Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.2014, Qupperneq 15

Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.2014, Qupperneq 15
Helgarblað 31. janúar 2014 Fréttir 15 „Þau voru fallegt par“ veg. „Okkur var sagt að drep hefði fundist í heilanum, í persónuleika­ stöðvunum,“ segir hún. „Þá var ljóst í hvað stefndi og þetta gerðist fljótt.“ Líffæragjafi Skarphéðinn lést daginn eftir. Hann var blóðgjafi og vildi vera líffæra­ gjafi. Það vissu foreldrar hans vel og höfðu þau mæðginin rætt það sín í milli. Skarphéðinn og fjöl­ skylda hans höfðu rætt opinskátt um líffæragjafir og vissi móðir hans þess vegna hversu mikilvægt það var honum að vera líffæragjafi. „Það kom ekkert annað til greina í hans huga,“ segir Steinunn. „Þeir feðgarnir og bræður hans eru líka blóðgjafar og þegar strákarnir urðu átján ára byrjuðu þeir að gefa blóð í Blóðbankanum,“ segir hún. Faðir hans, Kristján Ingólfsson, komst svo að orði þegar ljóst var að sex einstaklingar hefðu fengið líf­ færagjöf frá Skarphéðni: „Hér fellur mikill maður.“ Vinir Skarphéðins benda á að það hafi því verið í takt við annað sem hann gerði, að hans síðustu verk hafi verið að aðstoða aðra. Líffærin fóru til Noregs og til Svíþjóðar. „Það fóru tvær flugvélar frá Reykjavíkurflugvelli með líffæri hans á miðvikudag,“ segir Steinunn. Foreldrar hans fengu að vita að sextán ára drengur biði á skurðar­ borði eftir því að fá hjarta Skarp­ héðins. „Ég hefði ekki ákveðið fyrir hann að gefa líffærin, en ég vissi að það var óskin hans. Við ræddum þetta saman og allir strákarnir mín­ ir hafa farið og gefið blóð. Við höf­ um alltaf rætt það að gefa líffæri og hann hafði sagt mér frá því að hann vildi gefa. Það er ekki hægt að taka afstöðu til þess hvort maður á að gefa líffæri þegar maður er í þessari stöðu og þess vegna var gott að vita hversu ákveðinn hann var í sinni afstöðu og að ég vissi það. Maður verður að virða óskir hans,“ segir hún. Ökuskírteinið komið Anna Jóna hefði orðið sautján ára laugardaginn 18. janúar. Sigurbjörn, faðir hennar segir að hún hafi ver­ ið búin að taka bílprófið og öku­ skírteinið hefði beðið eftir henni heima. Hún hefði fengið það daginn sem hún varð sautján. „Hún var búin að biðja um að fá bílinn lánað­ an á afmælisdaginn sinn. Ökuskír­ teinið beið bara hérna,“ segir hann. Af þessu tilefni fjölmenntu bæjar­ búar á bílastæðið við Skagfirðinga­ búð og fóru á rúntinn í minningu hennar. Það var mágur Önnu Jónu sem skipulagði minningarakstur­ inn sem var vel sóttur. „Það varð úr þessi mikill akstur og fjöldi sem tók þátt. Þetta var virkilega falleg stund,“ segir hann. Kærustupar Þau Anna Jóna og Skarphéðinn byrjuðu að draga sig saman í haust. Skarphéðinn deildi því með mömmu sinni að hann væri eigin­ lega bæði ástfanginn af Skagafirði, en einnig Önnu Jónu. Þau kynnt­ ust í skólanum og í samfélaginu og það barst pabba hennar fyrr til eyrna en hún hafði áætlað, enda er hann kennari við sama skóla og þau stunduðu nám við. „Við auglýstum eftir vinnu fyrir hann í Bændablað­ inu og hann fór í kjölfarið norð­ ur að vinna. Eftir þrjá til fjóra daga hringdi hann heim og sagðist vera ástfanginn af Skagafirðinum,“ segir hún. „Hann sagðist ætla að sækja um í skólanum og byrjaði í hon­ um. Svo fékk ég að vita að hann væri skotinn í stelpu í september,“ segir Steinunn. Anna Jóna og Skarphéð­ inn Andri höfðu komið í heimsókn suður til fjölskyldu Skarphéðins og voru hér fyrir sunnan dagana n Samfélag í sorg eftir andlát ungmenna n Byrjuðu saman í haust n Vinmörg og vinsæl fyrir slysið. „Þau voru að mínu mati mjög náin,“ segir Steinunn og segir að í Skagafirðinum hafi Skarphéð­ inn fundið sig og vildi nánast hvergi annars staðar vera. „Þau voru fallegt par,“ segir hún. Faðir Önnu Jónu frétti þó af sam­ bandinu svona útundan sér. Hann er kennari við málmsmíðadeild skólans og samnemendur Skarphéðins voru fljótir að láta vita af sambandinu. „Ég er kennari hér í skólanum og hann var því nemandi minn. Ég fékk svona nokkrar spurningar frá nem­ endum mínum og vinum hans um það hvernig mér litist á tengdason­ inn,“ segir Sigurbjörn. „Vinkonur hennar voru á heimavistinni, eins og Skarphéðinn,“ segir hann. Fjölskylda Önnu Jónu rekur kvikmyndahúsið á Sauðárkróki og Anna Jóna tók þátt í því með þeim. Í desember var Skarp­ héðinn einnig byrjaður að hjálpa til í bíóinu segir Sigurbjörn. „Hann var farinn að koma og vera með okkur þar og hjálpa til,“ segir hann og bæt­ ir við að Anna Jóna sé nánast fædd og uppalin í bíóinu, enda hefur fjöl­ skyldan komið að rekstri þess í langan tíma. „Hún hefur verið vön því alla tíð að taka þátt þar,“ segir hann. Minningarstundir Það sést kannski best hversu vin­ mörg og vinsæl Anna Jóna og Skarphéðinn voru þegar horft er Skarphéðinn Andri Kristjánsson Fæddur 1. mars 1995 Dáinn 28. janúar 2014 Anna Jóna Sigurbjörnsdóttir Fædd 18. janúar 1997 Dáin 12. janúar 2014 Sex geta fengið líffæri Í slendingar hafa gefið líffæri frá ár­ inu 1991 þegar samþykkt voru lög um brottnám líffæra til ígræðslu. Talið er að hver líffæragjafi geti bjargað allt að sex mannslífum. Þau líffæri sem oftast er um að ræða eru bris, hjarta, lifur, lungu og nýru. Árið 1992 hófst samvinna við hin Norðurlöndin í tengslum við sam­ tökin Scandiatrans­ plant. Líffæri Skarp­ héðins fóru sem dæmi til Svíþjóðar og Noregs fyrir tilstuðlan þessa samstarfs. Íslensk rannsókn sem náði til áranna 1992–2002 sýndi að fjöldi líffæragjafa var að með­ altali þrír á ári og árleg tíðni því aðeins um 11 á milljón íbúa. Ekk­ ert bendir til að tíðni líffæragjafa hafi aukist síðustu ár. Á Íslandi þarf að gefa sérstaklega til kynna ef fólk vill gefa líffæri sín eftir andlát. Það er gert með líffæra­ korti sem fólk ber. Fyrir Alþingi liggur frumvarp til laga um ætlað samþykki varðandi líffæragjöf. Með slíkum lögum verður fólk að gefa sérstaklega til kynna ef það vill ekki gefa líffæri eftir andlát. ingosig@dv.is „Hann var fjörkálfur og ofboðslega mikil félagsvera. Ætlað samþykki enn ekki komið í gegn Við slysstað Móðir Skarphéðins kveikti á kertum við slysstaðinn, það höfðu aðrir einnig gert.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.