Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2014, Blaðsíða 58

Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2014, Blaðsíða 58
50 Menning Sjónvarp Helgarblað 24.–27. janúar 2014 Sjónvarpsdagskrá F ramleiðslufyrirtæki kanadíska kvikmyndaleikstjórans James Cameron var á föstudag sýkn­ að af því að hafa stolið hug­ myndum manns að nafni Bryant Moore og notað þær við gerð hinnar geysivinsælu myndar Avatar. Moore er einn þriggja manna sem sakað hafa Cameron um að stela verk­ um sínum en í lok desember 2011 var framleiðslufyrirtæki Cameron, Lightstorm Entertainment, stefnt í þrígang á tíu dögum af mönnum sem töldu Cameron hafa notað hug­ myndir þeirra við gerð myndarinnar. Svo virðist hins vegar sem ekkert sé hæft í ásökunum mannanna, en stefnu Gerald Morawski var vísað frá í febrúar í fyrra og það sama með stefnu Eric Ryder í október síðastliðn­ um. Máli Moore var hans vegar haldið til streitu en málflutningur hans byggð­ ist á því að Cameron hefði notað tvö handrit, Aqua­ tica og The Pollination, eftir hann við gerð Avatar. Dómarinn komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að ekki væru nægilega mikil líkindi á milli handrita Moore og handritsins að Avatar auk þess sem málflutningur Lightstorm Entertainment þótti afar sterkur. Avatar kom út árið 2009 og sló rækilega í gegn en myndin þén­ aði hátt í 2,8 milljarða Bandaríkja­ dala í miðasölu og er framhald vænt­ anlegt árið 2016. n horn@dv.is Sunnudagur 26. janúar RÚV Stöð 2 SkjárEinn Stöð 2 Sport Stöð 2 Sport 2 Bíóstöðin Gullstöðin Stöð 3 ÍNN Hugmyndin að Avatar ekki stolin James Cameron laus við þrjár stefnur Hinir harpiks-lausu 07.00 Morgunstundin okkar 07.01 Smælki (8:26) 07.04 Háværa ljónið Urri 07.15 Tillý og vinir (8:52) 07.26 Ævintýri Berta og Árna 07.32 Múmínálfarnir (34:39) 07.40 Einar Áskell (12:13) 07.53 Hopp og hí Sessamí 08.17 Sara og önd (18:40) 08.25 Kioka 08.32 Kúlugúbbarnir (8:20) 08.52 Disneystundin (3:52) 08.53 Finnbogi og Felix (3:26) 09.15 Sígildar teiknimyndir 09.22 Herkúles (3:21) 09.45 Skúli skelfir (15:26) 09.55 Undraveröld Gúnda 10.08 Chaplin (31:52) 10.15 Mollý í klípu (3:6) 10.40 Fisk í dag 888 e 10.50 Handunnið: Line Dyr- holm (Handmade by: Line Dyrholm) 11.00 Sunnudagsmorgunn 12.10 Þrekmótaröðin 2013 (3:8) (Boot Camp - fyrri hluti) e 12.30 Helgi syngur Hauk e 13.40 Músíktilraunir 2013 888 e 14.45 Börn fá líka gigt 888 e 15.10 Sumarævintýri Húna e 15.35 Minnisverð máltíð (En go' frokost: Ritt Bjerregaard) 15.45 Fisk í dag 888 e 15.55 Fum og fát (Town called Panic) 16.00 Táknmálsfréttir 16.10 EM stofa 16.30 EM í handbolta - Úrslitaleikur 18.00 Stundin okkar 888 18.25 Basl er búskapur (4:10) (Bonderøven) 19.00 Fréttir 19.25 Íþróttir 19.40 Landinn 888 20.10 Strigi og flauel 888 Sagt er frá lífi Steinþórs Sigurðs- sonar sem tilheyrir hópi svokallaðra abstraktlista- manna. Myndin er lista- söguleg heimild og segir frá merkum listamanni sem átti sitt blómaskeið á áhugaverðum umbrotatím- um í listalífi síðustu aldar. 21.10 Erfingjarnir 7,7 (4:10) (Arvingerne) Glæný, dönsk þáttaröð um systkini sem hittast eftir margra ára aðskilnað og verkefnið er að gera upp arf eftir móður sína, en það sem í fyrstu virðist tækifæri til sameiningar breytist í uppgjör leyndar- mála og lyga sem tengjast lífi þeirra í nútíð og fortíð. 22.10 Kynlífsfræðingarnir 8,3 (11:12) (Masters of Sex) Bandarískur myndaflokkur um William Masters og Virginiu Johnson sem voru frumkvöðlar á sviði kynlífs- rannsókna. Atriði í þáttunum eru ekki við hæfi barna. 23.05 Sunnudagsmorgunn e 00.15 Útvarpsfréttir í dagskrárlok 07:50 FA bikarinn 17:45 Spænski boltinn 2013-14 21:55 FA bikarinn 01:15 Spænski boltinn 2013-14 11:00 Season Highlights 11:55 PL Classic Matches 12:25 Crystal Palace - Stoke 14:05 Messan 15:30 Stuðningsmaðurinn 16:00 Chelsea - WBA 17:40 MD bestu leikirnir 18:10 Chelsea - Man. Utd. 19:50 Chelsea - Man. City 21:35 Season Highlights 22:30 Premier League World 23:05 West Ham - Newcastle 11:30 I Don't Know How She Does It 13:00 Happy Gilmore 14:35 Snow White and the Huntsman 16:45 I Don't Know How She Does It 18:15 Happy Gilmore 19:50 Snow White and the Huntsman 22:00 Lincoln 00:30 Beyond A Reasonable Doubt 02:15 Fast Five 04:25 Lincoln 16:10 H8R (1:9) 16:50 Þriðjudagskvöld með Frikka Dór 17:20 The Amazing Race (8:12) 18:05 Offspring (6:13) 18:50 Mad 19:00 Bob's Burgers (8:9) 19:25 American Dad 19:45 The Cleveland Show (21:21) 20:05 Unsupervised (2:13) 20:25 Brickleberry (2:10) 20:50 Dads (11:22) 21:10 Mindy Project (20:24) 21:30 Do No Harm (8:13) 22:15 The Glades (5:13) 22:35 The Vampire Diaries (20:22) 23:15 Men of a Certain Age (7:10) 00:00 Bob's Burgers (8:9) 00:20 American Dad 00:45 Grammy Awards 2014 04:15 The Cleveland Show (21:21) 17:55 Strákarnir 18:25 Seinfeld (15:22) 18:50 Modern Family 19:15 Friends (21:24) 19:35 Two and a Half Men (24:24) 20:00 Viltu vinna milljón? 20:45 Krøniken (12:22) 21:45 Ørnen (12:24) 22:40 Meistarinn (15:15) 23:35 Ally McBeal (14:23) 00:20 Without a Trace (18:23) 01:05 Viltu vinna milljón? 01:45 Krøniken (12:22) 02:43 Ørnen (12:24) 15:00 Vafrað um Vesturland 15:30 Stormað um Hafnarfjörð 16:00 Hrafnaþing 17:00 Stjórnarráðið 17:30 Skuggaráðuneytið 18:00 Árni Páll 18:30 Tölvur,tækni og kennsla 19:00 Fasteignaflóran 19:30 Á ferð og flugi 20:00 Hrafnaþing 21:00 Auðlindakistan 21:30 Fiskikóngurinn 22:00 Hrafnaþing 23:00 ABC Barnahjálp 23:30 Eldað með Holta 07:00 Barnatími Stöðvar 2 07:01 Strumparnir 07:25 Villingarnir 07:50 UKI 07:55 Doddi litli og Eyrnastór 08:05 Waybuloo 08:25 Algjör Sveppi 08:30 Könnuðurinn Dóra 08:55 Kalli litli kanína og vinir 09:20 Brunabílarnir 09:45 Ben 10 10:10 Ofurhundurinn Krypto 10:30 Grallararnir 10:50 Tom and Jerry 11:00 Tasmanía 11:20 Victorious 12:00 Spaugstofan 12:25 Nágrannar 12:45 Nágrannar 13:05 Nágrannar 13:25 Nágrannar 13:45 Nágrannar 14:10 The Big Bang Theory (3:24) 14:35 Masterchef USA (4:25) 15:20 The Face (3:8) 16:05 Heilsugengið 16:35 Á fullu gazi 17:05 Eitthvað annað (5:8) 17:35 60 mínútur (16:52) 18:23 Veður 18:30 Fréttir Stöðvar 2 18:55 Sportpakkinn (22:30) 19:10 Sjálfstætt fólk (19:30) 19:45 Ísland Got Talent 20:30 Breathless 6,7 (4:6) Dramatískir þættir um lækna og hjúkkur á spennandi tímum. Þættirnir gerast snemma á sjöunda áratug síðustu aldar og þeir hafa því verið bornir saman við bandarísku verðlauna- þættina Mad Men. 21:15 The Tunnel (9:10) Glæný, bresk/frönsk spennu- þáttaröð sem byggðir eru á dönsku/sænsku þátta- röðinni Brúin. Lík finnst í göngunum undir Ermasund- ið sem tengja England og Frakkland. Breski lögreglu- maðurinn Karl Roebuck og franska lögreglukonan Elise Wassermann fá það hlutverk að rannsaka málið og þau þurfa að taka hönd- um saman til að klófesta morðingjann. 22:05 The Following 7,7 (1:15) Önnur þáttaröðin af þess- um spennandi þáttum. 22:50 Banshee (3:10) 23:40 60 mínútur (17:52) 00:25 Daily Show: Global Edition 00:50 Nashville (3:20) 01:35 Hostages (15:15 ) 02:25 True Detective (2:8) 03:15 The Untold History of The United States (4:10) 04:15 American Horror Story: Asylum (2:13) 05:00 Mad Men (4:13) 05:50 Fréttir 06:00 Pepsi MAX tónlist 11:20 Dr. Phil 12:05 Dr. Phil 12:50 Once Upon a Time (3:22) 13:40 7th Heaven (3:22) 14:30 The Bachelor (13:13) 16:00 Family Guy (13:21) 16:25 Happy Endings (21:22) 16:50 Parks & Recreation (21:22) 17:15 Parenthood (3:15) 18:05 Friday Night Lights (3:13) 18:50 Hawaii Five-0 (11:22) 19:40 Judging Amy (24:24) 20:25 Top Gear (2:6) Bílaþáttur- inn sem verður bara betri með árunum. Tilraunir þeirra félaga taka sífelldum breytingum og verða bara frumlegri, og skemmtilegri. 21:15 Law & Order: Special Victims Unit (22:23) Bandarískir sakamálaþætt- ir um kynferðisglæpadeild innan lögreglunnar í New York borg. Rannsókn á kyn- ferðisbroti leiðir lögregluna í framandi undirheimaver- öld borgarinnar sem aldrei sefur. 22:00 The Walking Dead 8,8 (4:16) Þættir sem hafa slegið öll fyrri áhorfsmet áskrift- arstöðva í Bandaríkjunum. Rick Grimes og félagar þurfa að glíma við uppvakninga utanfrá og svikara innanfrá í þessum hrollvekjandi þáttum sem eru alls ekki fyrir viðkvæma. Báðir hópar lenda í lífshættulegum að- stæðum sem grefur undan samstöðunni. 22:50 Elementary 8,0 (3:22) Sherlock Holmes og Dr. Watson leysa flókin sakamál í New York borg nútímans. Síðustu þáttaröð lauk með því að unnusta Sherlocks, Irine Adler var engin önnur en Moriarty prófessor. Tölvurefur lekur upplýsingum um banda- rísku alríkisstjórnina og Watson og Holmes reyna að hafa upp á honum. 23:40 Scandal (2:22) Við höldum áfram að fylgjast með Oliviu og félögum í Scandal. Fyrsta þáttaröðin sló í gegn meðal áskrifenda en hægt var að nálgast hana í heilu lagi í SkjáFrelsi. Olivia heldur áfram að redda ólíklegasta fólki úr ótrú- legum aðstæðum í skugga spillingarstjórnmálanna í Washington. 00:30 The Walking Dead (4:16) 01:20 The Bridge (3:13) 02:10 Beauty and the Beast (9:22) 03:00 Pepsi MAX tónlist Þ egar ég horfi á landsleik á stórmóti í handbolta skýtur sú hugleiðing mín ætíð upp kollinum hvort hand­ bolti væri sama sportið ef ekki væri fyrir harpiks. Fyrir þá sem ekki vita þá er harpiks trjá­ kvoðuefnið sem handboltakapp­ ar lauga fingur sína í fyrir hvern leik og síðan ítrekað meðan á hon­ um stendur til að tryggja gott grip. Því meira sem ég velti því fyrir mér þá finnst mér notkun þess eiginlega bara vera svindl. Hvenær varð það bara normið að menn notuðu eitt­ hvert efni í handknattleik sem veit­ ir þeim svo ónáttúrulega yfirburði í sportinu? Menn eiga til dæmis auð­ veldara með að grípa boltann í öll­ um mögulegum og gjörsamlega ómögulegum aðstæðum, svo ekki sé talað um að menn skjóta miklu, miklu fastar með þetta yfirburðagrip á boltanum. Ég hef líkt þessu við há­ stökkvara með jetpack. Menn fá bara ofurkrafta. Hef ég því oft hugs­ að hversu gaman það væri að sjá alla heimsins bestu handboltakappa, Strákana okkar jafnt sem aðra, spila nokkra leiki án þess að vera löðrandi í trjákvoðu. Samstarfsfélagi minn spáði því að leikurinn yrði eitt langt hraðaupp­ hlaup þar sem leikmenn yrðu gjör­ samlega uppgefnir. Enginn myndi nokkurn tímann grípa boltann og stanslausir tæknifeilar myndu lama allan sóknarleik. Athyglisverð grein­ ing. Atvinnumennirnir yrðu eins og algjörir byrjendur ef ekki væri fyrir þetta undraefni. Harpiks-lausa handboltavakningin Og á hverju stórmóti rifjast upp fyr­ ir mér mín eigin reynsla af harpiksi. Þegar ég var ungur handboltaiðk­ andi á Akranesi – þar sem ákveðið hafði verið eftir margra ára dauðadá íþróttarinnar í knattspyrnubænum að endurvekja hana – var nefnilega stranglega bannað að nota harpiks í íþróttahúsinu þar sem við æfðum. Hafði eitthvað með það að gera að við vorum á parketi og menn óttuð­ ust að trjákvoðan myndi eyðileggja gólfið og gera það stórhættulegt öll­ um knattspyrnuhetjunum. Það varð mikil handboltavakning meðal ung­ menna í bænum á þessum tíma og stífar æfingar. Fengnir voru nokkrir ódýrir handboltar sem voru í þokka­ bót svona pínu loðnir. Einhverj­ ir hefðu kannski getað náð gripi á plast­ eða leðurbolta, en þetta skinn réð enginn maður við. Fyrir utan að við vorum flestir með það litlar lúkur að það var ekki nema á færi kannski eins slána í hópnum að ná utan um boltana. Áður en við vissum af – og eftir það sem mér fannst vera aðeins nokkrar æfingar – var ákveðið að henda okk­ ur í djúpu laugina. Á mót í Reykjavík með aðeins rétt tæplega undirstöðu­ atriði íþróttarinnar á hreinu. Þeir eru allir með harpiks! Það kom fljótt í ljós þegar við stigum inn í íþróttahöllina, eins og rytjuleg­ ir flækingshundar í brúðkaupi, að í Reykjavíkinni var sko engum manni bannað að nota harpiks. Sterk trjá­ kvoðuangan reif í nasirnar á sak­ lausu smábæjardrengjunum og maður sá hvernig markmennirnir í hópnum okkar urðu glærari og glærari með hverju upphitunarskoti andstæðinganna sem glumdi í tré­ verkinu á öðru hundraðinu. „Þeir eru allir með harpiks!“ bentum við þjálfurunum á hálfstamandi. Sögu­ sagnir af þessu undraefni höfðu borist okkur á Akranesið og ein­ hverjir gert tilraunir til að smygla því inn á æfingar og nokkrir stolist til að prófa. Ég gleymi því aldrei hversu mikil opinberun það var að stelast til að nota smá harpiks einu sinni. Mér leið eins og ég væri Michael Jordan handboltans. Eins og Space Jam-skrímslin Stóreygir af öfund og ótta horfðum við upp á andstæðingana frá Reykja­ vík, líkt og Bangsímon með hun­ angskrukkuna, dýfa lúkunum hver á fætur öðrum ofan í harpiks­dunkinn sem þjálfarar þeirra höfðu vafalaust rúllað inn á hjólbörum. Þeir slöfruðu þessu á sig. Okkar eina svar var að sleikja á okkur puttana til að reyna að ná gripi á boltanum. Það dugði í eina snertingu og síðan horfðum við á eftir skotum okkar ýmist fljúga stjarnfræðilega langt yfir markið eða vera gripin af markverði and­ stæðinganna þar sem boltinn silað­ ist veiklulega í átt að honum. Með skraufþurrar tungur skokkuðum við í vörn þar sem hvert bylmingsskot andstæðingsins söng í netmöskvun­ um. Þeir virtust stökkva hærra, hlaupa hraðar og stækka með hverri mínútunni meðan við skruppum saman í skugga harpiks­ins. Ég gleymi aldrei hversu ójafn leikur það var að mæta útúrharpiksuðu Reykja­ víkurskrímslunum. Við urðum eins og Kalli kanína og félagar í Space Jam gegn risastóru geimverunum og enginn Jordan í augsýn. Það var gjörsamlega gengið yfir okkur þó að í minningunni hafi hin nýendurreista handknattleiksdeild ÍA ekki beinlín­ is látið niðurlægja sig. Það var töggur í okkur. Við spiluðum með hjartanu. Hinir höfðu bara aðeins betra grip á sínu hjarta. Fjandi góðir án forgjafar Þó við höfum ekki riðið feitum hesti frá okkar fyrsta móti og aðeins tek­ ið með okkur skemmtilegar minn­ ingar af furðulegum tilþrifum okkar eigin manna á vellinum þá urðum við betri. Með tímanum myndaðist góður kjarni af strangheiðarlegum harpiks­lausum ungum handbolta­ hetjum sem með hverju mótinu klifruðu upp um sæti. Þrátt fyrir for­ gjöf hinna harpiks­uðu jafnaldra okkar þá vorum við orðnir fjandi góðir. Það varð okkur því mikið áfall, sem ég og fleiri sem þarna voru með mér höfum ekki enn getað fyrir­ gefið, þegar ákveðið var að leggja handboltann niður á Akranesi með einu pennastriki. Niðurskurður og sparnaður var ástæðan að mig minnir. Það þurfti að halda lífi í fót­ boltanum – sem við flestir stunduð­ um reyndar líka. Ég held að ekki hafi verið gerð tilraun til að endurreisa hann síðan í fótboltabænum. Ekki síðan þarna um miðbik tíunda ára­ tugar síðustu aldar, þegar harpiks­ lausa handboltabyltingin var kveðin í kútinn. Eftir sit ég. Enn bitur. Með vafa­ laust miklaðar minningar af eigin ágæti í íþróttinni og svæsnar sam­ særiskenningar um stóra harpiks­ svindlið. Get a grip! n Sigurður Mikael Jónsson mikael@dv.is Helgarpistill James Cameron Cameron er nú laus allra mála og getur farið að ein- beita sér að framhaldinu að Avatar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.