Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2014, Blaðsíða 4
Helgarblað 24.–27. janúar 20144 Fréttir
Aðalkennari:
Hjörvar Steinn Grétarsson nýbakaður stórmeistari.
Skráning í síma 568 9141. Allar nánari upplýsingar á skrifstofu
skólans sem er opin alla virka daga frá kl. 10-13.
Einnig er hægt að skrá nemendur eða senda inn fyrirspurnir á
netfangið skaksamband@skaksamband.is
Kennsla barna 6 – 9 ára
hefst laugardaginn
25. janúar nk.
Vetrarnámskeið 10 skipti.
Kennt verður
alla laugardaga.
„Ég trúi þessu ekki!“
Gagnrýnir Kaþólsku kirkjuna á Íslandi fyrir svívirðingar gegn samkynhneigðum
F
yrstu viðbrögð mín voru nú
einfaldlega: Ég trúi þessu ekki!“
segir Anna Pála Sverrisdóttir,
formaður Samtakanna 78,
varðandi þær svívirðingar sem birtar
hafa verið á vef Kaþólsku kirkjunn-
ar á Íslandi um samkynhneigt fólk.
Þar er meðal annars að finna full-
yrðingar þess efnis að samkynhneigð
tengist fíkniefnaneyslu og útbreiðslu
kynsjúkdóma. Þá er mælst til þess
að ungt fólk sé verndað gegn „lygum
í áróðri samkynhneigðra“ og fjall-
að um samkynhneigða sem „þögla
þolendur“ tilfinninga sinna. DV.
is greindi frá því í vikunni að þetta
kæmi fram í grein Hollendingsins
Gerald J. M. van den Aardweg, sem
þýdd var af Reyni K. Guðmundssyni,
og birt á vefsíðu kirkjunnar rétt fyrir
áramót.
Anna Pála segir athyglisvert að
forsvarsmenn Kaþólsku kirkjunnar á
Íslandi hafi haft fyrir því að láta þýða
og birta þessa löngu grein. „Ef horft
er á björtu hliðarnar er hún ágætis
áminning um það sem eftir er í bar-
áttu hinsegin fólks því í henni koma
fyrir allar helstu röksemdarfærslurnar
sem notaðar eru til að kúga hinsegin
fólk.“ Sorglegast við greinina sé það að
í henni eru taldar upp afleiðingarnar
sem fordómar eins og í greininni hafa
á líf hinsegin fólks – svo sem þung-
lyndi og aðrar afleiðingar sjálfsfor-
dóma.
„Opna verður augu þeirra fyrir
skaðlegum áhrifum slíks lífernis: von-
brigði og einmanaleiki, þunglyndi og
persónulegir erfiðleikar sem verða
hlutskipti þeirra. Þá er ánauð í kynlífi
nánast óumflýjanleg, veruleg hætta
verður á misnotkun fíkniefna og að
smitast af kynsjúkdómum (svo ekki
sé talað um alnæmi),“ segir í greininni
sem birt var á vefnum. Um 11 þúsund
manns tilheyra Kaþólsku kirkjunni á
Íslandi. n jonbjarki@dv.is
Ágætis áminning Anna Pála segir grein
ina ágætis áminningu um það sem eftir er í
baráttu hinsegin fólks
14 milljarðar hefðu
dugað sparisjóðum
Frískuldamarkið óþarflega hátt fyrir minnstu fjármálafyrirtækin
T
il að undanskilja lítil fjár-
málafyrirtæki hefði ver-
ið nóg að setja fjórtán millj-
arða frískuldamark vegna
sérstaks skatts á fjármála-
fyrirtæki, sem í daglegu tali er kall-
aður bankaskattur. Þess í stað var
samþykkt að setja frískuldamarkið í
50 milljarða króna en það veitir MP
banka, minnsta viðskiptabankanum,
verulegan afslátt af greiðslum sem
annars hefðu verið inntar af bankan-
um vegna bankaskattsins.
DV kannaði skuldastöðu við-
skiptabanka, sparisjóða og lána-
fyrirtækja sem lúta eftirliti Fjár-
málaeftirlitsins og reiknaði út frá
heildarskuldum hvers aðila eins og
þær birtast í síðasta birta ársreikningi
hvað fyrirtækin hefðu borgað með og
án frískuldamarksins.
Sparisjóðirnir langt frá markinu
Aðeins viðskiptabankarnir fjórir
skulda umfram 50 milljarða frískulda-
markið sem skilgreint er í lögun-
um. Sjö sparisjóðir sem DV kannaði
skulda allir miklu minna en 50 millj-
arða og eru því langt frá markinu.
Enginn þeirra kemur til með að borga
bankaskatt í ár vegna marksins. Sam-
kvæmt yfirlitinu er það Sparisjóð-
ur Vestmannaeyja sem skuldar mest
sparisjóða, með skuldir upp á 11,8
milljarða króna. Hefði frískuldamark-
ið ekki komið til hefði sparisjóðurinn
þurft að greiða sjötíu milljónir króna
í sérstakan bankaskatt, langmest allra
sparisjóða.
Fjögur lánafyrirtæki, þar á með-
al Straumur fjárfestingabanki, sleppa
einnig við greiðslu bankaskatts vegna
frískuldamarksins. Borgun hefði
átt að greiða 70 milljónir, Lýsing 17
milljónir, Straumur 51 en Valitor
hefði þurft að greiða mest, samtals
132 milljónir. Ekkert þessara fyrir-
tækja, sem skulda á bilinu fjóra til 35
milljarða króna, þurfa hins vegar að
greiða.
Mest frá föllnu bönkunum
Langstærstur hluti tekna ríkis-
ins af bankaskattinum kemur frá
slitastjórnum föllnu bankanna en
skatturinn hafði fram að samþykkt
fjárlaga 2014 ekki náð yfir þær. Út
frá stöðu þeirra í árslok 2012 nema
heildargreiðslur þeirra samtals 28,78
milljörðum króna. Viðskiptabankarn-
ir fjórir, MP banki, Landsbanki, Arion
banki og Glitnir, standa svo undir um
það bil níu milljörðum.
Frískuldamarkið hefur tiltölulega
lítil áhrif á þessa aðila, að undan-
skildum MP banka. Líkt og fjall-
að hefur verið um skiptir frískulda-
markið MP banka gríðarmiklu máli
en bankaskattsgreiðslur bankans eru
78 prósentum lægri með frítekju-
markinu en án. Því hefur verið velt
upp hvort markið sé sérsniðið að
bankanum en því hefur Frosti Sigur-
jónsson, formaður efnahags- og við-
skiptanefndar sem lagði til frískulda-
markið, hafnað.
Segir MP banka hafa vælt
Aðeins einn þingmaður stjórnar-
meirihlutans á Alþingi greiddi ekki
atkvæði með bankaskattinum. Það
var Vilhjálmur Bjarnason, þing-
maður Sjálfstæðisflokksins og fram-
kvæmdastjóri Samtaka fjárfesta. Í
samtali við RÚV 13. janúar síðast-
liðinn sagði hann að nokkrar fjár-
málastofnanir hefðu vælt og fengið
í gegn frískuldamarkið. Aðspurður
hverjir hefðu vælt sagði hann: „Ja,
náttúrlega þeir sem höfðu árangur í
málinu, það eru sparisjóðirnir og eig-
um við ekki að segja einn banki, sem
er MP banki.“
Athygli vekur að Vilhjálmur nefn-
ir MP banka sérstaklega en bankinn
var ekki meðal þeirra sem skiluðu inn
athugasemd við tekjuaðgerðarfrum-
varpið. Það gerði hins vegar Sam-
band íslenskra sparisjóða sem benti
á að skatturinn legðist þungt á þeirra
starfsemi. n
Aðalsteinn Kjartansson
adalsteinn@dv.is
Á mörkunum MP banki er
minnstur viðskiptabankanna
fjögurra en hann skuldar þrettán
milljarða umfram frískulda
markið. Mynd Sigtryggur Ari
Mest NBI, eða gamli Landsbankinn, greiðir mest í bankaskatt. Föllnu bankarnir standa
undir stærstum hluta tekna af skattinum.
„ Ja, náttúrlega þeir
sem höfðu árang-
ur í málinu, það eru spari-
sjóðirnir og eigum við ekki
að segja einn banki, sem
er MP banki.
Vilhjálmur
Bjarnason
Var eini
þingmaður
meirihlutans
sem greiddi
ekki atkvæði
með banka
skattinum.
Dæmdur fyrir
svik á Blandi
Héraðsdómur Suðurlands dæmdi
nýverið tvítugan karlmann í
níu mánaða fangelsi, þar af sex
mánuði skilorðsbundna, með-
al annars fyrir að hafa selt vörur á
bland.is án þess að afhenda þær.
Maðurinn auglýsti til sölu Sam-
sung Galaxy S3-síma og þrír aðilar
lögðu inn á hann samtals 75 þús-
und krónur, en síminn var aug-
lýstur til sölu á 30 þúsund krónur.
Fólkið fékk þó símann aldrei í
hendurnar. Þá var maðurinn
einnig sakfelldur fyrir að hafa brot-
ið bílrúðu og gengið ölvaður um
Eyrarbakkaveg. Þá var mikil þoka
og rigning og taldi ákæruvaldið
að talsverð hætta hefði stafað af
hegðun hans. Þá var maðurinn
einnig sakaður um að hafa brotist
inn á veitingastaðinn Rauða hús-
ið á Eyrarbakka. Þar braut hann
rúðu í útidyrahurð, gekk inn og
hafði á brott með sér fimm flöskur
af áfengi.
Þess var krafist að hann yrði
dæmdur til refsingar og greiðslu
alls sakarkostnaðar. Hann mætti
ekki við þingfestingu málsins þar
sem hann var í meðferð og fyrir-
töku var því frestað. Hann mætti
hins vegar fyrir dóm nú í janúar
og játaði á sig öll brotin. Dómari
taldi ekki ástæðu til að draga játn-
inguna í efa, en í máli verjanda
mannsins kom fram að ákærði
„væri búinn að snúa lífi sínu til
betri vegar.“ Hann hefur einu sinni
áður sætt refsingu en hann var þá
dæmdur í átta mánaða skilorðs-
bundið fangelsi fyrir rán, en ekki
voru liðin tvö ár frá þeim dómi og
skilorðið því enn í gildi. Með þess-
um afbrotum rauf hann skilorð og
hlaut því þyngri dóm nú en ella.
Vilja tryggja
hagsmuni
Stjórn Átaks, félags fólks með
þroskahömlun, hefur áhyggj-
ur af stöðu fatlaðs fólks í rétt-
arkerfinu og hefur af þeim
sökum sent frá sér ályktun
þar sem bent er á að fatlað
fólk sé í meiri áhættu hvað
ofbeldi varðar en ófatlað fólk
og fær lítinn stuðning þegar
það greinir frá ofbeldinu. Fé-
lagið segist reiðubúið til sam-
starfs til að tryggja hagsmuni
þessa hóps.