Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2014, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2014, Blaðsíða 40
Helgarblað 24.–27. janúar 201432 Fólk Viðtal J á,“ vertu velkominn í Bjarna- bæ,“ segir Margrét Gauja og varar við kátum hvolpi sem snarsnýst í hringi á gólfinu. „Hún er svolítið æst þessi,“ segir hún um þennan nýja fjölskyldumeð- lim. Fallegan hvolp af labrador- og border collie-kyni. Heimili hennar, Bjarnabær, stend- ur í kjarna miðbæjarins í Hafnarfirði í vinalegri götu. Gamalt bárujárnshús sem Margrét Gauja og eiginmaður hennar dunda við að gera upp. „Við tökum eina hlið hússins fyrir á ári, það er það sem við ráðum við.“ Börnin ganga fyrir Margrét Gauja er við það að hefja kosningabaráttu. Hún er bæjarfull- trúi Samfylkingarinnar í Hafnar firði og sækist eftir fyrsta til öðru sæti í prófkjöri flokksins. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hún stendur í próf- kjöri og hún veit sem er, að prófkjör eru engin sérstök sæla. „Ég er reynslunni ríkari í þetta skiptið, það má segja að ég sé sé orðin sjóuð. Ég er því ekkert að fara yfir um. Ég er búin að ganga í gegn- um prófkjör þar sem ég lagði allt undir. Það var síðasta vetur, ég vakn- aði klukkan sjö á morgnana og var komin heim eftir miðnætti. Þannig vann ég sleitulaust í heilan mánuð. Ég geri fjölskyldunni þetta ekki aft- ur. Börnin ganga fyrir. Ég þarf að vera duglegri að slökkva á símanum á milli 5 og 7. Ég ætla að vanda mig og vera með rétta forgangsröðun. Póli- tík er skemmtileg en hún er ekki upp- hafið og endirinn á lífinu.“ Fyrirkomulagið á prófkjörinu er annað en áður og Margrét Gauja segist fegin. „Þetta var alltof dýrt. Ég eyddi um það bil þrjú hundruð þús- und krónum í síðasta prófkjöri. Mað- ur reiðir það ekkert fram. Ég var þá á kennara- og bæjarfulltrúalaunum. Nú er þetta öðruvísi, það er auglýs- ingabann og það er hámark, 150 þús- unda króna hámark.“ Ekkert grín að vera barnastjarna Margrét Gauja er dóttir Magnúsar Kjartanssonar tónlistarmanns og Sigríðar Kolbrúnar Oddsdóttur, flug- freyju hjá Icelandair. Hún er Hafn- firðingur og alin upp á Norðurbraut- inni í Hafnarfirði frá barnsaldri. Flestir landsmenn þekkja Margréti Gauju sem litlu skottuna sem syng- ur Sólarsömbu með föður sínum í Eurovision fyrir margt löngu. Margrét Gauja kvíðir vorinu því þá glymur Sólarsamban á öllum út- varpsstöðvum og segir hún föður sinn standa í ævilangri skuld við sig vegna þessa bralls. „Ég var barnastjarna og undra- barn. Það er byrði að vera bæði,“ segir Margrét Gauja í gamansömum tón. „Ég tók þátt í Eurovision með pabba mínum 1988. Þá var ég 12 ára. Við lentum í sjötta sæti og þótt að þetta hafi verið fyrir mörgum árum síðan þá lifir lagið og lifir,“ segir hún og dæsir. „Sumardagurinn fyrsti er ekki uppáhaldsdagurinn minn eða fyrstu sólardagar vorsins því þá glymur lag- ið í öllum útvarpsstöðvum. Börnunum mínum finnst þetta fyndið. Dóttir mín er með lagið í símanum og ég þarf að hlusta á það í hvert skipti sem ég hringi í hana. Það finnst henni góður brandari. Ég hefði viljað sleppa við þetta. Maður lenti alveg í því. Þegar maður er bara 12 ára veit maður ekki alveg hvern- ig maður á að höndla svona mikla athygli. Hann skuldar mér fyrir þetta. Ævinlega. Enda minni ég hann á það þegar mig vantar hann til að spila í veislum fyrir vinkonur mínar. Þá segi ég: Ég á inni hjá þér!“ Hefði viljað sleppa við sólarsömbuflippið Heimilislífið var ekkert vanalegt. Stórpopparar voru tíðir gestir á æskuheimilinu og Margrét Gauja og vinkonur spæjuðu um Rúna Júl og Stebba Hilmars með stjörnur í augum. „Ég er auðvitað ekki alin upp á heimili svipuðu og aðrir sem áttu mömmu og pabba sem fóru að vinna klukkan 8 á morgnana og komu heim klukkan 4 á daginn. Mamma mín var flugfreyja og pabbi poppstjarna, eða kallinn í Hemma Gunn eins og hann var stundum kallaður. Heima hjá mér voru oft Rúni Júl og Stebbi Hilmars og við vinkonurn- ar héngum á glugganum heima hjá mér alveg að missa okkur.“ Þótt að heimilið hefði ekki ver- ið samkvæmt hefðbundinni upp- skrift er Margrét Gauja þakklát fyrir uppeldið. „Ég er alin upp við að lífið er fyndið og skemmtilegt. Við erum öll með mjög svartan kaldhæðn- ishúmor, frjálslynd og látum allt flakka. Við höfum húmor fyrir okkur sjálfum og þeim aðstæðum sem við komum okkur í. En að sama skapi var okkur innrætt þakklæti fyrir það sem við höfum. Það er mitt veganesti. Ég átti því gott líf þótt að eftir á að hyggja hefði ég viljað sleppa við þetta sólar- sömbuflipp föður míns.“ Aumt hlutskipti miðjubarna Húmorinn er heldur ekki langt und- an þegar Margrét Gauja lýsir aumu hlutskipti sínu sem miðjubarn. „Ég á tvo bræður. Er miðjubarn með öll- um þeim komplexum sem því fylgja og er eina stelpan. Ég þurfti alltaf að vera fullkomin, ég gerði þá kröfu sjálf. Ég á eldri bróður sem heitir Davíð og hann er að vinna sem hljóðtækni- maður hjá Saga Film. Svo á ég yngri bróður sem heitir Oddur Snær, hann rekur frumkvöðlafyrirtæki í Berlín og er að búa til tölvuleik. Hann er tölvugúru og vann lengi hjá CCP. Það eru sum sé tveir einbeittir tæknigúrúar og svo ein í miðjunni að drepast úr félagslegri meðvirkni. Ég tók allt svo mikið inn á mig. Ég ætl- aði til dæmis alltaf að verða dýra- læknir. Mér fannst mannfólkið svo vont. Ég ætlaði bara að vera alveg alein að klappa dýrum. Þetta var á þeim tímum sem við byrjuðum að sjá beinar útsendingar af stríði og grimmdarverkum úti í heimi. Það hafði rosalega áhrif á mig. Ég fékk kvíða- og vanlíðunarköst yfir beinum útsendingum frá Kúveit. Fólk gerði sér enga grein fyrir því hvaða áhrif þetta hafði á börn.“ „Eins og þetta væri bara búið“ Magnús Kjartansson var erkihippi Ís- lands á gullaldarárum hippanna. Um tíma tók hann u-beygju og gekk til liðs við Sjálfstæðisflokkinn og félags- lega meðvitaða barninu, Margréti Gauju, leist ekkert á blikuna. „Hipparnir hættu allir að vera hippar á tímabili. Pabbi minn lenti í því. Hann var hippi, reykti yfir sig af grasi og samdi To be Grateful og allt það. Svo bara allt í einu hætti hann að vera hippi og gekk í Sjálfstæðis- flokkinn. Allt í einu var hann kominn í jakkaföt með axlapúða, með hárið vel greitt aftur og kominn í framboð í Hafnarfirði og mamma orðin fín frú. Mér leist engan veginn á þetta og var alveg að drepast úr meðvirkni yfir þessum hallærislegheitum. Ég var að skoða myndir úr fertugs- afmælinu hans pabba. Í dag myndu þetta vera eins og myndir úr sjötugs- afmæli. Ísskúlptúrar á borðum og það voru haldnar um hann ræður eins og hann væri að deyja. Eða mögulega eins og hann væri dáinn. Eins og þetta væri bara búið. Fékk meira að segja staf í afmælis- gjöf. Hann var bara fertugur,“ segir Margrét Gauja og skellir upp úr og segist hafa hugleitt þessa stórundar- legu tíma í tilefni þess að aðeins nokkur ár eru í fertugsaldurinn hjá henni sjálfri. Pabbi orðinn hippi aftur Hún þurfti ekki að velta umskiptum foreldra sinna fyrir sér langt fram á fullorðinsaldur. Pabbi hennar er bú- inn að fara hringinn og orðinn hippi aftur. „Hann er hippi aftur, mikið er ég fegin. Hann er búinn að átta sig á því að allt sem hipparnir börðust fyrir þegar hann var ungur, átti fullkom- lega rétt á sér. Þeirra barátta fyrir minni mengun, friði og umhverfi er sú hin sama og er orðin nauðsyn í dag. Mamma og pabbi eru flutt upp í Grímsnes- og Grafningshrepp. Eru búin að byggja sér þar hús. Flokka rusl allan daginn, rækta garð og eru bara að hippast. Pabbi er farinn að taka strætó – þarf ég að segja meira. Það er engin stífni, engir axlapúðar og enginn sjálfstæðismaður.“ Getur mokað í flokkinn Margrét Gauja er þriggja barna móð- ir og það er óhætt að segja að það sé líf í tuskunum á heimilinu. Elst er Björk sem verður sextán ára í næsta mánuði. Rétt í tæka tíð fyrir prófkjör- ið. „Ég var í hláturskasti yfir því að hún næði sextán ára aldrinum rétt fyrir prófkjörið. Hún má kjósa og ég var að velta því fyrir mér hvort ég ætti að nota aðferðafræðina hans pabba og moka þeim í flokkinn. Nei, djók. Ég er ekki að fara að gera það,“ segir hún glettnislega. Frumburðurinn, Björk, er öflug stúlka og gerir allt sem aðrir ung- lingar taka sér fyrir hendur. Hún er fædd með heilalömum og Mar- grét Gauja þurfti ung að takast á við kerfið. „Björk er frábær og fyrir mig var lærdómsríkt að takast á við kerf- ið. Reynslan af því að ala upp fatlað barn er í raun sá neisti sem kveikti bálið hjá mér þegar kemur að pólitík. Það sem endanlega ýtti mér fram af brúninni með að taka virkan þátt í að breyta samfélaginu.“ Barnið sleipt eins og lax Mikið gekk á þegar Margrét Gauja eignaðist sitt annað barn í forstof- unni í Bjarnabæ. Um bráðafæðingu var að ræða og enginn tími gafst til þess að fara á sjúkrahús og eig- inmaður hennar reyndi að grípa barnið þegar það kom í heiminn og tókst það ekki. Auðvitað voru hjónin dauðhrædd en hlæja dátt að minn- ingunni. „Ég fékk verki klukkan hálf fjögur og hún Rósa var fædd klukkan fjögur. Sjúkrabíllinn var á leiðinni þegar ég átti hana og ég átti hana í forstofunni. Þetta var hreint ótrúlegt og mikið vorum við hrædd. Maðurinn minn reyndi að grípa barnið. Hann gat ekki gripið hana. Hún var svo sleip. Hann sagði að það hefði verið eins og að reyna að grípa lax. Svo komu sjúkra- flutningamenn og sá fyrsti á vettvang var góður vinur okkar. Þetta var eins dramatískt og það gat orðið. Mamma og pabbi komu líka aðvífandi. Þau áttu þá heima á Norðurbrautinni og ég hafði náð að hringja í þau á milli rembinga. Þau hoppuðu upp í bíl og mamma til- kynnti honum pabba, ákveðin í fasi, að hann skyldi sko sjóða vatn.“ Mar- grét Gauja hlær að þessari minningu. „Svo náttúrlega þegar þau komu varð lítið úr því að sjóða vatn eða gera nokkuð annað. Það kemur ekkert á óvart að Rósa hafi fæðst með þessum hætti, persónuleiki hennar er alveg í stíl við komu hennar í heiminn.“ Eins og að verða fyrir vörubíl á hverjum degi Þriðja meðganga Margrétar Gauju var erfið. Hún fékk mikla grindar- gliðnun og bætti töluvert á sig. Eftir fæðingu sonarins, gullmolans Breka, glímdi hún við miklar líkamlegar þjáningar og gekk lækna á milli að leita lausna. „Það var eins og ég yrði fyrir vöru- bíl á hverjum degi meðgöngunn- ar. Þegar hann Breki minn er orðinn um það bil hálfs árs fer ég að kveinka mér vegna baksins. Þá vildu læknar meina að ég væri bara með klemmd- ar taugar. Ég fékk ofboðsleg verkjaköst, svívirðileg. Þau höfðu mikil áhrif á líf mitt. Ég fór til hnykkjara, sjúkra- þjálfara og lækna. Ég átti að vera dugleg að fara út að ganga á grasi og æfa meira. Ég gerði það sem mér var sagt en það skiptu engu, alltaf komu köstin.“ Féll saman Eftir tveggja ára þjáningar var Mar- grét Gauja komin að því að gefast upp og hreinlega farin að sætta sig við að verkirnir yrðu hluti af lífi henn- ar. „Ég var hætt að pæla í þessu og tók köstunum þegar þau komu. Eftir Margrét Gauja Magnúsdóttir er dóttir Magnúsar Kjartanssonar tón- listarmanns og söng með honum hina fræga Sólarsömbu í undankeppni í Eurovision á barnsaldri. „Ég var bæði barnastjarna og undrabarn,“ segir hún og gerir að gamni sínu. Margréti Gauju var þó ekki ætlað að standa á sviði og skemmta landanum með söng. Stjórnmálin eru hennar ástríða en þó aldrei upphaf og endir alls í hennar lífi. Kristjana Guðbrandsdóttir leit í heimsókn til Margrétar í Bjarnabæ í Hafnarfirði. Margrét Gauja segir frá barnastjörnuárun- um sem henni þóttu ömurleg, snúningi föður síns úr sjálfstæðismanni og aftur í hippa, endalausum skilnuðum og þrautseigri ást, barneignum í forstofunni og raunverulegri ástæðu þess að hún hellti sér út í heim stjórnmálanna, sem er fötlun dóttur hennar. Kristjana Guðbrandsdóttir kristjana@dv.is Tók á að vera barnastjarna „Forty, fertile, female og fat.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.