Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2014, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2014, Blaðsíða 37
Helgarblað 24.–27. janúar 2014 Fólk Viðtal 29 Æ tli það megi ekki segja að ég hafi dottið í lukkupott- inn. Þetta er allavega ágætis aukavinna og skemmtilegt hliðarverkefni,“ segir leikarinn Hannes Óli Ágústsson sem slegið hefur í gegn í gervi Sig- mundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra. Hannes Óli viður- kennir að hann fái heilmikla athygli vegna hlutverksins, aðallega fyrir og eftir áramótaskaup. „Grínið hófst í nóvember og fólk talar um þetta út janúar. Svo hætta allir að pæla í þessu,“ segir hann brosandi en neitar því að hann hafi áhyggjur af verkefnaskorti þegar og ef Sigmundur Davíð hverfur úr eld- línunni. „Ég hef yfirleitt fengið nóg að gera í öðru en vissulega er þetta ágætis aukabúgrein. Þetta er bara skemmtilegt. Er á meðan er.“ Starfar með unnustunni Hannes Óli og unnusta hans, Að- albjörg Þóra Árnadóttir leikkona, hafa komið sér vel fyrir á Akureyri þar sem þau hafa búið og starfað við Leikfélag Akureyrar frá árinu 2011. „Ragnheiður Skúladóttir [leikhús- stjóri] hringdi í okkur einn daginn en þá var leikhúsið án leikhússtjóra. Hún spurði hvort við vildum koma og þekkjandi Ragnheiði og þá frá- bæru hluti hún hefur gert gat mað- ur ekki annað en sagt já. Ég hefði farið með henni í hvaða rugl sem er. Við Aðalbjörg höfðum mikið verið í sjálfstæðum sýningum og okkur fannst ekkert mál að flytja norður. Hér er æðislegt að vera og andrúmsloftið afslappað sem hentar mér mjög vel því ég er ró- lyndistýpa að mörgu leyti. Hér er samt nóg um að vera en helst sakna ég að komast ekki eins oft í leik- hús og svo sakna ég líka Bíó Para- dísar. En við förum oft suður enda lítið mál að stökkva út á flugvöll. Það er ekki eins og við búum í Kúala Lúmpúr. Þetta eru fimm tímar í bíl eða 40 mínútur í flugvél.“ Tókst í þriðju tilraun Hannes Óli fæddist árið 1981 og ólst upp í Seljahverfi. Hann út- skrifaðist úr leiklistardeild Lista- háskóla Íslands árið 2009 og hafði þá setið linnulaust á skólabekk frá sex ára aldri. „Við vorum búin að þekkjast lengi þegar við fórum að rugla saman reytum en Aðalbjörg var að klára Listaháskólann þegar ég komst inn. Hún flaug inn eftir menntaskóla en það tók mig þrjár tilraunir,“ segir hann og bætir við að hann hafi alltaf stefnt á að verða leikari. „Ég veit ekki af hverju. Það var ekki mikið leikhús í kringum mig.“ Hann segir vonbrigðin hafa verið mikil þegar hann datt út strax í fyrsta holli. „Ég vissi ekkert hvað ég átti við mig að gera en þar sem ég hafði verið í Gettu betur-liði Menntaskól- ans við Sund, þar sem ég fékk mik- inn áhuga á bókmenntum, hugsaði ég að bókmenntafræðin væri eitt- hvað sem ég gæti lært. Ég hef alltaf verið mikill lestrarhestur en ég hálf- kenndi sjálfum mér að lesa fjögurra ára. Þegar ég komst svo ekki áfram í seinna skiptið heldur var það dá- lítið mikið erfitt. Það var ekki bara vont að komast ekki inn heldur það að ég komst ekkert áfram. Flestallir nema ég í leikhópnum í Stúd- entaleikhúsinu komust yfir í annað holl. Þunglyndið var þó ekki langt, svona tveggja daga fýla enda er ég ekki langrækinn maður.“ Losnaði úr móðurkviði Hannes ákvað að snúa sér alfarið að bókmenntafræðinni en var samt alltaf með í Stúdentaleikhúsinu og hafði tekið þátt í átta sýningum þegar hann var 24 ára í masternám- inu. „Síðan var ég hvattur áfram af góðu fólki að prófa einu sinni enn. Þá fór ég „full in“ í þetta; undir- bjó mig svakalega vel og var þá líka kominn með reynslu af sviði. Þá gekk þetta upp og ég lagði skræðun- um; í bili að minnsta kosti,“ segir hann brosandi en bætir svo alvar- legri við: „Ef ég horfi til baka þá sé ég að ég var ekki maður í þetta þegar ég sótti fyrst um. Ég held að ég hafi tekið út mikinn þroska á milli tvítugs og 24 ára. Þá losnaði ég loksins úr móðurkviði, fór að lesa mér til og hugsa meira og tók þátt í háskólalífinu; víkkaði sjóndeildar- hringinn. Ég held að það hafi verið gríðarlega gott fyrir mig að komast ekki fyrr inn; að bíða aðeins með það. Þegar ég svo reyndi í þriðja skiptið var ég ákveðinn; ég ætlaði ekki að gera neitt annað. Ég bara varð að klára þetta og ef það hefði ekki tekist hefði ég farið til útlanda að læra.“ Öskraði og grenjaði Hann segir hamingjuna hafa verið gríðarlega þegar honum loksins tókst að komast inn í skólann. „Gleðin var alveg brjálæðisleg! Kvöldið áður en ég fékk bréfið vor- um við að frumsýna í Tónlistar- þróunarmiðstöðinni á Granda. Við vorum fimm í leikhópnum sem höfðum komist í 20 manna hóp- inn og höfðum klárað prufurnar svo spennufallið var gríðarlegt þetta kvöld. Við einfaldlega hrund- um í það. Þegar ég vaknaði á sófan- um í Tónlistarþróunarmiðstöðinni og sá vini mína sofandi hér og þar um húsið fékk ég sms frá meðleik- ara mínum um að hann hefði ekki komist inn. Þá mundi ég að bréf- in kæmu í dag og ætlaði að rjúka út en komst að því að ég var læstur inni. Ég hljóp um húsið og fann loks brunaútgang og tók leigubíl heim. Á leiðinni hringdi ég heim þar sem systir mömmu svaraði og sagði mér að bréfið væri ekki komið. Þá slak- aði ég bara á en tveimur mínút- um seinna hringdi hún til baka og sagði mér að bréfið hafi verið að koma. Þegar ég kom heim og stökk út úr bílnum stóð hún í dyrun- um með blaðið. Ég lokaði mig inni í herbergi, opnaði bréfið og öskr- aði. Vinir mínir öskruðu í síman- um og frænka mín öskraði frammi en hvarf svo. Ég tók einhver símtöl, öskraði og grenjaði og brotnaði nið- ur þegar ég talaði við mömmu og þá birtist frænka mín aftur. Hún hafði tekið leigubíl í ríkið og keypt handa mér kampavínsflösku. Þetta var á þriðjudegi fyrir páska og ég held að það hafi verið djammað alla pásk- ana.“ Fyrsta alvöru kærastan Hannes Óli og Aðalbjörg trúlofuðu sig í sumar. „Giftingin er þarna ein- hvers staðar á planinu. Við erum ekkert að flýta okkur. Við tölum oft um að við getum varla haldið al- mennilegt brúðkaup því fjölskylda okkar er svo stór. Bara mamma á tíu systkini og mamma hennar fjögur svo það væri óðs manns æði að ætla að gera þetta almennilega,“ segir hann og játar því að hann sé róman- tískur. „Já, ég myndi segja það eða að ég hafi lært að vera rómantískur undanfarin ár. Ég kunni það ekk- ert áður en ég kynntist Aðalbjörgu enda hafði ég lítið verið í sambönd- um áður en við byrjuðum saman og þá var ég orðinn 27 ára. Ég held að ég geti bara sagt það með fullu sjálfstrausti að ég sé það, allavega geri ég mitt besta í þeim efnum. Við Aðalbjörg erum góðir vinir. Hún er svo hrikalega fyndin, skemmtileg, klár og hæfileikarík. Það er þvílík gleði að fá að umgang- ast hana á hverjum degi. Hún ger- ir mig að betri manneskju,“ segir hann og neitar því að hafa verið far- inn að missa vonina út af kærustu- leysinu. „Það var aldrei í fyrsta sæti hjá mér þegar ég var yngri. Ég var frekar slakur með það þannig og ætlaði ekkert að örvænta fyrr en ég yrði fimmtugur. Ég var ekkert ein- mana, með fjölda vina og kunningja í kringum mig. Þetta gerðist mjög hratt hjá okk- ur Aðalbjörgu. Mjög fljótlega eftir að við fórum að hittast varð þetta alvarlegt. Þetta var bara málið,“ segir hann en bætir við að á því séu skiptar skoðanir hvort þeirra hafi reynt við hitt. „Hvorugt okkar var mikið fagfólk á þessu sviði; í þessum „dating game“. Eftir að við opnuð- um okkur og viðurkenndum ama- tör-mennsku okkar var þetta fljót- lega komið. Það er bara þannig.“ Tengdapabbi er leikari Aðalbjörg kemur úr leiklistarfjöl- skyldu en faðir hennar er Árni Pétur Guðjónsson leikari. Hannes Óli segir að þótt það sé gott að geta rætt fagið við tengdafjölskylduna sé leik- list ekki það eina sem þau tali um. „Ég hef mikið unnið með Árna Pétri og það er mjög gott að eiga hann að. Okkur kemur mjög vel saman enda ekki annað hægt. Ég held að það sé ekki nokkrum manni illa við Árna Pétur.“ Hann segir ekkert mál þótt þau Aðalbjörg séu bæði leikar- ar og þvertekur fyrir að þar fari tvö stór egó sem berjist um athyglina. „Ég er voðalega „ligeglad“ mað- ur, óþolandi jákvæður og býsna slakur gagnvart lífinu og tilverunni. Þetta gengur bara mjög vel hjá okk- ur. Við höfum unnið saman í tvö ár og það hefur aldrei kastast í kekki á milli okkar, hvort sem það er í sam- vinnunni eða í sambandinu. Við ræddum þetta samt áður en við ákváðum að koma norður og vinna saman. Við erum saman á hverjum einasta degi en lifum bara ótrúlega ljúfu lífi. Svo eigum við líka okkur ólík áhugamál utan vinnu. Ég er í karlakór og hún í blaki svo við eig- um alveg tengsl við annað fólk líka.“ Feiminn inni við beinið Þrátt fyrir að hafa valið sér áberandi starfsvettvang viðurkennir Hannes Óli að hann sé feiminn innst inni við beinið. „Ég er ekki mjög fram- færinn og alls ekki týpan sem stekk- ur óundirbúin upp á svið og held- ur tækifærisræðu eða reynir að vera fyndin. Slíkt finnst mér frekar óþægilegt. Ef ég er beðinn um að vera veislustjóri svitna ég köldum svita, það finnst mér hrikalega erfitt. Þótt ég sé ekki mikið fyrir að trana mér fram finnst mér mjög gaman að vera leikari og fara í hlut- verk og koma fram. Það finnst mér ekki erfitt. Nema kannski á frum- sýningarkvöldi. En já, að mörgu leyti er ég feiminn. Ég er allavega ekki fyrsti maðurinn sem þú tekur eftir í partíi. Annars er þetta allt spurning um samhengi og aðstæð- ur. Mér finnst allt í lagi að koma fram þegar ég hef undirbúið mig vel og ég veit hvað ég er að fara að gera, en er hins vegar dauðhræddur við spuna þótt það sé oft mjög gaman að vinna þannig vinnu.“ Pabbi er trans Foreldrar Hannesar Óla skildu árið 2010 en faðir hans hefur nýlokið kynleiðréttingarferli. Ágúst Már heitir því núna Anna Margrét en móðir Hannesar heitir Þórhildur Óladóttir. Hannes viðurkennir að það hafi verið ákveðið áfall að vita að faðir hans væri trans. „Þetta var vissulega mikið sjokk og mjög sér- stakt en ég tók þessu samt alltaf mjög vel. Ég vil bara að fólki líði sem best og fyrst þetta var það sem hana langaði að gera þá er það bara svoleiðis. Þetta er stór ákvörðun en ekki eitthvað sem er bara ákveðið á staðnum. Svona ákvörðun er margra ára prósess og ég stend með henni í þessu. Pabbi minn var samt alltaf svo mikill karla-maður, á svo margan hátt, og það er sérstakt að kynnast þessari nýju hlið. Hún er samt ennþá sama manneskjan, horfir á Manchester United-leiki, hefur sömu skoðanir og hefur lítið Flestir þekkja leikarann Hannes Óla Ágústsson í gervi forsætisráðherra. Hannes Óli og kærastan hans hafa komið sér vel fyrir á Akureyri þar sem þau starfa bæði hjá leikfélaginu. Indíana Ása Hreinsdóttir ræddi við Hannes Óla um ástina, höfnunina sem hann upplifði þegar hann reyndi í þrígang að komast inn í Listaháskólann, feimnina og föðurinn sem nýlega fór í kynleiðréttingaraðgerð. Indíana Ása Hreinsdóttir indiana@dv.is „Pabbi minn var samt alltaf svo mikill karla-maður, á svo margan hátt, og það er sérstakt að kynnast þessari nýju hlið. Stendur með pabba sínum Hannes Óli segir að þótt það hafi verið mikið áfall þegar pabbi hans tilkynnti honum að hann ætlaði í kynleiðréttingu sé hann stoltur af henni. myndIr bjarnI eIríkSSon
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.