Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2014, Blaðsíða 52

Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2014, Blaðsíða 52
44 Menning Helgarblað 24.–27. janúar 2014 „Velkominn Þorri – vertu ekki grimmur“ B óndadagsnafnið er senni­ lega til komið vegna þess að fyrsti dagur þorra var frí­ dagur bóndans þegar hús­ freyjan gerði honum daga­ mun með því að veita vel af mat, færa honum besta kjötbitann, t.d. hangikjöt eða súr svið, eða bera fram hveitikökur með sykri eða nýbakaðar lummur sem nefnd­ ust sums staðar bóndadagslumm­ ur eða þorralummur. Þessi blíðu­ hót kvenna við bændur landsins á bóndadaginn virðast hafa verið liður í því að bjóða Þorra velkom­ inn í bæinn og milda geð hans.“ Samofin sögu þorrablótanna Ólína segir að saga bóndadagsins sé samofin sögu þorrablótanna sem til eru ævagamlar heimildir um, m.a. Orkneyingasaga og Flat­ eyjarbók. Þorra er einnig getið í Snorra­Eddu og Grágás. Árni Björnsson þjóðhátta­ fræðingur fullyrðir í bók sinni, Sögu daganna, að bóndadags sé fyrst skriflega getið í þjóðsögum Jóns Árnasonar seint á 19. öld. Frá svipuðum tíma er kvæði eftir Pál Ólafsson sem ber heitið Á bónda­ daginn 1878. „Samkvæmt þjóðsögunum voru Þorri og Góa hjón en Harpa og Einmánuður börn þeirra. Mér sýnist augljóst að bóndadagurinn sé hið eiginlega gamla þorrablót sem haldið var á miðjum vetri því blótin gömlu voru ekki mikið ann­ að en átveislur sem haldnar voru á heimilum landsins við árstíða­ skipti eða til að fagna uppsker­ unni. Í Orkneyingasögu er sagt frá Þorra sem var sonur Snæs hins gamla Frostasonar. Þorri var blót­ maður mikill og blótaði á hverju ári á miðjum vetri. Bóndadaginn ber einmitt upp á miðjan vetur þegar sól er tekin að hækka á lofti og fólk farið að hlakka til vorsins. Bóndadagssiðurinn að gera sér og öðrum dagamun í mat og drykk kemur þannig heim og saman við heimildir um gömul þorrablót.“ Fyrst getið á 12. öld Ólína segir að þeir siðir sem tengj­ ast bóndadeginum eigi rót að rekja til gamallar vættatrúar og þess heiðna trúarsiðar að blíðka guði og vættir. „Þorramánuður ber nafn sitt af vætti eða veðurguð sem ætt­ aður var frá öðrum vetrarvættum á borð við Snæ og Frosta. Þorra er fyrst getið í elsta íslenska rímna­ handritinu frá 12. öld og hann var vinsæll í kveðskap á 17., 18. og 19. öld. Algengasta siðvenjan í sam­ bandi við komu Þorra virðist vera sú að bjóða hann velkominn og biðja hann griða. Það kom víð­ ast í hlut húsfreyjunnar að ganga út fyrir dyr kvöldið fyrir bónda­ dag eða eldsnemma á bóndadags­ morgun og bjóða Þorra í bæinn með þessum orðum: „Velkominn Þorri – vertu ekki grimmur“. Þetta mun heimilisfólk líka hafa sagt eft­ ir morgunsigninguna á fyrsta degi Þorra en í þá daga signdi fólk sig á hverjum morgni.“ Mismikil skrípalæti Ýmis skrípalæti og leikir í tengsl­ um við það að bjóða Þorra vel­ kominn í bæinn virðast hafa þró­ ast á 19. öld. „Bændur áttu það til að vakna eldsnemma og fara út úr húsi berleggjaðir á nærskyrt­ unni einni fata með brók í hönd. Bóndadagur er fyrsti dagur þorramánaðar sem er fjórði mánuður vetrar samkvæmt forníslensku tíma- tali. „Þorri er ekki aðeins nafn á vetrarmánuði heldur virðist Þorri hafa verið einhvers konar vættur vetrar eða veðurguð sem vissast þótti að blíðka,“ segir Ólína Þorvarðardóttir þjóðfræðingur. Saga bónda- dagsins er samofin sögu þorrablótanna sem til eru ævagamlar heimildir um. Svava Jónsdóttir skrifar List í lestum List sem blandast hversdagslífinu getur verið áhrifamikil. Veggjalistamenn hafa farið víða um lestarstöðvar og lest­ ir í London og skreytt þar með skemmtilegum skilaboðum sem lífga upp á lestarferðirnar. Merk­ ingarnar eiga það sameiginlegt að fá farþega í lestum borgarinn­ ar til að huga að hegðun sinni. „Þetta klósett er fyrir þá sem þjást af hvellandi bráðaniður­ gangi,“ segir á límmiða við sal­ erni í lest. „Rafmagnsstóll fyr­ ir morðingja og barnaníðinga,“ stendur á límmiða fyrir ofan vel staðsett sæti við inngang lestar. „Ýttu alltaf á þennan takka,“ stendur á öðrum límmiða. Að sjálfsögðu er engan takka að finna í grennd við límmiðann. „Ekki veita farþegum eftirtekt,“ stendur á enn öðrum og vísar í þá annars óskrifuðu reglu að horfa ekki um of á samferðamenn sína. Nýstárleg salernismerking Rafmagnsstóll Ýttu alltaf á þennan takka Ekki veita farþegum eftirtekt Forgangssæti „Samkvæmt þjóð- sögunum voru Þorri og Góa hjón en Harpa og Einmánuður börn þeirra. Bíó Paradís fer ótroðnar slóðir Opnar VOD-rás á Leigunni B íó Paradís opnar sérstaka Bíó Paradís VOD­rás á Leig­ unni hjá Vodafone þriðju­ daginn 28. jan­ úar. Boðið verður upp á metnaðarfulla dagskrá áhugaverðra kvikmynda frá öll­ um heimshornum sem koma til með að auka framboð gæða­ kvikmynda á ís­ lenskum leigumark­ aði til mikilla muna. Þetta er í fyrst skipt­ ið sem Bíó Paradís fer þessa leið með það að leiðarljósi að þjóna betur kvik­ myndaunnendum á landsbyggð­ inni og þeim sem heima sitja. Fimm myndir verða í boði frá 28. janúar en fleiri myndir munu bæt­ ast við á næstu vikum. „Þetta er stórkost­ leg nýjung í okkar starfi. Það hefur lengi verið okkar draum­ ur að bjóða upp á kvikmyndir á öðrum vettvangi, sér í lagi þar sem ekki geta all­ ir sótt Bíó Paradís svo auðveldlega,“ seg­ ir Ása Baldursdótt­ ir, dagskrárstjóri Bíó Paradísar. Berberian Sound Studio: Sál­ fræðitryllir í leikstjórn Peter Strickland er meðal kvikmynda sem áhorfend­ ur geta valið um. n Ekki bara á Hverfisgötunni Nú er hægt að horfa á kvikmyndir frá öllum heimshornum heima í stofu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.