Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2014, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2014, Blaðsíða 26
26 Umræða Ógreidd atkvæði Umsjón: Henry Þór Baldursson Helgarblað 24.–27. janúar 2014 H ver eru kjör eldri borgara í dag? Eru þau eitthvað til þess að hrópa húrra fyrir? Nei, svo sannarlega ekki. Kjörin eru smánarleg. Ein- hleypur ellilífeyrisþegi fær 180 þús. kr. á mánuði eftir skatt frá almanna- tryggingum og eldri borgari, sem er í hjónabandi eða í sambúð, fær 162 þús. kr. á mánuði eftir skatt frá al- mannatryggingum, miðað við að eingöngu sé um að ræða tekjur frá Tryggingastofnun (Skv. reiknivél TR 15. jan. 2014). Það er ekki unnt að lifa mannsæm- andi lífi af þessum lágu fjárhæðum. Af þessum lífeyri þarf að greiða hús- næðiskostnað, sem hefur aukist mikið. Leiga fyrir litla íbúð er kom- in í 120–130 þús. kr. á mánuði. Þegar hún hefur verið greidd er lítið eftir fyrir mat, klæðum, síma, lyfjakostn- aði, lækniskostnaði og öllum öðrum kostnaði. Það er ókleift að kaupa og reka bíl af þessum lága lífeyri. Lyfjakostnaður hefur aukist mikið og er nú rukkað fyrir lyf, sem áður voru frí svo sem sykursýkislyf og snara þarf út svo háum fjárhæðum fyrir lyfjum áður en niðurgreiðsla tekur gildi, að erfitt er fyrir marga aldraða og öryrkja að kljúfa það. Greiðslur úr lífeyrissjóði gerðar „upptækar“ Þeir, sem fá eitthvað úr lífeyrissjóði, eru margir hverjir ekkert betur sett- ir en hinir, sem aldrei hafa greitt í líf- eyrissjóð. Eldri borgari, sem fær 70 þús. kr. á mánuði úr lífeyrissjóði, sæt- ir 70 þús. kr. skerðingu á mánuði hjá almannatryggingum og fær því ekk- ert meira í heildarlífeyri en sá, sem aldrei hefur greitt í lífeyrissjóð. Þetta er eins og eignaupptaka. Það er eins og ríkið sé að hrifsa til sín allan lífeyri eldri borgarans, þ.e. lífeyri, sem hann hefur safnað alla starfsævi sína. Menn spyrja: Er þetta löglegt? Stenst þetta stjórnarskrána? Er þetta ekki hrein og klár eignaupptaka? Fróðlegt væri að láta reyna á það fyr- ir dómstólum. En ríkisvaldið ætti að sjá sóma sinn í því að leiðrétta þetta ranglæti. Það þarf að afnema þessar skerðingar, þannig að eftir- launamenn haldi þeim lífeyri, sem þeir hafa lagt fyrir meðan þeir voru starfandi. Það var meiningin, þegar lífeyris sjóðirnir voru stofnaðir. Til samræmis við neyslukönnun Hvað þarf eldri borgari mikið sér til framfærslu til þess að geta lif- að sómasamlegu lífi? Hagstof- an hefur ekki kannað framfærslu- þörf aldraðra. En hún hefur kannað neyslukostnað, meðaltalsneyslu og birtir árlega í desembermánuði niðurstöðu þeirrar könnunar. Samkvæmt síðustu neyslukönnun Hagstofunnar er meðaltalsneysla einhleypinga í landinu 320 þús. kr. á mánuði (Leiðrétt fyrir hækkun neysluverðs frá því könnunin var gerð). Inni í þeirri tölu eru engir skattar og heldur ekki afborganir og vextir eða fjárfesting. Ýmsa fleiri liði vantar. Ég tel, að þessi könnun eigi við eldri borgara eins og aðra í þjóðfélaginu. Sumir liðir eru meira að segja lægri í þessari könnun en nemur meðaltalsútgjöldum eldri borgara til þeirra. Það á t.d. við um lyfjakostnað og lækniskostnað. Mið- að við neyslukönnun Hagstofunn- ar vantar einhleypan ellilífeyrisþega 140 þús. kr. á mánuði í lífeyri frá al- mannatryggingum en lífeyrir ein- hleypra ellilífeyrisþega frá TR er nú 180 þús. á mánuði eftir skatt. Hér er um sambærilegar tölur að ræða, þar eð engir skattar eru inni í tölunum. Félag eldri borgara í Reykjavík hefur samþykkt, að við ákvörðun líf- eyris frá almannatryggingum eigi að miða við neyslukönnun Hag- stofunnar. Við leiðréttingu lífeyr- is aldraðra frá TR til samræmis við neyslukönnun Hagstofunnar mætti áfangaskipta leiðréttingunni, t.d. í 2–3 áfanga. En hefja verður leið- réttingarferilinn strax. Það þarf að leiðrétta lífeyri aldraðra og öryrkja strax myndarlega á þessu ári og síð- an halda því áfram næstu 2 árin þar til neyslukönnun Hagstofunnar er náð. n Lífeyrir aldraðra frá TR dugar ekki Björgvin Guðmundsson form. kjaranefndar Félags eldri borgara Aðsent Í samfélaginu eru öfl sem vilja kné- setja íslensku fjallkonuna. Land- ráðasinnar sem vilja færa fullveldi Íslands frá Davíð Oddssyni og til Brüssel. Samtökin „Já Ísland“ hafa lengi haft horn í síðu Davíðs og vilja að evrópskir bjúrókratar fari með völd hér á Íslandi, banni túrmerik og neyði alla í þrælkunarbúðir evrópska hersins í Sviss. Svarthöfði kann ekki að meta það. Allar götur frá því að Ísland fékk sjálfstæði árið 1944 hefur leiðin leg- ið að því að Ísland kjósi sér kóng. Það er augljóst og það sjá allir, hér þarf eig- inlegan landsföður. Við áttum okkur einn slíkan. Svarthöfði mun alltaf minnast svarta október með miklum trega. Dagsins sem valdarán var framið á Ís- landi. Kónginum var steypt af stóli eftir að Já-sinnar sviðsettu svokallað „hrun“. Það tókst með prýði – bjúrókratarnir í Brüssel hafa aldrei verið eins vinsælir og þeir voru eftir að hin myrku niður- rifsöfl náðu hér völdum. Konungurinn gerði það sem þurfti til að tryggja hér farsæld, sem hann tryggði um stund. Hann einkavæddi bankana og kom þeim í hendur aðila sem hann treysti. Hvað ætti hann annað að gera? Láta ókunnuga fá þá? Hann kom kvótakerfinu á til að skapa hér rótgróna stétt velviljaðra auðmanna. Hvern- ig annars eiga störf að skapast og nýsköpun að verða hér? Hann efldi fræðasamfélag- ið með skipan æviráðins pró- fessors sem er óháður ríkis- valdinu. Hvernig annars ætti að fræða almenning um mikilvægi samstöðu, festu og samkvæmni í stjórnskipulaginu? Hann formfesti enn fremur réttlætið, sem fyrir skipan réttu dómaranna hafði einungis verið óljós og mótsagnarkennd hugmynd í huga hverflynds múgsins. En þetta var fyrir hinar myrku ald- ir. Eftir hið þjóð- þekkta pönnu- valdarán – sem var miðstýrt í höfuð- stöðvum Samspillingarinnar í Brüssel – varð sundrung í þjóðfélaginu; átök, hviklyndi og heimska ráða nú ríkj- um. Hatrið vessar um æðar internets- ins, sérstaklega í garð velviljaðs lands- föðurins, sem einungis vill þjóna ættbræðrum sínum; sonum og dætr- um þessa lands elds og ísa. Íslenska sauðkindin ráfar nú helköld um hálendið, í samstöðuleysi og í skugga sinnuleysis Evrópusam- bandsins. Hættið að röfla um þjóðar- atkvæðisgreiðslu um ESB. Vill ekki einhver hugsa um börnin? Sýnum samstöðu! n Svarthöfði Lengi lifi konungurinn! „Konungurinn gerði það sem þurfti til að tryggja hér farsæld. Mest lesið á DV.is Vinsælast á fimmtudaginn 1 „Sonur okkar dáinn í her-bergi í Reykjavík meðan aðrir njóta jólamáltíðarinnar“ Arnar Óli Bjarnason fannst látin á heimili sínu 30. desember, sex dögum eftir að hann lést. Faðir Arnars greinir frá því í minningargrein í Morgunblaðinu að fjöl- skyldan hafi mætt miklu mótlæti þegar óskað var eftir því að leitað væri að Arnari. Hann gagnrýnir reglur lögreglu um eftirlýsingar. 20.037 hafa lesið 2 Lögmannsstofa tekur veð í húsi Kára Lögmannsstofan Lex hefur tekið veð í húsi Kára Stefánssonar út af tveggja milljóna króna reikningi vegna lög- mannsstarfa Lex fyrir Kára. Kári neitar að greiða reikninginn að sögn Viðskiptablaðsins. 13.508 hafa lesið 3 Prestur skákaði BjörkHalldór Gunnarsson, kenndur við Holt, hefur keypt jörðina Holt í Rangár- vallasýslu í gegnum einkahlutafélagið Víkurdranga ehf. Halldór staðfestir að Björk Guðmundsdóttir tónlistarkona hafi einnig boðið í jörðina en tilboði hennar var hafnað. 10.912 hafa lesið 4 „Þú myrtir barnið mitt“22 ára Svíi, Kristoffer Johansson, var í gær dæmdur í 14 ára fangelsi fyrir að myrða og búta niður fyrrverandi kærustu sína, Vatchareeya Bangsuans. Harmur móður hennar er mikill og hún treystir sér ekki til að búa lengur í Svíþjóð. 9.911 hafa lesið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.