Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2014, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2014, Blaðsíða 42
Helgarblað 24.–27. janúar 201434 Skrýtið N orbert Marot naut ekki vin- sælda á meðal nágranna sinni í Haut-de-la-Selle í Montargis-sveitarfélaginu í Frakklandi. Norbert var 65 ára og virtist hafa allt á hornum sér. Nágranni úr helvíti, harðstjóri á heim- ili sínu og grunnt á ofbeldishneigð og ofsa. Flestir voru þeirrar skoðunar að Norbert ætti eftir að verða manns- bani, en tíminn átti eftir að leiða í ljós aðrar málalyktir. Norbert átti ágætlega farsælt flutn- ingafyrirtæki og stjórnaði rekstri þess frá heimili sínu; einni af um 50 villum á skógi vöxnu svæði. Hverri villu fylgdi stór garður, um ein ekra að flatarmáli, og háar girðingar umkringdu garðinn. Íbúar í Haut-de-la-Selle höfðu reitt fram miklar fúlgur fjár fyrir heimili sitt og friðsæld og einangrun sem fylgdi búsetu á svæðinu. En eitthvað skorti á friðsældina. Ónæði í morgunsárið Þannig var mál með vexti að Norbert fór á fætur við fyrsta hanagal, klukkan 6 nánar til tekið, og tók til starfa, með tilheyrandi hávaða og ónæði fyrir ná- grannana. Hann sinnti viðgerðum og viðhaldi á flutningabílum fyrirtækis- ins, umfelgaði og spúlaði og guð má vita hvað. Ef einhver dirfðist að kvarta vegna þessa fékk sá hinn sami það óþvegið: „Þú ert bölvaður skítaklepri! Gættu þín bara, ég mun drepa þig.“ Einn nágranna hans óttaðist svo um líf sitt að hann skildi ekki við sig brúsa með piparúða, sem hægt var að grípa til ef svo bæri undir. Til að bæta gráu ofan á svart þótti Norbert sopinn góður og þá þótti grönnum hans vænlegast að halda sig fjarri. Ógn á bak við luktar dyr Ef nágrannar Norberts töldu sig eiga illa ævi þá má til sanns vegar færa að eiginkona hans, Jacqueline, bjó í víti – og börnin þeirra fjögur. Í 47 ára hjónabandi hafði Jacqueline fengið að finna fyrir hnef- um Norberts oftar en hún kærði sig um að muna og fór það ekki fram hjá neinum. Slíkt hið sama var að segja um þrjár dætur hjónanna sem biðu ekki boðanna og fluttu að heiman eins fljótt og þeim var auðið. Sonur hjónanna, Pascal, 44 ára, var ekki svo lánsamur; hann bjó heima, vann fyrir föður sinn og var iðulega laminn og niðurlægður. En að lokum fór svo að hann fékk sig fullsaddan og flutti í lítið þorp í um níu kílómetra fjarlægð, en hélt þó áfram störfum sínum hjá fyrirtæki föður síns. Og þá var Jacqueline ein eftir og bar ein hitann og þungann af skapofsa og drykkju eiginmanns síns. Jacqueline fær nóg Á haustmánuðum 2012 dró til tíðinda. Trén í Haut-de-la-Selle voru farin að fella lauf sín og Norbert hafði komið sér fyrir á veröndinni með viskíflösku. Venju samkvæmt hóf hann að kýta við Jacqueline og venju samkvæmt lauk þeim orðaskiptum með því að hann barði hana krepptum hnefa í andlitið. Jacqueline ákvað að leita skjóls inni í svefnherbergi og fékk sér verkja- töflur til að draga úr sársaukanum – það hafði alla jafna gefið góða raun. En eitthvað var öðruvísi í þetta sinn og eftir að hafa legið fyrir í örfá- ar mínútur stóð Jacqueline upp, fann Beretta- skammbyssu Norberts og hlóð hana. Síðan gekk hún reikulum skrefum út á verönd þar sem Norbert var að fylla glas sitt. Sallaróleg miðaði hún og leypti af þremur skotum; einu í höfuð Norberts og tveimur í bringu hans. Að því loknu hringdi hún í neyðarlínuna: „Hann barði mig, svo ég skaut hann.“ Hengdi sig Jacqueline var handtekin og gert að vera í varðhaldi þar til réttað yrði í máli hennar. Í varðhaldinu fékk hún þær fregnir að sonur hennar, Pascal, hefði fundist látinn á heimili sínu. Hann hafði hengt sig nokkrum dögum áður en Jacqueline banaði harðstjóranum. Jacqueline bíður réttarhalda. n „Hann barði mig, svo ég skaut hann“ n Norbert stjórnaði með ógn n Eitthvað hlaut að bresta Heimili harðstjórans Á bak við luktar dyr ríkti ógn og harðræði.„Þú ert bölvaður skítaklepri! Gættu þín bara, ég mun drepa þig. Kyrkti óvart fimmtugan elskuhuga sinn Sextán ára stúlka er í haldi lögreglu í Glendale í Arizona í Bandaríkjunum grunuð um að hafa kyrkt fimmtugan elsku- huga sinn í ógáti við ástaratlot. Að sögn yfirvalda þar fannst maðurinn með snúru vafða um hálsinn og með fjölda skurða víða um líkamann. Að sögn stúlkunnar fóru samfar- ir þeirra fram með vilja þeirra beggja. Atvikið átti sér á heim- ili móður stúlkunnar. Skvetti sýru á vinkonu sína Mary Kony skvetti sýru í andlit bestu vinkonu sinnar. Ástæðan var sú að vinkonan, Naomi Oni, hafði gantast með það að Kony væri eins og persóna úr hryllingsmynd. Á fimmtudag var Kony, sem er aðeins 21 árs, dæmd fyrir hrottafengna árás. Ákvörðun um refsingu hennar hefur ekki verið tekin, en hún mun hafa verið afar róleg og svipbrigða- laus þegar dómurinn var kveðinn upp. Naomi Oni er illa farin eft- ir sýruárásina og mun aldrei bera þess bætur. Hún hefur þurft að fara í margar aðgerðir og mun þurfa að gangast undir fleiri í framtíðinni til að reyna að laga þann skaða sem sýran olli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.