Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2014, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2014, Blaðsíða 18
Helgarblað 24.–27. janúar 201418 Fréttir É g vona að ég eigi mörg góð ár eftir,“ segir Guðmundur Frank- lín Jónson, einn þeirra sem sækir dagvistun í Maríuhúsi. Guðmundur Franklín kom öll- um á óvart þegar hann fór að ræða ástand sitt við blaðamann DV þegar hann heimsótti húsið. Nú þegar sam- þykki aðstandenda liggur fyrir er Guðmundur sestur inn á skrifstofu forstöðukonunnar til þess að segja frá lífi með Alzheimer. Engin betrunarvist Sjúkdómurinn veldur því að Guð- mundur á stundum erfitt með að átta sig á sjúkdómnum og afleiðing- um hans. Vegna sjúkdómsins er hann ekki alltaf alveg tengdur við raunveruleikann en hann vill gjarna greina frá aðstæðum sínum og seg- ir: „Ég er ánægður með að þið komið hingað með þetta erindi. Við ætlum að tala um Alzheimer-sjúkdóminn. Stundum á ég góða daga og stund- um ekki. Ég er nú enginn ræðusnill- ingur heldur en aðalatriðið er bara að segja frá lífinu eins og það er. Það er það sem ég vil að komist út til al- mennings. Maríuhús er ekkert betr- unarhæli eins og margir halda, að þetta sé eins og munaðarleysingja- hælið sem Oliver Twist var á, en það er langt í frá. Ef ég má þá langar mig að segja að ég dett stundum út og gleymi því sem ég er að segja. Það er einn liðurinn í Alzheimer-sjúkdómnum og við erum að reyna að koma því út um hvað þetta snýst. Svo hvað viljið þið fá frá okkur?“ „Ekkert að mér!“ Þegar við spyrjum hvernig það sé að fá svona greiningu segir hann: „Það var rosalegt áfall. Ég öskraði bara: „Það er ekkert að mér!“ Ég vildi helst ekki una því að ég gæti ekki farið upp í bílinn og verið frjáls. Það er mikil frelsissvipting að vera með þennan sjúkdóm. Það er rosaleg frelsissvipting að mega ekki keyra bíl, þá varð ég svo ósjálfbjarga. Það var agalegt. Þá hrundi allt.“ Guðmundur gerði sér enga grein fyrir því hvað var að þegar hann fór í skoðun á Landakoti. Til að komast að þar þarf beiðni frá heimilislækni en Guðmundur telur að konan hans hafi haft frumkvæði að þessari skoðun. „Ég vissi ekkert hvað var að. Þegar ég uppgötvaði það þá vildi ég ekki viður- kenna það. Það var bara þannig.“ Sólin hjálpar Aðspurður hvort hann hafi einhvern tímann fyllst reiði eða vonleysi gagn- vart örlögunum brosir hann út í ann- að og segir: „Ég var reiður út í lækn- inn. Ég veit ekkert af hverju. Ég á eftir að biðja hann afsökunar á því. Ég hef bara fengið eitthvert kast. Ég fékk ein- hver spjöld og henti þeim í lækninn. Þá var það vísbending um að ég væri kominn með Alzheimer-sjúkdóminn. Ég vildi ekki trúa því. Ég tók þessu fyrir rest en það var erfitt. Skelfilegt,“ segir Guðmundur. „Á móti kemur að ég er stöndugur og get veitt mér ýmislegt. Ég get far- ið til Tenerife,“ segir hann sem er að fara út með eiginkonunni og börn- unum í næsta mánuði. „Það er mik- ið atriði,“ segir hann og snýr sér að forstöðukonunni: „Hvað vorum við aftur að tala um áðan?“ en áður en hún nær að svara er svarið komið upp í huga hans og hann segir: „Já, Svíana. Á sínum tíma fluttu Svíar Alzheimer- sjúklinga á sólarströnd því það þótti betri kostur en að reka svona dýra þjónustu. Það er spurning hvort það væri hagkvæmt fyrir ríkisstjórnina að senda okkur til Kanarí og fá fólk heilt til baka. Það er engin spurning að sól- in hjálpar,“ segir hann en forstöðu- konan hefur aldrei heyrt af þessum aðferðum áður. Léttur á því Móðir Guðmundar var sænsk og sjálfur hefur hann farið út að hitta fjölskylduna. „Það var ekkert blóm- legra þar heldur en hér hjá okkur. En maður verður að reyna að hafa gam- an af þessu. Ekki vera alltaf með fýlu- svipinn,“ útskýrir hann. „Það er þetta sænska eðli. Svíarnir eru með svona léttan húmor. Þess vegna vil ég fara þangað,“ segir hann og hlær. Hélt að þetta væri betrunarhæli „Ef við beinum talinu að Maríuhúsi þá er þetta alveg eins og heimavist. Þið ættuð bara að prófa að ganga um hús- ið og láta lítið á ykkur bera. Allt í einu er dagurinn bara búinn. Það er það sem við þurfum,“ segir hann og hikar, „að vinna þetta margar stundir og … aaa, hvað er ég að bulla núna? Ég datt aðeins út,“ segir hann hreinskilinn en lætur það ekki slá sig út af laginu og heldur áfram: „Mig óraði ekki fyrir því hvað það var gott að koma hingað. Ég var farinn að spyrna niður fótum og ætlaði ekki í Maríuhús því ég hélt að þetta væri eitthvert betrunarhæli. Svo eru þær svo lunknar við mig að áður en ég vissi af var ég kominn inn og sagði konunni að hún þyrfti ekki að hafa áhyggjur af mér hérna. Þær dekstra okkur því- líkt. Ég er ekkert að upphefja þær, þess þarf ekki,“ segir hann og brosir fal- lega til forstöðukonunnar. „Ég tala nú ekki um ef ég fæ að fara til sólarlanda á kostnað ríkisstjórnarinnar,“ segir hann og hlær dátt. „Ég er alltaf brosandi hérna og bið þá sem eru í sama ástandi og ég að prófa þetta bara. Annað er bara vit- leysa. Ég held að það sé ekki til betri lækning heldur en húsið okkar.“ Tapaði áttum Rödd hans er orðin rám og við hellum vatni í glas, sem hann drekkur nánast í einum teyg og teygir sig svo í næsta glas og drekkur úr því líka. „Stundum getur maður verið inni í húsinu og þá fannst mér eins og ég væri í Hlíðunum þar sem ég átti heima í gamla daga. Þá var ég eitthvað að þrefa við konuna um að Bústaðavegurinn væri ekki hér. Það hafði alveg slegið út í fyrir mér. Ég veit aldrei hvar ég hef mig. Það er þetta minnisleysi. Minnið er að svíkja mig en stundum er ég góður og stundum ekki. Svo er þetta slæmt fyrir aðstand- endur líka. Þeir geta ekki treyst á mig. Og þar fram eftir götunum.“ Færninni hrakar Eiginkonunni kynntist hann í lautarferð, segir hann, líklega á hesta- mannamóti. „Ég var hestamaður, en það er allt farið núna.“ Smám saman hefur getunni til þess að takast á við verkefni hrakað. Um daginn var hann að spila bingó þegar hann áttaði sig á því að hann þekkti ekki spilin og vissi ekki hvað hann ætti að gera við þau. „Ég var mjög miður mín yfir því. Ég hef alltaf haft gaman af því að spila en allt í einu fann ég að ég gat það ekki. Þá spurði ég himnasmiðinn hvort hann ætl- aði að hafa það að mér líka. Hvort ég mætti ekki hafa spilin í friði.“ Er margt sem þú gast gert áður en getur ekki gert lengur? Guðmundur hikar aðeins áður en hann svarar neit- andi, en í Maríuhúsi þarf hann þó að- stoð við eitt og annað. „Heima er ég orðinn ansi lunkinn við að láta aðra hella upp á könnuna svo lítið beri á. Maður verður bara að bjarga sér. Ég geri bara grín að þessu. Og ég segi alltaf að þessi tækni, iPod og allt þetta dót, ég er ekki mik- ill tæknimaður. Ég sagði það strax að ég vildi ekki sjá þetta. Stundum hugsa ég að þetta sé bara orðið of seint fyrir mig. Það væri óskandi að það væri bara eitt tæki sem ég ætti og vísaði mér veginn. Þar sem það væru ekki allar þessar flækjur.“ Stoltur af fyrirtækinu Guðmundur er byggingarmeistari og hefur alla tíð lagt hart að sér í vinnu og verið sjálfstæður maður. „Ég átti mitt eigið fyrirtæki en ég þurfti að láta það frá mér. Fyrirtækið er í blóma en ég get ekki tekið þátt í einu né neinu. Ég ætlaði að reyna að handstýra þessu en gat það ekki. En ég á þetta bygginga- fyrirtæki ennþá og það er eitt fárra sem hefur alltaf verið á sömu kenni- tölu í öll þessi ár. Af því er ég stoltur. Það er svívirðilegt þegar menn stunda það að henda kennitölunum. Ég á stöndugt fyrirtæki en heilsan er slæm. Ég hefði viljað hafa það öðru- vísi. Að bæði fyrirtækið og ég hefðum það gott,“ segir hann og brosir einlægt. Félagarnir hjálpa Guðmundur á ekki bara stöndugt fyrir tæki. Hann á líka stórt og þétt stuðningsnet sem hjálpar honum mikið. „Ég á góða félaga sem styðja við bakið á mér. Það skiptir virkilega miklu máli að eiga góða félaga. Þetta eru félagar mínir frá því að við vorum í gagnfræðaskóla. Við höfum haldið saman síðan. Það er mér mikils virði. Eftir að ég fékk þennan sjúkdóm koma þeir alltaf að ná í mig og það gefur mér mikið. Svo eru það börnin og konan, sem er þroskaþjálfi og kann að takast á við svona sjúkdóma. Dóttir mín er líka að læra þroskaþjálfann,“ segir Guð- mundur sem á erfitt með að átta sig á tölum, eins og því hversu mörg börn hann á, hversu mörg systkini eða hvað hann sjálfur er gamall: „Það er vont að segja til um það. Það er bara augljóst að ég er gamall,“ segir hann en hann er fæddur árið 1949. „Það eru svona gloppur sem detta úr manni.“ Hitti gamlan vin úr Hlíðunum Hér í húsinu hitti Guðmundur líka gamlan vin og jafnaldra úr Hlíðun- um. „Hann bjó efst í Drápuhlíðinni og ég í miðri götunni. Það var einu sinni sem við slógumst. Ég var með kaðal sem hann hrifsaði af mér og ég hljóp á eftir honum og hrifsaði kaðalinn af honum þannig að hann datt af hjól- inu. Þetta voru mínar minningar um hann,“ segir hann hlæjandi. „Ég var frekar lítill þegar ég fæddist. Svo var ég með sjónskekkju og gleraugu og allan pakkann. Það var svolítið erfitt að vera eini maðurinn með gleraugu og ég var kallaður gler- augnaglámur. Á sumrin var ég sendur í sveit þar sem ég stálpaðist hjá hörðum hús- bónda. Þegar ég kom aftur þá voru allir komnir með gleraugu. Þá hafði orðið vakning og allir krakkarnir sendir í mælingu. Þeir sem reyndu að stríða mér eftir það fengu að finna fyrir því,“ segir hann stríðnislega og glottir. Vildi vita hvað veldur Stundum veltir Guðmundur því fyrir sér hvað valdi sjúkdómnum. „Ég tók eftir því hjá kollegum mínum að þeir sem veiktust voru bara settir út á götu. Það var bara skelfilegt. Þá var þetta að byrja, þessi Alzheimer. Það eru margir með þennan sjúkdóm án þess að vita það. Svo er spurning hvað veldur þessu. Það hef ég ekki skilið enn þann dag í dag. Ég vildi óska þess að ég gæti feng- ið einhver svör við því,“ segir Guð- mundur sem hefur sjálfur sínar hug- myndir um það: „Byggingarmeistarar eru úti í vosviðri og í gamla daga voru ekki svona góð hlífðarföt. Þá voru bara þessar gömlu góðu vetrarúlpur sem náðu niður á mitti. Svo eru það þessi banvænu efni sem orsaka það að heilsan er ekki betri. Ég hef gleypt as- best og allskonar. Þar hefur ríkisstjórnin ekki verið vel á varðbergi, hvorki varðandi hlífðarfatnað né annað. Þegar ég skoða dánartilkynningar í blöðunum finnst mér áberandi hvað það eru þar margir félagar sem ég þekki. Það þarf að skoða þetta betur.“ Hugsar ekki til framtíðar Hann óar fyrir framtíðinni og hugsar helst ekki til þess hvernig sjúkdómur- inn þróast. „Ég er bara þakklátur fyrir að geta tjáð mig. Einn sem er hérna getur ekki sagt hvað hann er að hugsa og það er erfitt að horfa upp á það. Það hlýtur að vera hræðilegt. En stundum kemur hrollur í mig. Ég vil helst ekki hugsa til þess sem er í vændum. Að eiga það yfir höfði sér að það sé svona stutt eftir. Ég vil helst ekki tala um það. Það er bara mitt. En það er misjafnt eftir fólki hvað það tekur langan tíma fyrir sjúkdóminn að þróast. Ég vona að ég eigi mörg góð ár eftir.“ n „Ég dett stundum út“ n Guðmundur er með Alzheimer n Reynir að halda í gleðina„Stundum kemur hrollur í mig. Ég vil helst ekki hugsa til þess sem er í vændum. Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir ingibjorg@dv.is „Heima er ég orðinn ansi lunkinn við að láta aðra hella upp á könnuna svo lítið beri á. Reiddist lækninum Guðmundur vildi ekki horfast í augu við veikindin og reiddist lækninum þegar hann fékk greininguna, en hún var honum mikið áfall. MynD SIgTRygguR ARI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.