Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2014, Blaðsíða 34
Helgarblað 24.–27. janúar 20146 Karlmenn
S
kegg hefur verið tengt við
karlmennskuna. Þá er skegg
heilagt í sumum trúarbrögð-
um og mega menn oft og tíð-
um ekki snerta skegg og hár,“
segir Torfi Geirmundsson, rakari hjá
rakarastofunni Hárhorninu. Hann
segir að mannkynssagan hafi sýnt
að það komi alltaf „skeggtímabil“ og
svo tímabil þar sem menn hafa verið
skegglausir.
Skegg – jafnvel síð skegg – eru
nokkuð vinsæl í dag. „Hártískan er
óvenjuleg í ár. Menn söfnuðu síðu
hári á hippatímabilinu og til að
styrkja karlmannleikann þá söfnuðu
þeir líka skeggi. Núna er víkinga-
skegg í tísku og allt að því talibana-
skegg en menn eru með stutt hár.“
Misjafnt hvað menn
eru með mikla skeggrót
Torfi segir að margir safni skeggi án
þess að snyrta það; þeir hafa viljað
hafa það frekar ósnyrtilegt þótt það
tímabil sé reyndar eiginlega að verða
búið. „Núna koma fjórir til fimm
karlar á dag til þess að láta snyrta
skegg sitt; laga það og stílfæra.
Það er algengt að ungir menn
vilji vera með þriggja til fimm daga
skegg; bara rétt skegghýjung. Mér
hefur sýnst í bíómyndum slíkt skegg
þykja nokkuð mikið sexí. Það er þó
misjafnt hvað menn eru með mikla
skeggrót. Þetta er það skegg sem hef-
ur verið hvað mest í tísku undanfar-
inn áratug og þeir eru margir sem
raka sig aldrei með rakvél heldur
hafa smáhýjung.“
Mýkingarefni og ilmolíur í skeggið
Torfi leggur áherslu á að hugsa þurfi
vel um skegg og að sumir menn geri
það hins vegar ekki.
„Skegg verða oft subbuleg; það
geta safnast óhreinindi í þau og alls
konar óæskilegar örverur. Það er oft
mjög erfitt að þrífa skegg ef það er
n Mikilvægt að þvo skeggið með sjampói og hárnæringu n Verður oft subbulegt
Skegg er í tísku
Torfi segir marga
koma og láta
snyrta skegg sitt.
Mynd Sigtryggur Ari
karl ennsku
Skegg tengt við
É
g sé ekki af hverju maður eigi
að vera að leggja á sig það
óþarfa vesen að raka sig á
hverjum degi þegar það er
engin ástæða til þess ef maður getur
haldið þokkalega snyrtilegu skeggi,“
segir Loki Rúnarsson.
Hann hefur í gegnum árin af
og til verið með snyrtilegan smá-
skeggvöxt eins og hann orðar það:
„Kannski pinkulítinn hökutopp og
pinkulítið yfirvaraskegg. Ég skildi
aldrei þá áráttu að raka sig,“ seg-
ir Loki sem rakaði sig þó auðvit-
að að einhverju leyti til að viðhalda
skeggskúlptúrunum.
Það breyttist í hittifyrra þegar
hann fór í þriggja mánaða bak-
pokaferðalag um Afríku og hefur
hann lítið rakað sig síðan.
„Ég nennti ekki að dröslast með
einhverja rakvél með mér og ákvað
að koma hálfvillimannslegur heim.
Ég hafði mjög takmarkaðan að-
gang að sturtum í Afríku þannig
að ég pældi lítið í útlitinu eða að
vera snyrtilegur. Ég þvoði fötin mín
þegar ég komst í sturtu
en ég baðaði mig stund-
um ekki dögum saman
þannig að skeggsnyrting
var ekki aðaláhyggjuefnið
á þeim tíma.
Þeir í Afríku höfðu
gaman af skegginu en
þar eru menn ekki mikið
með skegg. Það var
oft hvíslað á eftir mér
„Jesús“ og „Osama“ eftir
því á hvaða svæðum ég
var.“
Af íslensku hefðinni
„Ég sé ekki af hverju maður eigi að
vera að leggja á sig það óþarfa ves-
en að raka sig á hverjum degi þegar
það er engin ástæða til þess ef mað-
ur getur haldið þokkalega snyrti-
legu skeggi. Ég læt snyrta skeggið
með reglulegu millibili þegar það er
orðið fullúfið og þegar ég er kannski
orðinn hálfrónalegur þá klippi ég
það aðeins til.
Fólk hefur spurt mig af hverju
ég sé með skegg en
ég skil ekki af hverju það á endi-
lega að vera norm að vera rakaður
þegar skeggvöxtur er náttúrulegur
hluti af því að vera karlmaður. Mér
finnst undarlegt að samfélagið hafi
á einhverjum tímapunkti ákveðið
að allir karlmenn ættu að byrja að
raka sig daglega. Þetta er náttúru-
legur hárvöxtur og af íslensku hefð-
inni; við erum komin af víkingum
og mörg stórmenni sögunnar hafa
verið skeggjuð. Það er gaman að
sjá á gömlum myndum hvað
menn höfðu mikinn metn-
að fyrir skegginu sínu; menn
notuðu kannski skeggið sitt til
að sýna aðeins persónuleika
sinn.“
Margir á móti skegginu
Loki segir að ættingjar og vinir
hafi ekki verið ánægðir þegar
hann kom skeggjaður frá
Afríku og rakaði sig ekki.
„Fyrst voru margir í mjög
miklum mótþróa við þessa
ákvörðun mína; ég held að það
hafi verið hálfgerð öfund hjá
sumum vinum mínum. Börn
eru skíthrædd við mig og vilja helst
ekkert koma nálægt mér við fyrstu
kynni en það er ekkert endilega svo
slæmt því ég kann hvort sem er ekk-
ert á börn. Svo tók ég eftir því að það
var hætt að spyrja mig um skilríki
þegar ég fór á skemmtistaði – fólk
gerði ráð fyrir því að ég væri miklu
eldri en ég er; það eru kannski ekki
margir á mínum aldri sem eru með
svona sítt skegg,“ segir Loki sem er
tvítugur.
Óþarfa vesen að raka sig
Loki rúnarsson safnar skeggi
mjög sítt og þá eru skítarákir undir
því. Ég hef tekið skegg af mönnum
sem hafa verið mjög óhreinir undir
því. Það er nauðsynlegt fyrir karl-
menn sem eru með skegg að þrífa
það og nota sjampó og næringu til
þess að mýkja það en skegg er nátt-
úrulega mjög stíft. Skegghár, eins og
höfuðhár, óhreinkast miklu meira
heldur en húðin og þar af leiðandi
eru mikil óhreinindi í þeim. Yfir-
skeggið skefur stundum sinnepið af
pylsunni þegar menn eru að fá sér
að borða og skiljast þá eftir matar-
leifar í skegginu. Þá festist matar-
lykt og reykingalykt í skegghárum
þannig að það verður oft vond lykt
af skegginu ef það er ekki nógu vel
þrifið.“
Svo eru það kossarnir. „Konur
kvarta undan því að það sé frekar
vont að kyssa karla með skegg og þá
þarf að nota mýkingarefni í skeggið.
Það nýjasta eru ilmkjarnaolíur sem
eru notaðar til að mýkja það og til að
gefa því meiri glans. Svo er kominn
á markað fjöldinn allur af skeggvaxi
en það fæst með lit til að breyta litn-
um á skegginu ef það er orðið mjög
grátt.“
Eins og skúlptúr
Torfi segir að sér finnist skemmtilegt
þegar skeggtískan er eins fjölbreytt
og raun ber vitni. „Það er margt í
gangi í einu og stundum finnst mér
menn gangi með hráefni um bæinn;
hráefni sem þarf að móta.“
Getur skegg verið listaverk eða
skúlptúr? „Það getur verið það. Það
eru til geysilega falleg skegg sem
menn snyrta sjálfir og móta en þetta
er iðngrein þar sem fagmennskan
ætti að vera í fyrirrúmi.“ n