Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2014, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2014, Blaðsíða 48
Helgarblað 24.–27. janúar 201440 Lífsstíll Heimur Hendrikku Í síðasta pistli sagði ég frá því hvernig ég kynntist manni sem var ekki allur þar sem hann var séð­ ur. Hann var sjarmerandi, kunni alla réttu frasana og var mjög eftir­ sóttur af kvenpeningnum. Við kynntumst erlendis þegar ég var á ferðalagi með vinkonum. Maður­ inn sló mig harkalega utanundir á fyrsta stefnumótinu og þá brotn­ aði eitthvað innan í mér. Eftir að hafa verið slegin fór ég ein upp á hótelið sem ég var á. Ég grét mig í svefn og þorði alls ekki að hringja heim í mömmu og pabba til þess að segja þeim hvað hafði gerst. Það fylgir því svo mikil skömm að farið sé svona með mann. Flestir heima voru líka ósammála þeirri hugmynd að ég færi út til þess að hitta þennan mann sem ég þekkti ekkert. Þarna var ég rétt tvítug, óreynd og vissi ekkert hvað var best fyrir mig. Daginn eftir vaknaði ég við að bankað var á hurðina á hótelher­ bergi mínu. Þar var sjarmatröllið með brúnu augun mætt með blómvönd og afsökunarbeiðni. Hann sagðist hafa brugðist svona við af því að fyrrverandi hans var alltaf að daðra og halda framhjá honum. Ég væri svo sérstök í hans huga og var hann voðalega sorrí og allt það. „Skiljanlega“ lamdi hann mig verandi svo brennd­ ur af fyrra sambandi!! Ég keypti þessa ömurlegu, ódýru útskýringu og voru það stærstu mistökin í lífi mínu. Daginn eftir flaug ég heim og talaði bara við hann í síma endrum og eins. Ég fór stuttu síðar aftur út til þess að hitta hann. Á þriðja degi beindi hann byssu að and­ liti mínu og sagði að ef ég færi frá honum þá myndi hann sjá til þess að enginn maður myndi vilja mig. Hann myndi hella sýru í andlitið eða berja mig þannig að ég myndi afskræmast. Ég lamaðist af hræðslu en lét ekki á því bera og sagði honum þá bara að skjóta mig á staðnum. Hann hló og gerði lítið úr þessu „gríni“ sínu. Það tók mig um níu ár að losna úr þessu viðurstyggilega sam­ bandi og þá hafði ég verið nef­ og kjálkabrotin. Verið með glóðar­ auga oftar en flestir. Niðurlægð, lokuð inni og bannað að tala við vini mína. Já, ég var vinalaus stærstan hluta þessa tíma. Skilj­ anlega þá vill fólk ekki skipta sér mikið af svona sjúkum aðstæðum. Konur í svona aðstæðum eru meðvirkar. En ekki gleyma því að þær eru skíthræddar líka. Ég losnaði úr þessu helvíti með einu símtali. Gamall vinur sem ég hafði ekki heyrt í í 9 ár hringdi einn daginn upp úr þurru og það eina sem hann sagði var: „Hvernig hefur þú það?“ Ég brotnaði saman í þúsundi mola og batt enda á þetta SJÚKA samband sama dag. Þetta eina símtal gerði svo mik­ ið en ég get ekki útskýrt af hverju. Ég fékk kjarkinn sem þurfti til að „feisa“ manninn og ljúka þessu. Það var ekki auðvelt en ég stóð á mínu og haggaði mér ekki. Í dag er ég lýtalaus í andliti og ekki sýru­ brennd eins og mér var hótað. Nokkrum árum seinna sat þessi maður inni fyrir morðtilraun. Hann hótaði mér með sýruárás Hendrikka er heimshornavanur fagurkeri sem lætur allt flakka. Hún tilheyrir „elítunni“, á nóg af pen- ingum og er boðin í öll fínustu partíin. Hendrikka er raunveruleg manneskja sem skrifar undir dulnefni. N icola McKay ákvað að taka lífsstílinn í gegn eftir að hafa séð slæma mynd af sér á Facebook. Hún var þá í fata­ stærð 20, átti erfitt með gang og með stöðugan höfuðverk. Myndin var tekin í afmæli hjá fjölskyldumeð­ limi og varð til þess að hún fékk hvatningu til þess að taka sig á. „Ég fór í tölvuna eftir afmæl­ ið hjá frænku minni. Vanalega gat ég ekki horft á myndir af mér leng­ ur en í nokkrar sekúndur. Ég stopp­ aði við þessa og fékk áfall. Ég leit út fyrir að vera virkilega óheilbrigð. Þetta var hræðilegt. Mér fannst ég vera ógeðsleg,“ segir hún í samtali við Daily Mail. Hún segir aukakíló­ in hafa stafað af því að hún borð­ aði óreglulega, mikið ruslfæði og hafði ekki stjórn á skammtastærðun­ um. „Ég var gráðug. Ég gat ekki hætt að borða.“ Eftir að hún sá myndina tók hún matar­ æðið í gegn, hætti að borða skyndi­ bita og byrjaði í lík­ amsrækt. Hún segir það hafa tekið smá tíma að komast inn í nýjan lífsstíl en það hafi tekist. „Ég fór á hlaupabrettið í ræktinni. Fyrst gekk ég og þurfti að byggja upp hugrekki til þess að hlaupa. En þegar ég byrj­ aði á því var það magnað.“ Hún er nú búin að léttast um nokkrar fatastærðir. Hún passar upp á mataræðið og hreyfir sig daglega. Munurinn er magnaður en hún segist ekki hafa getað gert þetta nema vegna þess að sjálf var hún komin með nóg og gerði þetta þess vegna á eigin forsendum. „Ef þú ert að hugsa um að grenna þig, þá ekki gera það fyrr en þú ert tilbúin/n. Ég hata það þegar fólk er pínt til þess að léttast,“ segir hún og ítrekar að fólk eigi að gera þetta á eigin forsendum. n „Fannst ég vera ógeðsleg“ Nicola tók lífsstílinn í gegn eftir að hafa séð mynd af sér á Facebook Fyrir Breytingin er mikil. Eftir H elsta vandamálið er að fólk hefur gleymt hvort öðru ein­ hvers staðar á leiðinni. Það hefur einbeitt sér að öllu öðru og mundi ekki eftir því að hjónaband og sambúð eru vinna,“ segir Þórhallur Heimisson prestur sem staðið hefur fyrir hjónanámskeið­ um í átján ár. Á hjónanámskeiðunum gefst þátttakendum tækifæri til þess að skoða sitt eigið samband út frá fyrir lestrum og verkefnum. Ætlaði bara að halda tvö námskeið Það var haustið 1996 sem Þórhallur hélt fyrsta námskeiðið. „Ég var ný­ kominn úr námi og fannst vanta eitt­ hvað svona einfalt til þess að hjálpa fólki. Ég ætlaði fyrst bara að vera með kannski tvö námskeið en vinsældirnar urðu miklar og þetta virtist vera eitt­ hvað sem vantaði.“ Síðan þá hefur hann haldið fjöld­ ann allan af námskeiðum. Flest í Hafnarfjarðarkirkju þar sem hann var sóknarprestur í mörg ár en einnig víða annars staðar. Nú býr hann til að mynda í Svíþjóð og hefur haldið mörg námskeið þar. Gleyma að hlúa að sambandinu Hann segir að á námskeiðunum sé lögð áhersla á sjálfsskoðun og sjálfs­ rýni sem hver og einn geti heimfært á eigið samband. Þar sé bent á leiðir til þess að bæta og styrkja sambandið. „Þetta hentar öllum aldurshópum og er gagnlegt fyrir þau pör sem vilja styrkja það sem gott er fyrir en einnig til þess að hjálpa fólki sem er að skilja til þess að halda góðu sambandi eft­ ir skilnaðinn,“ segir Þórhallur. Hann segir að þó margt hafi breyst þau átján ár sem hann hefur staðið fyrir nám­ skeiðunum þá séu í grunninn vanda­ mál hjóna þau sömu. „Gróflega þá eru helstu vandamálin sú að fólk hef­ ur gleymt hvort öðru á leiðinni og að hlúa að sambandinu. Það hefur ein­ beitt sér að öllu öðru en hvoru öðru. Vinnu, börnunum, áhyggjum, fjár­ málum og öllu mögulegu,“ segir hann. Taka á lífinu eins og það er Þórhallur segir námskeiðið fara fram með fyrirlestri og verkefnavinnu. „Þetta byrjar með samtali frá mér og ég læt svo fólk vinna stutt verkefni um kvöldið. Við endum svo alltaf á smá slökun í lokin sem ég hef kallað hjóna­ jóga. Fólk fær síðan í framhaldinu með sér sjö vikna prógramm til þess að vinna með áfram út frá þessum hugmyndum. Til þess að taka á lífinu eins og það er. Hvað það sé sem kem­ ur í veg fyrir að við náum að þrosk­ ast saman; eru það börnin, peningar, vinnan – hvað það er sem skyggir á og hvernig er hægt að vinna út frá því.“ Hjálpar fólki líka að skilja Aðspurður hvort hann hafi komið í veg fyrir marga hjónaskilnaði segir Þór­ hallur hlæjandi að það hljóti að vera einhverjir þar sem svo gífurlegur fjöldi hefur farið í gegnum námskeiðin. „Ég hef ekki einu sinni tölu á öllum þeim fjölda sem sótt hefur námskeiðin.“ En hann hefur líka hjálpað fólki að skilja. „Það er þá að finna sameiginlega leið til þess að skilja í góðu. Það er mjög nauðsynlegt, sérstaklega ef það eru börn í spilinu, að allir komi sem best út úr slíku. Stundum er besta lausnin að skilja.“ Þórhallur ætlar að halda nám­ skeið á Íslandi 28. febrúar næstkom­ andi í Háteigskirkju. Hann hvetur öll pör sem hafa áhuga til þess að mæta. „Mig langar að taka fram líka að þó að ég sé prestur þá er þetta ekkert á trúar­ legum nótum þannig að þetta hentar öllum.“ n Hjálpar hjónum Þórhallur hefur hjálpað pörum í 18 ár með hjónanámskeiðum sínum. MyNd Karl PETErssoN Fólk gleymir að hlúa að sambandinu Þórhallur hefur haldið hjónanámskeið í átján ár Erfiðleikar Þórhallur segir fólk gleyma að hlúa að sambandinu. Viktoría Hermannsdóttir viktoria@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.