Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2014, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2014, Blaðsíða 20
20 Fréttir Erlent Helgarblað 24.–27. janúar 2014 Þ etta var svokölluð rússnesk kosning. Samkvæmt opin- berum tölum greiddi 98,1 prósent kosningabærs fólks atkvæði um nýja stjórnar- skrá í Egyptalandi dagana 13. og 14. janúar síðastliðinn. Samkvæmt frétt í New York Times hefur John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, lýst yfir efasemdum um réttmæti kosninganna. „Það sem byrjaði á Tahrir-torginu má ekki enda hér,“ sagði Kerry og á þar við þá lýðræðis- bylgju, sem hófst árið 2011, þegar forseta Egypta, Hosni Mubarak, var steypt af stóli eftir hávær mótmæli. Síðan þá hefur verið mikill órói í Egyptalandi, mótmæli, dauði og valdatökur. Arabískur vetur? Eins og kunnugt er hefur lýðræðis- bylgjan sem kölluð hefur verið Ar- abíska vorið farið eins og eldur í sínu um nokkur lönd N-Afríku og Mið-Austurlanda; Túnis, Alsír, Líbíu og Egyptaland, svo dæmi séu tekin. Hver einræðisherrann á fætur öðr- um féll, en hvað kom í staðinn? Dr. Magnús Þorkell Bernhardsson, einn fremsti sérfræðingur Íslands í mál- efnum Mið-Austurlanda, er orðinn svartsýnn á þróun mála og talaði um „arabískan veturinn“ í þættin- um Viðtalið á RÚV fyrr í þessari viku. Egyptalandi er stýrt af hernum, sem fyrir um hálfu ári síðan hrifsaði völdin af fyrsta lýðræðislega kjörna forsetanum í sögu Egyptalands, Mo- hammed Morsi, fulltrúa Bræðra- lags múslima. Hann komst til valda vegna þeirrar bylgju sem hófst á Tahrir-torginu í Kaíró og John Kerry vísar til. Lítil þátttaka Herforingjarnir sem hins vegar nú stjórna landinu segja að nýja stjórnarskráin sé það sem þeir kalla „leiðina til lýðræðis.“ En aðeins um 38,6 prósent atkvæðisbærra manna greiddu atkvæði í kosningunum, sem getur varla talist hátt hlutfall. Í frétt í New York Times, sem vitn- að var í hér á undan, segir að niður- stöðu kosninganna megi skoða í því ljósi að stjórnvöld hafi bælt nánast D r. Magnús Þorkell Bern- harðsson hélt erindi síð- astliðið þriðjudagskvöld á vegum Mannfræðinga- félags Íslands sem bar yfirskrift- ina Vorboðar arabíska vorsins. Í erindinu velti Magnús fyrir sér vanda Vestur landabúa við að skilja og meta Mið-Austurlönd. Hann kom meðal annars inn á hvernig of mikil áhersla væri lögð á um- fjöllun um ráðandi hópa í löndun- um og að of lítilli athygli væri beint að grasrótinni meðal almennings og því sem væri að gerast þar. Tók Magnús ýmis dæmi úr sögu land- anna og fjölmiðlum og setti mann- fræðilegan vinkil á margt í erindi sínu. Þá fjallaði hann einnig um nýjar og nýlegar bækur sem kom- ið hafa út um þróun mála í Mið- Austurlöndum. Hann fjallaði mjög mikið um Egyptaland, enda er landið það stærsta og mikilvægasta að mörgu leyti á svæðinu. Í lok kynn- ingar sinnar velti Magnús upp ýmsum leiðum til þess að nálg- ast niðurstöðu varðandi ástandið, með því að skoða ljósmyndir. Síðasta myndin sem hann brá upp á tjaldið var mynd af hópi óeirðarlögreglumanna sem stóðu andspænis hópi almennra borg- ara – mynd sem mætti túlka sem valdið gegn fólkinu. Gunnar Hólmsteinn Ársælsson alla andstöðu við hina nýju stjórn- arskrá. Valdið er máttugt í Egypta- landi og þau tæki sem valdið hefur eru áhrifarík. Valdamikill forseti Núverandi forseti Egyptalands, Adly Mansour, er bráðabirgðaforseti og samkvæmt nýju stjórnarskránni situr hann í embætti þangað til nýr tekur við. Mansour, sem er dómari í Hæstarétti Egyptalands, hefur einnig það á sinni könnu hvenær næstu þing- eða forsetakosningar fara fram. Hann hefur því greinilega mjög mikið um þetta mál að segja. Samkvæmt nýju stjórnarskránni má forseti sitja tvö fjögurra ára tímabil og verður að vera með egypskar rætur, vera Egypti í húð og hár. Forsetinn ákveður einnig hver verður forsætisráðherra. Ef leysa verður upp þingið eða breyta ríkis stjórninni ber forsetanum að fá samþykki meirihluta þingsins. Sterkur her Egypski herinn er gríðarlega sterkt afl í daglegu lífi landsmanna og starfsemi á vegum hersins er talin vera allt að 40 prósentum af þjóðar- framleiðslu landsins. Gríðarlegu fé er eytt til hernaðarmála og í nýju stjórnarskránni er það beinlínis tek- ið fram að fjárlög hersins séu hafin yfir gagnrýni. Þá er það sérstaklega tekið fram að varnarmálaráðherra landsins verði að koma frá hern- um. Borgaralegur varnarmálaráð- herra er því í raun útilokaður. Þetta sýnir vel þá stöðu sem egypski her- inn hefur og ekkert bendir til þess að herforingjarnir ætli að breyta því í bráð. Einnig má draga almenna borgara fyrir herdómstól fyrir að ráðast á eitthvað sem tengist hern- um. Því má segja að Egyptaland sé í raun herveldi. Högg gegn Bræðralagi múslima Stjórnarskráin hefur sterka trúar- lega skírskotun og segir að íslam sé ríkistrúin og að sharía-lögin séu grundvöllur réttarfarsins. Hins vegar kveður stjórnarskráin á um að bannað sé að stofna stjórnmála- flokka á grundvelli trúar, kyns, þjóð- ernis og eða landfræðilegra þátta. Þetta ákvæði er sem rothögg fyrir hreyfingar á borð við Bræðralag múslima, sem er mjög öflug hreyf- ing í Egyptalandi og Morsi, fyrr- verandi forseti, tilheyrir. Í raun er þetta aðeins nýjasta aðgerðin í röð margra sem egypsk stjórnvöld hafa staðið í gegn Bræðralaginu og áhrif- um þess í egypsku samfélagi, sem eru mikil. Almennir borgarar hafa funda- og félagafrelsi, en þessi réttindi verður að iðka í samræmi við lög- in og það opnar fyrir möguleika stjórnvalda að grípa inn í, ef á þarf að halda. Atburðir síðustu miss- era sýna að stjórnvöld í landinu, með herlög lögreglu í broddi fylk- ingar, hika ekki við að grípa til mjög harkalegra aðgerða, telji þau þess þörf. Blóm og friður? Og þá er það spurningin: Er ný stjórnarskrá í Egyptalandi ný leið til lýðræðis eins og valdhafarn- ir segja? Líklega verður svo ekki og henni hefur þegar verið mótmælt harðlega af Bræðralagi múslima, en liðsmenn þess eru enn æfir vegna valdaráns hersins í byrjun júlí í fyrra. Samkvæmt frétt í Los Angeles Times hvatti Bræðralagið til þess að félagar hreyfingarinnar sniðgengju kosninguna um nýja stjórnarskrá og skýrir það ef til vill hina litlu þátt- töku í kosningunni. Því má í raun draga lögmæti kosningarinnar í efa. Ólíklegt er því að ást, blóm og friður verði ríkjandi í Egyptalandi á næstu misserum og aðeins líklegra að ástandið verði meira af því sama; átök og ófriður. n Valdið gegn fólkinu Magnús Þorkell Bernharðsson ræddi um stöðu mála „Ólíklegt er því að ást, blóm og frið- ur verði ríkjandi í Egypta- landi á næstu misser- um og aðeins líklegra að ástandið verði meira af því sama; átök og ófriður. n Egyptar fá nýja en umdeilda stjórnarskrá n Högg gegn Bræðralagi múslima Ný leið til lýðræðis
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.