Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.2014, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.2014, Blaðsíða 21
Helgarblað 31. janúar 2014 Fréttir Nærmynd 21 n Gullganga Magnúsar Geirs n Metnaðargjarn vinnuþjarkur n Hafði samið 15 leikrit 9 ára um 60–80 manns komu á hverja sýn­ ingu og krakkarnir voru klappaðir upp nokkrum sinnum. Magnús Geir leikstýrði sýn­ ingunni og með framtakinu varð hann yngsti leikstjóri landsins, og yngsti leikfélagsformaður landsins. Hann vildi þó ekki meina að krakk­ arnir hefðu verið óstýrilátir á æfing­ um: „Nei, nei, þeir voru prúðir. Við tókum þetta öll mjög alvarlega.“ Svo alvarlega að leikhópurinn réð til sín ljósamann, sviðsmann, hvíslara, hljóðfæraleikara, miðasala og lét prenta leikskrá, keypti máln­ ingu og smíðaði leikmynd, keypti leikmuni og lét prenta límmiða með merki Gamanleikhússins. Leikararnir gengu í Bandalag ís­ lenskra leikfélaga og fengu þar með aðgang að búningum, leikmunum, handritum og námskeiðum en Magnús Geir hafði setið námskeið í förðun þegar viðtalið var tekið. Í samkeppni við Þjóðleikhúsið Fáir eða enginn jafnaldri Magnúsar Geirs hafði eins víðtæka reynslu af leikhúsinu og hann. Í viðtali við Æsk­ una viðurkenndi hann þó að hann fengi alltaf dálítinn sviðsskrekk áður en hann stigi á svið og væri „dálítið feiminn“. Krakkarnir í Gamanleikhúsinu voru bæði afkastamiklir og fram­ sæknir. Þeirra á meðal voru Ragnar Kjartansson listamaður, Gottskáld Dagur Sigurðsson leikari og Sig­ ríður Hagalín fréttakona. Á næstu árum áttu þau eftir að setja upp átta leiksýningar, taka þátt í fimm leiklistarhátíð­ um erlendis og standa fyrir leiklistartengdum námskeiðum fyrir ungt fólk, svo sem í líkams­ beitingu og förðun. Þá sóttu þau einnig leik­ listarnámskeið erlend­ is þegar þau fóru þang­ að. Árið 1990 urðu tímamót hjá leikfé­ laginu þegar það setti í fyrsta sinn upp sýningu í stóru leikhúsi og fór í samkeppni við Þjóð­ leikhúsið. Það var þegar Lína langsokkur var sýnt í Iðnó og Íslensku óper­ unni. Sýningin sló í gegn og uppselt var á all­ ar sýningar en krakk­ arnir urðu að hætta sýningum fyrir fullu húsi og snúa sér að próflestri. Magnús Geir hafði leikstýrt öllum leiksýningum Gam­ anleikhússins, „nema hvað ég stjórnaði Maddúsku að nokkru leyti í samráði við Her­ dísi Þorvaldsdóttur leikkonu. Ég byrj­ aði á að stjórna því en þegar Sjónvarpið tók það upp breytt­ um við því svo­ lítið,“ útskýrði hann seinna. Æfðu fram á nótt Síðasta sýning Gamanleikhússins var sýnd árið 1991. Krakkarnir í Gamanleikhúsinu voru þá orðnir sextíu talsins og Magnús Geir orðinn sautján ára menntskælingur í MR. Í viðtali sem tekið var fyrir Morgunblaðið í tengslum við upp­ setninguna sagði hann að leikararn­ ir hefðu æft frá átta á morgnana og fram yfir miðnætti á hverjum degi frá því að vorprófum lauk. „Við ákváð­ um að sleppa sumarvinnunni þar til í ágúst, en þá ætluðum við að vinna öll kvöld og allar helgar.“ Á þessum árum lærði Magnús Geir bæði útsjónarsemi, en til að fjár­ magna reksturinn seldi leikhópur­ inn auglýsingar í leikskrár og miða á sýningar, og skipulagningu. „Maður er á fullri ferð hverja einustu mínútu og lærir jafnvel betur en ella.“ Í leikhúsinu lærði hann líka eitt og annað sem hann lærði ekki annars staðar, eins og að smíða, sauma bún­ inga, tengja ljós, taka myndir og ann­ að sem til féll í leikhúsinu. „Við lær­ um að vinna saman og taka tillit til annarra,“ sagði hann einnig. „Oft er maður alveg kominn að því að gefast upp. En þetta er svo ros­ lega gaman að maður hættir ekki,“ útskýrði hann. Hann væri varla bú­ inn að setja upp eina sýningu fyrr en hugmyndin að þeirri næstu væri komin. „Þegar maður sér að leikritið er komið í höfn fer maður að leita að einhverju nýju.“ Mikil ábyrgð á ungum manni Hæfileiki Magnúsar Geirs til að fá fólk í lið með sér kom snemma í ljós. Í Menntaskólanum í Reykjavík var hann Inspector Cholae árið 1992– 1993. Þar tók hann aðeins einu sinni þátt í Herranótt sjálfur en leikstýrði uppfærslunum hins vegar margoft á næstu árum. Auk þess sem hann setti upp sýningu þar sem hann fékk til liðs við sig rjómann af leiklistar­ fólki framhaldsskólanna MR, MH, MS, Kvennó og Versló, þar sem leik­ listarlífið var hvað öflugast. Að stúdentsprófi loknu lá leið Magnúsar Geirs til Bristol í Englandi þar sem hann var ár í leikstjóra­ námi á framhaldsstigi í virtum leik­ listarskóla, Bristol Old Vic Theater School, sem stofnaður var af Sir Laurence Olivier. Úti setti Magnús Geir upp tvær leiksýningar og var aðstoðarleikstjóri á öðrum tveimur sýningum. Þar að­ stoðaði hann líka Jim Cartwright við að koma upp forsýningu á leikverk­ inu Stone Free, sem Magnús Geir tók síðan með sér heim til Íslands, áður en höfundurinn hafði fullskrif­ að textann, en verkið var frumsýnt í London árið þar á eftir. Við heimkomuna hóf hann störf sem verkefnastóri í Borgarleikhús­ inu og tíu árum eftir stofnun Gaman­ leikhússins stofnaði hann Leikfélag Íslands utan um sýninguna Stone Free sem hann leikstýrði og setti upp á stóra sviði Borgarleikhússins. Það þótti óvenjulegt að svo ungum manni væri falin svo mikil ábyrgð en Magnús Geir kláraði þetta með sóma og sýningin var mest sótta sýningin „ Ég held að ég hafi verið dálítið skrýtið barn „Ég bankaði upp á og hitti fyrst dyravörð sem sagði að ég ætti ekkert erindi þangað og rak mig út. Ferillinn árið 1996 og gekk fyrir fullu húsi út árið 1997. Samhliða starfinu sótti hann tíma í bókmenntafræði í Háskóla Íslands, aðllega til að styrkja sig sem leikstjóra en árið 1995 sagði hann í viðtali við Morgunblaðið að það væri ekki hægt að verða leik­ stjóri í eitt skipti fyrir öll við það að taka próf. Góður leikstjóri yrði að hafa augun opin og sífellt vera að mennta sig. Ásakanir um vinapólitík Magnús Geir hafði hugsað sér að halda aftur utan og fara í frekara nám en verkefnin fram undan voru of mörg og of spennandi til að hann gæti hafnað áframhaldandi starfi með Leikfélagi Íslands. Árið 1997 lagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, þáverandi borgarstjóri, til að leikfélagið fengi Iðnó til afnota og sæi um rekstur þess. Lagt var upp með að veitingasala stæði und­ ir menningarstarfsemi í húsinu svo framlag borgarinnar fælist aðeins í því að fela þeim húsið til afnota endurgjaldslaust. Hugmyndin var umdeild og vakti hörð viðbrögð. Menningarvitar sögðu að veitingarekstur og leikhús færu ekki saman og aðrir voru ósátt­ ir við valið á rekstraraðilum, eða allt í bland. Þá höfðu kanónur á borð við Guðjón Pedersen sóst eftir rekstrin­ um en hann kom fram í fjölmiðlum og sagði að í Leikfélagi Íslands væri ungt og duglegt fólk en framsækið væri það ekki. Fleiri stórstjörnur blönduðu sér í umræðuna og Baltasar Kormákur sem var einn af forkólfum Loftkast­ alans sagði það óásættanlegt að samkeppnisaðilar fengju afhent frítt húsnæði frá borginni. R­listamenn væru greinilega orðnir svona miklir markaðshyggjumenn að þeir veldu bestu markaðsmennina en ekki þá sem hefðu mestu reynsluna og ættu að geta sett upp bestu sýningarnar. Þetta væri greinilega „vinapólitík“. Stærsta sjálfstæða leikhúsið Magnús Geir og félagar hans í Leik­ félagi Íslands létu gagnrýnina sem vind um eyru þjóta. Á aldarafmæli Iðnó einhentu þeir sér í að setja upp menningarhús með kaffistofu, veitingahúsi, leikhúsi, tónleikasal og danssal. Þeir tóku við húsinu hráu en eyddu um tíu milljónum í 1973 Magnús Geir Þórðarson fæðist 1985 Stofnar Gaman- leikhúsið 1996 Stofnar Leikfélag Íslands 1997 Hefur rekstur í Iðnó með LÍ 2000 LÍ verður stærsta sjálfstæða leikhúsið 2002 LÍ verður gjaldþrota 2003 Lauk meist- aranámi í leik- húsfræðum frá University of Wales 2004 Verður leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar 2005 Lauk námi MBA-námi frá Háskólanum í Reykjavík 2007 Valinn mark- aðsmaður ársins 2008 Verður leikhússtjóri Borgarleik- hússins 2009 Valinn viðskiptafræðingur ársins 2012 Tekur sæti í stjórn RÚV 2013 Fékk riddara- kross hinnar íslensku fálkaorðu 2014 Ráðinn útvarps- stjóri Fengu Iðnó Þeir voru ungir og horfðu björtum augum til fram- tíðarinnar, strákarnir í LÍ, þegar þeim hafði verið treyst fyrir Iðnó. Úr Morgunblaðiðinu 1998. Stjarna fædd Aðeins níu ára gamall hafði Magnús Geir fengið uppsetningu á eigin verki, Keisaranum. Úr Helgarpóstinum 1983. Afkastamikill Magnús Geir stofnaði eigið leikhús þegar hann vildi taka stjórnina í eigin hendur. Úr Æskunni 1987. Lítill leikstjóri 12 ára varð Magnús Geir yngsti leikstjóri landsins þegar hann setti Töfralúðurinn á svið. Úr Æskunni 1985. M y n d S Ig tr y g g u r A r I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.