Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2014, Blaðsíða 49

Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2014, Blaðsíða 49
Helgarblað 24.–27. janúar 2014 Lífsstíll 41 Parker hannar tækifæriskort Bandaríska leikkonan Sarah Jessica Parker hefur hannað ófáa flíkina á undanförnum árum í bland við leiklistarferilinn, en nú hefur þessi mikla smekkkona fet­ að á nýjar slóðir í hönnun. Parker hefur nefnilega hannað nýja línu af tækifæriskortum fyrir banda­ ríska fyrirtækið Hallmark Cards en kortin eru væntanleg í verslan­ ir vestanhafs á næstu dögum. „Ég elska kort og hef alltaf gert,“ sagði Parker í samtali við vefritið Women‘s Wear Daily er hún var spurð út í þetta nýja verk­ efni. „Ég hef mikla trú á mátt handskrifaðra miða svo ég var mjög áhugasöm um að taka þátt í þessu verkefni.“ Í línu Parker verða þó ekki eingöngu tækifæriskort heldur einnig ritföng og gjafapappír og eru margir afar spenntir að sjá út­ komuna. Dæmdir fyrir eftirlíkingar Bandaríski leðurvöruframleið­ andinn Coach hefur unnið enn eitt dómsmálið gegn aðilum sem selja eftirlíkingar af vörum fyrirtækisins. Coach sérhæfir sig í leðurtöskum og ýmsum leðurvörum og hefur undanfarið skorið upp herör gegn fyrirtækjum sem selja eftirlíkingar og falsanir á vörum frá því, en alls hafa forsprakkar fyrirtækisins hafið 700 dómsmál af því tagi. Á dögun­ um var flóamarkaðurinn Swap Shop í Flórída í Bandaríkjunum, til að mynda dæmdur til að greiða Coach 5,5 milljónir Bandaríkja­ dala í skaðabætur fyrir að hafa selt falsaðar vörur frá þeim síðan árið 2004, en sú upphæð jafngildir um 639 milljónum íslenskra króna. Matarsódi sem snyrtivara Matarsódi er sannkall­ að töfraefni því auk þess að vera notaður í matargerð og bakstur, til hreinsunar á vélum og tækjum, í læknisfræðileg­ um tilgangi og á tilraunastof­ um, hentar hann einstaklega vel fyrir húð­, hár­ og tannum­ hirðu. Gott er að tannbursta sig annan hvern dag með blöndu af matarsóda og vatni í stað þess að nota tannkrem. Eins er gott að nota matarsóda til að hreinsa húðina og hent­ ar hann því vel út í baðið eða sem ódýr og áhrifaríkur and­ litsmaski, sé honum blandað við nokkra dropa af vatni. Þá er hægt að þvo hárið með mat­ arsóda og ediki í stað þess að nota sjampó. Baða sig upp úr kampavíni Rich Kids of Instagram sýnir líf þeirra auðugustu Þ eir sem var ofboðið vegna lífernis útrásarvíkinganna árin fyrir efnahagshrunið ættu ekki að skoða vefsíð­ una Rich Kids of Instagram. Líkt og nafnið gefur til kynna birt­ ir síðan Instagram­myndir krakka og unglinga sem lifa við gríðarlegt ríkidæmi og finnst ekki leiðinlegt að státa sig af því en síðan gefur eins­ taka innsýn í lifnaðarhætti auðug­ ustu ungmenna heims. Hella kampavíni í vaskinn „Þau eiga meiri pening en þú og þetta er það sem þau gera,“ stendur í lýsingu síðunnar, en þar má finna ótrúlegar myndir af unglingum við ýmsa iðju sem að­ eins örlítill hluti af heiminum fær að upplifa. Hvort sem þær sýna ungmenni á einkasnekkju við St. Tropez, í þyrlu yfir Hamptons eða á hótelsvítu að drekka rán­ dýrt kampavín, gefa myndirn­ ar ótrúlega innsýn í líf barna þeirra allra ríkustu. Ekki er óal­ gengt að ungmennin birti mynd­ ir af sér með rándýra skartgripi og úr eða innkaupapoka úr dýr­ ustu verslunum heims. Snekkjur, rándýrar bifreiðar og þyrlur eru einnig algeng sjón á síðunni sem og myndir úr veislum sem flest okk­ ar geta eingöngu látið okkur dreyma um. Þá virðist ansi vinsælt meðal ungmennanna að birta ýmist mynd eða myndband af sér að hella rán­ dýru kampavíni í vaskinn auk þess sem nokkrir hafa birt myndir af sér að fylla heilt baðker af kampavíni og baða sig svo upp úr því. Ekki allir fá birtingu Rich Kids of Instagram er Tumblr­ síða sem fór í loftið sumarið 2012 og hefur notið gríðarlegra vinsælda al­ veg frá upphafi. Hver sem er getur sent inn mynd af sjálfum sér en að­ eins valdar myndir eru birtar á síð­ unni. Myndin sem fólk sendir inn þarf því að sýna fram á nægilega mikið ríkidæmi til að fá birtingu. Al­ gengt er að ungmennin birti mynd­ ir af sér á rándýrum glæsibifreiðum, einkasnekkjum eða risastórum hót­ elsvítum þar sem þau stunda ýmsa iðju, svo sem að gæða sér á dýrind­ is kræsingum og telja peningaseðla. Fjölmargar myndirnar sýna einmitt unglinga haldandi á þykkum seðla­ búntum, rándýrum skartgripum og úrum eða innkaupapokum því margir virðast kunna fátt annað en að versla. Það má því með sanni segja að Rich Kids of Instagram sé eingöngu vettvangur fyrir börn þeirra allra ríkustu. Fá sinn eigin sjónvarpsþátt Vinsældir vefsíðunnar eru í raun svo miklar að nú fá nokkrar af „stjörnum“ síðunnar sinn eigin sjónvarpsþátt. Bandaríska sjón­ varpsstöðin E! hefur gert samning við nokkur af þeim ungmennum sem birtast hvað oftast á vefsíð­ unni um að verða hluti af nýjum raunveruleikaþætti en fylgst verð­ ur með daglegu lífi ungmennanna sem öll eru búsett í Beverly Hills og auk þess forrík og ofdekruð, líkt og framlag þeirra til vefsíðunnar sýn­ ir. Þátturinn ber heitið Rich Kids of Beverly Hills og fer í loftið þann 2. febrúar næstkomandi en framleið­ endur búast við miklum vinsæld­ um, enda verða þættirnir að mörgu leyti ekki ósvipaðir þáttunum um Kardashian­fjölskylduna, en það er vinsælasta þáttaröð E! frá upp­ hafi. n Auðugir Þessir drengir birtu mynd af sér að drekka Moet & Chandon-kampa- vín á hótelsvítu. Á leið í einkaþotuna Þessi tvö eru meðal þeirra sem verða í væntanlegum raunveruleikaþætti E!. Ágætis sumarfrí Alex Burnham nýtur lífs- ins á einkasnekkju við St. Tropez í Frakklandi. Hörn Heiðarsdóttir horn@dv.is Hellir kampavíni Peter Marquez birti þessa mynd af sér ásamt fyrirsögninni: „Að þrífa baðherbergið.“ Hótelsvíta „Mynd getur ekki útskýrt það sem átti sér stað á þessu hótelherbergi,“ skrifaði Morgan O'Connor við þessa mynd. Skrautlegt stýri Brad Montgomery skreytti stýri Ferrari-bifreiðar sinnar með rándýrum úrum. Hafmeyjuliðir málið í sumar Náttúruleg og áreynslulaus útkoma N ú eru helstu tískuspek­ ingar farnir að útlista það heitasta í hártískunni fyr­ ir sumarið. Eitt af því sem er að koma sterkt inn eru svokall­ aðir hafmeyjuliðir. Liðirnir eiga að vera afslappaðir og ófullkomnir, en þeim má til dæmis ná fram með því að setja nokkrar stórar fléttur í rakt hár fyrir svefninn og taka svo flétturnar úr morguninn eft­ ir, en fjöldi fléttanna fer eftir lengd og þykkt hársins. Þær sem ekki nenna að eyða miklum tíma í hár­ ið geta því glaðst yfir þessari nýju tísku enda krefjast hafmeyjuliðirn­ ir hvorki mikils tíma né fyrirhafnar. Þær óvandvirku þurfa heldur ekk­ ert að óttast þar sem að því ófull­ komnari sem liðirnir eru, því betra. Útkoman á fyrst og fremst að vera náttúruleg og afslöppuð, rétt eins og maður hafi verið á ströndinni og fengið létta liði í hárið eftir sund­ sprett í sjónum. Hafmeyjuliðirnir hafa sést á tískupöllunum undanfarið sem og á Hollywood­stjörnum og tísku­ spekúlöntum. Liðirnir eru mjúk­ ir og eiga helst að ramma inn and­ litið svo ef nægilega miklir liðir hafa ekki myndast með fléttum er alltaf hægt að grípa í krullu­ eða keilujárn og bæta nokkrum liðum við. Þó skal varast að krulla hárið of mikið því þá er hætta á að útkoman verði ekki náttúruleg og áreynslu­ laus. Eins er ekki mælt með því að setja mikið af hárvörum í hárið, svo sem hárlakk, gel, vax eða annað slíkt til að halda útkomunni nátt­ úrulegri. n horn@dv.is Náttúrulegt og fallegt Hafmeyjuliðirnir sáust á tískusýningu Diane von Fürstenberg. Áreynslulaust Christopher Kane er einn þeirra hönnuða sem lætur fyrirsætur sínar skarta hafmeyjuliðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.