Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2014, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2014, Blaðsíða 44
Helgarblað 24.–27. janúar 201436 Sport Þ að eru mjög margir sem koma jákvætt frá þessu móti,“ segir Óskar Bjarni Óskarsson, handknattleiks- þjálfari hjá Val og fyrrver- andi aðstoðarlandsliðsþjálfari, um íslenska liðið sem leikur um 5. sæti á Evrópumótinu í handknattleik. Óhætt er að segja að árangurinn sé viðunandi enda var óvíst um þátt- töku nokkurra gæðaleikmanna áður en mótið hófst. Auk þess hafa nokkr- ar breytingar orðið á liðinu á undan- förnum árum. „Ég var eiginlega svo- lítið svartsýnn fyrir mót. Ekki að ég hefði ekki trú á strákunum heldur var þetta meira spurning um hvern- ig meiðslastaðan yrði hjá okkur. Mér finnst því þetta mót hafa spilast mjög vel.“ Býr mikið í strákunum „Ég var skíthræddur fyrir leikinn á móti Norðmönnum,“ segir Óskar Bjarni en íslenska liðið sigraði Norð- menn sannfærandi í fyrsta leik riðils- ins. „Það hafa alltaf verið hörkuleik- ir á móti þeim. Þetta gat alveg farið á þann veg að við færum ekki upp úr riðlinum. Eftir á að hyggja þá situr leikurinn við Spánverja dálítið í manni, sem er sérstakt. Það var mikill möguleiki þar og það býr mikið í þessum strákum. Spánverjarnir höfðu ekki verið sann- færandi, þótt það sé aldrei að vita með þá,“ segir Óskar Bjarni sem hef- ur fulla trú á íslensku leikmönnun- um. Alltaf áhyggjur við kynslóðaskipti „Ef okkur hefði verið boðið að spila um 5. sætið fyrir mót þá hefðu flest allir samþykkt það,“ segir Óskar Bjarni sem hefði þegið það með þökkum fyrir mót. „Staðan var erfið og undirbúningurinn var það sömuleiðis. Það hefur oftar en ekki hentað okkur illa. Við höfum þurft tíma til þess að slípa liðið saman. Þegar hver kynslóð hefur hætt höfum við alltaf haft miklar áhyggj- ur, en einhvern veginn höfum við alltaf siglt ágætlega í gegnum það,“ segir hann og kvíðir ekki framtíð- inni. „Við erum með Guðjón Val sem er besti hornamaður í heiminum og síðan erum við með Aron sem er að mínu mati einn besti handbolta- maður heims. Með þessa tvo eru alltaf möguleikar.“ Kominn tími á nýja vörn „Mótið er búið að spilast mjög vel,“ segir Óskar Bjarni. Hann segir að kominn sé tími til að æfa fleiri varnarútfærslur til þess að eiga auð- veldara með að mæta mótherjanum hverju sinni. „Það er kominn tími á nýja vörn og ég er viss um að þjálf- ararnir eru sammála mér. Þeir sem stjórna hópnum núna eru miklir fag- menn og gera það vel. Liðið er í góð- um höndum.“ Óskar Bjarni segir þjálfarana hafa gert frábæra hluti með liðið og hrós- ar Guðjóni Val, fyrirliða liðsins, sér- staklega fyrir frábæra frammistöðu og ekki síst fyrir að hafa tekið við sem nokkurs konar „andlegur leiðtogi“ liðsins eftir að Ólafur Stefánsson lagði skóna á hilluna. „Guðjón er eins og gott rauð- vín. Hann verður bara betri og jafn- vel fljótari með hverju árinu,“ segir Óskar Bjarni kíminn að lokum. n Guðjón eins og gott rauðvín n Íslenska liðið leikur um 5. sætið á EM n Fínn árangur þrátt fyrir meiðsli og breytingar Tölfræði NR. NAFN MÖRK SKOT NÝTING 2 MÍN SPILAÐAR MÍN. 2. Vignir Svavarsson 3 4 75% 2 91 3. Kári Kristjánsson 2 4 50% 1 44 4. Aron Pálmarsson 23 43 53% 1 158 6. Ásgeir Örn Hallgrímsson 27 47 57% 1 289 7. Arnór Atlason 6 16 38% 0 68 8. Þórir Ólafsson 12 18 67% 1 210 9. Guðjón Valur Sigurðsson 44 57 77% 0 359 10. Snorri Steinn Guðjónsson 11 23 48% 1 165 13. Ólafur Guðmundsson 10 20 50% 1 109 14. Arnór Þór Gunnarsson 1 2 50% 0 63 17. Sverre Jakobsson 0 0 0 6 133 18. Róbert Gunnarsson 11 15 73% 2 125 19. Rúnar Kárason 15 28 54% 2 166 22. Stefán Rafn Sigurmannsson 26. Bjarki Már Gunnarsson 2 3 67% 3 125 27. Gunnar Steinn Jónsson 4 10 40% 1 64 SAMTALS 171 290 59% 22 Markmenn NR NAFN SKOT MARKVARSLA 1. Björgvin Páll Gústavsson 61/204 30% 12. Aron Rafn Eðvarðsson 14/42 33% Tölfræði er fengin af opinberri heimasíðu Evrópumótsins. Þrír bestu leikmenn Íslands á mótinu Óskar Bjarni segir sitt álit: 1 Guðjón Valur Sigurðsson „Guðjón er með stórkostalega nýt- ingu. Hann hefur alltaf skorað mjög mikið, en hann hefur verið með enn betri nýtingu núna. Góður leiðtogi.“ 2 Bjarki Már Gunnarsson „Bjarki kom rosalega sterkur inn í vörnina. Hann hefur stærðina og fótavinnuna og jók breiddina til muna varnarlega.“ 3 Ásgeir Örn Hallgrímsson „Ásgeir spilaði einfaldlega frábær- lega.“ Ingólfur Sigurðsson ingolfur@dv.is Leikurinn um 5. sæti Ísland - Pólland Herning, Í dag, föstudag, klukkan 15.00 í beinni útsendingu á RÚV Kappsamur á hliðarlínunni Óskar Bjarni er ánægður með frammistöðu Íslands á EM í Danmörku. MyNd HANdBOLTI.ORG Framtíðin björt Íslenska liðið hefur staðið sig með mikilli prýði á Evrópumótinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.