Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.2014, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.2014, Side 6
Helgarblað 31. janúar 20146 Fréttir Skeifan 3j | Sími 553 8282 | www.heilsudrekinn.is ÚTSALA 30-60% AFSLÁTTUR Kínversk handgerð list · Vasar · Diskar · Lampar · Pottar · Myndir o.m.fl. n Bílstólarnir gera kraftaverk n Áverkar helsta dánarorsökin H vert barn sem deyr vegna áverka er einu barni of mikið,“ segir Viðar Magnús­ son, yfirlæknir bráðaþjón­ ustu utan sjúkrahúsa, þegar blaðamaður sló á þráðinn til hans og ræddi við hann um þá staðreynd að tvö börn láta lífið á hverju ári vegna áverka. Viðar hélt erindi á Lækna­ dögum, sem haldnir voru í Hörpu í síðustu viku, þar sem hann fjallaði um aðkomu á slysstað og flutning barna á sjúkrahús. „Á aldrinum eins til 40 ára eru áverkar helsta dánarorsökin,“ segir Viðar. „Þegar maður er kominn yfir fyrsta aldursárið er sjaldgæft að ungt fólk deyi nema af völdum áverka. Þetta unga fólk er framtíðin okkar og það þarf að passa vel upp á þau. Þá á ég sérstaklega við krakk­ ana, þar sem þau hafa ekki vit á því að gera það sjálf.“ Aukin vitund um börn Umferðarslys eru stór þáttur í dánar­ orsökum barna að sögn Viðars. Hann tekur þó fram að áverkum á börnum hafi fækkað undanfarin ár. „Með batnandi bílum og auk­ inni vitund fólks eru börn minna út­ sett fyrir slysum í umferð, bæði sem gangandi vegfarendur og sem far­ þegar í bílum,“ útskýrir Viðar. „Ég hef komið að slysum þar sem bílar voru mjög illa farnir; fólk látið í bílnum en börn í aftursæti, vel varin í bílstól, voru ósködduð. Það segir ofboðslega mikla sögu um mikilvægi bílstóla í þessu samhengi,“ en Viðar brýnir mikilvægi þess að stólarnir séu í réttri stærð fyrir börnin og snúi rétt. „Herferðin „Á eftir bolta kemur barn“ var mikilvægt innspil í þessa vitund okkar að börn eru hluti af umferðinni. Ef við, sem ökumenn, tökum ekki tillit til þeirra þá er þeim hætta búin.“ „Betra að byrgja brunninn“ Auk umferðarslysa eru drukknanir og bruni tiltölulega algeng dánar­ orsök barna. Viðar segir að það sé ekki alltaf talað um drukknanir sem slys þar sem „ekki eru áverkar í sama skilningi og í tilfellum umferðar­ slysa“. Hann bætir þó við að hætturn­ ar geti leynst hvar og hvenær sem er. Slysin gera ekki boð á undan sér. „Þegar börn fara út á vatn á bátum, hvort sem það er með foreldrum eða ein, þá skiptir máli að þau séu rétt varin þar líka,“ segir Við­ ar. „Slysin eru þannig að við höfum bara ákveðna möguleika á að bregð­ ast við þeim. Það sem skiptir öllu máli eru forvarnirnar, að passa upp á að börnin verði ekki fyrir slysunum svo við þurfum ekki að takast á við afleiðingarnar. Það er betra að byrgja brunninn heldur en að láta barnið detta ofan í hann.“ Fólk skoði slysagildrur Hálf vinnuvika Viðars er á bráða­ deild Landspítalans á meðan hinn helmingurinn fer í að hafa faglega yfirumsjón með sjúkraflutningnum á landinu. Auk þess er hann meðal þyrlulækna og kemur því fyrir að hann sé kallaður á vettvang slys­ staða. „Fólk gerir sér ekki alltaf grein fyrir hættunum fyrr en spáð er í þær,“ segir Viðar. „Það er mjög mikil­ vægt að fólk horfi á sitt umhverfi og barnanna og velti fyrir sér hvort slysagildrur séu einhvers staðar þar sem það hefur ekki séð þær fyrir, hvort sem það er heima fyrir eða í skóla eða leikskóla. Börnin telja sig ódauðleg og við þurfum að hafa vit fyrir þeim.“ n Ingólfur Sigurðsson ingolfur@dv.is Vitundarvakning um börn Viðar segir herferðina „Á eftir bolta kemur barn“ hafa heppnast vel. Mynd LæknABLAðIð „Hvert barn sem deyr er barni of mikið“ „Börnin líta á sjálf sig sem ódauðleg Segist hafa verið veik Þingmaðurinn Jóhanna María útskýrir fjarvistir í opnu bréfi Þ ví miður eru þingmenn mann­ legir og veikjast líka,“ skrifar þingkonan Jóhanna María Sigmundsdóttir í opnu bréfi til blaðamanna DV á Facebook. Tilefni bréfsins er samantekt DV á mætingu þingmanna á fundi allsherjar­ og menntamálanefndar en hún er með langflestar óútskýrðar fjarvistir af fundum nefndarinnar þar sem vara­ maður er ekki kallaður til. Í umfjöll­ un DV kom einnig fram að Jóhanna María er sá þingmaður sem hef­ ur talað minnst í ræðustól Alþingis, samkvæmt samantekt á gögnum af vef Alþingis. Samkvæmt fundargerðum nefndarinnar, sem birtar eru á vef Alþingis, er Jóhanna María með tólf skráðar fjarvistir án þess að kalla inn varamann. Þar að auki hefur hún einu sinni kallað inn varamann. Þrjár fjarvistanna eru vegna annarra þingstarfa en níu eru óútskýrðar. All­ ar nema ein fjarvist eru á tímabil­ inu október til desember 2013. Eini nefndarmaðurinn sem kemst ná­ lægt henni í fjarvistum er for­ maður nefndarinnar Unnur Brá Konráðsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, en hún er níu sinnum skráð fjar­ verandi án þess að kalla inn varamann. Flestar fjarvistir hennar eru samt útskýrðar. Þegar DV bar fjarvistirnar undir Jóhönnu Maríu í síðustu viku svaraði hún því til að vegna anna í Norðurlanda­ ráði hafi hún ekki getað mætt á alla fundina auk þess sem hún hefur ver­ ið veik. Í bréfinu talar hún hins vegar meira um veikindi. „Í byrjun október veiktist ég illa. Fyrst lagðist ég inn á sjúkrahús og þurfti að fara mér hægt dagana á eftir. Seinni part október dvaldi ég í Noregi þar sem ég tók að mér fundar­ stjórn á UNR þingi og svo síðar á stórþingi NR,“ seg­ ir hún í bréfinu og bætir við að hún hafi fengið heiftarlega flensu í nóv­ ember. n adalsteinn@dv.is Opið bréf Jóhanna Mar- ía kemur með skýringar á óútskýrðum fjarvistum í opnu bréfi á Facebook. Þorrabjórinn slær í gegn Sala á þorrabjór hófst á föstu­ dag fyrir viku, á bóndadaginn, og seldust um 23 þúsund lítrar fyrstu helgina, það er föstudag og laugardag. Þetta er talsvert meira en árið 2013 þegar salan fyrstu tvo söludagana var 15,7 þúsund lítrar. Söluaukningin þessa tvo fyrstu daga er því 45 prósent. Þetta kann að skýrast af því að fleiri þorrabjórtegundir eru í boði í ár en í fyrra. Í ár eru átta tegund­ ir í boði en í fyrra voru þær fimm. Þorrakaldi var vinsælasti þorrabjórinn þessa fyrstu sölu­ helgi, en 8.700 lítrar seldust af honum. Þar á eftir komu Þorra­ gull og Þorraþræll. Verðbólgan í þriggja ára lágmarki Vísitala neysluverðs lækkaði um 0,72 prósent í janúar. Um er að ræða mestu lækkun í einum mánuði síðan í júlí 2012. Þetta kemur fram á vef Greiningar Íslandsbanka, en þar er einnig tekið fram að verðbólgan sé nú 3,1 prósent og hafi ekki verið lægri í tæp þrjú ár. Lækkunin nú skýrist einna helst af 4,5 prósenta styrkingu krónunnar frá nóvember á síðasta ári, verðlækkun á eldsneyti og al­ mennu átaki í þá veru að halda aftur af árlegri janúarhækkun gjaldskráa og almennri hækk­ un vöruverðs. Þá höfðu útsölur talsverð áhrif.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.