Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2014, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2014, Blaðsíða 8
Helgarblað 24.–27. janúar 20148 Fréttir Ásgerður Jóna er saklaus Krotaði á bíl en olli engum skemmdum Þ etta var tilkynnt til lögreglunnar, að það hafi verið tússað á bíl. Það var haft samband við að­ ilann og ekkert frekar aðhafst í málinu, það virðist ekki hafa orðið neitt tjón af þessu,“ segir Ómar Smári Ár­ mannsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, um mál Ásgerðar Jónu Flosadóttur, framkvæmdastjóra Fjölskylduhjálpar Íslands, sem viðurkenndi fyrr í sum­ ar að hafa krotað með tússpenna á bíl. DV sagði frá málinu í júlí í fyrra þar sem rætt var við Sverri Tómas Bjarna­ son sem sagði að kæra hefði verið lögð fram í málinu. Þegar DV hafði sam­ band við Sverri Tómas Bjarnason í vik­ unni sagði hann móður sína, Krist­ björgu Steinunni Gísladóttur, hafa lagt fram kæru í málinu enda eigandi bíls­ ins. „Ég lagði fram kæru,“ segir Krist­ björg. „Lögreglan hringdi síðan í mig og spurði hvort ég vildi leggja fram kæru og ég sagði: Já. Þeir sögðu mér að það væri ekki svo mikið sem ég hefði í höndunum. Ég sagði að mér væri al­ veg sama um það því hún viðurkenndi að hafa gert þetta. Þó svo ég fengi ekk­ ert út úr þessu þá væri þetta hegðun sem ég gæti ekki samþykkt og á þeim forsendum væri ég að kæra þessa hegðun,“ segir Kristbjörg. Hún segir engar skemmdir hafa orðið á bílnum. Ómar Smári segir það hafa verið skilning Kristbjargar að hún hafi kært málið en yfirleitt sé það metið af lög­ reglu hvort mál sem þessi eru tilkynnt eða kærð. „Málið er rætt og farið yfir þetta. Það þarf að kanna hvort það er tilefni til kæru, svo kemur í ljós að það er ekki tjón á bílnum og þannig eru ekki lengur forsendur fyrir kæru. Það þarf eitthvert brot að vera framið,“ seg­ ir Ómar Smári sem segir Kristbjörgu vissulega hafa ætlað að kæra í upphafi. „Hún getur upphaflega hafa komið og ætlað að kæra. Síðan er það bara bók­ að sem tilkynning og kannað betur og þá var ekki tilefni til kæru,“ segir Ómar Smári. Málið stendur því þannig í dag að kæran sem Kristbjörg lagði fram var að endingu bókuð sem tilkynning hjá lögreglu og málið látið niður falla eftir rannsókn vegna þess að engin eigna­ spjöll urðu á bílnum. Ásgerður Jóna gekkst við því í sam­ tali við DV í júlí síðastliðnum að hafa krotað með tússpenna á bílana en neitaði að hafa valdið skemmdum á þeim, sem reyndist raunin. Ásgerður hafði skrifað „einkabílastæði“ á bíl­ inn því hún var ósátt við að bílnum var lagt í stæði sem hún sagði vera einka­ stæði. n „Þetta finnst mér ekki eðlileg hækkun“ n Leigan hækkaði um 24.000 krónur n Íbúðalánasjóður segist fylgja leiguþróun Þ etta finnst mér ekki eðlileg hækkun,“ segir karlmaður sem leigir af Íbúðalánasjóði íbúð í Hafnarfirði. Milli leigu­ samninga hækkaði leiga hans umtalsvert, eða um rúm tólf prósent. Við þetta er hann ósáttur og segir að það gangi þvert á öll markmið og til­ mæli stjórnvalda um að halda niðri verðlagi á Íslandi. Íbúðin er, sem áður sagði, í eigu Íbúðalánasjóðs, en sá sem í henni býr átti hana þar til hún var seld á nauðungaruppboði. Eftir að íbúðin var seld hefur maðurinn búið áfram í henni og haft leigusamning við sjóð­ inn. Í samningnum er kveðið á um ákveðna leiguupphæð sem er verð­ tryggð samkvæmt neysluvístölu. Sú upphæð hefur því verið háð sveiflum, en nú er svo komið að hækka á leig­ una verulega við manninn. Mikil hækkun Í janúar lauk síðasta leigusamningi og var því kominn tími til að gera nýjan. Samkvæmt fyrri samningi var leigan 100 þúsund krónur mánaðarlega, en sem áður sagði bundin verðtryggingu samkvæmt neysluvísitölu. Það þýddi að undir lok síðasta mánaðar greiddi maðurinn um 110 þúsund krónur í leigu. Við undirritun nýja samnings­ ins var leigan hins vegar hækkuð um­ talsvert. Nú gerði sjóðurinn samning við manninn og átti hann að greiða 124 þúsund krónur á mánuði með sömu forsendum og áður. „Þetta finnst mér ekki eðlileg hækkun,“ segir maðurinn í samtali við DV. „Mér finnst þetta mjög mikil hækkun þegar stefnt er að því að halda að sér hönd­ um varðandi gjaldskrár og varðandi launahækkanir,“ segir hann. Sjálfur er hann öryrki og hefur því lítið á milli handanna. „Þetta finnst mér ekki eðlileg vinnubrögð í ljósi aðstæðna,“ segir hann og bendir á að ef hann hefði ekki gengið að þessum samn­ ingi hefði hann misst húsnæðið. Svig­ rúm til samninga hefði ekki verið neitt. Ekki gjaldskrá heldur leigugrunnur Í svörum Íbúðalánasjóðs kemur fram að sjóðurinn styðjist ekki við ákveðna gjaldskrá þegar kemur að því að ákvarða leigu. Þeir geta ekki tjáð sig um einstök mál, en segja að leiguverð miðist við leigumarkað á hverjum stað fyrir sig. „Leiguverðið er reiknað út frá leigugrunni Þjóðskrár sem inni­ heldur alla þinglýsta leigusamninga undangenginna 18 mánaða, að teknu tilliti til ástands eignar. Leiguverðið fylgir síðan vísitölu á samningstím­ anum og tekur ekki öðrum breyting­ um á þeim tíma. Markmið sjóðsins er að fylgja þróun leiguverðs á hverjum stað og hverjum tíma, bæði til hækk­ unar og lækkunar. Íbúðalánasjóði er ekki heimilt að niðurgreiða leigu­ verð, heldur ber honum skylda til að láta leiguverð endurspegla kostnað við rekstur eignanna. Sjóðurinn leit­ ast við að vera ekki leiðandi í verð­ ákvörðun á markaði heldur fylgi sem best almennri þróun,“ segir í svari sjóðsins til blaðsins. Bjarni vill ekki hækkanir Á dögunum ritaði Bjarni Benedikts­ son, fjármála og efnahagsráðherra, öllum stjórnum fyrirtækja sem eru að hluta eða öllu leyti í ríkiseigu, bréf þar sem hann fór þess á leit að fyrirtækin hækkuðu ekki gjaldskrár sínar. „Mik­ ilvægt er að fyrirtæki í ríkiseigu taki virkan þátt í þeirri viðleitni að draga úr hækkun verðlags og efni ekki til hækkana umfram það sem algjörlega nauðsynlegt getur talist. Ljóst er að eigi fyrirætlanir um lágar nafnlauna­ breytingar og aukinn kaupmátt að ganga eftir er nauðsynlegt að draga úr eða koma í veg fyrir eins og mögulegt er hækkanir sem áhrif hafa á afkomu launþega,“ sagði Bjarni. Segja má að Íbúðalánasjóður sé ekki ríkisrekið fyrirtæki, en þó ríkisrekinn sjóður. „Miðað er við að gjaldskrárhækkanir ríkisins verði undir verðbólgumark­ miði Seðlabanka Íslands næstu tvö árin,“ segir Bjarni sem að auki hvatti til þess að: „Fyllsta aðhalds verði gætt varðandi breytingar á gjaldskrám og að þær ákvarðanir um gjaldskrár­ breytingar sem þegar hafa verið ákveðnar verði endurmetnar í ljósi ofangreindra markmiða.“ n Ásta Sigrún Magnúsdóttir astasigrun@dv.is Fylgja leiguskriði Hækkun á leigu hjá Íbúðalánasjóði fylgir leiguþróun. Vill halda verðbólgu í skefjum Bjarni hefur mælst til þess að gjald- skrár verði ekki hækkaðar. Hafnarfjörður Sá sem DV ræddi við var þó verulega ósáttur og taldi hækkunina umtals- verða í ljósi aðstæðna í samfélaginu. „Þetta finnst mér ekki eðlileg vinnu- brögð í ljósi aðstæðna. Krotaði á bíl Ásgerður Jóna skrifaði með tússpenna á bíl í júlí í fyrra. Hún var ósátt við hvar eigandinn hafði lagt bílnum. Ákærður í skugga Metro-fléttu Aðalmeðferð í máli ákæruvalds­ ins á hendur Jóni Garðari Ög­ mundssyni, fyrrverandi rekstrar­ stjóra McDonald's á Íslandi og fyrrverandi eiganda Metro, fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur á fimmtudag. Jón Garðar er ákærður fyrir að hafa sem stjórnarmaður og framkvæmdastjóri Lystar ehf. ekki staðið við skil á opinberum gjöldum – tekjuskatti og útsvari – sem tekin voru af launum starfs­ manna. Í ákæru segir að Jón Garðar hafi ekki staðið skil á 22 milljón­ um og 560 þúsund krónum af opinberum gjöldum Lystar ehf., en félagið sá um rekstur skyndi­ bitastaðarins Metro. Meint brot áttu sér stað frá apríl 2009 og fram í maí 2010. Lyst varð gjaldþrota í maí árið 2010 og var rekstur Metro seldur með öllu til félagsins Líf og heilsa ehf. DV greindi frá því árið 2010 að félagið væri í eigu kærustu Jóns Garðars, Ásgerðar Guðmunds­ dóttur, en engar skuldir fylgdu með kaupunum og urðu þær eft­ ir í hinu gjaldþrota félagi. Alls námu kröfur í Lyst rúm­ um 379 milljónum króna en 3,2 prósent af veðkröfum feng­ ust greiddar. Átta prósent for­ gangskrafna fengust greiddar en ekkert fékkst upp í almennar og eftirstæðar kröfur. Í febrúar í fyrra var Líf og heilsa svo einnig tekið til gjald­ þrotaskipta og er skiptum fé­ lagsins ekki lokið. Félagið M­ Veitingar ehf., stofnað í október 2012 og í eigu Adolfs Aduld­ ech Jóhannessonar, sér nú um rekstur Metro. Ákæruvaldið lítur á meint undanskot Jóns Garðars sem meiriháttar skattalagabrot. 4,4 prósenta atvinnuleysi Samkvæmt Vinnumarkaðsrann­ sókn Hagstofu Íslands voru í des­ ember 2013 að jafnaði 185.100 manns á vinnumarkaði. Af þeim voru 176.900 starfandi og 8.200 án vinnu og í atvinnuleit. Atvinnu­ þátttaka mældist 80,9 prósent, hlutfall starfandi 77,3 prósent og atvinnuleysi var 4,4 prósent. Sam­ anburður mælinga í desember 2012 og 2013 sýnir að atvinnu­ þátttaka jókst um 0,8 prósentustig og hlutfall starfandi um 1,6 pró­ sentustig. Hlutfall atvinnulausra minnkaði á sama tíma um 1,1 prósentustig. Frá þessu er greint á vef Hagstofu Íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.