Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.2014, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.2014, Blaðsíða 25
Helgarblað 31. janúar 2014 Fréttir Erlent 25 F arið núna! Það getur í raun- inni ekki gerst nógu snemma, fyrir okkar fjölskyldu og um 37.000 aðrar fjölskyldur. Sonur okkur er að bíða eftir heimferð eftir 45 daga. Þetta minn- ir mig á þegar ég var á hans aldri og bandarískir hermenn voru að fara frá Víetnam: „Hver vill vera sá síð- asti sem deyr fyrir mistök?“ var fras- inn þá. Ég vil ekki að það komi fyrir neinn af okkar drengjum.“ Ummæli þessi er fengin frá áhyggjufullum föður, hvers sonur er á leiðinni frá Afganistan, en þau fylgja frétt á Washington Post frá 25. janúar þess efnis að bandaríska þingið hafi samþykkt að draga veru- lega úr fjárframlögum til þróunar- aðstoðar og annarra aðgerða vegna brotthvarfs bandaríska hersins frá landinu. Það á að gerast fyrir lok þessa árs. Loftárásir á Tora Bora Stríð Bandaríkjamanna í Afganistan hófst í október 2001, eftir árásir al- Kaída-samtakanna á Tvíburaturnana í New York. Þá gerði bandaríski her- inn gríðarlegar loftárásir með B- 52-sprengjuflugvélum á Tora Bora- fjöllin í Afganistan, þar sem talið var að Osama Bin Laden væri að finna. Í kjölfarið fylgdi gríðarlegur fjöldi hermanna, bæði frá Bandaríkjunum og öðrum löndum, meðal annars Norðurlöndunum. Fjöldi danskra hermanna hefur til dæmis fallið í Afganistan á undanförnum árum og NATO hefur verið með í Afganistan nánast frá upphafi. Lengsta stríð Bandaríkjanna Um er að ræða lengsta stríð í sögu Bandaríkjanna. Bandarískir her- menn komu seint inn í fyrri heims- styrjöld og hófu þátttöku í einni heimsstyrjöld tveimur árum eftir að hún hófst (1941) og þar til yfir lauk í ágúst 1945 með atómsprengjunum í Hírósjíma og Nagasaki. Kóreustríðið stóð yfir frá 1950–1953 og leiddi af sér skiptingu Kóreu, sem stendur enn. Til Víetnam komu fyrstu bandarísku landgönguliðarnir árið 1965, en árið 1973 var saminn friður í París. Þá tóku hersveitir S-Víetnams (banda- menn USA) við en það dugði bara í tvö ár, þar til Saigon, höfuðborg S- Víetnams féll í apríl 1975 og komm- únistar tóku völdin í landinu. Um 58.000 bandarískir hermenn féllu á þessum árum. Stríð Bandaríkjanna í Afganistan hefur nú staðið í 13 ár og er það lengsta í sögu landsins. Árangur náðst Tímaritið Time reynir að spá í spilin fyrir árið 2014 í nýlegu hefti og í grein í blaðinu er einmitt fjallað um stöð- una í Afganistan. Í henni er meðal annars bent á að þó nokkur árangur hafi náðst; að andstæðingarnir, talí- banar, ráði litlum svæðum, að millj- ónir stúlkna sæki nú skóla (talíban- ar eru á móti skólagöngu stúlkna, innskot GHÁ) og að ástandið í heilsugæslumálum hafi einnig stór- lega batnað. Gríðarmiklu fé hefur verið varið til uppbyggingar í landinu á undanförnum árum af fjölmörgum erlendum hjálparsamtökum. Segja má að stanslaust stríðsástand hafi ríkt í landinu frá árinu 1979, þegar Sovétmenn (Rússar) réðust inn í landið og steyptu þáverandi stjórn- völdum. Gríðarlegt mannfall og eyði- legging hefur einkennt landið frá þessum tímapunkti. Um 12.000 ráðgjafar áfram En það fara ekki allir hermenn frá Afganistan. Hamid Karzai, forseti landsins, gerði í nóvember samning við bandarísk stjórnvöld þess efnis að um 12.000 bandarískir hermenn/ ráðgjafar verði í landinu. Hlutverk þeirra er að aðstoða afganska her- inn, sem telur um 320.000 manns, sem er kunnugleg tala í eyrum okkar Íslendinga. Hins vegar er sá her ekki talinn vera upp á marga fiska og skortir bæði upp á þjálfun og ýmsan búnað. Til dæmis er varla til flugher í landinu, sem á aðeins 111 flugvél- ar og þyrlur – þrátt fyrir um fjögurra milljarða dollara árlegan hernaðar- stuðning Bandaríkjanna. Karzai út, nýr forseti inn Nokkuð neistaflug hefur verið á milli Karzai og Barack Obama, for- seta Bandaríkjanna. Aðallega vegna svokallaðra „drónaárása“ sem eru sprengjuárásir með fjarstýrðum flugvélum víða um heim, mest þó í Mið-Austurlöndum. Karzai vill ein- faldlega að Bandaríkin hætti dróna- árásum í Afganistan. Forsetakosningar verða haldnar í Afganistan í apríl og þá verður eftir- maður Karzai valinn. Mögulegt er að ákveðinn óróleiki verði fyrir og eftir kosningarnar, því ekki er ólíklegt að talíbanar grípi til aðgerða sem kunna að valda spennu og hættuástandi í landinu. Fordæmin eru mörg fyrir slíku. Einnig er það ákveðið munstur að virkni talíbana hefur yfirleitt auk- ist á vorin og sumrin í landinu og því hefur alls kyns árásum fjölgað þá. Í grein Time segir að fyrsta verk- efni nýs forseta verði að leiða landið í gegnum brotthvarf erlendra her- manna. Hve hratt það gengur fyrir sig ræðst meðal annars af því hvern- ig afganska hernum tekst að glíma við andstæðinga sína á næstu vikum og mánuðum. Spurningin er í raun hvort Afganir ráði við þetta verkefni? Talíbanar semja ekki Þá þarf einnig að koma til eitthvert pólitískt samkomulag en líkur á því eru litlar. Talíbanar eru ekkert á þeim buxunum að semja við stjórn- völd í Kabúl og fjölmargir stríðsherr- ar í landinu gera málið enn flóknara. Brian Katulis, sérfræðingur á sviði utanríkismála hjá Center for Amer- ican Progress, segir í Time: „… við skiljum eftir okkur samfélag sem getur í raun ekki læknað sig sjálft og jafnað deilumálin, en við erum heldur ekki tilbúin til að heyja stríð til þess að ná þessum markmiðum.“ Af þessu má ljóst vera að árið 2014 verður hvorki einfalt né auðvelt fyrir Afgani og Afganistan. Landið hefur gengið í gegnum hrikalegar hremmingar á síðustu fjórum ára- tugum og mikill fjöldi almennra borgara og hermanna látið lífið. Í stríði Bandaríkjanna sem hófst 2001, með aðgerðinni „Enduring Freedom“ eða „Varanlegt frelsi“ hafa hátt í 20.000 hermenn þátttökuland- anna fallið, um helmingurinn frá Afganistan. Tugir þúsunda hafa særst. Kostnaðurinn við þetta stríð er gríðarlegur og tekinn beint úr vös- um bandarískra skattborgara eða í gegnum lánsfé, sem eykur skuld- ir Bandaríkjanna. Þær eru nú þegar gríðarlegar, en samkvæmt nýlegri rannsókn frá Harvard-háskóla hafa átökin í Írak (frá 2003) og Afganistan kostað um um fjögur til sex þús- und milljarða dollara. Eðlilegt er að spyrja: Er þetta þess virði og skil- ar þetta jákvæðri þróun? Kemst til dæmis friður á í Afganistan? Þessi stríðshrjáða þjóð á það svo sannar- lega skilið. n Bless Afganistan Gunnar Hólmsteinn Ársælsson n Bandaríkjamenn yfirgefa Afganistan í árslok nEitt dýrasta stríð í sögu landsins„Hve hratt það gengur fyrir sig ræðst meðal annars af því hvernig afganska hernum tekst að glíma við andstæðinga sína á næstu mánuðum. Mannfall Bandaríkin hafa misst rúmlega tvö þúsund hermenn í Afganistan 2001 3 2002 23 2003 30 2004 49 2005 93 2006 88 2007 110 2008 151 2009 303 2010 492 2011 406 2012 296 2013 117 Alls 2.161 hermaður „Hver vill vera sá síðasti sem deyr fyrir mistök Slasað barn Barn á sjúkrahúsi eftir sprengjuárás í Afganistan 13. nóvember 2010. Börn og aðrir saklausir borgarar verða iðulega að fórnarlömbum í stríðum. Hvíldinni fegnir Eftir lengsta stríð í sögu Bandaríkjanna, stefna nú Bandaríkin á að flytja hermenn sína heim frá Afganistan. En þó ekki alla, afgönsk stjórnvöld vilja hafa 12.000 ráðgjafa áfram í landinu. Myndir reUTerS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.