Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2014, Page 52

Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2014, Page 52
44 Menning Helgarblað 24.–27. janúar 2014 „Velkominn Þorri – vertu ekki grimmur“ B óndadagsnafnið er senni­ lega til komið vegna þess að fyrsti dagur þorra var frí­ dagur bóndans þegar hús­ freyjan gerði honum daga­ mun með því að veita vel af mat, færa honum besta kjötbitann, t.d. hangikjöt eða súr svið, eða bera fram hveitikökur með sykri eða nýbakaðar lummur sem nefnd­ ust sums staðar bóndadagslumm­ ur eða þorralummur. Þessi blíðu­ hót kvenna við bændur landsins á bóndadaginn virðast hafa verið liður í því að bjóða Þorra velkom­ inn í bæinn og milda geð hans.“ Samofin sögu þorrablótanna Ólína segir að saga bóndadagsins sé samofin sögu þorrablótanna sem til eru ævagamlar heimildir um, m.a. Orkneyingasaga og Flat­ eyjarbók. Þorra er einnig getið í Snorra­Eddu og Grágás. Árni Björnsson þjóðhátta­ fræðingur fullyrðir í bók sinni, Sögu daganna, að bóndadags sé fyrst skriflega getið í þjóðsögum Jóns Árnasonar seint á 19. öld. Frá svipuðum tíma er kvæði eftir Pál Ólafsson sem ber heitið Á bónda­ daginn 1878. „Samkvæmt þjóðsögunum voru Þorri og Góa hjón en Harpa og Einmánuður börn þeirra. Mér sýnist augljóst að bóndadagurinn sé hið eiginlega gamla þorrablót sem haldið var á miðjum vetri því blótin gömlu voru ekki mikið ann­ að en átveislur sem haldnar voru á heimilum landsins við árstíða­ skipti eða til að fagna uppsker­ unni. Í Orkneyingasögu er sagt frá Þorra sem var sonur Snæs hins gamla Frostasonar. Þorri var blót­ maður mikill og blótaði á hverju ári á miðjum vetri. Bóndadaginn ber einmitt upp á miðjan vetur þegar sól er tekin að hækka á lofti og fólk farið að hlakka til vorsins. Bóndadagssiðurinn að gera sér og öðrum dagamun í mat og drykk kemur þannig heim og saman við heimildir um gömul þorrablót.“ Fyrst getið á 12. öld Ólína segir að þeir siðir sem tengj­ ast bóndadeginum eigi rót að rekja til gamallar vættatrúar og þess heiðna trúarsiðar að blíðka guði og vættir. „Þorramánuður ber nafn sitt af vætti eða veðurguð sem ætt­ aður var frá öðrum vetrarvættum á borð við Snæ og Frosta. Þorra er fyrst getið í elsta íslenska rímna­ handritinu frá 12. öld og hann var vinsæll í kveðskap á 17., 18. og 19. öld. Algengasta siðvenjan í sam­ bandi við komu Þorra virðist vera sú að bjóða hann velkominn og biðja hann griða. Það kom víð­ ast í hlut húsfreyjunnar að ganga út fyrir dyr kvöldið fyrir bónda­ dag eða eldsnemma á bóndadags­ morgun og bjóða Þorra í bæinn með þessum orðum: „Velkominn Þorri – vertu ekki grimmur“. Þetta mun heimilisfólk líka hafa sagt eft­ ir morgunsigninguna á fyrsta degi Þorra en í þá daga signdi fólk sig á hverjum morgni.“ Mismikil skrípalæti Ýmis skrípalæti og leikir í tengsl­ um við það að bjóða Þorra vel­ kominn í bæinn virðast hafa þró­ ast á 19. öld. „Bændur áttu það til að vakna eldsnemma og fara út úr húsi berleggjaðir á nærskyrt­ unni einni fata með brók í hönd. Bóndadagur er fyrsti dagur þorramánaðar sem er fjórði mánuður vetrar samkvæmt forníslensku tíma- tali. „Þorri er ekki aðeins nafn á vetrarmánuði heldur virðist Þorri hafa verið einhvers konar vættur vetrar eða veðurguð sem vissast þótti að blíðka,“ segir Ólína Þorvarðardóttir þjóðfræðingur. Saga bónda- dagsins er samofin sögu þorrablótanna sem til eru ævagamlar heimildir um. Svava Jónsdóttir skrifar List í lestum List sem blandast hversdagslífinu getur verið áhrifamikil. Veggjalistamenn hafa farið víða um lestarstöðvar og lest­ ir í London og skreytt þar með skemmtilegum skilaboðum sem lífga upp á lestarferðirnar. Merk­ ingarnar eiga það sameiginlegt að fá farþega í lestum borgarinn­ ar til að huga að hegðun sinni. „Þetta klósett er fyrir þá sem þjást af hvellandi bráðaniður­ gangi,“ segir á límmiða við sal­ erni í lest. „Rafmagnsstóll fyr­ ir morðingja og barnaníðinga,“ stendur á límmiða fyrir ofan vel staðsett sæti við inngang lestar. „Ýttu alltaf á þennan takka,“ stendur á öðrum límmiða. Að sjálfsögðu er engan takka að finna í grennd við límmiðann. „Ekki veita farþegum eftirtekt,“ stendur á enn öðrum og vísar í þá annars óskrifuðu reglu að horfa ekki um of á samferðamenn sína. Nýstárleg salernismerking Rafmagnsstóll Ýttu alltaf á þennan takka Ekki veita farþegum eftirtekt Forgangssæti „Samkvæmt þjóð- sögunum voru Þorri og Góa hjón en Harpa og Einmánuður börn þeirra. Bíó Paradís fer ótroðnar slóðir Opnar VOD-rás á Leigunni B íó Paradís opnar sérstaka Bíó Paradís VOD­rás á Leig­ unni hjá Vodafone þriðju­ daginn 28. jan­ úar. Boðið verður upp á metnaðarfulla dagskrá áhugaverðra kvikmynda frá öll­ um heimshornum sem koma til með að auka framboð gæða­ kvikmynda á ís­ lenskum leigumark­ aði til mikilla muna. Þetta er í fyrst skipt­ ið sem Bíó Paradís fer þessa leið með það að leiðarljósi að þjóna betur kvik­ myndaunnendum á landsbyggð­ inni og þeim sem heima sitja. Fimm myndir verða í boði frá 28. janúar en fleiri myndir munu bæt­ ast við á næstu vikum. „Þetta er stórkost­ leg nýjung í okkar starfi. Það hefur lengi verið okkar draum­ ur að bjóða upp á kvikmyndir á öðrum vettvangi, sér í lagi þar sem ekki geta all­ ir sótt Bíó Paradís svo auðveldlega,“ seg­ ir Ása Baldursdótt­ ir, dagskrárstjóri Bíó Paradísar. Berberian Sound Studio: Sál­ fræðitryllir í leikstjórn Peter Strickland er meðal kvikmynda sem áhorfend­ ur geta valið um. n Ekki bara á Hverfisgötunni Nú er hægt að horfa á kvikmyndir frá öllum heimshornum heima í stofu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.