Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2014, Blaðsíða 45

Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2014, Blaðsíða 45
Helgarblað 24.–27. janúar 2014 Sport 37 N afnið Jerome Champa- gne hringir eflaust ekki mörgum bjöllum hjá ís- lenskum knattspyrnu- unnendum. Nafn þessa 55 ára Frakka komst umræðuna í vikunni þegar hann tilkynnti að hann hygðist bjóða sig fram til forseta Alþjóðaknattspyrnusam- bandsins, FIFA, en kosningarnar fara fram í Zurich í Sviss í júní á næsta ári. Óvíst er hvort sitjandi forseti sambandsins, Sepp Blatter, bjóði sig fram að nýju en það þyk- ir ekki ólíklegt. Boðar breytingar Það eru ekki síst frumlegar hug- myndir Champagne sem vakið hafa mikla athygli en hann boð- ar róttækar breytingar á þessari vinsælustu íþróttagrein heims, ef hann nær kjöri. Þannig vill hann að tekin verði upp appelsínugul spjöld og að liðum verði refsað fyrir að draga í efa heilindi dóm- ara. Þá megi aðeins fyrirliði við- komandi liðs eiga orð við dómara. Áherslur hans eru betur tíundað- ar hér á síðunni. Vann náið með Blatter Þó að Champagne hafi ekki verið áberandi í umræðunni er hann alls enginn nýgræðingur þegar kemur að knattspyrnu. Á fyrri hluta ævi sinnar starfaði Champagne í frönsku utanríkis- þjónustunni og starfaði í sendi- ráðum Frakka í Bandaríkjunum, Brasilíu og á Kúbu. Fyrsta alvöru starf hans , ef svo má segja, í heimi knattspyrnunnar fékk hann þegar hann tók að sér ráðgjöf fyr- ir Michel Platini, núverandi for- seta Evrópska knattspyrnu- sambandsins, sem fór fyrir undirbúningsnefnd vegna heimsmeist- aramótsins í Frakk- landi 1998. Eft- ir það fékk hann starf sem al- þjóðlegur ráð- gjafi í höf- uð- stöðv- um FIFA og vann sig upp metorða- stigann hægt og bít- andi. Undir lok ferils síns þar var hann orðinn að- stoðarframkvæmdastjóri og vann náið með sitjandi forseta, Sepp Blatter. Hann starfaði í ellefu ár hjá FIFA en hætti árið 2010 vegna ósættis við Mohammed Bin Hammam, fyrrverandi forsta Asíska knattspyrnusambands- ins, en á þeim tíma freistaði Bin Hammam þess að ná kjöri í stól forseta FIFA. Bin Hammam þessi komst mikið í umræðuna ári síð- ar þegar upp komst að hann hafði boðið knattspyrnusamböndum ríkja við Kyrrahaf gull og græna skóga ef þau kysu hann í forseta- kosningunum. Hvað gerir Blatter? Champagne tilkynnti framboð sitt á blaðamannafundi í London í vikunni. Þar tók við hann ýmsum spurningum frá blaðamönnum og þótti einlægur og hreinskilinn í tilsvörum. Ef eitthvað er að marka orð hans á fundinum virðist hann sjálfur ekki hafa mikla trú á að ná kjöri í stól forseta FIFA. „Nei,“ svaraði Champagne þegar hann var spurður hvort hann hefði trú á að ná kjöri ef Sepp Blatter byði sig fram gegn honum. Blatter, sem er 77 ára, hefur verið forseti FIFA frá árinu 1998 en í kosningum sem fram fóru árið 2011 gaf Blatter það út að yfirstandandi kjörtímabil yrði hans síðasta og hann myndi því láta af embætti árið 2015. Enn sem komið er hefur Blatter ekk- ert gefið út um það hvort hann haldi áfram, en flestir eiga von á að hann bjóði sig fram að nýju. Búist er við yfirlýsingu frá Blatt- er í júní næstkomandi, áður en heimsmeistaramótið í Brasilíu hefst. Stuðningur frá Pele En af hverju vill Champagne verða forseti. „Við þurfum breytingu. Við þurfum lýðræðislegra og virðu- legra knattspyrnusamband sem gerir meira,“ sagði Champagne. „Ég veit ekkert hvort Blatter bjóði sig fram að nýju en að sjálfsögðu, fyrir kurteisissakir, lét ég hann vita af fyrirætlunum mínum. Sumir segja að ég sé undir áhrifum frá honum en svo er alls ekki,“ sagði hann og vísaði í náið samstarf sitt og Blatters á árum hans hjá FIFA. Blatter hefur verið endurkjörinn forseti í þrígang. Því má gera ráð fyrir að erfitt verkefni bíði hans að sannfæra aðildarsambönd FIFA um ágæti sitt. Kosningabarátta Champagne er rétt skriðin af stað en meðal þeirra sem hafa lýst yfir stuðningi við hann má nefna hinn goðsagnakennda Pele. n n Jerome Champagne vill róttækar breytingar í fótboltanum n Býður sig fram til forseta FIFA Einar Þór Sigurðsson einar@dv.is Appelsínugult spjald Hugmyndir Champagne eru frumlegar. Svona gæti þetta litið út í alvörunni. „Sumir segja að ég sé undir áhrifum frá honum en svo er alls ekki Hugmyndir Champagne n Kvóti verður settur á fjölda erlendra leikmanna í liðum. Þannig ættu upp- aldir leikmenn betri möguleika á að ná lengra. n Appelsínugul spjöld verði tekin upp. Leikmenn sem fái þannig spjöld séu sendir út af vellinum í 2–3 mínútur. Gulu spjöldin yrðu enn við lýði engu að síður. Dæmi: Leikmaður fær gult spjald fyrir brot. Nokkru síðar skorar hann og klæðir sig úr treyjunni í fagnaðarlátum eða brýtur aftur af sér. Refsingin yrði appelsínugult spjald. Rautt spjald fengi hann fyrir ítrekuð brot. n Aðeins fyrirliði megi tala við dómara þegar brot er dæmt. Brot á þessari reglu myndi gera það að verkum að auka- spyrnan yrði færð fram um 9 metra. n Horfið verði frá svokallaðri þrefaldri refsingu þegar leikmaður rænir sóknar- mann upplögðu marktækifæri inni í vítateig. Refsingin felur í sér að víta- spyrna er dæmd, leikmaður fær rautt spjald og leikbann. Nánari útfærsla liggur ekki fyrir. n Allir frambjóðendur til forseta FIFA taki þátt í sjónvarpskappræðum. n Laun forseta FIFA og annarra hátt settra aðila sambandsins séu opinber. Hvað segja sérfræðingarnir? BBC ræddi við fyrrverandi knattspyrnu- dómara um hugmyndir Champagnes. „Þetta er eitthvað sem þyrfti að útfæra nákvæmlega. Ég held engu að síður að það geti verið góð hugmynd að senda leikmenn út af í stutta stund. Ég held að Alþjóðaknattspyrnusambandið myndi skoða þessa hugmynd af alvöru,“ segir George Courtney, sem dæmdi meðal annars á HM í Mexíkó og Ítalíu 1986 og 1990. Hann segir að brot sem réttlæta rautt spjald ætti að refsa fyrir með rauðu spjaldi en appelsínugulu spjöldin geti verið nokkurs konar millivegur milli gulra og rauðra spjalda. Roger Milford, fyrrverandi dómari, sem meðal annars dæmdi úrslitaleik FA Cup árið 1991, tekur ekki jafn vel í hugmyndina og segir að um of mikið inngrip sé að ræða. Skorar Blatter á hólm Býður sig fram Kosið verður í embætti forseta FIFA í júní á næsta ári. Spurningin er hvort Champagne verði ágengt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.