem mannkyn stendur frammi fyrir. Studdu samtökin sig við fimmtu skýrslu Vísindanefndar Sameinuðu þjóðanna sem sem kom út s.l. haust og tók að þeirra mati allan vafa af um að loftslagsbreytingar eru raun- verulegar og að þær stafi ótvírætt af mannavöldum. Benda þau á að alvarlegustu áhrifin fyrir afkomu Íslendinga sé súrnun sjávar vegna síaukinnar los- unar koltvísýrings út í andrúmsloft- ið en sem mun hafa alvarleg áhrif á fiskistofna við strendur landsins. Þá sé óupptalið það tjón sem olíuslys inn- an íslenskrar lögsögu myndi valda en margfalt erfiðara er að eiga við þess konar slys við kaldar og myrkar að- stæður á norðurslóðum, m.a. vegna efniseiginleika olíu. „Ríkisstjórn Íslands hreykir sér af umhverfisvænni orku; selur þá ímynd út á við á sama tíma og hún hvetur stórfyrirtæki til þess að leita að olíu til vinnslu innan íslenskrar lögsögu. Við mótmælum þessari mótsagnakenndu stefnu.“ Rannsaka samfélög norðurslóða Katla Kjartansdóttir og Kristinn Schram hafa rannsakað samfélög norðurslóða síðustu ár og þær mót- sagnir sem ríkja um málefni norður- slóða. Þau hafa rýnt í hugmynd- ir og ímyndir sem liggja að baki nýja norðrinu og ferðast um norðurslóð- ir í því skyni að grennslast fyrir um menningu samfélaga. Kristinn og Katla segjast bæði telja mikilvægt að styrkja innviði þeirra samfélaga þar sem stórfyrirtæki seilast eftir ágóða. Vanmáttur smáþjóða felst stundum í skorti á menntun og þekkingu en slíkan vanmátt getur verið auðvelt að misnota. Ímyndin er skökk Katla segir brenna við að talað sé um þá fjölbreyttu og fjölmörgu hópa á norðurslóðum eins og þeir hafi eina rödd. „Það er margslungnara en svo. Ímyndin sem lengi hefur verið af þess- um þjóðum sem frumstæðum er að sumu leyti skökk og veikir mótstöðu- aflið hjá þeim þjóðum sem þarna eru. Það er talað um að þær hafi ekki afl til þess að taka ákvarðanirnar sem að snúa að eigin hagsmunum. Það er auðvitað ekki rétt en þó er nauðsyn- legt að styrkja innviði þessara sam- félaga. Þá er ég sérstaklega að hugsa um Grænland. Samfélagsstrúktúr- inn er mjög veiklaður eftir nýlendu- sögu þeirra. Það skiptir máli. Það þarf að fara í að byggja upp innviði sam- félagsins. Áður en ráðist er í þá viða- miklu auðlindavinnslu sem fyrir ligg- ur. Við Íslendingar ættum að vera að sinna því hlutverki enn frekar og að- stoða þessi minni samfélög til þess að öðlast vigt á meðal stærri þjóða.“ Efins um stóra drauma Hún segir gróðahugmyndir að sumu leyti einkenna þær væntingar sem gerðar eru til þróunar samfélaga á norðurslóðum og hún er efins um þær. „Já, ég er efins. Þetta eru stór- ir draumar og þessi gróðavon of ráð- andi. Þess vegna finnst mér mikilvægt að það sé stigið varlega til jarðar. Það er mín skoðun að náttúran og um- hverfið þurfi að vera í forgrunni áður en farið er í miklar framkvæmdir. Við þurfum að vinna forvinnu og rann- sóknir vel áður. Því fylgir auðvitað kostnaður. Í tengslum við ákvarðanatökuna þurfa sem flestar raddir að koma að borðinu og ekki síst þeir íbúar sem á svæðinu búa. Þeirra raddir eiga líka að hafa meira vægi í ákvarðanatöku en aðrar.“ „Frumbyggjar hafa oft lítinn atbeina í stefnumótun, ekki síst utan eigin samfélaga,“ segir Kristinn. „Það er samt meira en oft er látið í veðri vaka í vestrænum fjölmiðlum þótt það sé langur vegur í að vera viðunandi. Þar má nefna þátttöku þeirra í Norð- urskautsráðinu og Samtök Inúíta á svæðunum umhverfis norðurpólinn. Þau samtök voru að nokkru leyti svar við vaxandi leit að olíu og jarðgasi og öfgafullum sveiflum í efnahagsþróun þar að lútandi. Við Íslendingar höfum að sjálfsögðu sömu hagsmuna að gæta. Almennt hefur dregið saman með ríkj- um á norðurslóðum í stefnumótun til stöðugleika og sjálfbærni. Norður- skautsráðið er meðal annars sá sam- starfsvettvangur og margir vilja styrkja stofnanir þess og gera þær áhrifaríkari.“ Holur hljómur í yfirlýsingum Hvað varðar umhverfismálin telja þau þversagnir í opinberum yfirlýsing- um. „Oft er holur hljómur í yfirlýsing- um um sjálfbærni á norðurslóðum en sem betur fer býr stundum alvara að baki,“ segir Kristinn. „Það eru alltaf ákveðin átök á milli efnahags- og atvinnuþróunar og um- hverfisverndar enda hvoru tveggja gert hátt undir höfði í norðurslóða- stefnu Íslands.“ Yfirleitt halli þó á umhverfis- verndina. „Ísland hagar sér oft eins og dæmigert smáríki sem sækist eft- ir ábyrgð á þessum mikilvægu mál- efnum, eykur svo bara á vandann en kennir öðrum um. Dæmi um þetta er hlutfallslega hár kolefnisútblástur Ís- lendinga vegna stóriðju sem núver- andi ríkisstjórn vildi sjá meira af.“ Einsleit ímynd og klisjur norðursins En hvaða hugmyndir skyldu Ís- lendingar hafa af íbúum norðurslóða? Kristinn og Katla sammælast um að sú ímynd sé sjálfsagt heldur einsleit Katla nefnir ýmsar mýtur í því samhengi: „Sterkustu klisjurnar eru að á norðurslóðum búi frumstæðar þjóðir sem séu í óvenju sterkum tengslum við hrjóstruga og hrikalega náttúru. Þessari klisju er víða haldið á lofti enda kemur hún sér vel þegar kemur að markaðssetningu og ferða- mannaiðnaði. Íslensk fyrirtæki leika sér oft með slíkar klisjur og stundum blasa við okkur einhvers konar „villt náttúrubörn“ á strætóskýlum borgar- innar. Ég tel mikilvægt að við áttum okkur á því að þjóðir á norðurslóð- um eru mun nútímalegri og fjölþjóð- legri en ímyndin gefur til kynna. Við erum auðvitað langt frá því að vera einsleitur hópur. Það kom okkur Kristni til dæmis á óvart hve samfélag- ið í Nuuk er að sumu leyti nútímalegt og fjölmenningarlegt og hversu sam- ofið það er okkar. Götulífið þar bar til dæmis með sér mun meiri menn- ingarlega fjölbreytni og tískumeðvit- und en við bjuggumst við. Það kom líka á óvart hversu efnishyggjan er þar áberandi í efri lögum samfélagsins og unga fólkið virðist vera upptekið af því sama og víða annars staðar: merkja- vöru og græjum. Þar eru þó líka áber- andi sterkar andstæður á milli ólíkra samfélagshópa og bilið milli þeirra lægst settu og hinna sem betur hafa það er sláandi.“ Auðvelt að nýta sér vanmátt Mikilvægt er að styrkja innviðina, telja bæði Kristinn og Katla. „Ég myndi leggja áherslu á að styrkja innviðina og efla menningar- samstarf,“ segir Katla. „Ég held að það sé algjört lykilatriði og þar er menntun grundvallaratriði. Bæði grunn-, framhalds- og ekki síst há- skólamenntun. Fólk þarf líka að hafa tækifæri til þess að eiga gott líf á heimaslóðum eftir að það hefur lokið menntun sinni. Þá skiptir umhverfis- vitundin einnig verulega miklu máli, hún á alltaf að vera í fyrsta sæti. Ef það er menntunar skortur á þessum svæðum varðandi afleiðingar meng- unar og loftslagsbreytinga þá er auð- velt fyrir stórfyrirtæki að nýta sér þann vanmátt. Að byggja upp menntun og menningarlegan styrk verður ekki gert á einni nóttu en öll skref í þá átt eru já- kvæð og mikilvæg. Þá hafa samfélög á norðurslóðum oft mikla þekkingu fram að færa – til dæmis hvernig að- lagast megi breytingum á náttúrufari.“ Nýtt nám í vestnorrænum fræðum Kristinn er forstöðumaður Rann- sóknaseturs um norðurslóðir. Rannsóknasetrið tengir saman þverfaglegar rannsóknir um mál- efni norðurslóða. Það starfar innan Alþjóðamálastofnunar Háskóla Ís- lands og leggur áherslu á hlutverk ríkja, stofnana og óopinberra aðila í stjórnar háttum, menningu og sam- félagi á norðurslóðum. Það hefur líka það að markmiði að styrkja rann- sóknasamstarf og umræðu um mál- efni norðurslóða á Íslandi með opnum fyrirlestrum, ráðstefnum, útgáfustarf- semi og þverfaglegum námskeiðum, og með því efla samstarf á þessu sviði við innlend og alþjóðleg tengslanet. „Við höfum ekki síður áhuga á vestnorrænum málefnum. Við tökum þátt í rannsóknum og uppbyggingu sameiginlegs meistaranáms með há- skólunum á Akureyri, Nuuk, Þórshöfn og Nordland í Noregi. Meistaranemar munu geta ferðast á milli þessara há- skóla og náð sér í gráðu í vestnorræn- um fræðum með áherslu á sjálfbærni og stjórnun á norðurslóðum.“ n Kristjana Guðbrandsdóttir kristjana@dv.is „Maður spyr sig, hver græðir á því að byggja upp þessi sam- félög og verja þau ágangi stórfyrirtækja og stór- velda? Katla og Kristinn rannsaka norðurslóðir Katla Kjartansdóttir og Kristinn Schram hafa rannsakað samfélög norðurslóða síðustu ár og þær mótsagnir sem ríkja um málefni norðurslóða. Vanmáttugar Risi í olíuleit Þriðja stærsta fyrirtæki Kína China National Offshore Oil Corporation CNOOC, er þriðja stærsta ríkisolíufélagið í Kína. Hjá því starfa nálægt 100 þúsund manns. Það hefur sérhæft sig í að bora eftir olíu og gasi á hafsbotni og er stærst á því sviði í Kína. Það er stærsti aðilinn í olíuleit á Dreka- svæðinu hingað til. Það skilar miklum hagnaði á ári hverju, á síðasta ári nam jafnvirðið ríflega 670 milljörðum íslenskra króna. CNOOC verður í samstarfi við Eykon Energy sem er í eigu Íslendinga og Petoro Iceland sem er norskt ríkisolíu- fyrirtæki. Eykon eignast 20% hlut í leitarverkefn- inu á móti 80% hlut CNOOC. Fari svo að olía finnist á svæðinu munu fyrirtækin greiða helming af veltu og hagnaði til íslenska ríkisins í skatt. Heiðar Már Guðjónsson, fjárfestir og eig- andi Ursus, er einn af stærstu eigendum Eykon og jafnframt stjórnarformaður félagsins. Ásamt honum eiga þeir Gunnlaugur Jónsson og Terje Hagevang stærstan hlut í félaginu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.