Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2014, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2014, Blaðsíða 38
Helgarblað 24.–27. janúar 201430 Fólk Viðtal breyst,“ segir hann og bætir við að þótt hann sé ennþá að venjast því að nota kvenkyns fornafn um pabba sinn þá kalli hann hana enn- þá pabba. „Hún er pabbi minn. Því breytir enginn. Það tekur því ekki að breyta því úr þessu,“ segir hann og brosir út í annað en pabbi hans var kominn yfir sextugt þegar hún fór í kynleiðréttinguna. „Við erum í ágætis sambandi. Hún kemur reglulega norður auk þess sem við tölum stundum saman í síma. Við erum ekkert í minna eða meira sambandi en áður; bara í nokk- uð góðu sambandi. Annars höfum við aldrei verið eitthvað súperná- in. Ég hef alltaf verið dálítið mikill mömmustrákur held ég.“ Stoltur af pabba Hann segir að þótt að áfallið hafi verið talsvert þegar hann hafi feng- ið fréttirnar hafi það fljótlega rjátl- ast af honum. „Ég er mjög um- burðarlyndur að eðlisfari; stundum vandræðalega. Ég hef líka oft feng- ið að heyra að ég hafi mikið jafn- aðargeð en ég tek fólki bara eins og það er. Mér finnst að fólk eigi ekki að vera dónalegt og leiðinlegt en ef einhver er þannig er ég líka fljótur að forða mér. Ég er mjög stoltur af pabba. Þetta ferli krefst mikils hugrekkis og kjarks. Að mörgu leyti er hún að byrja aftur á núlli. Samskiptin verða oft flókin og oft slitnar á milli sem getur verið hræðilega erfitt. Þetta er örugglega heilmikið að glíma við. Og ég held, að það að gera þetta, ég vil ekki segja á gamalsaldri en eftir sextugt, krefjist enn meira hugrekk- is. Ég er mjög stoltur af henni.“ Banvænir geðsjúkdómar Árið 2007 lenti Hannes Óli í erfiðri lífsreynslu sem hafði stórfelld áhrif á sýn hans á lífið og tilveruna. „Ég átti vin sem var hressasti og skemmti- legasti maður sem ég hef á ævinni hitt en varð fyrir því að veikjast illa af geðhvarfasýki sem endaði með því að hann svipti sig lífi. Það fékk mig til að hugsa um hvað lífið getur í raun verið skrýtið, þegar lífsglað- ur, fyndinn og stórkostlegur maður sér sér skyndilega ekki fært að lifa lengur. Þetta var mjög erfitt fyrir alla og ég fer á hverju ári á aðfangadag og heimsæki hann og minnist hans mjög. Ég er hræddur um að fólk taki geðsjúkdómum léttar en tilefni er til. Sjálfur gerði hann alltaf svo- lítið grín að veikindunum og mað- ur áttaði sig ekki á því hversu alvar- legt þetta var. En svo horfði maður á hann missa tökin.“ Myndi aldrei kjósa Framsókn Þrátt fyrir að Hannes hafi staðið sig svo vel í hlutverki forsætisráðherra að dóttir þess síðarnefnda, sam- kvæmt Facebook-færslu Sigmundar Davíðs, sá ekki á þeim muninn, seg- ist Hannes Óli ekki ætla að leggja pólitíkina fyrir sig. „Ég tók þátt í stúdentapólitíkinni í eina önn. Það var gaman en ég var aldrei með brennandi áhuga á stúdentapólitík. Ég hef mínar skoðanir og tek af- stöðu í málum en mitt mottó í lífinu er að gera ekki það sem er leiðin- legt en ég held að mér myndi finn- ast vinna í pólitík ekki við mitt hæfi,“ segir hann og bætir við að hann myndi aldrei kjósa Framsóknar- flokkinn. „Aldrei. Afi minn og nafni var mikill framsóknarmaður og ég olli honum tvisvar sinnum von- brigðum, fyrst þegar ég ætlaði ekki að verða prestur og aftur þegar ég sagði honum að ég væri ekki fram- sóknarmaður,“ segir hann og bætir við að afi hans hafi ekki náð að sjá hann túlka formann flokksins. „Því miður. Elsku karlinn. Hann lést 2007.“ Ungi, feiti leikarinn Hannes hefur nokkrum sinnum hitt Sigmund Davíð sem var oft í kjördæminu fyrir kosningarn- ar síðasta vor. „Einu sinni dúkk- aði hann svo upp á æfingu á Leigumorðingjanum. Ég lá í gólfinu í fatahrúgu þegar allir þögnuðu og ég sá hann standa í ljósbjarma í áhorf- endasalnum. Ég spurði bara; ert þú hér? Og hann spurði mig hvumsa til baka sömu spurningar. Ég held að hann hafi húmor fyrir þessu. Það eina sem hann hefur sett út á er að það sé feitur leikari sem túlkar hann. Annars held ég að hann hafi ágætis húmor fyrir sjálfum sér.“ Sjálfur segist Hannes ekki viðkvæmur fyrir holdafarinu eða því að vera valinn í hlut- verk þykkra manna. „Ég er alveg meðvitaður um það hvernig ég lít út. Það fer ekk- ert fyrir brjóstið á mér. Ég hef líka alltaf sagt að það sé ágætt að maður hafi ákveðið út- lit, sérstaklega eftir að Jó- hannes Haukur grennti sig svona mikið. Núna er ég eini ungi, feiti leikar- inn,“ segir hann brosandi en bætir við að hann reyni að hreyfa sig reglulega. „Hilmir Jenson, mótleik- ari minn, tekur mig með sér í ræktina og kenndi mér að athafna mig þar. Svo hef ég voðalega gam- an að sjósundi þótt ég hafi dregið úr því eftir að ég flutti norður. En matar- æðið passa ég ekki mikið upp á,“ segir hann og ját- ar að hafa verið þybbinn sem barn. „Það gat verið leiðinlegt og ég var lengi meðvitaður um það. Fólk var stundum að nota það gegn manni. En svo myndar maður ákveðinn skráp og í leiklistinni fór ég að taka mig meira í sátt.“ Leitar ekki í frægðina Hannes er ánægður á Akureyri en segir erfitt að segja til um hvort hann eigi eftir að ílengjast. „Eðli bransans er að flakka um en ég er hér núna og langar að vera hér áfram í einhvern tíma. Ég hræðist ekki að gleymast þótt ég sé hér og hitti ekki bransafólkið úti á götu enda á ég mér enga drauma um frægð og frama. Ég hef aldrei verið í þessum bransa til að vera þekktur. Ég hef samt áhuga á að vinna er- lendis og það væri æðislegt ef það rættist einhvern tímann en það mætti þess vegna vera í kjallaraleikhúsi í Finnlandi. Í rauninni finnst mér það óþægilegt þegar fólk þekkir mig úti á götu. En þar sem ég vil geta unnið sem fjöl- breyttasta vinnu hjálpar frægðin til með það. Það er voðalega erfitt að tala um velgengni í þessum bransa á Íslandi. Fólk þekk- ir mann einn daginn en næsta dag hef ég kannski ekkert að gera og er jafn- vel á atvinnuleysisbótum. Velgengni er loðið hugtak. Ég er enn að læra að verða leikari. Ég er ennþá þakk- látur og auðmjúkur að fá að starfa við þetta. Mér hef- ur gengið vel og ég vona að svo verði áfram,“ segir hann en þessa dagana leik- ur hann í Gullna hliðinu en sýningin fékk fimm stjörnur í DV um daginn. Hamingjusamur með Aðalbjörgu Aðspurður um framtíðina segist hann vonast til þess að eiga eftir að búa og starfa í útlöndum. „Svo langar mig að læra meira, lesa meira og sjá heiminn. Það á ég eftir og mun vonandi alltaf eiga eftir. En maður verður að haga segl- um eftir vindi og taka því sem að höndum ber. Maður er bara heppinn að geta lifað í þessu frá ári til árs en það fer enginn í þetta starf til að verða ríkur. Í dag hentar mér vel að vera frjáls og laus við en ég get ekki talað fyrir sjálfan mig eft- ir tíu, fimmtán ár. Sumir vina minna eru hissa á hvernig ég geti búið fyrir norðan en einn vinur minn segir að það skipti ekki máli hvar ég búi og ég held að það sé svolítið mikið til í því. Mín helstu áhugamál eru bókmenntir, tónlist, bíómynd- ir og leiklist og svo lengi sem ég hef iPod, bókasafnsskírteini og góðan hægindastól er ég ansi hamingju- samur. Ég tala nú ekki um ef Aðal- björg er einhvers staðar nálægt.“ n „Ég er ekki mjög framfærinn og alls ekki týpan sem stekk- ur óundirbúin upp á svið og heldur tækifærisræðu eða reynir að vera fyndin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.